Þjóðviljinn - 31.03.1954, Page 6

Þjóðviljinn - 31.03.1954, Page 6
;8) — ÞJóbviLjrtö'I — kávrirtKlagíir' 31 m'tirz 19Sé lllÓflVEUINN 1 Ctgefandi: Sameiningarflokkur alþýSu — Sósíaiistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), SigurSur Guðmundsson. ! Fréttastjóri: Jón Bjarnason. BlaSamenn: Asmundur Sigurjónsson, Bjarni Eenediktsson, Gu5- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Pitstjórn, afgreiósla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg Xð. •— Sír*l f500 (3 Unur). Askriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eiétakið, Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. V.... ............................................■' Jafnrétti Eins og rakið’ hefur verið í blöðum hafa allir þingmean Reykvikinga í neðrideild Alþingis flutt að beiðni bæjar- ráðs frumvai'p um fyrirkomulag brunatrygginga í Reykjavík. Höfuðbreyting sú frá gildandi lögum um þetta efni sem frumvarpið gerir ráð fyrir er aö bænum sé heim- ilt að taka í eigin hendur brunatryggingar allra hús- eigna í lögsagnarumdæminu. Þá er það nýmæli i frumvarpinu aö ákveðið er að tekj- ur, sem bærinn kann að hafa af tryggingarstarfseminni skuli leggja í sjóð til eflingar brunavömum og trygging- arstarfsemi og lækkunar á iðgjöldum húseigenda, eftir á- kvörðun bæjarstjórnar. Reykjavík er eina bæjarfélag landsins sem hingað til hefur haft heimild til almenns útboös á tryggingum hús- eigna. Öll hin bæjar- og sveitarfélögin eru með lögum skylduð til að tiyggja hjá einum og sama aðila, Bruna- bótafélagi íslands. Hafa flestar bæjarstjómir og hrepps- nefndir landsins verið mjög óánægöar með þetta fyrir- komulag og bent á það með rökum að með því að fá írjálsi-æði til að bjóða tryggingarnar út mætti ná langt- um hagkvæmari sammngum en með einokun Brunabóta- lélagsins á tryggingunum. Veröur varla um þetta deilt þegar það er athugað að iðgjald af algengustu tegund íbúðarhúsa í Siglufirði, Vestmannaeyjum, Seyöisfirði, Neskaupstað og Kópavogshreppi er 5 sinnum hærra heldur en í Reykjavík, og er þá miðaö við lægsta tilboö sem nú liggur fyrir eftir útboð á tryggingunum hér og þau iögjöld sem þessir staðir verða nú að greiða Bruna- bótafélagi íslands. Hér er um slíkan mun að ræða að engan þai'f að undra jþótt forráö'amenn bæjarfélaganna úti á landi og almenn- ingur þar uni illa núverandi fyrirkomulagi, og krefjist jafnréttis við Reykjavík. Það er engin frambærileg á- stæða fyiir því að öll bæjar- og hreppsfélög utan Reykja- víkur séu ofurseld þeim skilmálum um brunatrygginga- iðgjöld sem Brunabótafélag íslands kann að ákveða á hverjum tíma í krafti einokunaraöstöðu sinnar. Þaö er því í fyllsta samræmi við hagsmuni almennings og bæj- arfélaganna sem hér eiga hlut að máli að allir landsmenn búi viö sama rétt í þessu efni, eins og lagt er tii með breytingartillögu þeirri sem Lúðvík Jósepsson og Karl Guðjónsson fluttu við frumvarp Revkvíkinganna og neðri deild samþykkti s.l. laugardag gegn atkvæðum viðstáddra Sjálfstæðismanna og Alþýðuflokksmanna. Hitt er aftur á móti furðulegra að innan veggja Alþing- is skuli finnanlegir fulltrúar landsbyggðarinnar og þar á meðal kaupstaðanna sem óréttlætið bitnar hvað tilfinn- anlegast á, sem leggjast gegn jafnrétti bæjar- og sveitar- iélaganna utan Reykjavíkur við höfuðstaðinn. En í hópi þeirra sem snérust gegn breytingartillögu Lúövíks og Karls um sama rétt fyrir hin bæjar- og sveitarfélögin og Reykjavík nýtur voru m.a. Kjartan Jóhannsson, þing- maður ísfirðinga, Jónas Rafnar, þingm. Akureyringa, Magnús Jónsson, 2. þingmaður Eyfirðinga, Emil Jónsson, uppbótarþingmaður Hafnfirðinga og Eggert G. Þorsteins- son, uopbótannaður frá Seyðisfirði. Mun kjósendum á ísafirði, Akureyri, Ólafsfirði, Hafnarfirði og Seyðísfirði 'veitast erfitt að skilja og meta þá varðstööu um hagsmuni þeirra sem kemur fram í þeirri afstöðu þessara kaupstaða- bingmanna að meta meira hagsmuni fyrirtækis Stefáns Jóh. Stefánssonar en rökstuddar jafnréttiskröfur fólks- ■jns sem þessa sta'ði