Þjóðviljinn - 17.03.1954, Blaðsíða 6
br;er sijaœ
6) — T>JÓÐVILJINN -— Miðvikudagnr 17. marz 1954
þlÓOVIUINN
Útgefandi: Sameiningarflokk-ur alþýðu — Sósialistaflokkurlnn.
Kitstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson.
Fréttastjóri: J6n Bjarnason.
Blaðamenn: Asmundur Sigurjónsson, Bjarnl Benediktsson, Guð-
mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig
19. — Slmi 7500 (3 línur).
Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17
annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
V • *__
Hættuleg þrcngsýni
Islenzka rikisútvarpið hefur undanfamar vikur látið Islend-
inga fylgjast með þvi sem Danir hafa sagt og skrifað um hand-
ritamálið. Það hefur fengið einkaskeyti frá fréttaritara sinum
5 Kaupmannahöfn og þannig rakið samdægurs fyxár hlustendum
umsagnir danskra blaða og viðtöl við stjómmálamenn. Er þetta
ágæt fréttaþjónusta eins og vera ber.
En það er ein athyglisverð eyða í þessum frásögnum útvarps-
ins: þar hefur ekkert verið minnzt á afstöðu Land og Folk, aðal-
málgagns Kommúnistaflokks Danmerkur. Þetta er þeim mun
kynlegra sem það blað hefur, eitt allra danskra blaða, tekið
skilyrðislausa afstöðu með Islendingum, lýst sjónarmiðum þeirra
og tekið undir þau. Fulltrúi Kommúnistaflokks Danmerkur var
eini fulltrúinn i handritanefndimii dönsku sern skildi til fullnustu
málstað íslands og hagaði afstöðu sinni i samræmi við það;
hann er einn af ritstjórum Land og Folk og hefur enn birt
eömu sjónarmið þar eins og rakið var hér í blaðinu í gær.
Hvernig stendur á þessari þögn ríkisútvarpsins um þessa
drengilegu afstöðu? Er verið að haida þvi að Islendingum að
engir Danir skilji réttlætiskröfur þeirra og taki undir þær? Er
verið að segja vinum Islendinga í Danmörku á þennan hátt að
ekki sé mark takandi á stuðningi þeirra og íslendingar vilji
ekki nýta hann til neins?
Þessi afstaða er lubbaskapur' sem er algerlega óþolandi. Það
eru engin smáræðis tíðindi að danskur stjórnmálaflokkur er
bandamaður Islendinga í handritamálinu og að hin afdráttar-
lausa afstaða hans hefur mikil áhrif, beint og óbeint. Eflaust hafa
valdamenn útvarpsins litlar mætur á kommúnistum, en hingað
til hefur það verið talinn styrkur íslendinga í handritamálinu,
að það væri hafið yfir alla flokkadrætti, aim það væri enginn
ágreiningur — en þá ber einnig að sýna það í verki. Útvarpinu
'ber tafariaust að taka sig á, hvort sem þögn þess stafar af þvi
að það hefur einhvem sálsjúkan fréttaritara í Kaupmannahöfn
eða ráðamenn hér láta þröngsýni verða jfirsterkari íslenzkri af-
stöðu í handritamálinu.
Og raunar á þetta við um blöðin einnig. Islenzku hernáms-
flokkamir hafa ástxuidað gott samband við „bræðraflokka“ sína
í Danmörku, eins og vera ber, og án efa hafa þeir reuit að auka
skilning datiskra kunningja sinna á málstað íslands. Það starf
hefur ekki enn borið nægan árangur, eins og raun ber vitni.
en eflaust myndi það stuðla að auknum skilningi á alvöm ís-
lendinga í þessu máli, ef Morgunblaðið, Alþýðublaðið, Tíminn og
Vísir birtu afstöðu Kommúnistaflokks Danmerkur og þökkuðu
drengilegan stuðning. Og víst hafa þessi blöð ekki sterkan hug á
handritamálinu, ef pólitísk þröngsýni og hleypidómar verða yfir-
sterkari.
„Hitamár stjórnarflokkanna
A hverju þingi koma upp svokölluð „hitamál". Á einu þingi
var það rjúpan, á öðru helíkopterinn, á þriðja skipting presta-
kalla. Þessi mál eru þannig vaxin að þingmötinum stjómar-
flokkanna er leyft að hafa um þau sjálfstæða sannfæringu, og
það er eins og þeir losni úr læðingi: þeir bólgna allir út, flytja
ræður af mælsku og skilmast af leikni. Þetta er eins konar ör-
yggisloka fyrir menn sem annars em handjárnaðir; með þessu
móti fá þeir útrás og verða þægari á eftir.
Á þessu þingi gegnir brennivínið slíku hlutverki. Það er hið
mi'da hitamál, og þingmenn leggja alla orku sína í að reikna
út hversu mikil áfengisprósenta þunfi að vera i öli til þess að
það súmi ekki og hvemig haga skuli sölu á gróðalind ríkis-
stjómarinnar. Og það eru barðar bumbur og reynt að fá þjóð-
ina til að taka sjccileikinn alvarlega, skipulagðar undirslaifta-
safnanir og samþykktir.
