Þjóðviljinn - 07.03.1954, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 07.03.1954, Blaðsíða 8
8) — ÞJÓÐVILJINN — Suimudagur 7. marz 1954 - Kirkfufónleikar Félags Felag ísleiizkra organleikara efnöi tií tónleika í Fríkirkj- unni mánudaginn 1. marz. Tón- leikar þessir eru iafnan aug- lýatir undir ' fyrirsögninni „Musida sacra“. Það nafn ef lítið eitt' tilgerðárlegt og því hálfóviðkunnaiilegt, enda 6- þarft. Kirkjutónlist er viðhlít- andi orð. En þetta er smáatriði. Aðaiatriðið er, að Félag organ- leikara vinnur hér þarft starf méð því að kynna álmennirigi nokkuð af því mikla magni góðrar tónlistar, sém samið hefur verið i þágu kirkjunnar. Til íónleika þessarar tegundar verða að vísu ekki gerðár ströngustu listarkröfur, endá hafa forgöngum'enn þeirra •ekki nema að iitiu leyti aðstöðu til að fullnægja slíkum kröfum. Eigi að síður geta þessir tón leikar haft mikilvægt hlutverk að ræk.ia. Þorsteinn Björnsson Frí- kirkjuprestur söng þarna fjög- ur íslenzk sálmalög með orgel- urtdírléik Sigúrðár Isó'lfssortar. Lögin vorú eftir Friðrik Bjarnáson, Sigv'alda Kaldalóns, Þörarin Jónsson og Pál ísólfs- sört. Þá söng ' Fríkirkjukórinn undir stjórn Sigurðár ísólfs- sortar „Jólanött" eftir ísölf Pálssón, „Heýr oss“ eftir H. Sig. Helgason (méð . einsöng Þorsteins Björnssonar) og „Lofsöng“ eftir Sigfús Einars son', en Pá!i Halldótssön . lék undir á orgelið. Tilkomumes'tí hiutí efnis- skrárinnar var orgeileikur Sig- urðár ísólfssonar. Hann lék „Fantasíu og- fúgu“ í c-moll eftir Bach í býrjun . tónleik- anna, ,,Orgelsónötú“ í A-dúr eftir Mendelssohn mílli ein- söngsþáttarins og' kórsöngsins og svo að lokum hið undur- fagra verk „Choral no. 1“ E-dúr eftir César Franck. Sig- urður er nú orðinn mætur org- anleikari, og hann lék þessi erfiðu verk af öryggi. og ágaetri kunnáttu. B. F. Tónleikar Sinfóníuhliómsveifarinnar Hljómleikar þessir fóru fram i Þjóðleikhúsinu þriðjudaginn 2. þ. m., og var Róbert Abra- ham Ottósson stjórnandi eins og á hljómleikunum næst á undan. Efnisskráin var mjög í sama anda og á þeim hljóm- ieikum: Fyrst þriðji Leónóru- forleikurinn eftir Beethoven, þar sem verið hafði Fídelíó-for- leikur sama tónskálds, og nið- urlagsverkið var hið sama, „Vorsinfónía" Schumanns, en á mílli þessara þátta var nú kóminn píanókonsert í stað fiðlukonsertsins. Hljómsveitin og stjórnandi hennar skiluðu sínum hlutverkum með prýði. Það var píanókonsert Beet hovéns í c-moll, hinn þriðji : röðinni, sem fluttur var. Ein- leikari var Rögnvaldur Sigur- jónsson, og geta varla orðið um það skiptar skoðanir, að •------------------------------\ Útsalcs Seljum á morgun ameríska kvenkjóla á stóriækkuðu verði. Lítið í gluggana Olympía Laugaveg 26. hann hefur unnið mikið listar- afrek með frammistöðu sinni þetta kvöld. Leikur hans var þróttmikiil og karlmannlegur, eins og við á í þessu verki, tón- stigar hans skýrt markaðir og stefjalínur allar (,,frasar“) ör- ugglega drégnar. Þó má ætla, að hljóðfærið hafi reynzt píanóleikaranum nokkur traf- ali. Hvernig sténdur á, að Þjóðieikhúsið losar sig ekki við þétta hljóðfæri, sem allir virðast sammála um, að sé óhæft til hljórrileikahalds? Vafalaust ætti að vera hægt að koma því í verð, svo að milligjöf ætti ekki að þurfa að verða Þjóðleikhúsinu ofviða, ef það fengi sér annað betra. B. F. Getrauiiaárslil 9. leikvika. Leiklr 6. niarz 1954 Bolton-Sunderland 3—1 1 Bur'n’ey-Ai'senal 2—-1 1 Charlton-Portsmouth 3—1 1 Liveipool-Huddersf. 