Þjóðviljinn - 31.03.1954, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 31.03.1954, Qupperneq 10
■« ^ísaBk 20) — ÞJÖÐVILJINN — Miðvi-kudagur 31. marz 1954 i. < t;'. 'i<, n i -(P: ^ .n :i: hií;!. Sélma Lagerlöl: KARLOTTA LÖWENSKÖLD 58. Þeir ræddu málið enn um stund. Því meir sem þeir töluðu um lýsinguna, því sannfærðari urðu þeir um að það væri bezta leið út úr ógöngunum. — Ég er sannfærður um að konan mín mimdi ljá þessu samþykki sitt, sagði prófasturinn, seih var orðinn býsna vongóður. Schagerström hugsaði með sér, að um leið og búið væri aö lýsa með honum og Karlottu, hefði hann rétt til að koma fram sem verndari hennar. Níðvísur og söngur henni til vansæmdar kæmu ekki framar til greina. ' Og síðan hann hafði í vagninum sannfærzt um ó- síngirni Karlottu, bjó hann yfir mjög hlýjum tilfinning- um í hennar garð. Skrefið sem hann var nú í þann veg- inn að stíga var honum engan veginn hvimleitt. Auðvitað vildi hann ekki einu sinni viðurkenna þetta fyrir sjálfum sér. Hann var sannfærður um að hann gerði þetta af einskærri neyð. Þannig er það iðulega um ástfangið fólk, og þess vegna verður maður að vera umburðarlyndur gagnvart heimskupörum þess. Og það varð að ráði milli þeirra að lýsing yröi fram- kvæmd í kirkjunni daginn eftir. Schagerström sótti nauðsynleg skilríki og prófasturimi fyllti lýsingarvott- orð út með eigin hendi. Þegar allt var tilbúið fann Schagerström til innilegrar ánægju. Honum féll það vel í geð að nöfn þeirra Kar- lottu yrðu lesin upp saman 1 kirkjunni. ,,Verksmiðj ueigandinn Gústaf Hinrik Schagerström og yngismær Karlotta Löwensköld". Honum fannst þetta hljóma vel saman. Hann langaði sjáifan til að hlusta á þetta og ákvað að vera við messu í Krosskirkju daginn eftir. II. En þennan fyrsta lýsingarsunnudag hélt Karl-Artur Ekenstedt mjög óvenjulega ræðu. í rauninni var ekki við öðru að búast eftir allar geðshræringarnar sem hann hafði orðið fyrir síðast liðna viku. Ef til vill juku þessi undarlegu atvik, trúlofunarslitin og nýja trúlofunin, á áhrif orða hans. Samkvæmt guðspjalli dagsins átti hann að tala um falsspámenn, sem frelsarinn varaði lærisveina sína við. Honum hafði ekki fundizt guðspjallið í samræmi við geðblæ sinn. Hann hefði helzt viljað tala um fallvalt- leik jarðneskra hluta, hættuna sem auðnum fylgir og sælu fátæktarinnar. Umfram allt hafði hann fundiö hjá sér ríka þörf fyrir að komast í náið samband við áheyrendur sína á einfaldan og opinskáan hátt, láta þeim skiljast hversu mjög hann elskaði þá og vinna trúnað þeirra á þann hátt. En hann var tvíráður og hikandi og alla vikuna hafði honum ekki tekizt að gera ræðu sína þannig úr garöi að hann væri ánægöur með hana. Síðustu nóttina hafði hann vakað yfir henni, en árangurslaust. Ræðan hafði ekki verið tilbúin þegar hann lagði af stað til kirkju, og til þess að komast ekki í vandræði hafði hann rifið nokkur blöð úr gamalli guðsorðabók, sem á voru hug- leiöingar um guðspjall dagsins, og stungið þeim á sig. En þegar hann las guöspjallið úr stólnum fór óljós hugmynd að mótast í heila hans. Hún var óvenjuleg og