En á sama tíma og áfengisprósentan í öli og sölufyrirkomu-
lagið á brennivini eru viðfangsefni stjómarflokkanna virðist
togaraútgerð íslendinga að vera að leggjast í rúst. Það er vax-
ar.di halli á útgerð togaranna og kjör sjómanna exu svo hrak-
leg að þeir flæmast í land til annaiTa starfa. Þetta er eitt stór-
felldasta vandamál sem við þjóðimii hefur blasað um langt ára-
bil, en um þetta mál mega þingmenn stjómarflokkanna enga
skoðun hafa. Þeir þegja um það í öllum ræðum sinxim og eiga
engin svör þegar þeir em spurðir, hvað ríkisstjómin og flokkar
hennar ætli að gera til þess að leysa vandann.
Að sjálfsögðu finna þessir menn hversu lítilmótleg fieð þeir
eru látnir leika. En sú vanmetakennd fær farveg í enn ofsa-
fyllri kappræðum um öl og vín.
Eflum eíninguna — rekum
íhaldið af höndum okkar
Það er ljóst af skrifum
Morgunblaðsins síðustu vikur
að ekkert óttast íhaldið eins
geipilega og þá vaxandi sam-
fylkingaröldu sem nú rís sífellt
hærra meðal verkalýðsins og
allrar alþýðu á Islandi.
Þetta er skiljanlegt. Það hef-
ur ekki verið lítilsvirði fyrir
auðmannastéttina og' flokk
hennar að geta neytt þeirrar
aðstöðu út í æsar sem sundr-
ung verkalýðsins og alþýðunn-
ar hefur skapað. í skjóli þess-
arar aðstöðu hafa áhrif og
völd íhaldsins aukizt en mátt-
ur verkalýðsins til varnar og
sóknar þorrið að sama skapi.
Veik og sundruð verkalýðs-
stétt er óskadraúmur auð-
mannastéttarinnar. Þetta skil-
ur íhaldið, hið pólitíska vopn
auðmannanna, og þess vegna
setur að því hroll þegar það
sér fram á aukna möguleika á
samstöðu verkalýðsins, hins
mikla fjölda vinnandi fólks
sem stendur undir allri þjóð-
félagsbyggingunni og sem arð-
ránsaðstaða auðvaldsins bygg-
ist á að sé sundraður og veik-
ur.
Af þessu stafar óttinn sem
heltekur íhaldið um þessar
mundir þegar það sér fram á
að sá skilningur fer ört vax-
andi meðal alls vinnandi fólks
að eina bjargráð þess sé að
fylkja sér fast saman gegn
arðráns- og íhaldsöflunum sem
sitja á rétti þess og hafa hag-
nýtt sér margskiptingu þess út
í æsar.
En alþýðan sjálf fagnar þeim
straumhvörfum sem eru að
gerast innan verkalýðshreyf-
ingarinnar og koma skýrast
fram í þeim vilja verkalýðsins
að hreinsa af samtökum sin-
um þá smán að sendimenn at-
vinnurekenda og íhalds fari
þar með seðstu trúnaðarstöður.
í hverju verkalýðsfélaginu eft-
ir annað hefur þessi vilji birzt
í sigrum einingarstefnu verka-
lýðsins en ósigrum og undan-
haldi íhaldsins og afturhalds-
aflanna.
Alþýðan fagnar þessum
straumhvörfum vegna þess að
þau boða henni aukna mögu-
leika til þess að gerá samtök
sín fær um að berjást árang-
ursríkri baráttu fyrir hags-
munamálum hennar, fyrir
stærri hlut af þjóðartekjunum
í hendur þeirra sem vinna
hörðum höndum, fvrir bættum
kjörum, auknu öryggi og vax-
andi réttindum á öllum svið-
um.
Alþýðan fagnar vaxandi ein-
ingu sinni vegna þess að henni
er ljóst að vaxandi styrkur
hennar boðar einnig möguleika
á nánara samstarfi þeirra
flokka, sem saman eiga að
vinna að málefnum verkalýðs-
ins og allrar alþýðu, Sósíal-
istaflokksins og Alþýðuflokks-
ins.
Alþýðunni er ljóst að þegar
ótti og angur grípur málgagn
auðmannastéttar og íhalds, þá
er alþýðan á réttri ,leið í fag-
legum og stjórnmálalegum
efnum. f>að er öruggur mæli-
kvarði um að rétt er stefnt.
Þess vegna eru hrópyrði Morg-
unblaðsins og íhaldsins gleði-
legt tákn sem öll alþýða fagn-
ar og kann að meta að verð-
leikum.
Hræðsluskrif Morgunblaðs-
ins og ótti íhaldsins við ein-
ingu verkalýðsins mun verða
til þess eins að hvetja alla
stéttvísa og heilskyggna með-
limi verkalýðssamtakanna til
að auka starfið og herða bar-
áttuna fyrir nánara samstarfi
um raunverulega hagsmuni
alls verkalýðs og fyrir því að
þvo smánarblett ihaldsins af
hverju einasta verkalýðsfélagi
og heildarsamtökunum, Al-
þýðusambandi íslands.
