Þjóðviljinn - 07.03.1954, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.03.1954, Blaðsíða 6
g) _ ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 7. marz 1954 þlÓSVIUINN Útffefaudi: Sameiningarflokknr alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Signrður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Asmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónstcinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig 19. — Simi 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði i Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. ______________I---1----------------------------------' Heilræði Morgiinblaðsins Morgunblaðið ástundar það af miklu kappi síðustu dag'ana að gefa Alþýðuflokknum lieilræði og hollar leiðbeiningar um hvemig honum beri að haga starfsemi sinni og stefnu til þess að öðlast aukið fylgi og tiltni meðal almennings. Lætur Morg- unblaðið sem því og atvinnurekendaflokknum sem að því stendur sé sár raun að hrakförum Alþýðuflokksins og minnkandi gengi hans með þjóðinni. Málgagn atvinnurekendaflokksins er ekki í vafa um orsakirn- ar til þess að Alþýðuflokkurinn hefur orðið fyrir áföllum og nýtur ekki þess trausts meðal almennings sem það telur að ýmsu leyti efni standa til. Alþýðuflokkurinn rekur ekki nógu „ábyrga“ pólitík og er ekki nægilega hreinn af samvinnu við kommúnista. Þetta er álit íhaldsins og það kann ráðið sem dug- ar: Alþýðuflokkurinn á að hafa sem nánasta samvinnu við flokk atvinnurekenda og íhalds en varast eins og heitan eldinn allt samstarf við hinn róttæka verkalýð og flokk hans Sósíalista- flokkinn. Þá m.un Alþýðufloklmum vel vegna og vegisr hans aukast að sögn Morgunblaðsins. Þessar ásakanir aðalmálgagns Sjálfstæðisflokksins eru ósann- gjamar í garð Alþýðuflokksins. í sex ár hefur hann ástundað hina nánustu samvinnu við atvinnurekendaflokkiim í verka- lýðshreyfingunni og nokkurn hluta sama tímabils einnig setið með honum í rikisstjórn. Það verður því ekki séð undan hverju Morgunblaðið hefur að lcvarta. En þó er augljóst hvað íhaldið og Morgunblaðið óttast. Það eru hinar dagvaxandi kröfur heið- arlegra og óbreyttra alþýðuflokksmanna um að flokkur þeirra ■snúi af braut íhaldssamvinnunnar og taki upp samstarf við sósíalista innan og utan verkalýðshreyfingarinnar sem eni undir- rót þessara ski-ifa Morgunblaðsins og orsök hinna háværu heil- ræða þess til Alþýðuflokksins um að reka „ábyrga“ pólitik en láta ekki „kommúnista“ ginna sig til samstarfs. Og auðvitað gengur íhaldinu ekkert til nema umhyggjan ein fyrir viðgangi Alþýðuflokksins. Eða efast nokkur tun að svo sé ? - Líturn á staðreyndimar varðandi Ix.-tta mál. Alþýðuflokkurinn hefur margsinnis haft nána samvinnu við flokka afturhaldsins en aðeins í eitt akipti við Sósíalistaflokkinn, þ.e.a.s. samstarf um ríkisstjóm. Og hvernig hefur þetta misrnunandi samstarf reynzt Alþýðuflokknum þegar verkin hafa verið lögð undir dóm fólksins. I Árið 1934 gerðist Alþýðuflokkurinn þátttakandi í ríkisstjóm með Framsóknarflokknum og sat í þeirri stjórn til 1937. Það ár fóru fi*am alþingiskosningar og í þeim tapaði Alþýðuflokkurinn miklu fylgi. Árið 1939 er „þjóðstjórnin" sæla mynduð með þátttöku Al- þýðuflokksins. 