Þjóðviljinn - 27.01.1954, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 27.01.1954, Blaðsíða 12
Hernámsfiokkarnir allir senda hann út sameigin- lega frá kosningaskrif stofu Alþýðufiokksins! Bandaríska sendiráðið hefur nú skorizt í kosningabar- áttuna hér í Reykjavík og gefið út bækling sem nefnist „Friður og frelsi“. Bæklingurinn var síðan afhentur her- námsflokkunum og sáu þeir sameiginlega um dreifingu á honum. Var hann settur í umslög og skrifaö utaná í kosn- ingaskrifstofu Alþýöuílokksins í Ingólfs Café um helgina og mættu þar einnig starfsmenn hinna hernámsflokk- anna. Samvinnan var þannig fullkomin eins og vera ber þegar húsbóndinn kallar á lið sitt. Fyrir útburð á pésan- nm voru greiddar 50 aurar á eintak, enda ekki féskortur á bandaríska sendiráðinu. „Sanivmmmefnd“ og „fræðslunefnd“ Útgefandi bæklings þessa er talinn „Samvinmmefnd lýðræð- issinnaðrar æsku“ og hafa menn aldrei heyrt þá stofnun nefnda áður. Hins vegar minnast menn þess að fyrir nokkru gaf önnur nefnd, „Fræðslunefnd frjálsra verklýðsfélaga" út slúðurritið „Þrælabúðir Stalíns". Aldrei fékkst vitneskja um það hverjir sæti áttu í nefndinni — og neit- aði Jón Sigurðsson að gefa nokkrar upplýsingar um það á síðasta Alþýðu&ambandsþingi, — en allir vissu að nefndin var aðeins leppur til að- taka á móti útgáfukostnaðinum hjá Banda- ríkjamönnum. „Sérlegur ráðgjafi Félags- tnálaráðuneytisins“ Um þessa nýju nefnd er það vitað að í henni er a. m. k. einn maður, Hannes Jónsson sem igengur undir nafeinu félagsfræð- ingur. Er hann einnig skráður höfundur pésans, sem hernáms flokkamir senda út sameigin- lega. Framsóknarflokkurinn hef- ur sem kunnugj er átt bágt með Hannes þennan, hefur hann haf- ið ýms verkefni án árangurs, og nú .undanfarið haft ýmsa annar- lega bitlinga. M. a. var hann sendur til Vesturþýzkalands s. 1. sumar á kostnað ríkissjóðs og gekk þar um með nafespjald þar sem hann taldi sig .^sérlegan ráðgjafa Félagsmálaráðuneytis- ■ins“! Mun Framsóknarmönnum að þvl mikill létitir að Hannes þessi er nú kominn á snæri bandaríska sendiráðsins. Vill fá aulsaskilding f bréfi sem Hannes sendir með pésanum segir hann að út- gáfan sé kostuð „með því að biðja nokkra einstaklinga og nokkur fyrirtæki í Reykjavik að leggja fram fé til útgáfunnar“, en kostnaður hafi numið rúm- lega 40.000 kr. Þetta er kurteis- leg nafegift á bandaríska sendi- ráðinu,. en . Hannas lætur þetta ekki nægja. Hann biður í þokka- bót „þá sem styðja vilja þetta starf með fjárframlögum að hafa samband við undirritaðaju“! Með þessu móti vonast hann til að geta komizt yfir einhvem auka- skilding, og hefur þó sendiráðið vonandi ekki verið nízkt við hann. Framhald á 8. síðu. Auðstéttin í Reykjavík ögrar húsnœðisleysingjunum Stjórnin heykist á kærum gegn 22 Vestmanna- eyingum sem komu sér upp þaki yf ir höfuðið Framkvœmir tillögu sem Karl GuSjórts- son flutti á jb/ng/ / haust 40% KOSNINGA SJÓÐUR Alltaf hækkar súlan jafnt og örugglega; nú er hún komin upp í 40%. — Deildirnar sækja sig, Bolla deild er komin í 117% og fjór- ar aðrar komn ar yfir 50%. — Alllt er þetta á réttri leið, en við erum þé ekki hálfnuð. sZ markinu enn og aðeins 5 dagai til stefnu. Nú verðum vlð að duga vel! — Súlan skal 1 mark! S.l. vor höfðaði íhaldsráðherrann Bjarni Benediktsson mál gegn 22 Vestmannaeyingum, sem höfðu unnið það eitt til saka að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Voru þeir ákærðir samkvæmt lagagrein sem gerði ráð fyrir allt að 200.000 kr. sektum! Þjóðviljiim sagði einn blaða frá þess- um ofsoknum ríkisstiórnarmnar og voktu þær frásagmr „ „ . .. . r . . ... , ° , Vestmannaeymga fullum íjand- mikla athygli. A þmgi 1 haust flutti svo Karl Gúðjonsson tillögu um að málshöfðanirnar yrðu afturkallaðar. Nú hafa þau tíðindi gerzt að ríkisstjórnin hefur heykzt á ofsókn sinni og sent þeim ákærðu bréf þar sem málin eru afturkölluð og því lýst yfir að ekkert frekar verði að gert. Vestmanr.aeyingar hafa