Þjóðviljinn - 16.02.1954, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.02.1954, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 16. febrúar 1954 — ÞJÓÐVILJINN !*egar vasáamáí ber að hönáum spyrja meím ekki: flváð gerir IlþýSusambaJiáiS? heldur spyrja menn: r A ðalfundur i)nr hnlrti't Dagsbrúnar var haldinn s.l. sunnu- dag í Ga?nla bíói. Sigurður Guðnason lét pá af for- mennsku Dagsbrúnar eftir að hafa veitt einingarstjórn verkannanna í Dagsbrún forustu í 12 ár. Undir for- ustu Sigurðar Guðnasonav var Dagsbrún hafin ug'púr eymd sundrungar, vonleys- is og virðingarleysis og hef- ur síðan verið pað forustu- afl islenzkra verkalýðssam- taka sem verkalýður um land allt treystir á í hverri raun. Á aðalfundinum á sunnu~ daginn pökkuðu Dagsbrún- armenn Siguröi hans ómet ■ anlega starf í págu félags- ins og fluttu við pað tceki- fceri rœður peir Hanncs Stephensen, form. Dags- brúnar, Árni Guömuiuls- son, Björn Bjarnason for- maður Iðju, félags verk- smiðjufólks, Páll Þórodd- sén, Gunnar Jóhannsson formaður Þróttar, fluiti hann kveðjur og pakkir Þróttar og Verkamannafé- lags Akureyrarkaupstaðar, Tryggvi Emilsson, Þórður Gíslason og Eðvarð Sig- urðsson ritari Dagsbrúnar. Þjóðviljinn birtir í dag rœður þeirra Hannesar Stephensen, Björns Bjarna- sonar og Árna Guðmunds- sonar. Hazmes Stephensen: SsMíielsiar beztsa kestf í$- lesiæks alþýðumaims Dagsbrúnarmenn. Fyrir hönd þeirrar stjórnar er nú tekur .við störfum vil ég af heilum hug þakka ykkur fé- lagar er þar áttuð hlut að, fyrir traustið er þið sýnduð okkur, og vona að við séum þess verð- ir, og að það komi fram í starf- inu sem fram undan er, að það verði unnið á þann hátt sem Dagsbrún er samboðið. Ósk Sigurðar Guðnasonar, sem nú hefur gegnt for- mennsku í Dagsbrún s. 1. 12 ár, hefur að því leyti rætzt, að við stjórnarkjörið sýndu Dagsbrúnarmenn að þeir vildu fyrst og fremst vernda það sem þeim er ilýrmætasí: ciningu félagsins og þá stefnu sem mótuð hefur verið í stjórnartíð hans. í örstuttu máli er ekki hægt að rekja það er merkast hefur gerzt í stjórnartíð Sigurðar Guðnasonar. Það er mikil saga, en að mínu áliti á þann veg, að á þeim árum hafa verið mörkuð þau spor í sögu Dags- brúnar er seint munu fyrnast. Að þetta gerðist er engin til- viljun. Þegar verkamaðurinn Sigurður Guðnason tók við for- ustu í Dagsbrún urðu þau þáttaskil, að í stað vonleysis og sundrungar voru þau öfl sameinuð er hljóta að bera uppi hina hörðu baráttu verka- lýðsstéttarinnar á hverjum tíma, traustið á sjálfum sér og samtökum sínum. Eg mun ekki hætta mér út í neina persónulýsingu á Sig- urði, en ég er þess viss að beztu kosti íslenzks alþýðu- manns sameinar hann, æðru- leysi á hverju sem gengur, yfirlættsleysi, samfara brein- skilni og bróðurhug til hvers einasta rnanns sem af honum hefur k>Tini, en hvikar þó hvergi frá þegar um heiídar- hagsntuni verkalýðsins og ai- þýðunnar er að ræða. Hér á eftir munu nokkrir fé- lagar koma fram, svo ég læt þessum fátæklegu orðum lok- ið, en vil svo hjartanlega þakka Sigurði fyrir mína höni og allra þeirra sem í samstarfi við hann hafa verið, og óska Dagsbrún til hamingju með það að hafa fyrr og síðar not- ið ávaxtanna af starfi hans, og ég hygg að mörgum muni f.inn- ast ásannast það orðíak, að er þeir he>Ta góðs manns getið kæmi þeim Sigurður Guðnason í hug. Bið ég hann svo heilan lifa, og vona að Dagsbrún megi emi um langa hríð njóta starfs- krafta hans. Ilssfisbriiiiar Góðir Dagsbrúnarfélagar! Þegar við stöndum hér frammi fyrir þeirri staéreynd að Sigurður Guðnason er að láta af formannsstörfum í Verkamannafélaginu Dagsbrún, og við erum að þakka honum fyrir hið mikla og óeigingjarna starf hans íyrir Dagsbrún og íslenzk verkalýðssamtök í heild, þá verður ekki hjá því komizt að líta til baka tíl árs- ins 1942, þó að sú raunasaga þess tímabils verði ekki rakin hér. Sú var skoðun fram . að þeim timar og fullyrt, að verkamenn- irnir gætu ekki sjálfir stjórn- að félagi sínu, þéir hefðu ekki menntun, þekkingu, kjark og einurð til að leiða þetta stærsta verkalýðsfélag landsins. Stór hópur verkamanna var þó á annarri skoðun fyrir tólf árum, þeir ákváðu því að gera tilraun og koma að stjórn verkamanna sjálfra, sem gæti samcinað verkamenn i sterka heild, og útiloka sundrung og aðgerða- leysi í hagsmunamálum félags- manna. Þao var mikil nauðsyn að velja trausta og dugandi menn til forustunnar, menn sem aidrei m>Tidu brcgðast verkalýðnnm hvað