byggir. En þótt þetta mikla hagsmunamál bæjar- og sveitarfé- íaganna úti á landi hafi náð samþykki neðrideildar Al- þingis er ekki þar með sagt að framgarigui' þess sé tryggö- iir. Málið á eftir að fá afgreiðslu í efrideild og mun koma þar til endanlegra úrslita í dag eða á morgun. Veröm* þó að teljast ólíklegt að efrideild breyti frumvarpinu og það því síður sem þar eiga sæti margir fulltrúar þeirra staöa sem hér eiga mikilla hagsmuna að gæta, en málið vekur nú vaxandi athygli með degi hverjum út um land eins og gleggst sézt á orðsendingu bæjarráðs Vestmannaeyja til adíóhanns Þ. Jósefssonar,, sem skýrt var frá í blaðinu í gær. A vinafundi 11ff |, > j > /, Martin Larsen: HKILSAÐU EINKTJM — Grefnnsafn. — lielg’afefl Ueylijiuík IDðS. íslendingasögur og fleiri fornar bækur íslenzkar hafa verið nefndar ritning norrænna þjóða, hómerskviður Norður- landa og fleiri tignarheitum sem of langt yrði upp að telja. Ýmsir góðir menn hafa stund- um verið að heimsækja okkur, með því fororði að þá fýsti að sjá þá staði þar sem Njáll var brenndur, kristni lögleidd með fundarsamþykkt, Egill alinn, Snorri veginn. Þetta hefur okk- ur þótt mikil kurteisi; okkur fannst virðulegt að standa þeim mönnum fyrir beina sem hingað voru reistir til að skoða fornar rústir bakvið okkar eig- ið nútímalíf í landinu. Siðan þökkuðu gestirnir fyrir matinn með mörgum velvöldum orð- um; sumir þeirra gerðust því- næst frægir menn í útlandinu fyrir frumlegar kenningar og mikinn lærdóm um dáð og ■ snilld horfins tíma í bláman- um handan við jarðyrkjuna okkar í fyrra og útgerðina í úr. Við vorum niðjar mikil- menna. Það er auðvelt að geta þess til að þeim danska mennta- manni Martin Larsen hafi ís- land skínið í bládýrð fornrar listfrægðar er hann hólt þang- að upp um miðjan vetur fyrir átta árum. Honum hefur vart leikið á því minní hugur en ýmsum öðrum góðum gestum að líta hina fornu sögustaði okkar, grafast nánar fyrir um tíðindi á öld Snorra Sturlu- sonar, kynnast þeim anda horf- ins tima er enn kynni að dylj- ast í tóftabrotum og legstöðum. Bók hans ber því minnsta kosti vitni að hann er hand- genginn fornum ritningum okk- : ar. En hver sem hugur hans kann að hafa verið í þessu efni, þá fór honum á annan veg en öðrum lærdómsmönnum . ýmsum er okktir hafa gist. Hann lét ekki heillast af for- tíð okkar framar því sem menn heillast yfirleitt af liðinni tíð og stórum örlögum. Hann varð í staðinn töfrum numinn af nútíð okkar, og af landinu okk- ar framar öllu; ekki Bláskóg um fortímans, heldur lamba- grasi nútímans. Og meira að segja: þegar hann er staddur á Þingvelli við Öxará, þar sem saga þjóðarinnar er saman- komin í brennidepli þá hrífst hann ekki af minnum hins liðna, heldur saknar hann „hins rúmhelga dags“ á þess- um stað í nútíðinni. Af þessu efni semur. hann snjöllustu grein bókar sinnar: Ef ég hefði átt kost á að hitta Þóru á Þingvöilum grein sem ég á ekki annað orð um en lista- verk. Þessar greinar flestar minna mann á þann góðra vina fund þar sem gleðin skín af vonar- hýrri brá. Það er hvorki pomp nc pragt í greinunum, engar spekxngslegar rökleiðslur, eng- inn geisandi móður — en það sitjá nokkrir menn á afvikn-; un> stað og spjalla saman góð- látlega um veðrið og hestana o't vötnin og urtirnar. Samtal 1 þeirra beinist ekki sérstaklega að því að komast að niðurstöð- um um sundurléit' efhi. Þeir- una bara lífi, eru léttir í geði' og hjarta, þeim kemur margt í hug, gera leiftrandi athuga- semdir og hverfa von bráðar að næsta efni án þess að hafa útrætt hið fyrra og koma þó ræðunni jafnan í einn stað nið- ur, líta land og þjóð augum skálds og hestamanns — unna tilverunni í blíðviðri lands og sumars. Þessir menn eru sam- lífir náttúrunni. Svo stíga þeir á bak og ríða troðninga inn dalinn. Eg held ég verði að ræna fyrstu grein bókarinnar, handa þeim mörgu Iesendum Þjóð- viljans sem unna góðum bók- ;',í' " ' - gr Martin Larsen menntum og eiga skilið að fá þær. Hún heitir Ullarlestin, og er á þessa leið: „Þegar