Þjóðviljinn - 22.01.1954, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 22.01.1954, Blaðsíða 10
1Ö>; — ÞJÓÐVTLJINN — Föstudagur 22. janúar 1954 ^Selma Lagerlöf: KARLOTTA LÖWENSKÖLD f OFURSTAFRÚIN r *' i. r~ r I ' * Einu sinni átti heima í Karlstað ofurstafrú að nafni Beata Ekenstedt. Hún var af Löwensköldættinni frá Heiðarbæ og því fædd tiginborin og hún var svo fín, svo falleg, svo menntuð, og hún gat skrifaö ljóð sem voru eins skemmtileg og ljcðin hennar frú Lenngren. Hún var lítil vexti en bar sig vel eins og allir af Löwensköldættinni, og andlit hennar var svipmikið. Hún sagði eitthvað fallegt og skemmtilegt við alla sem hún hitti. Það var einhver rómantískur blær yfir henni, og þeir sem höfðu einu sinni séð hana gátu aldrei gleymt henni. Hún var mjög vel búin og hún var ævinlega fallega greidd, og hvert sem hún kom bar hún alltaf fallegustu ; hálsfestina, fegursta armbandið og glæsilegasta gim- steinahringinn. Hún hafði líka ótrúlega nettar fætur, og hvort sem það var í tízku eða ekki, gekk hún alltaf í litlum, háhæluðum skóm, klæddum gullbrókaði. Hún átti heima í fínasta húsinu í Karlstad og þaö ■ var ekki inni í húsaþrönginni, heldur úti við Klárelfar- bakkann, svo að ofurstafrúin gat séð niður í árstrauminn úr herberginu sínu. Hún sagöi stundum frá því, að eina ' nóttina þegar silfurtært tunglsljós skein á ána, hefði hún séð nykurinn sitja og leika á gullhörpu undir glugganum hennar. Og enginn efaði að hún hefði tekið rétt eftir. Því skyldi nykurinn ekki vilja syngja Eken- stedt ofurstafrú tjj eins og svo margur annar? Allir tignir ferðamenn sem til Karlstaö komu, fóru í heimsókn til ofurstafrúarinnar. Allir uröu þeir þegar í stað mjög hrifnir af henni og þeirn fannst illt til þess aö vita, að hún væri grafin lifandi í svona smábæ. Sagt var að Tegnér biskup hefði gert um hana ljóð og krón- prinsinn hefði sagt að hún hefði þokka á við Parísar- ' mey. Og bæöi von Essen hershöfðingi og fleiri sem höföu verið uppi á dögu.'v Gústafs III. urðu að viðurkenna, að þeir hefðu aldrei verið í glæsilegri matarveizlum en hjá Ekenstedt ofurstafrú, bæði hvað snerti veitingar, framreiðslu eða andríkar samræður. Ofurstafrúin átti tvær dætur, Evu og Jaquettu. Þær voru glaðlegar og indælar stúlkur og þær hefðu vakið mikla aödáun hvar sem var annars staðar í heiminum, en í Karlstað var enginn sem veitti þeim athygli. Móðir- in varpaði algerum skugga á þær. Þegar þær komu á dansleik kepptust ungu mennirnir um aö fá aö dansa við ofurstafrúna,- en Eva og Jaquetta þmftu aö sitja og ylja bekkina. Og eins og áður var sagt var það ekki ein- ungis nykurinn sem söng ástarljóð fyrir utan gluggana í húsi Ekenstedt, en enginn söng þau undir gluggum dætranna, heldur eingöngu undir gluggum ofurstafrúar- innar. Ung skáld sátu og ortu ljóð til B.E., en ekki einn einasti tileinkaði ljóðlínur sínar E.E. eða J.E. Þeir sem höfðu saumgar hugsanir héldu því fram, að einu sinni hefði ungur liðþjálfi beöið Evu litlu Ekenstedt, en hann hefði fengið hryggbrot, vegna þess aö ofurstafiúnni fannst hann hafa slæman smekk. Ofurstafrúin átti líka ofursta, myndarlegan og góðan mann, sem hefði verið mikils metinn hvar sem var ann- ars staðar en i Karlstað. í Karlstað var ofurstinn bor- inn saman við ofurstafrúna, og þegar fólk sá hann við hlið eiginkonunnar, sem var svo glæsileg, svo óvenju- leg, svo hugmyndarík og leikandi fjörug, fannst því hann líta út eins og bóndadurgur. Þeir sem voru gest- ■ komandi í húsi hans hirtu ekki einu sinni um að hlusta á það sem hann sagði, það var eins og þeir sæju hann ■ alls ekki. Engum datt í hug að ofurstafzúin myndi leyfa neinum þeirra sem snerust kringum hana aö gerast nær- göngulir á nokkurn hátt, það var ekkert aö framkomu hennar að finna, en henni datt aldrei í hug að draga eiginmanninn fram úr felustað sínum. Hún hélt sjálf- sagt að honum liði bezt þegar iítið bar á honum. En þessi glæsilega ofurstafzú, þessi dáða ofurstafrút átti ekki einungis eiginmann og tvær dætur, hún átti ’ líka einn son. Og þerman son elskaði hún og dáði, vakti ' athygli á honum við öll tækifæri. Enginn gestur mátti . vanrækja hann eöa sýna honum hirðuleysi ef hann ■ geröi sér vonii’ um aö fá annað heimboð. En því ber ekki ' aö neita, að ofurstafrúin hafði ástæðu til að vera hreyk- ' in af syninum. Hann var vel gefinn, var alúölegur í fram-' ] komu og aðlaðandi í útliti. Hann var hvorki