1942 ganga verk hennar og þar með þátttaka Alþýðuflokksins í þeim undir dóm fólksins í tvennum alþingis_ kosnkigum. Úrslit þeirra beggja rtrðu mikill ósigur fyrir Alþýðu- flolrkinn. Árið 18-44 tekur Alþýðuflokkurinu þátt í myndun nýsköpunar_ stjómarinnar ásamt Sósíalistaflokknum. Tveimur ánim síðar fara fram alþingiskosningar og í þeim kosningum vann Alþýðuflokk- urinn verulega á og hlaut næst hæstu þingmannatölu sem hann .hefur nokkru sinni haft. Árið 1947 er mynduð „fyrsta stjóm Alþýðuflokkskis" unuir forsæti Stefáns Jóhanns, ineð þátttöku beggja borgaraflokkanna. Starf hennar og stefna var lögð undir dóm kjósenda í kosning- Vnum 1949 og úrslit þeirra urðu mikill ósigur fyrir Aíþýðu- flokkinn eins og öllum er í fersku minni. Síoan hefur Alþýðuflokkurinn rekið þá furðulegu póiitik að vera hvorttveggja í senn stjórnarandstöðuflokkur á Alþingi en samstarfsflokkur ílialds og atvinnurekenda í verkalýðshreyfing. unni. Árangurinn jækkja allir. Alþýðuflokkurinn hefur misst hvert vígi sitt á fætur öðm og máttleysi hinnar sundmðu verka- lýðsstéttar oróið vatn á myllu íhalds og atvinrmrekendavalds, sem kunnað hefur að nota sér klofning alþýðunnar út í æsar A6 þessu stutta yfiriiti er svo augljóst og óumdeilanlegt sem: verða rná að gengi Alþýðuflokksins hefur veriö mest þegar hann hefur unnið til vinsti-i, að honum hefur vegnað bezt þegar hann hefur hsft samstarf við hinn róttæka verkalýð og flokk lians, 'fíósíalistaíiokkinn. Feigðarmerkin hafa hinsvegar ekki látið á sér standa í hvert skipti sem Alþýðuflokkurinn hefur verið í sam- starfi við flokka afturhaldsins, íliáldið og Framsókn. Þessar staðrcyndir munu allir lieiöarlegir fylgjendur Alþýðu- flokksins hafa I huga þegar þeir hugleiða heilræðin sem flokki l>ein-a eru nú claglega gefin á síðum Morgimblaðsins. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ■♦ t ♦-♦■r- ■■♦■•■♦■♦ »....o—»—»- ■r Ný kenning um hernámið MARGT hefur verið sagt og skrifað til þess að réttlæta hemám Bandaríkjanna á Is- landi; þegar einni kenning- unni hefur verið hnekkt hafa nýjar tekið við og þannig koll af kolli. Hafa ólíklegustu menn gerzt mikl- ir herfræðingar í þessum umræð'um, og hefur Her- mann Jónasson m. a. sannað að hann lia.fi raunar pcr- sónulega ráðið úrslitum síð- ustu heimsstyrjaldar og kveðst nú vera að leika sama leikinn í annað sinn. Nýjasta kenningin er þó markverðust þeirra allra, en hún birtist í forustugrein Frjálsrar þjóðar 21. febrú- ar sl. Eru þar raktar skoð- anir Þjóðvamarflokksins á ástæðmium til hernámsins og nauösynlegum aðgerðum svo að því verði aflétt, og er þar komið að sjálfum kjamanum í stefnu flokks- ins, að sögn forsprakkanna, þannig að vert er a'ð veita þisssum kenningum sérstaka athygli. Sósíalistaflokkurinn er „flokkur liins bandaríska hernáms“, segir Frjáls þjóð í þessari fomstugrein sinni, sem er skrifuð í hreysti- sagnastíl Gils Guðmundsson- ar. „Hann er að minnsta kosti ein af nauðsynlegustu forsendum þess. Þegar ís- land var kúgað inn í Atí- antshafsbandalagið var Iýst yfir því, af hálfu