sem kunnugt er verið mjög ötulir við húsbyggingar, þannig að nú munu 80—90% íbúanna búa i eigin húsmeði. Haf.a þeir byggt hús sín í ágætri samvmnu, hjálp- að hver öðrum og verkin hafa þannig unnizt þeim mun auð- veldar en ella, og hefur þetta vakið athygli allra sem fylgzt hafa með. En það er einn aðili litið hef ur húsbyggingar skaparaugum, ríkisstjómin og Fjárhagsráð. Hafa menn aftur og aftur verið kærðir fyrir að fylgia ekki hinum fáránlegu fyr- irmælum stjómarvaldanna, og sjálf bæjarstjómin var meira að segja kærð fyrir að byggja gagn- fræðaskóla! Framhald á 3. síðu SkipulagiS, gceÖingarnir og fólkiS 1 Boliadeild 117 % 2 Skuggahvd .... 58 — 3 Hamradeild .... 54 — 4 Skerjafjarðard .. 53 — 5 Langholtsd. • • • • 51 — 6 Meladeilld 49 — 7 Vogadeild 46 — 8 Vesturdeild .... 44 — 9 Laugarnesdeild.. 38 — 10 Njarðardeild . .. 37 — 11 Túnadeild 4 35 — 12 Þingholtsdeild .. 30 — 12 Háteigsdeild .... 30 — 13 Sunnuhvd 26 — 13 Úleppsholtsd 26 — 14 Múladeild 20 — 14 Bústaðadeild . .. 20 — 15 Sogadeild 19 — 16 Nesdeild 18 — 17 HEiðadeild 15 — 17 Skóladeild 15 — 18 Valladeild 13 — 18 Barónsdeild .... 13 — 19 Hafnardeild .... 12 — 20 Þórsdoild ...... 4 — Margt „afrekið" hefur íhaldið unnið í skipul agsmálum Reykjavíkur. Táknræn er meðferðin á Skólavörðuhæðinni þar sem hver stórbyggingin e>r staðsett við aðra og á hinn fáránlegasta liátt, sbr. Iðnskólann sem staðsettur var á bak við Austurbæjarskólann. Eitt nýjasta afrekið er að taka austurhluta öskjuhlíðarinnar, þar sem margra hæða sambýiishús hefðu sómt sér með á- gætum og sett virkilegan svip á hæðina, undir einnar hæðar einbýlishús helztu íhaldsgæðinganna. Þar hefur borgarlæknirinn þegar byggt yfir sig, Jóhann Hafstein þegar hafízt handa og Bjarni Benediktsson og fleiri slíkir tryggt sér lóðir. Myndin sýnir hús borgariæknis og byrjun á bygg- ingu Jóhanns Hafsteins en fyrir neðan er braggahverfið sem íhaldið áformar að flytja burtu, sennilega inn i Laugarnes, til þess að spilla ekki útsýni og fegurðarsmekk gæðinga sinna. $jálfstæðisfIokkuriiin er hræddur, svo hræddur að jafe- vel í blöðum hans er rætt um yfirvofandi fall hans. En ósiifeá hans vex í réttu hlutfalli ríð óttann og nú hefur haonn sett á Morgunblaðshöllinia áletrun, semi í senn er brot á kosningalögum og bein móðgun við Reykvik- inga, Að setja þá áletrun á Morg- unbtaðshöllina. að D-listinn, listi auðstéttarinnar sé listi Reykrík- inga er bein ögrun við þúsundír húsnæðislausra Reykvikinga. Á1 sama tíma og Reykvíkingum var bannað a2 byggja yfir sig var blaði auðstéttai-innar leyft að reisa 14 hæða stórhýsi '* Á sama tVma og bæjarstjóm Ijálfstæðis- flokksins segir enga peninga til í íbúðir fyrir húsnæðislaust fólk er nægt fé og byggingarefni til að byggja hallir fyrir auðstéttina. Húsnæðislausir Reykvíkingar sjá á myndinni hér fyrir ofan Morgunblaðshöllina. Á myndinnii fyrir neðan sjá þeir einnig uppi á hæðintni byggingar auistéttar- innar — en fyrir neðan en» braggamir, íbúðir hinna fátæk- ustu Reykvikinga. Stúdentar tékii úf- varj Útvarpsstöð Madridborgar var um tíma í gær á valdi stúdenta, sem kröfðust þess að útvarpað yrði áliti þeirra á átökunum sem urðu milli stúdenta og lögreglu við brezka sendiráðið í fyrradag. Nokkra stund stöðvaðist útvarp frá stöðinni. Atburðirnír í Madrid í gser hóf- ust með því að þúsundir stúd- enta gengu þöglir um aðalgöturn- ar til að minnast eins félaga sins sem beið bana í átökunum við lögregluna í fyrradag. Siðan fóru þeir till lögreglustöðvarinnar og báðu hershöfðingja þann, sera stjórnar lögreglu Madrid, aldrei að þrífast. Lögreglusveitir gerðu þá kylfuárás á stúdentana senx hörfuðu til útvarpsstöðvarinnar. Þar kom einnig til átaka. Stúdent- ar brenndu blaðið Arriba, málgagn. falangista, flokks Francos einræð- isherra, á götunum. Fréttaritari Reuters í Madrid segir að ekJcert þessu likt hafi gerzt þar i borg siðan Franco brauzt til vaidá.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.