Þjóðviljinn - 16.02.1954, Side 11
Þriðjudagur 16. febrúar 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (11
Framhald af 7. síðu.
stundir örlaga hafa verið
framundan. Hann hefur með
bjartsýni sinni og léttu lund
kveðið niður kvíða og svart-
sýni, þegar ganga hefur átt
til orustu, og þannig tryggt
marga og stóra sigra.
SigUrður hefur verið og er
alltaf stétt sinni til sóma,
hvar sem hann fer.
Hann eða skoðanir hans
hafa aldrei verið falar fyrir
peninga. Aldrei boðnar í
skiptum fyrir embætti eða
bitlinga á hinum pólitísku
markaðstorgum.
Sigurður er sannarlega úr ís-
ienzkum góðmálmi, mótaður
og fægður af Mfsbaráttunni,
bess vegna bregzt hann aidrei.
Eg ætla til gamans, að segja
ykkur frá smáatviki seni skeði
austur i Moskva í fyrraýor
þegar við vorum þar. ég hef
ekki haft tækifæri tii að segja
ykkur frá því fvrr, og Sigurð-
ur mun aldrei segja ykkur það.
Nokkrum dögum áður en við
ætluðum heim, kom leiðsögu
maður okkar að máli við okk-
ur, og sagði, að við værum boð-
in á fund síðasta kvöldið sem
við værum í Moskva, ásarnt
öðrum verkalýðsnefndum, sem
þá voru þar. Þar yrðu mættir
allir helztu menn verkalýðs-
samtaka Moskvuborgar. Dug-
skrá fundarins væri sú að for-
menn allra sendinefndanna
flyttu stuttar ræður, og segðu
fréttir frá Verkalýðsbaráttu og
afkomumöguleikum alþýðunn-
ar í heimalöndum sínum.
Við imdirb.iuggum ölí i félagi
ágætt yfiríit yíir þessi mát hér
heima, Það var búið að aanga
frá þýðingu á þessari ágætu
ræðu sem Sigurður átti að
flytja, en hann var formaður
okkar nefndar.
Leið svo tíminn, þangað 'il
að nokkrar mínútur voru þar
til við áttum að leggja af stað
á þennan fund, þá kemur leið-
sögumaður okkar upp í her-
bergi til okkar, og er daufur
í dalkihn, og segir að fyrir
einhvern misskilning sinn
muni ræða sú sem við höíðum
undirbúið ekki geta tilheyrt
fundinum, vegna þess að það
sé aðeins á dagskrátmi, að for-
menn nefndanna segi frá þyí,
hvernig nefndunum lítist á sig
í Sovétríkjunum, hvað þeim
hafi litizt vel á, og hvað miður,
hvernig þeim félli fóikið, verk-
smiðjurnar, listir þeirra og
menning. Ja, nú syrti i álinn,
engin ræða til, og enginn tími
til að semja itana. Við beiddum
konu þá sem átti að túika á
rússnesku að sjá um, _ef hún
gæti, að Sigurður yrði síðastur
eða með þeim síðustu á ræ'ðu-
mannalistanum, svo honum
gæfist örlítið tóm til að hugsa
sig um.
Við fórum á fundarstaðinn
og komum inn í stóran og
glæsilegan sal, þéttskipaðan
prúðbúnu fólki, Okkur er skip-
að til sætis í öðrum enda sal-
arins, sem var upphækkaður,
með öðrum verka 1 ýðsnefnduin,
sem voru sex. Forseti verká-
lýðssambandsins var í forsæti.
og bauð nefiidirnar velkomnar,
að því loknu gaf hann kín-
verska fulltrúanum orðið. Flutti
hann skrifaða ræðu, og var
henni vel tekið og mikið klapp-
að. Þegar hann var langt kom-
inn með ræðu sína, hnippir
rússneski túlkurinn okkar í
Sigurð og segir: „Þú ert næst-
ur“. Okkur brá öllum, og ég
býst við að Sigurði haíi þó
brugðið mest.
Þegar Kínverjinn hafði lok-
ið máli sínu segir forseti að
næstur tali Guðnason frá ís-
landi. Við stóðum á öndinni af
eftirvæntingu, hvernig færi
þetta undirbúmngslaust og án
nokkurrar umhugsunar?
Sigurður gengur rólegum
skrefum upp í ræðustólinn,
ásamt túlkum, og fiytur þarna
bráðsnjalla ríeðu, við , svo
mikla hrifning, að hann
varð oft að gera hlé á ræðu
sinni, og þegar hann iauk máli
sínu, var eins cg húsið ætlaði
að hrynja, klappið og fagnað-
arlætin voru svo mikil. Svp
talaði hver af öðrum og alhr.
við mjög góðar undirtektir, þó
enginn eins og Sigurður, þótt
allir væru undirbúnir með
skrifaðar ræður, nema hann.