1—3 2 Manch.Utd-V/otves 1—0 1 Middlesbro-Cheisea 3—3 x Newcast’e-Aston Villa 0—1 2 Shefí. tVedn-B'aekpoci. 1—2 2 Fulham-Blackburn 2—3 2 Luton-Notts Co. 2—-1 1 Plymouth-Hull 2—2 x Swanseá-Everton 0—2 B£RGM 80ATA Þ0RSTEINN ÁSGRmöR NJÁlsj | GA.TA -GytLSKiBIR- GREJiiS 1 IGáTÁ HJÁlSG.«-SÍM!glí2fe LAUGA I VeSUR Jórunn Viðar Píanótónleikar þriðjudaginn 9. marz kl. 7 í Austurbæjarbíói. Viðfangsefni eftir Schubert, Bach, Schumann og Chopin. Aögöngumiðar hjá Eymundsson, Lárusi Blöndal og Bókum og ritföngum, Austurstræti 1. Frcsgir iþrótfamenn VIKTOR TSJÚKARÍN /AÐA íþróttamaður hlaut flest guliverðlaun á síðustu ol ympíuleikum í Hfelsinki? Emil Zatopek svara vafalaust f’estir, en það er rangt. Sigursælastur allra keppenda var sov- ézki fimieikameistarinn Viktor Tsjúkarín, sem vann hvorki meira né minna en fjögur gulilverðlaun, auk tveg'gja silfurverð- launa. Hann sigraði nefnilega í tylftarþraut, æfingum á boga- hesti, stökkum yfir hest og sveitakeppni ásamt þéim Tjag- injan, Múratoff ofl. Ennfremur varð hann annar í æfingum á svifrá og í hringjum, og fimmti í tvísláræfingum. Viktor Tsjúkarín er ættaður frá Ukraínu og er 29 ára gamall. Hánn hafði þegar getið sér góðán orðstír í fimleikum fyrir stríðið, varð td. anhár í meistarakeppni Ukraínu 1940. En stærstu sigra síiia vann hann ekki fyrr en eftir striðið. 1946 innritaðist hann í iþróttaskólann í Lvov og þar var kennari hans Pjotr Sobenko. 1948 varð hann úkraínskur meistari og á næsta ári sigraði hann glæsilegá i sóvézku meistarakeppninni, hlaut 3.6 stigum méira en- næsti máður, sem var engihn annar en armenski fimleikameistarinn Tjaginjan. Ái’in 1950 og 1951 sigraði hánn í öllum keppnhm sem hann tók þátt i, hlaut ma. flest- stig í hinni óopinberu landskeppni milli Sviþjóðar og Sovétrikjanna sem-fram fór í Moskva og varði sovétmeistaratitil sinn glæsilega. Og síðan tók hann þátt í dlympíúléikjunum í Helsinki með þéim árángri sem áður gréinir. Eftir Oiympiuleikina hefur hróður Tsjúkarins enn vaxið og nú er hann almennt taiinn bezti fimleikamaður heims. Éins og áðúr héfur verið skýrt frá hér i b’aðinu valin hann sovézku meistarakeppnina, sem háð var í Leníngrad í desember si. Tsjúkarin er nú kennari við íþróttaskólann í Lvov ög heldur sér i stöðugri þjálfun með þvi að æfa firnrn daga vikunnar — þrjár stundir á dag. Hann tekur einnig- virkan þátt í stjórn- málum og félagsmálúm og á td. sæti i bæjarráði Lvov-bórgár. Handknattleiksmótið: Fram vann Vai 21:15 Handritamálið Framhald af 7. síðu. íslands innan hins norræna samfélags, ef hún viSurkenndi eignarrétt íslands á þeim menningarverðmætum sem verið hafa skærast ljós yfir Norðurlöndum. Oss íslending- um héfur verið gleðiefni að sjá að líkt sjónarmið hefur komið fram hjá ágætlr um dönskum vísindama.nni, Hammerich prófessor, sem borið hefur upp tiVIögu um lausn handritamálsins ágæt- lega til þess fallna að geta orði'ð sámningsgrundvöllúr. Danska samninganefndin gæti ekki gert íslenzku þjóð- inni nieira gagn með öðru en því að skýra