sem á gengi, heldur rinna honum allt, vera honum lciðandi afl í öllum hans velferðármálum, Fyrir valinu í formannssætið varð Sigurður Guðnason, fá- tækur og stéttvís verkamað- ur, en rikur af áhuga og sam- vizkusemi, samfara einurð og stilling'u, til að bera fram réítmætar kröfur verkamanna með festu og alvöru. og með honum í stjómina voru vald- ir memi eins og Hannes Stephensen og Eðvarð v Sig- urðsson. Þessum mönnum svo og öðr- um sem kjörnir voru til að stjóma Dagsbrún ásamt Sig- urði, treystu verkamenn full- komlega. Og þeir hafa sannar- lega ekki brugðizt því trausti okkar, eða skyldum sínum við félagið. Verkamenn fylktu sér um þessa félaga sína og voru þeir kosnir með yfirgnæfandi meiri- hluta. Fyrsta einingarstjóm í Dagsbrún var kosin. Síðan eða í 12 ár hafa þessir sömu menn starfað saman í stjórn Dags- brúnar, með sívaxan,di traust félagsmanna að bakhjarli. Á þessum tíma hefur margt og mikið áunnizt. í félagsnaálum Dagsbrúnar. Á þessurn árum hafa verið síigin stærstu spor- in fram á við, til mannsæmandi lífs fyrir verkamenn, og yrði það of langt mál að telja það allt upp nú. Nú er Dagsbrnn orðið sannkallað virki verka- lýðsins í Iandinú. Skjól og skjöldur alls vinnaudi fólks. Eg' hugsa, að nú sé enginn verkamaður ti! í þcssu landi, sem ekki hefur annað hvort beint eða óbeint noíið góðs af hinni markvissu baráttu Dagsbrúnar á þessum árum. Þannig hefur farsæl forysta Sigurðar Guðnasonar borið mikinn og heillaríkan ávöxt. Nú baðst Sigurður undan endurkosningu sem formaður Dagsbrúnar, sökum þess að - (7 hann sagðist vera orðinn það fullorðinn, að hann gæti ekki unnið fyrir Dagsbrún, eins og hann vildi, og taldi því sjálf- sagt að yngri maður tæki við. Þetta sýnir bezt ást hans og umhyggju fyrir félagi sínu, sem hann hefur helgað starf sitt og krafta síðastliðín tólf ár. Þetta sýnir líka mjög vel víðsýni hans og óeigingjarnt rökrett mat á viðhorfum lífsins, að þeir yngri taki við smátt og smátt af þeirn eldri. Þá ríður ekki svo lítið á því að þeir eldri, sem aíhenda yngri mönn- unum ábyrgðarmikil störf, skili þeim af sér þannig unn- um að fyrirmynd sé að, að þeirra vegur sé meiri, ef þeír geta fetað í fótspor fyrifrenn- ara sinna, og vegur þeirra sé mesíur ef þeir geta örlítið bet- ur. Þannig hefur Sigurður Guðnason unnið, og þannig skilar hann af sér til þeirra yngri sem taka við af honum. Já, það var mikið lán Dags-‘ brúnarmanna þegar Sigurður tók við forystu í Dagsbrún, og stöndum við því í mikilli þakk- arskuld við hann. Hann er maðurinn sem aldrei hefur brugðizt. Hann hefur talað kjark í okkur og stælt vilja okkar, þegar Framhald 4 11. aS3u Bföm Bjarnason: Slíkt tTmmt feer ísleisskiir verkalýður iil Hsagsferúuar Góðir Dagsbrúnarmenn! Eg tel mér það heiður að fá að mæta hér á þessum fundi til að flytja þakkir félags míns, Iðju, félags verksmiðjufólks, til Dagsbrúnar, og sérstaklega til fráfarandi formanns henn- ar, Sigurðar Guðnasonar, fyrir þá ágætu samvinnú er vérið hefur milli félaganna og fyrir þá aðstoð er Iðja hefur notið vegna þessarar sámvinnu. Við deilum varla um það að heildarsamtök íslenzka verka- lýðsins, Alþýðusambandið, gætu verið athafnasamari í hagsmunabarátíunni en raun ber vitni og að vefkalýðurinn hefði verið varbúinn að mæta árásum afturhaldsins á lífs- kjör sín, eí önnur forysta hefði ekki köínið til. En í form'anns- tíð Sigurðar Guðnásoriar hef- ur forystan í liágsmunabar- áttunni í stöðugt vaxandi mælt færzt yfir á herðar Dagsbrnnár. Hvernig Dags- brún hefur rækt þetta for- ystuhlutverk tná marka af því að ef einhver vandamál ber að liöndum spyrja menn ekki „hvað gerir Aiþýðusam- bandið?“ hcldur spyrja menir. „Hvað gerir Dagsbrún?“ Þessi Iátlausa spuming segir meira uin það traust er ís- lenzkur verkalýður ber tii Dagsbrúnar og forystu lienn- ar en ég' gæti gert í lönga máli. Góðir Dagsbrúnarmenn. Þótt við í dag kveðjum Sigurð Guðnason, sem formann DagSr brúnar, með nokkrum söknuði og með jtakklæti fyrir þann skerf er hann hefur lagt til baráttusögu Dagsbrúnar, og þar m,eð íslenzka verkalýðsins alls, þá er hitt aðalatriðið sem hlýtur að vera hverjum ein- lægum verkalýðssinna gleð:- efni, að þótt formannaskipti haíi orðið í Dagsbrún hefur ekki crðið þar nein r.tefnu- breyting. Dagsbrún verður eft- ir sem áður sii forystusveit ís- lenzka vetkalýðsins er safnar uni stefnu sína öllum fram- sæknústu og beztu kröftmn hans.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.