ég rejmi að gera mér ljóst, hvenær ég fann í fyrsta skipti á íslandi eitthvað, sem rynni mér í blóð og leiddi mig að hversdagssögu landsins, þá hverfur hugurinn austur til Stafafells í Lóni í Austurskafta- fellssýslu. Eg stend á brekku og horfi út yfir eyrarnar, þar sem Jökulsá i Lóni rennur i mörgum kvíslum. Á eyrunum sjást hestar mjakast áfram í langri lest undir þungum, marrandi ullarklj’fjunum. Hún sýhist svo lítil, lestin, á eyrun- um umkringdum háum fjöllum. Svona hafa hestarnir borið vaming langa vegi og vonda um allt landið um aldaraðir, þegac engin brú var til í larjd-, ihu, ■, ; ' i. - Þessari sýn gleymi ég aldrei, það hefði getað verið Egypta- land og það hefði getað vérið fyrir mörgum *hundruðúm áfa. Það var hrynjandi hiás rútn- helga dags, saga um svaðilför- ir manna og málleysingja og gleðskap og skemmtun, þegyr komið var að léiðarenda. Atburðir úr sogu íslandss koma sjaldan við veraldarsög- una, en í henni eru atburðir. sem hrífa mannshjartað, fæst,- ir skráðir. Fréttir af íslancli vorra daga eru ekki eins tíðar meðal heimsfrétta í stórblöð- um og fréttir úr öðrum stærri löndum. En heimsfréttir eru ekki . sannleikurinn um mánnlífið. í Islendingasögum gerist margt, sem er í frásögur fær- andi, en ég hefði feginn kosið, að höfundar þeirra hefðu sagt dálítið meira frá því, sem gerðist, þegar „kyrrt var um hríð“. Því djúpa vizku um það hafa aðeins skáldin og þeir, sem hugsa eins og þau. Mannlífið og saga lands eru eins og málaðar kirkjurúður. Fegurðar þeirra verður aðeins notið að innan. Leið orðin á heimsfréttum og öllum stórviðburðum ver- aldarsögu fortíðar og nútiðar fann sál mín frið i hrynjandi ullarlestaririnar á eyrunum við Jökulsá í Lóni“. Menn munu veita þyí athygli að upphaf síðustu setningar- innar er ekki með öllu galla- laust. Slikir gallar eru undan- tekning í þessari bók. Mál hennar er fyrst og fremst ein- falt og óbrotið, og býr yfir þeirri fegurð að maður spyr sjálfan sig: hefur útlendur maður öðru sinni ritað jafn- góða íslenzku og þessi? Þótt íslenzk nútíð sé hug- stæðust höfundi þessarar bók- ar framgengur það væntanlega af áðursögðu að hér eru engar hagskýrslur, engin greinargerð um atvinnuvegi né ábending um búfjárkynbáetur. Bókin er sálarlíf í íslenzku landslagi. Hún er ekki mikil að vöxtum — en hún veitir unað með svipuðum hætti og fegurðin og ástin, sem hún er líka komin af. B. B. Kvenholli skipstjórinn Aldrei verður ofsögum sagt af hinni margrómuðu brezku kímni. Enn ein staðfesting þess er mynd sú frá London Film, sem tekin er undir stjórn Anthony Kimm- ins og Hafnarbíó sýnir um þess- ar mundir. Á unclanförnum ár- um hafa Bretar framleitt fjölda kvikmynda, þar sem hin sér- stæða kírnni þeirra er í algleym- ingi. Einhver albezta þeirra gekk hér í Reykjavík í vetur snemma, „The Lavender Hill Mob“. Hvort sem það er tilviljun eða ekki, hefur Alec Guinness farið með aðalhlutverk i flestum þessara mynda. Svo er einnig hér. Hann er nefnilega kvenholli skipstjór- inn. Og alltaf er hann jafn skemmtilegur, enda dylst ekki, að maðurinn er feikigóður leik- ari. Það fer að visu i umræddri kvikmynd svo sem oít er róm- að, að hylli kvenna getur verið fallvölt. En kannski hefur Alec Guinness ekki hitt rétta leið tiT að halda henni til dauðadags með þeirri aðferð, sem hann beitti í þessari kvikmynd. Um það gefur mjTidin tilefni til nokkurra hugleiðinga fyrir á- horfendur, þegar ' þeir :ganga heim af bíóinu. Skal svo ekki bollalagt. meira um efni mynd- arinnar hér, en á það bent, að menn eiga þess kost að eyða 88 mínútum af ævi 'sinni á þægi- lega skemmtilegan hátt, ef þeir fara að sjá hinn kvenholla skip- stjóra í Hafnarbíói. Það skemm- ir heldur ekki, að þær Celia Jolinson og Yvonne de Carlo eru báðar góðir fulltrúar þeirrar kventegundar, sem þær leika í myndinni. Og ekki vissi maður fyrr, að Celia væri slík afreks- manneskja í jitterbug sem. hún sýnir sig hér, næstum fimmtug konan! Hrói Ilöttur

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.