Þjóðviljinn - 17.03.1954, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 17.03.1954, Blaðsíða 1
Flokksskólinn er í kvöld klukkan 8.30 á J'órsg’ötu I. Lúðvík .lósepsson ræðlr um sjávarútveginn. Miðvikudagur 17. marz 1954 — 19. árgangur — 63. tölublað Baráfta skipasmiSa aS komast á lokastig? ir samkeppsilsfærlr iæoi o§ Yinnuhraða snertir Verðmnnur á inmflendaiti ©g erlendtiíti toát- uin Islenzkt dýrtlðarfyrirlirigéf ISs!a@armálastdínunin staðíestii þær niðurstöðuc um nýsmíöi fiskibáta innau- lasids sem skipasmiðir bentu á fvrir iveim árum Iðsiaðarmálastofnun Islands hefur lokið við skýrslu um ís- lenzka tréskipasmíði og htífur komizt að þeirri niðm'stöðu að íslenzkir bátasmiðir standi jafnfætis erlendum stéttarbneðrum sínum, en að sá mismimur sem er á verði báta smíðaðra hér og háta smíðaðra erlendis, sé íslenzkt dýrtícarfyrirbrigði. Kemst Iðnaðarmálastofunin að sömu niðurstöðu og innlendir skipasmiðir bentu á fyrir tveim árum og leggur m.a. tii að sölu- skattur, tollar og bátagjaldeyrir verði endurgreiddur af efni og vélum tii fiskibáta með kr. 1362 á rúmlest. Ennfremur að dýr- tíðarstyrkur verði greidtfur kr. 2400 á rúmiest, þannig að báta smíðaða innanlands fái útgerðarmenn á sama verði og þeir væru byggðir erlendis. Ennfremur Ieggur Iðnáðarmálastofnunin tíl að ríkisstjórnin hlutist til um að byggðir verði bátar innanlands á næstu árum samtals 1000—1200 tonn árlega. í skýrslu Iðnaðarmálastofnun- arinnar eru athyglisverðar töl- ur um aldur íslenzka fiskiskipa- stólsins, en þær eru 15% eru frá árunum 1887—1930 18% rúm — — 1931—1940 35% _ _ 1946—1947 eða nýsköpunarárunum en engin frá árunum 1950—1952. THlögur skipasmiðanna Forsaga þessa máls er í stuttu máli sú að haustið 1953 lögðu skipasmiðir tillögur sínar fyrir Alþingi um að skipasmíðastöðvarnar fengju að byggja fyrir eigin reikning allt að 1000 toniium á ári. að lán yrðu veitt til nýsmíða innanlands fyrir allt að 85% af kostnaðarverði. að tollar, söluskattur og báta- gjaldeyrir yrði endurgreiddur af efni til bátasmíða. að tollar og söluskattur af vél- um til báta yrði ekki innheimtur, Þingið 1952 samþykkti heimild til endurgreiðslu á tollum af efni til nýsmíða, — en þá heim- ild hefur ríkisstjórnin ekki not- að ennþá. Samkeppnisútboð Næst gerðist það í málinu að fyrir tilhlutan ríkisstjórnarinnar var Fiskifélag íslands látið bjóða út 35 tonna fiskibát í Danmörku og fslandi, til að fá verðsaman- burð. 11 íslenzk tilboð bárust og 5 dönsk. Niðurstaðan af sam- anburðinum varð sú, að verð- munur var um 2000 kr. ísl. á tonn, sem innlendu bátarnir voru dýrari en þeir erlendu. Loforð Fjárhagsráðs og efndir ríkisstjórnarinnar Fjárhagsráð hafði heitið því að veita ekki innflutningsleyfi fyrir erlendum bátum meðan á þessari rannsókn stæði. Það sam- Fiskiskip íarast í ¥@tnisspr@ngingu I&pAnsstjérn mótmælir gáleysi og kæmleysi Band&ríkj&maana Talið er að sex tugir japanskra sjómanna hafi farizt af völdum tilraunar með bandaríska vetnissprengju á Kyrrahafi. komulag var rofið á s.l. hausti þegar veitt voru innflutnings- leyfi fyrir 21 fiskibáti. Um þær mundir 'stóð yfir 15. iðnþing ís- lendinga þar sem þetta mál var tekið til meðferðar og þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar vítt ar harðlega. í þvi sambandi fóru fram viðræður milli full trúa Landssambands iðnaðar- manna, LÍÚ og Ingólfs Jónsson- ar iðnaðarmálaráðherra og Ól- afs Thors sjávarútvegsmálaráðh. Niðurstaðan af þeim viðræðum varð sú, að Jóhann Þ. Jósefs- son alþm.. og Skúli GuðmundS' son alþm. voru tilnefndir, sinn úr hvorum flokki til þess að finna leiðir til lausnar nýsmíða málinu í samráði við skipasmiði og útvegsmenn. Niðurstaðan af þessum viðræðum varð sú að um tvær leiðir væri að ræða: að lána allt að 85% af kostnaðar- verði nýbygginganna, eða greiða dýrtíðarstyrk til að jafna verð- muninn á innlendum og erlend- um bátum. Stjórnarvöldin fólu síðan Iðn- aðarmálastofnuninni að ' fram- kvæma rannsókn í málinu og hefur nú Iðnaðarmálastofnunin skilað skýrslu sinni. í skýrslu Iðnaðarmálastofnunarinnar segir m. a. svo: „í nóvember síðastliðnum skrifaði Fjárhagsráð bréf að undirlagi iðnaðarmálaráðuneytis- irts til Iðnaðarmálastofnunar ís- lands og fór þess á leit, að hún framkvæmdi athugun á inn- lendri bátasmíði, sem leiddi i ljós 1. „. . . núverandi aðstöðu ís- lenzkra skipasmíðastöðva til þess að taka að Sér smíði a fiskiskipum, er séu sam- keppnisfær • við erlend skip að gæðum og verði.