sjónarmið ís- lands í þessu máli fyrir rík- isstjórn dana og dönsku þjó3- inni, og stuðla þar með að lausn þessa máls er skapa mundi nýján og traustári grumjvöil að samstarfi milli. þessara tveggja landa fram- vegis. Bæjarpósturinn Framháld af 4. síðu. iðnað. Hann var mitt lifibrauð um langa hríð, og ég tek ævin- lega innlenda iðnaðarvöru framyfir erlenda svo framar- lega sem það er mér ekki til stórslcaða. En þegar maður rekúr sig óþyrmilega á óvand- aðan frágang og flaustursleg vinnubrögð er ástæðuláust að , þegja um þau. Eg var í leik- ! fangaleit um dágirin; vántáði I afmtelisgjöf hárida smótelpú og kéyþti loks stráujárn og ; brétti, sterklegt og khmnalegt, málað í skærurn og - gltesileg- : um litum. Mér leizt vel ó þetta í buðinni og lét uhdir höfúð leggjást að skoða vandléga á því frágangiiin. En þegar'héím kom og ég fór að virða þétta betur fyrir mér, þótti'mér frá- i gangurinn heldur slælegúr. Málverklð á smíðisgripunum vár býsna flausturslégt, sums staðar vár lakkið hnausþýkkt, annars staðar grillti í ljöst tréð. En það-var þó' niéinlöust með málninguna. Neðan á hinu myndarlega straujárni var þunn tréplata negld með litl- um pinnum og þeir stóðu svo mikið upp úr að þeir hefðu rispað gegnum lakkið á brett- inu um leið og járnið var dreg- ið eftir því. En auk þess var handfangið á þessu straujárns- kríli fest með heljarmikiili skrúfu og stóð endinn á henni út úr handfanginu neðanverðu, — það var eiginlega ómögu- legt að komast hjá því að rispa sig á henni. Af tilviljun var handlaginn rnaður nærstaddur sem bauð aðstoð sína til lag- færingar á þessum gripum, — þeir voru því hættulausir fyr- ir hinn smávaxna móttakanda þegar þeir komu i hendur hans. En fyrirtækið, sem ber ábyrgð á þessum gripum og auðkennir þá með Flugmó, ætti að reyna að sjá til þess í fram- tíðinni að leikföngin séu að minnsta kosti hættulaus börn- um. Það mun hafa komið nokkuð á óvart að Fram skyldi sigra Val. Gangur leiksins vár sá að Fram hafði alltaf yfirhöndina og gáf Valsmönnum aldrei tæki- færi til að jáfna eða komast yfir í mörkum. Fram, byrjar á því að géra 5 mörk í röð án þess að Valur géri ncitt, en þá tekur Valur við og gerir 4 í röð. Þá er þáð Frám sem hefur sókn aftur og tekur feilið aftur að breikka eða svo að í hálfleik standa leikar 12:7 fyrir Fram. Síðari hálf'léikur varð jafn 8:8, en þar munaði þó aldrei minna en 3 (17:14). Lokatölurnar urðu 20:15 fyrir Fram. fjB.H. — Sóley 27:16 Það kom greinilega fram í leik þessum að Sóley vantar enn keppnisvana, því að í hálf- leik hafa þeir einu marki betur (11:10) en svo tóku Hafnfirð- ingár að sækja sig og unnu með 11 mörkum. Ármann — KR og- Víkingur — Valur í kvökl. Leikur Ármanns-KR í kvöld getur orðið örlagaríkur um úr- slit mótsins. Ármann héfur ekkert tap en KR eitt tap. Víst er að KRingar verða ákveðnari á móti Ármanni og eru satt að segja ekki síður líklegri til sigurs. Leikur þeirra Vals og Vík- ings verður líka mjög tvísýnn- bæði liðin liafa unnið einn leik, Valur tapað einum og Víking- ur tveimur. Munu ábyggilega margir horfa á þessa tvísýnu leiki. Dómarar eru Helgi Hall- grimsson og Frímann Gunn- laugsson. Þróttur sér um mót- ið í kvöld.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.