ósvífinn né,, fi'akkur eins og mörg dekurbörn. Kann skrópaði ekki í . skólanum og hafði aldrei hrekkjabrögð í frammi viö • kennai’ana. Hann var skáldlegar sinnaöur en systui'nar. ■ Áður en hann var fullra átta ára gat haftn sett saman' alli'a snotnjstu ljóð. Hann kom stundum og sagði móður ’ sinni fi'á því að hann hefði heyrt nykurinn leika á hörpu, og séð álfana dansa á Voxnes-engjum. Hann hafði fín- . gerða andlitsdrætti, stór, döklc augu og. hann var barn móður sinnai’ aö öllu leyti. Þótt hann hefði lagt undir sig hjarta ofurstafrúar-" innar, var ekki hægt að segja að hún væri veikgeðja’’ móðir. Að mirmsta kosti varö Karl-Artur Ekenstedt aö,, læra að vimza. Hún mat hann meira en alla aðra, en . einmitt þess vegna var annað óhugsandi en hann kæmi heim úr mermtaskóla með alh'a hæstu einkunnir. Og allir tóku eftir því, að meðan Karl-Artur gekk í skóla,'1 bauö ofurstafiúin aldrei heim neinum kennara hans. PCCAMWSI Sumir eru þeirrar skoðunar að bergmál sé það eina sem geti haft seinasta orðið þar sem kona er annarsvegar. *■ * *- Vinur — er nokkuð til í því a3 það sé maðuriim sem á sömu óvini og þu? * * * Reynsla — það er nafnið sem menn gefa mistökum sínum. * * -Jf I-Iann var þelrrar skoðunar að mannltynssaga væri fölsuð frásögi; af lítllsverðum atburðum. * * * Sá sem elskar sjálfan sig hefur sjaldan marga keppinauta. * * * Það er kænn maður sem alltaf man afmælisdag konu, en htíur ekki hugmynd um aldur hennar. •x- * * Anton Tsékoff sagði: Þegar !eik- ari hefur peninga þá sendir hanrt eklii bréf lieldur skej’tl. * * * Gifting: útför þar sem þú finnur sjálfur lyktlna af blómunum. / Þurrt hár - feitt hár hinum allra grennstu, og jafn- vel þær verða býsna þunglama- legar í svona flík. Sniðið á pils- inu er undirstrikað með þröíig- um jakka, sem því miður nær dálitið niður fyrir mittið og hættir á mjög óheppilegum stað fyrir Ilitamsvöxtinn. Þessi flík er gott dæmi um nýju tízkuna, sem getur litið vel út á sýn- ingarstúlku, en er ekki eins heppileg fyric venjulegt fólk. Sem betur fer eru líka bún- ar til flíkur með sniði sem hentar einnig þeim, sem ekki Þegar hár- greiðsla er valin verður að taka tillít til þess hvort maður hefur þurrt hár sem verður fijót- lega foitt. Það ;r ekki nóg að lárgreiðslan :ari vel fyrst í itað; hún þarf íelzt aðlítavel út sem allra lengst og það vill oft verða misbrestur á þri, ef valin er liárgreiðsla, sem hæfir e'cki gerð hársins. Stúlkan með ftita hárið verður oft fyrir því, að liár hennar er létt og lif- andi þegar það er nýþvegið, en eftir nokkra daga er eins og ekkert verði úr þri. Og þá er afleitt, ef hárgreiðslan er mið- uð við létt og lifandi hár. Ef hárið fitnar mjög mikið er bezt að velja hárgreiðslu, sem má liggja að höfðinu og eyði- leggst ekki þótt hárið fitni. Vindblásna hárgreiðslan er svo hentug fvrir feitt hár, að það Stutta vindtfiásna liárgTeiðslan þolir vel þótt hárið fitni, aðalatriðið er að hárið sé glljáandi. Þurrt hár þolir ekki sörau hárgreiðslur og feitt ihár, það Verður að gTeiða á léttari og meira lifandi hátt. verður bókstaflega .að bera fitu í hárið, ef það fitnar ekki af sjálfsdáðum. Vandamál stúlkunnar með þuiTa hárið eru allt ömiur, en þau eru elckert betri viður- eignar en vandamál hinnar. Þurra hárið brýtur allt af sér og er aldrei kyrrt á sínum stað: Stúlkan með þurra. hárið verður því að velja sér hárgreiðslu, sem þolir að aflagast lítið eitt. Hún verður að forðast allra flóknustu greiðslumar ög velja eitthvað í líkingu við greiðsl- una á myndinni, sem útheimtir ekki of mikla nákvæmni. Diorssiddin ekki svo afleit Hér eru tvær nýjar myndir frá Dior og ekis og sjá má, éru þær báðar mjög hæfilega síðar, svo að það virðist tæplega vera ástæða tíl að reka upp rama- kvein út af byltingu í kjólasídd. Kjóldragtin með klukkusniðið er styttri, og hið óvenjulegasta viö þá flík er klukkusniðið á pilsinu. Það hentar ekki nema hafa fullkomið vaxtarlag. Það sést bezt á hinni flíkinni, sem Dior á einnig heiðurinn af. Þessi kjóll er dálítið slðari en klukkupilsið. I rauninni má segja að síddin á honum sé mátuleg, hariii er hvorki of stuttur né of síður. Kjóllinn er simdurskorinn í mittið, og það er á sínum stað aldrei þessu vant. Blússan er hneppt niður í mitti og nota má klút eða blússu innanundir. Frá axla- stykkinu kom mjúkar fellingar, samsvarandi feilingunurn í pils- inu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.