heillandi. Hann leit á hana sem bendingu frá guði. — Kæru tilheyrendur mínir! hóf hann mál sitt. Ég stend hér til þess að vara ykkur í Jesú nafni við fals- spámönnum, en ef til vill hugsið þið í hjörtum ykkar; Hann sem við okkur talar, — er hann réttur leiðtogi? Hvaö vitum við um hann? Hvernig getum við verið viss um að hann sé ekki líka kalviður, sem engar þrúgur geta vaxið á eða þistill sem engar fíkjur þrífast á? Og þess vegna, áheyrendur mínir, ætla ég að segja ykkur frá þeim Ieiðum, sem guð leiddi mig eftir, þegar hann var að gera mig að boðbera guðs orðs. í mikilli geðshræringu hóf ungi presturinn nú að skýra kirkjugestum frá lífsferli sínum. Hann sagöi þeim að fyrstu námsárin hefði hann eingöngu sótzt eftir því að verða mikill og frægur vísindamaður. Hann lýsti því þegar hann féll á latneska stílnum, heimkomunni, deilunni milli hans og móðurinnar, sáttunum og loks því hvernig allt þetta hafði orðiö til þess að hann kynntist hinum strangtrúaða Pontusi Fríman. Hann talaði hægt og feimnislega, enginn gat efazt um sannleiksgildi orða hans. Ef til vill var það einkum undirtónninn í rödd hans sem hreif áheyrendur. Eftir fyrstu setningamar sátu allir grafkyrrir, teygðu höfuð- in fram og einblíndu á prestinn. Og eins og ævinlega þegar maður talar opinskátt og í einlægni við annan mann, hrifust áheyrendur og veittu honum rúm í hjörtum sér. Fátæku bændurnir innanúr skóglendinu og hinir efnuðu úr námuhéruðunum skildu að hann trúði þeim fyrir þessu til að vinna traust þeirra. Þeir hlustuðu með meiri ákefð en þeir höfðu nokkru sinni hlustað á prédikun, þeir hrifust og glödd- ust. Hann hélt áfrarn að segja þeim frá fyrstu tilraunum sínum til að feta í fótspor Jesú, hann lýsti brúðkaups- veislunni á heimilinu, þegar hin veraldlega gleði hafði náð slíkum tökum á honum að hann hafði tekið þátt í dansinum. OC CAMN I drykkjustofu elnnl var þessf áletrun: Fyrlr alía muni sitjið kyrrir, nieðan ykkur finnst stof- an hreyfast. —O— Dögum saman hafði hún ekki getað litið mann sinn réttu auga, en verið með sífelldan reiðisvip. Allt í einu brosti hún til hans. Manntetrið varp öndinni og mælti feginsamlega: Á þetta að tákna að: þú æt'ir nú aftur að fara að verða góð við mig? Hún: Nei, síður en svo — ég er bara að hvila á mér andlitið, Frægur fjármálamaður sagði eitt stnn vlð mann er hann hafði nýlega gert að forstjóra eins fyrirtælds síns: Þú mátt gera eins margar vit- ieysur og þú vilt, ef þú aðeins heitir því að gera aldrei sömu vltleysuna nema einu siimi. /■ Óþekktarangar Blússunýungar Mynstruðu blússurnar eru aftur farnar að skjóta upp •kollinum. Ekilitu blússurnar hafa lengi verið allsráðandi, nema stundum hefur borið á röndóttum blússum. En nú virðast stórmynstraðar blússur ætla að láta til sín taka. Á Þeir eru óneitanlega óþekk- ir. Þeir eru 11 og 13 ára og eru báðir stórir og sterkir snáðar. Þeir em bræður og heita Ha.ns og Pétur. 