Banda- ríkjastjórnar, að ekki væri nein hætta talin á því, áð árás vofði yfir íslandi. Síð- an hefur ekkert komið fram, er styddi það, að vaxandi hætta væri á slíkri árás. En það er armað sem notað hef- ur verið til að leiða rök að þvi að nauðsyn sé bandarískr- ar hersetu á íslandi. Það er kjörfylgi kommúnista — Sameiningarflokks alþýðu — Sósialistaflokksins.... ein- mitt það hve þeir kjósend- ur voru margir á árunum cftir heimsstyrjöldina, stuðl- aði beinlínis að því, áö Bandaríkjamenn seildust hér til herstöðva. Og þeir notuðu kjörfy!gi Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalistaflokksins sem rökstuðning fyrir því, bæði heima fyrir og hér á laridi, að þörf væri á banda- rískri her-setu á íslandi. Þannig tókst rússneska her- námsf’oklmum að verða meðábyrgur um það, að bandárískt hernám dundi yf- ir Island.... Það er ár- angurinn af baráttu þess fiokks gegn hernáminu“. Eins og sjá má er kenn- ingin borin fram af fyllstu rökvísi. Ástæðan til her- námsins er sú að Sósíal- istaflokkurinn var andvígur því; ef allir fiokkar hefðu bej'gt sig fyrir hinu erlenda valdi. hefði það hneygt sig á móti af fyllstu kurteisi og kvatt síðan. Þa'ð er engin hætta á árás, þess vegna hlýtur liernáminu að vera beint gegn þessum eina and- stöðuflokki; því auðvitað minnist Frjáls þjóð ekki á aðra eins firm og þá að Bandaríkin hugsi sér ísland sem árásarstöð. Hinir vest- rænu valdamenn hafa þann- ig komið sér unp einum bezta flugvelli heims suður á Reykjanesi til þess að hafa i fullu tré við Sósíal- istaflokkinn, en þaðan geta athafnað sig stærstu flug- vélar- og borið með sér kjamorkusprengjur. í sama skyni hefur bandaríski flot- insr lagt Hvalfjörð undir sig. Af þessum ástæðum er ver- ið að koma upp radarstöðv- um á öllum landshornum með fullkomnustu tækjum að ógleymdu vat.ni og grjóti frá Hollandi. I því skyni einu hafa vcrið gerðar mikl- ar áætlanir um nýjar her- skipaliafnir og annan stóran flugvöll í viðbót. Af þessu tilefni einu saman era þús- undir bandarískra æsku- manna, þjálfaðir í notkun mikilvægustu drápstækja, látnir dveljast hér á þessu kalda Iandi, fjarri átthögum sítium. en Færeyingar flutt- ir inn til að draga fisk úr sjó í sta'Ö íslendinga sem stunda landvarnavinnu. — Þetta er sannarlega athygl- isverð kenning, og víst ekki vonum fyn- a'ð þjóðin fær að vita sanna málavexti. Hins vegar er ýmislegt enn óljóst þeim sem ekki era handgengnir kenningunni; td. hvers vegna Bandaríkja- menn lcggja þvílíkt ofur- kapp á að koma sér upp miklum Iierstöðvum á Græn- landi, þar sem ekki er neina kommúnista að finna, svo vifcað sé; eða á norðurheims- skautinu, þar sem mjög er talað um umfangsmiklar bækistöðvar, þótt lítið fai’i fyrir andstöðu íbúanna; eða í ýmsum þeim löndum, sem fengið hafa árnóta heim- sóknir og tslendingar, án þess Iw að hafa urmið eins til þeiT'ra. í kosningum. En allt þetta skýrir Frjáls þjóð eflaust með tírnanum af rök- vísi og hciðarleika. En þessi kenning skýrir ekki aðeins hvers vegna Xs- kmd var bcrmneið, þar er eintrig að finna ástæðurnar til hátternis Þjó3\arnarfor- sprakkanna sjálfra, en ýms- mn hefur þótt það næsta