Þjóðviljinn - 31.03.1954, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 31.03.1954, Qupperneq 4
?n ibirJi 4) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 31. marz 1954 Tilgangur mannlífsins og framtíð mannkynsins er að sjálfsögðu nátengt tilgangi og þróun lífsins á jörðunni í lieild. Mannkynið er grein á lífstrénu. Leiðin til þess að skilja oss sjálfa og gera áætl- anir um framtíðina er sú að íeitast við að ráða gátur hins liðna. Tíminn sem er að líða, nútíminn, er aðeins sem auga- bragð eða leiftur í úthafi tímans, og hversu þýðingar- mikið sem oss kann að finn- ast þetta augabragð, er það aðeins eitt af ótal. Lífsrásin , er stöðug og jöfn í rúmi og tíma. Lífið þarf óralangan tima til að þróast. Hve langt er síðan lífið byrjaði hérna á hnettinum.?. Það vitum vér ekki, en þó má geta sér til um það svo nærri lagi fari. Ekki getur það verið eldra en fóstra þess. Mælingar á geislaverkunum í sumum málmum hafa sannað það, ,að sum af fjöllunum eru h.u.b. 2,000,000,000 ára göm- ul. Það er sannanlegt að jafn- -vel þessi afgömlu fjöll eru langtum yngri en jörðin sjálf. Aldur jarðarinnar er líklega nálægt 3,000,000,000 árum. Vel getur verið að þúsund ár hafi liðið frá fæðingu jarðar- innar til þess tíma er lífið hófst. Hvernig hófst þá lifið? Því er aftur til að svara, að það vitvun vér ekki, og vitum þó. Það virðist svo sem menn séu stöðugt að færast nær lausn- inni á þessari gátu með rann- sóknum á efnabreytingum í örsmáum lífverum, vírusum og erfðastofnum, hinum ofur- smáu ögnum, ósýnilegum í smásjá, sem ráða fyrir erfð- um og vexti. Helztu eiginleik- ar lífsins eru æxlun og þróun (breytingar). Efnisagnir, sem þessa eiginleika hafa, teljast lífi gæddar, og fram af slík- um ögnum geta hinar sam- settari þróazt. Síðustu rann- sóknir hafa sýnt, að það er ekkert sérstakt kraftaverk, og* samkvæmt líkindareikningi hvergi nærri óhugsandi, að mólikúl gædd lífseigindum komi fram af tilviljun í vatni eða úthafi þar sem nóg er af kolefnissamböndum þeim sem eru fæða og viðhald alls sem lifir. Og líkumar fyrir því að skilyrðin hafi verið hin beztu Fyrir nokkru er kom- -, in út bók um þróun jarðlífsins. Tlie Mean- ing; of Evolution, eftir George Simpson. Mál- fríðúr Einarsdóttir mun rekja efni þessarar fróðlegu bókar fyrir ,» lesendur Þjóðviljans í nokkrum greinum, og birtist liér sú fyrsta. á hinum fyrstu jarðöldum fyr- ir því að þetta gæti orðið, eru ekki litlar. Þetta þýðir ekki að lífið hafi komið fram fyrir eintóma tilviljun, né heldur að yfirnáttúrleg öfl hafi ver- ið að verki, heldur hafi þetfa verið í samræmi við hin miklu, eilífu eðlislögmál al- heimsins. Kraftaverk þarf það ekki að hafa ve.rið, .nema heimurinn í heild sé álitinn vera kraftaverk. Steingervingar, þessar skrár um sögu lífsins, finnast engir frá fyrstu öldum þess. Fyrstu lífverurnar voru örsmáar, lin- ’ ar og höfðu ekki utasi um sig neina af þessum skeljum eða skrápum. sem líklegir hefðu veríð til að standast það áð vera greftraðir í grjóti, sem ýmist var að hitna eða kólna, færast í sjó eða rísa í himinháum fjallgörð- um. Elztú steingervingar sem sannazt hefur að séu það, éru einfaldar vatnajurtir, þörung- amir, en þó frumstæðar séu, eru þær komnar alllangt í þróun frá því sem í upphafi hefur