“ 2. „.< . . að hve miklu leyti er talið nauðsynlegt að innlend- ar skipasmíðastöðvar haíi ný- smíði með höndum, vegna reksturs þeirra til viðgerðar fiskiskipa.““ „Svör við hinum tveimur spurningum, sem fyrir oss voru lagðar og getið er i formála skýrslu þessarar, eru samkvæmt niðurstöðum athugunar vorrar, svohljóðandi: 1. íslenzku skipasmíðastöðvarn- ar hafa eins og nú er ástatt ekki aðstöðu til þess að smíða fiskiskip, sem eru samkeppn- ishæf við erlend skip að verði. Að gæðum eru íslenzku skip- in sízt lakari en þau beztu útlendu, en vegna dýrtíðar- innar og raunverulegrar „toll- verndar11 útlendra skipa, getur verðið ekki orðið sam- keppnisfært. 2. íslenzkum skipasmíðastöðvum er nauðsynlegt að stunda jöfnum höndum viðgerðar- Framhald á 11. sííiu Bulles boðar að Asíuráð- sfefnunni seinki Dulles, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði blaðmönn um í gær að búast megi við að fyrirhuguð ráðstefna í Genf um Asíumál geti ekki hafizt 26. apríl eins og ætlað hafði verið. Orustan vii I sjö éra Fregnir frá Tokyo í gær herxndu að um væri að ræða fimm fiskibáta með 60 manna áhöfn samanlagt. Brenndir og geislunarsjúkir. Farið var að óttast um báta- ana f>Tir alvöru þegar aðrir japanskir fiskibátar komu af veiðum og áhafnir þeirra reynd- ust meira og minna meiddar af Vo Nguyen Giap, yfirhershöfðingi sjálfstœöis- hers Indó Kína. völdum sprengingarinnar, sem bandarísk st jórnarvöld hafa til- kynnt að gerð hafi verið í til- raunaskyni fyrsta marz. Siómennirnir skýra svo frá að þeir hafi að morgni þess dags séð úti við sjóndeildar- hring blossa sem helzt verði líkt við óeðlilega hraða sólar- upprás. Síðar um daginn tók að falla hvít aska þar sem bát- amir voru. Eftir fimm daga fóru svo að koma fram bruna- sár á sjómöimunum og nú hafa læknar sem stunda þá í Japan, komizt að raun um að auk brun ans hafa þeir orðið fyrir lífs- hættulegri geislun frá geisla- virkum efnum. Játa mistök. Japanska stjórnin hefur fal- ið sendiherra sínum í Washing- ton að bera fram við Banda- ríkjastjórn mótmæli gegn því kæruleysi og gáleysi sem lýsi sér í því að framkvæma tilraun sem þessa án þess að vara þá við sem kumxa að vera í ná- grenninu. Áður hafði kjarnorkunefiiá Bandaríkjastjóraar tilkynnt að „vegna skyssu“ hefðu nokknr tugir bandarískra hermanna og nokkur hundruð eyjarskeggja á Marshalleyjum þar sem tilraun- in var gerð, orðið fyrir geislun af völdum hennar. StórskotaliS sjálfstœSishersins hefur gert flugvelli Frakka ónothæfa í dag er fimmti dagur orustunnar um franska virkiö Dienbienphu í Indó Kína norðanverðu. Þessi viöureign er sú langmesta sem til hefur komið í sjö ára styrjöld austur þar milli nýlenduhers Frakka og sjálfstæöishreyfingar landsbúa. 1 fyrrakvöld hafði sjálfstæðis- herinn sem situr um Dienbi- enphu náð tveimur af þrem hæðum utan við bæinn. Með fallbyssuskothríð af hæðunmn voru báðar flugbrautir franska setuliðsins gerðar ónothæfar í gær. Liffsauka varpað niður í fallhlifum. Síðan Frakkar tóku að víg- girða Dienbienphu fyrir alvöru snemma í vetur hafa allir flutn- ingar til og frá bænum farið fram um þessar flugbrautir. Eftir að flugvélar Frakka hættu að geta notað flugbraut- irnar tóku þeir það ráð að varpa birgðum og liðsauka til setu- liðsins niður í fallhlífum. Kílómeter frá aðalstöðvunum. Talsmaður frönsku herstjóm- arinnar í Indó Kína sagði í gær að í fyrrakvöld hefði sjálfstæðis herinn ekki átt nema einn kiílómeter ófarinn til aðalbæki' stöðva setuliðsstjómarinnar í Dienbienphu miðri. Þá hefði tekizt að hrekja hann nokkuð til baka. Talsmaðuriim kvað Frakka búast við nýrri atlögu á hverri stundu en þeir von- uðust til að geta haldið velli við Dienbienphu með tilstyrk flughers síns. Sjálfstæðisherinn ræður ekki yfir neinum flugvél- um. Bandarískar fallbyssUr. Fréttaritarar í Indó Kíná segja að flestallar fallbyssurnar sem sjálfstæðisherinn beitir gegn Frökkum séu bandarísk- ar að uppruna. Hafi þær verið teknar herfangi af Frökkum eða keyptar af Kínverjum, sem tóku þær herfangi í Kóreu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.