Þetta starf verður ekki unn-
ið af fáum, það skulum við
gera okkur ljóst strax. Hér
þarf að koma til framlag fjöld-
ans sjálfs, allra þeirra sem sjá
og skilja í hvaða tilgangi auð-
mannastéttin og flokkur henn-
ar hefur seilzt til valda í lífs-
bjargarsamtökum fólksins,
verkalýðssamtökunum. Á hverj
tun vinnustað og i hverju
verkalýðsfélagi geta menn lagt
kráfta sína fram til þess að
hrinda þessu stærsta og brýn-
asta hagsmunamáU allrar al-
þýðu áleiðis að settu marki.
Nákvæm upplýsingastarfsemi
og fræðsla um eðli og tilgang
verkalýðssamtaka er leiðin til
vaxandi skilnings allra með-
lima verkalýðssamtakanna á
flugiumannastaríi íhaldsins
innan þeirra. Verði það starf
rækt eins og nauðsynlegt er
mun ekki líða á löngu að all-
ur þorri verkamanna, sjó-
manna, verkakvenna og iðn-
aðarmanna á íslandi skilji að
tilgangur íhaldsins hefur jafn-
an verið og er enn að lama
verkalýðssamtökin og ganga að
lokum af þeim dauðum.
í þessum efnum hefur hver
og einn þroskaður meðlimur
verkalýðssamtakanna mikils-
verðu hlutverki að gegna, sem
hvergi má undir höfuð leggj-
ast að rækja af skilningi og
árvekni.
Látum þann tíma ekki reyn-
ast langt undan þegar það
verður eins og ljótur og ótrú-
legur draumur í hugum hvers
verkamanns á íslandi að
flokkur atvinnurekenda og í-
halds hafi haft áhrifaaðstöðu í
verkalýðssamtökunum og get-
að sagt mikilsráðandi stofnun-
um þeirra fyrir verkum að geð-
þótta og samkvæmt hagsmun-
um stéttárandstæðingsins.
Látum martröð Morgunblaðs-
ins og íhaldsins verða sem
fyrst að lifandi og máttugum
veruleika.
Verkamaður.
jóðasaidbaná málm- og vélaiðn-
ariMina mátmælír stéttadómi
EINN af þekktustu leiðtog-
um róttækari hluta verka-
lýðsins í Bandaríkjunum, Clm-
ton E. Jencks, stjórnarmeð-
limur í miðstjórn Union of
Mine, Mill and Smelter Work-
ers (nær yfir Bandaríkin og
Kanada), hefur nýlega verið
dæmdur til 10 ára fangelsis-
vistar, af dómstóli í E1 Paso
í Texas. Eina ákæran gegn
honum er að hann sá með-
limur í Kommúnistaflokki
Bandaríkjanna og nægir hún,
samkvæmt Taft-Hartley lög-
unum, til slíkrar dómsniður-
stöðu. en endurskoðun á
þeirri löggjöf var eitt af kosn-
ingaloforðum Eisenhowers.
Með þessum dómi hyggst ain-
eríski fasisrninn ná sér niðri á
verkalýðssambandinu, MMSW
en það var stofnað 1883 og
hefur ávailt verið í fremstu
röð verkalýðssamtakamla. —
Atti þátt í stofnun CIO 1935,
en var vikið úr þvi 1950, þeg-
ar það vildi ekki vera þátt-
takandi í svikum hægri for-
iugjanna, \áð hag3muni verka-
lýðsins.
S'ðan hefur sambandið sætt
látlausum ofsóknum af hendi
afvurhaldsins, sem ekkovt
heí'ur til sparað að þagga nið-
,ir í því.
Sem forseti deildar nr. 890,
iiefur Clinton Jencks átt mik-
inn þátt í baráttu verkalýðs-
ins í suðaustur hluta Banda-
ríkjanna, fyrir sambæri’egum
kjörum og eru í öðrum lands-
hlutum og vegna þeirrar bar-
áttu áunnið sér traust verka-
lýðsins', en hatur afturhalds-
ins.
Alþjóðasamband málm- og
vélaiðnaðannanna hefur þcg-
ar sent kröftug mótmæ’i gegn
þessum stéttadómi, og hvetur
öll samtök málm- og vélaiðn-
aðarmanna til að gera slikt
hið sama, því nægilega öflug
og víðtæk mótrnæli geta frels-
að þennan stéttarbróður úr
klóm ameríska fasismaiis.
Mótmælin má senda til: Presi-
dent EISENHOIVER. White
House, Washington D. C. eða
til: Attorney General BROW-
NEHJÓ, Department of Justi-
ce, Washington D. C., eða til:
Federal Jugdc, EL PASO,
Texas, USA,
Samúðarskeyti sendist til:
Mr. John C’ark, President of
the International Union of
Mí.ne. Mill p.nd Smelter Work-
ers, Tabor Building. 16th and
Curtis Streets. Suite 412,
DENVER 2. Col. USA.