verið. Aldur þeirra er a.m.k. 1,000,000,000 ár, lík- lega lengri. En eftir að þessir steingervingar komu fram, lei'ð óratími þangað til að líf- tegundirnar urðu fjölbreyttar og þess megnugar að skilja eftir greinilega steingervinga. Framþróun lífsins miðar að síaukinni fjölbreytni og full- komnun, og því lengra sem henni er komið, því hraðari verður hún. Fyrst miðaði af- arhægt þúsundum alda sam- an, milljónum og aftur millj- ó.num ára saman sást engin breyting svo neinu næmi, en því betur sem lífið þróaðist, því örar þróaðist það. Hinar fyrstu, ófullkomnu líftegund- ir, urðu undirstaða þess sem síðan hefur þróazt. Það var fyrir 500,000,000 árum að lífið tók stórt stökk í þróun á tiltölulega stuttum YIIpIM yfir tlmaMfi jarð- sögunnar Hófst fyrir millj. ára Nýöld Nútámi og jökultími .. (H.u.b. 20.000 ár) Plistósen ........................ 1 Plíósentímabil .................. 12 Míósentímabil ................... 28 Olígósentímabil ................. 39 Eósentímabil .................... 58 Paleósentímabil ................. 75 Miðöld Krítartímabil .................. 135 Júratímabil .................... 165 Tríastímabil ................... 205 Fornöld (Paleozoic) Permtímabil ..................... 230 Pennsylvaníutímabil ............. 255 Missisippitímabil ............... 260 Devontímabil .................... 325 Sílúrtímabil ................... 360 Ordóvísíantímabil ............... 425 Kambríutímabil ................. 505 Upphafsöld Upphaf óþekkt, öldin tekur yfir 3.000 milljónir ára. Njálsgata og mannlííið — Skrautbúinn maður é laugardegi — Tilmæli til kvikmyndahúsa — Mann- drápum þröngvað upp á grandalausa áhoríendur SUMIR SEGJA að Njálsgatan sé ómerkileg gata sem ekkert gerigt á, en það er mikill mis- skilningur. Þegar maður hefur Njálsgötuna fyrir augunum dags daglega uppgötvar maður þann mikla sannleika, að ein- mitt hún sýnir mannlífið í hnotskurn. En ekki ætla ég að fara að fílósófera um Njáls- götuna þótt það væri freist- andi, ég ætla aðeins að segja ykkur hvað ég sá á laugardag- inn er var um fjögur leytið. Eg var að stilla símann fyrir helg- ina og leit út um gluggan í leið- inni og þá sá ég svo dæmalaust skrautlegan mann og ég var að hugsa um að karlmenn ættu að gera meira af því að íklæðast litskrúðugum fötum. Þessi mað- ur sem vakti athygli mína var í ljósbláum buxum, víðum og flaksandi og þær bylgjuðust fagurlega í vindinum. Utanyfir var hann í purpurarauðri yf- irhöfn með silkigljáa og um mittið hafði hann linda mikinn og blöktu endar hans sömu- leiðis í vindinum. Við nánari athugun sá ég þó að þetta var maður sem hafði gleymt að klæða sig. Fallegu Ijósbláu föt- in hans voru sem sagt nátt- föt og glæsilega purpurarauða yfirhöfnin var satínsloppur með snúru um mittið. Eg gat því miður ekki fylgzt með ferð- um hans nema smástund og veit því ekki hvort hann gekk í svefni eða þessi nýstárlegi klæðaburður átti að þjóna ein- hverjum sérstökum tilgangi. En tíma, og jafnframt eitt hið allra merkilegasta. Og nú hljótum vér að benda lesand- anum á tímatal jarðfræðinn- ar, sem hér fylgir, bæði höf- undinum og lesandanum til hægðarauka. Á töflunni er allt það tilgreint, sem þýð- ingu hefur i þessu sambandi. I upphafi kambríutímans < varð til fjöldi steingervinga, og