Þegar fundi var slitið komu
margir og þrýstu hönd Sigurð-
ar, og nokkrir. létu sér það
ekki nægja, þeir föðmuðu hann,
tóku hann í fang sér og döns-
uðu með hann um gólfið. Slík-
ar viðtökur fékk engiim nema
hann. Verkamaðui'inn fátæki
norðan frá ísíandi, heillaði
þarna með franikomu sinni og
túlkun f jöldann af . öndvegis-
mönnum þeesa mikla verka-
lýðsríkis. Sigurður brást ekki
i þetta skipti frekar- en í bar-.
áttunni hér heima. Þá var ég-
stoltur af formanni Dagsbrún-
ar eins og oft áður.
Að svo mæitu óska ég þess
að Dagsbrún og allur verka-
lýður þessa lands megi njóta
Sigurðar og hans góðu ráða i
mörg ár enpþá.
Að lokum þakka ég þér, Sig-
urður, fyrir allt sem }>ú hefur
gert fyrir okkur Dagsbrúnar-
menn, svo og alla persónulcga
elskusemi heima og heiman.
Sigurður Guðnason lengi Ufi!
2ja, 3ja, 4ra, S og' 6 herbergja
íbúðir og einbýiishús.
Höfum kaupendur að liús-
um með 2 íbúðum 3ja, 4ra og
5 herb. Útborganir frá 300 til
400 þúsund.
Jörð i Hnappadalssýslu er
til sölu, laus til ábúðar í
næstu fardögum.
Allar nánari upplýsingar á
skrifstofunni.
SALfí. 0G SAMNINGAR
Söivhólsgötit 14. Simi 0916
Viðtaisíími 5—7 daglega.
Ég ’undirrit... gerist áskrifandi aö bókinni
Bóndiim í Bráðagerði
eftir Álf UtangarSs.
NAFN
HEIMILI
Hef breytt
viðtalstíma
mtimni'
Viðíalstiminn vérður fram-
vegis kl. 2—6.30 e. h. alia
daga nema iaugardaga ki. 10
--11. f.h.
Ga$U]bert &«Sntuit*Ís$öá
; , - tanníæknir. .
Njáisgötu 16.
————— 5
ÖtbrelSið
Þjóðviljann!
Bókin í snoturri kápu mun kosta til áskrifenda
kr. 28,00.
Sendið nafn og heimilisfang til
Afgreiðslu Þjóó'viljans
Skólavör'öustíg 19
Reykjavík.
ið|aroarlials
£
*)■
44
r niöiir
Með því aö' skráöir þátttakendur í væntanlega
ferð • m.s. ,;GULLFÓSS“ til Miöjáröarhafsiahda
uröu eigi nógu márgir til þess aö fært þætti að'
láta skipið fara feröina, höfum vér ákveðið aö
FERÐIN FALLI NIÐUR.
Þeir farþegar, sem greitt hafa hluta af fargjaldi
sínu, eni beönir aö vitja endurgreiöslu á því hjá
farþegadeild vorri.
H.F. EÍMSKÍPAFÉLAG ÍSLANDS.
Þjóðviljann vantar nnglisi
til að bera biaðið til kaupenda í
Laugarnesi
M0ÐVILJINKÍ. sími 7500
«•
e
Reykjavík — Leith — Kaapntannaköín
Með því að íyrirhuguð íerð m.s. ,,GULLF0SS" til Miðjarðarhafslanda fellur niður, held-
nr skipið áfram feráum sínum xnilli Eeykjavíkur, Leifh og Kaupmaimahafnar samkvæmt
neðangreindri áætlun:
3. ferð: 4. ferö: 5. ferð: 6. ferð: 7. ferð:
Frá Kaupmannahöfn kl. 12 á hádegi Mvd. 10/2 Þrd. 2/3 ld. 20/3 ld. 10/4 ld. 1/5
Til Leith árdegis föd. 12/2 fid, 4/3 md. 22/3 md. 12/4 md. 3/5
Frá Leith ld. 13/2 föd. 5/3 þrd. 23/3 þrd. 13/4 þrd. 4/5
Til Reykjavíkur árdegis þrd. 16/2 md. 8/3 föd. 26/3 föd. 16/4 föd. 7/5
Frá Iteykjavík kl. 5 e.h. Frá Leifch Id. 20/2 þrd. 23/2 föd. 12/3 md. 15/3 mvd. 31/3* þrd. 20/4 föd. 23/4 þrd. 11/5 föd. 14/5
Til Kaupmannahafnar árdegis fíd. 25/2 mvd. 17/3 md. 5/4 sd. 25/4 sd. 16/5
*) Skipið fer beint til Kaupmannahafnar í þessari ferö.
Að lokinni 7. ferð hefjast hinar hálfsmánaðarlegu sumarferðir m.s. >,GIÍLLF0SS" með
brottíör skipsins frá Kaupmannahöfn laugardaginn 22. mai kl. 12 á hádegi.