1 ná- grenninu vita al!ir hvað þeir heita því að þeir em hrekkju- svín eins og litlu krakkamir kalla þá. Þeir hræða litlu krakkana á götunni, líka litlu bræður sína og þeir finna upp á óteljandi skammarstrikum. Þeir gegna engu þótt þeim sé bannað og þeir standa uppi í hárinu á þeim sem ávíta þá. Ég hef oft lent í illdeilum við strákana og reynt að sansa þá. Það hefur borið lítinn ár- angur, en ég hef fram að þessu ekki þurft að tala við foreldrana. En fyrir nokkrum dögum var mér meira en nóg boðið. Þessi stóru slöttólfar höfðu tekið sér stöðu skammt þaðan sem litlu börnin vom að leik og byrjuðu að henda í þau grjóti. Steinamir hittu mörg börnin, en til allrar ham- ingju varð þetta ekki að al- varlegu slysi. Margir foreldrar komu á vettvang og reyndu að stöðva drengina en þeir sinntu því eogu, og foreldramir urðu að kalla á börnín inn. Mér fannst nauðsynlegt að gera eitthvað í þessu, svo að ég fór heim til drengjanna og hringdi dyrabjöllunni. Ég vissi aðei.ng nafnið á föður drengj- anna. Móðirin opnaði dymar. Hún var þreytuleg að sjá og hún stundi þungan þegar* ég sagði henni erindið. Ég veit að það eru vandræði að eiga við dreng- ina, sagðd hún, en hváð á ég að gera? Við fórum að spja'la fram og aftur um þetta og konan bauð mér kaffisopa með- an við ræddum málin. — Af hverju voru drengimir svona uöróttir? Þeir áttu þó heima í sæmilega stóm og nýlegu einbýlishúsi. Já, sagði móðirin, við eigum áð vísu húsið, en við erum neydd til að leigja mikið af því, og við notum aðeins stóru stofuna niðri og eldhúsið. Uppi á lofti býr ung- ur námsmaður og honum vitum við varla af, en í tveim her- bergjum búa ung hjón með tvö börn og það munar tals- vert um þau vegna þess hvað við erum mörg fyrir. 1 okk- ar fjölsky’du erum við sex, tveir fullorðnir og fjögur börn í þessari einu stofu, og þótt stofan sé stór er hún ekki nóg. Einkum er þetta slæmt fyrir Hans og Pétur því að þeir hafa ekkert svigrúm og þeir em dugmiklir og fjörugir drengir. Sjálf er ég þreytt á þessum þrengslum, ég missi ef til vill stjórn á mér og skamm- ast í tíma og ótíma og ekki batnar ástandið við það. Þetta væri prý’ilegt ef við hefðum ef.ni á að búa ein í húsinu, en myndinni er nýtízku mj’nstmð blússa. Hún er með venjulegu skyrtusniði úr litskrúðugu bómullarefni. Hún er notuð undir grárri golftreyju og við grátt pils. AUt þetta verður til samans allra snotrasti búa- ingur og grái liturinn þolir vel að við hann séu notaðir £>' ærir litir. Búast má við að mikið beri á þessum blússum í vor og í sumar. það er víst langt í land með það! Og á heimleiðinni er ég að velta þessu fyrir mér. Vissu- lega eru Hans og Pétur ó- þekktarormar, en nú veit ég hvers vegna þeir eru óþekkir og í stað þess að verða þeim gröm fer ég að vorkenna þeim. 250 g. heiihveiti, 250 g. hveiti 2 tsk. sykur, 1 tsk. salt, 150 g. smjörlíki eða smjör cg 3 dl. mjólk (gjarnan súr). Hnoðað deig á venjulegan hátt, úr því búoar til mjög stórar bollur sem þverkross er ristur niður í. Bollurnar bakaðar við jafn- an hita í 15-20 mínútur. Eftir bökunina eru þær brotnar sund ur í fjóra hluta, skornar sund- ur eftir endilöngu og borðaðar með smjöri. Mjög góðar með appelsínumarmilaði. GBAHAMS- BOIXUB eimillsþáttnr

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.