eftir því sem á þá öld leið urðu þeir fjölbreyttari, og einnig á hinni næstu, ordó- vísíantímanum. En þó að sagt sé að sú þróun hafi orðið ör, ber ekki að skilja það öðru- vísi en sem svo, að hún hafi orðið ör móts við það sem á undan var gengið. Tíminn, sem þetta tók, var í rauninni 100 til 150 milljónir ára, og er það vissulega ekki stuttur tími, jafnvel á mælikvarða jarðfræðinnar. Þó er þetta að- eins tíundi hluti þeirrar jarð- aldar, sem á undan var geng- in, fornöld kambríutímans, en breytingarnar, sem þá urðu á líftegundum, eru vissulega ekkert smávægilegar. Þá komu fram flestar stórfylk- ingar dýraríkisins, sem síðan hafa verið uppi, enda þótt tegundirnar væru fáar og ó- fullkomnar móts við það sem siðar varð. Flestir dýrafræðingar skipta dýrategundum í tuttugu aðal- flokka, og kalla stofna (phyl- um, flt. phyla) eða fylkingar, og eru fylkingarnar flokkað- ar eftir líkamsbyggingunni. Sumir telja þó fylkingarnar fleiri en þetta, en aðrir færri, en þetta nær aðeins til fá- einna flokka af smáum dýra- tegundum, sem koma óvíða við sögu og hafa hvergi skil- ið eftir steingervinga. Dýra- tegundum, sem verulega þýð- ingu hafa bæði í lífssögu jarðarinnar og á þeirri jarð- öld, sem nú er uppi, má auð- veldlega skipa í fimmtán fylkingar. Fimm af þeim kall- ast ormar og hafa ekki skilið eftir steingervinga svo neinu nemi. Hinar 10 hafa allar skil- ið eftir mikið af steingerving- um svo að unnt er að fylgjast með þróun þeirra í áðaldrátt- um síðan á kambríu- og or- dóvísíantíma, en þó þarf varla að geta þess að ótal atriði hafa fallið úr. Stúlka vön íatapressun óskast. Upplýsingar í FATAPBESSU Hveríisgötu 78. Ttlkynning frá Koísýruhleðslunni s.f Höfum flutt verkstæði vort og skrifstofu frá Tryggvagötu 10 í ný húsakynni, að Seljaveg 12. ÞJÓÐVIUANN vantar nnglinga til að bera blaðið til kaupenda í eítirtöldum hveríum: Framnesvegur Grímstaðaholt Meðalholt Teigar HÚÐVILJINN. Skólavörðustíg 19, sími 7500 af þessu getið þið séð að það er alltaf eitthvað að gerast á Njálsgötunni. ANNA SKRIFAR: — „Fyrir nokkrum dögum fór ég í Austr urbæjarbíó til þess að sjá þýzku gamanmyndina sem er verið að sýna þar um þessar mundir. Eg varð að vísu ekki fyrir vonbrigðum með hana, en samt lá við að ég gæti ekki notið hennar vegna þess að sýnishornið úr næstu mynd. sem sýnt var á undan var svo dæmalaust andstyggilegt að ég var lengi að jafna mig eftir það. Mér finnst fyrir neð- an allar hellur að neyða grandalausa áhorfendur sem komnjr eru til að horfa á létt glens og gaman, til að horfa á manndráp, skothríð og alls konar viðbjóð. Þetta stutta sýn- ishorn sem sýnt var úr mynd- inni sýndi eingöngu menn með byssur, menn sem féllu æpandi af hestum á fleygiferð fyrir byssukúlu, kúlur sem þutu við höfuð manna, ógeðsleg glæpa- mannaandlit o. s. frv. Mér finnst áhorfendur eiga kröfu til að sleppa við þennan við- bjóð, því að enn er til fólk sem kemst í illt skap og verður miður sín af því að horfa á manndráp og morð. Það ætti að duga að sýna þelta í aug- lýsingakössunum. Eg vil mæl- ast til þess við forráðamenn bíóanna að þeir hlífi manni við að horfa á svona andstyggð þegar maður er þangað kominn til að horfa á allt annað. — Anna“.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.