lcjmlegt. Þeir sáu sem kuim- ugt er enga ástæðu íil þess að stofna, flokk sinn fyrr en 1953 — tveimur árum eftir að landið var herrmrn- ið og rúmum sex árum eftir að Keflavíkursamning- urinn var gerður. Allt fram undir það liöföu þeir unnið sér hið bezta í hópi her- námsmanna: Jón Helgason sem fréttastjóri Tímans, en það var þá heimilisblað Mc Gaws; Gifcs Guörnundsson sem samstarfsroaður Stefáns Péturssonar við Alþýðublað- ið; Valdimar Jóhannsson sem bókmenntalegur leið- togi Framsóknarflokksins og stórvirkur útgefandi á kyn- lífsskáldsögum í þýðingu Jóns Helgasonar; Bergur Sigurbjönisson sem full- trúaráðsmaður Framsóknar- flokksins og trúnaðarmaður hans í Fjárhagsráði. En allt í einu geystust þessir ró- lyndu rnenn fram, einmitt þegar sýnt þótti að fleiri kjósendur en nokkra sinni fyrr myndu lýsa yfir stuð- irigi við baráttu Sósíalista- flokksing gtgn hemáminu, og börðust um á hæl og hnakka til þess að sundra andstöðunni. í þessu hafa ýmsir þótzt finna annarieg- ar hvatir, en eftir kenningu Frjálsrar þjóðar fellur allt í ljúfa löð. Leiðtogamir hafa allt fx’á upphafi verið þeirr- ar skoðunar „að nauðsyn sé á bandariskri hersetu á Is- landi“ til þess að ráða nið- urlögum Sósíalistaflokksins. Þeir biðu þess í ró og mak- indurn að þetta tækist, en síðan hyrfi herinn af landi brott að unnum frækilegum. sigri. En þegar þróunin var'ð á öfuga leið sáu þeir að við svo búið mátti ekki standa. Þeir stofnuðu flokk sinn, til þess að vinna bug á Sósíal- istaflokknum, eins og Al- þýðubiaðið lýsti berlegast á dögunum — og til þ>3ss áð losna á þann hátt við her- námið, samkvæmt hinum ný- stárlegu kenningum Frjálsr- ar þjóðar. Bíindai’iski herinn er hing- að kominn til þess að upp- ræta Sósíaliataflökkinn og ræðui i þvi skyni yfir mikil- virkustu vígvélum nútímans. Þjóðvarnarflokkui’iiin er til þess stofnaöur að aflétta hernárninu — ekki meö and- stöðu heldur hinu, að svipta burt forsendum þess. Með þessari kentxingu er Þjóð- varnarflokkuririn að benda hernámsliðinu á sjálfan sig sem baráttufúsan og ekilæg- an bandamamr, og er ekki að efa að vestræ.nir valda- menn ver'Öi fljótir til að hagnýta sér ábendinguna og að takast muni hin ágætasta samviima. Virðist þá einsætt að Gils Guðmundsson takist semi á hendur forastu fyrir öryggisverðinum á Keflavik- urflugvelli, sem eitt sinn átti að verða vísir að inn- lendum her, og stundi þar garpsckap þann sem hann hefur hingáð til rómaS í orði. Bergur Sigurbjörnsson getur tekizt á heridur eftir- grennslanir í þágu hemáms- liðsins, enda vanur slrkum störfum úr Fjárkagsráði. Valdimar Jóhamisson myndi að sjálfsögðu sjá nm útgáfu- starfsemi sendiráðsins á kosningaritum, en Jón Helgason serndi fréttir til dýrðar hinum erlenda her eins og fyrr. Væri þá bar- átta Þjóðvarnarflokksins komin í farveg þann sem liæfir hinni nýju kenningu. Og ekki þiirf áö cfa að leiö- togarnir myndu gegna þess- urn hlutverkum af sannri trúmennsku eins og áður, í fúílvtssu þess að herínn muni hverfa af landi brott þegar er and- m stöðunni gegn . . vist. hans er (1 lokið. 0 ■■■♦ ■■»■■.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.