Þjóðviljinn - 04.04.1954, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.04.1954, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 4. apríl '1954 þlÓiVIUSNN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig 19. — Síml 7500 (3 línur). Askriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. líinfEutningur á k|öti Um alllangt skeið hefur verið mikill kjötskortur í Beykjavík, og nú er veriö „að sleikja dreggjarnar" eins og framkvæmdastj óri Framleiðsluráðs landbúnaöarins komst að orði í viðtali við Þjóðviljann í fyrradag. Þetta er vissulega ekkert smámál fyrir afkomu almennings og störf húsmæðra, en stjórnarvöldin hafa allt til þessa látið sér fátt um finnast. Kjötiðnaðarmenn og allur almenn- ingur hafa borið fram kröfur um innflutning á kjöti til að bæta úr skortinum, enda er sá innflutningur jafn sjálfsagður og á kartöflum og grænmeti og margfalt eðli- legri en innflutningur á fiski, en fiskur var fluttur inn fyrir eina milljón árið 1952! En. framkvæmdastjóri Fram- leiðsluráðsins skýrði Þjóðviljanum svo frá í fyrradag aö innflutning-ur á kjöti væri ekki heimill lögum samkvæmt vegna hættu á gin- og klaufaveiki, og þyrfti lagafrum- varp til þess að af honum gæti orðið, en enn væri óséð hvort ríkisstjórnin sæi nokkra ástæðu til aö flytja slíkt frumvarp. Þetta eru óneitanlega mjög fróðlegar upplýsingar. Eins og Þjóðviljinn hefur skýrt frá hefur kjöt verið flutt inn í stórum stíl á undanförnum árum — ekki handa ísiend- ingum, heldur handa herraþjóðinni á suðurnesjum. Og ekki hefur verið farið með þetta kjöt af neinni sérstakri gát, heldur hefur þaö verið geymt í frystihúsunum hér í bænum við hliðina á íslenzka kjötinu, án nokkurra var- úðarráðstafana. Er hér um enn eitt lögbrot herraþjóðar- irniar aö rceða, og mjög glœpsamlegt lögbrot ef sá ótti aö gin- og klaufaveiki gœti flutzt með kjöti á við nokkur rök aJð styðjast. Hins vegar hefur Þjóðviljinn fyrir satt aö lagagreinin sé úrelt; það þurfi ekki að óttast smitun á þennan hátt að minnsta kosti sé mjög auðvelt að gera fullkomlega tryggilegai' ráðstafanir. Ráðamenn búnaöarmála hafa hins vegar grafið upp þetta lagaákvæði — sem engum dstt í hug meðan hagsmunir herraþjóðarinnar voru til umræðu — til þess að fela annarlega tregðu sína á að verða við sjálfsögðum óskum almennings. Og það er á- stæða til þess að vara leiðtogana mjög alvarlega viö þessari afstöðu. Almenningur er ekki búinn að gleyma því að fyrir nokkrum árum tóku þessir menn allt í einu upp á því að ílytja til Bandaríkjanna nokkurt magn af úrvals dilka- kjöti — og var þó kjötskortur í landinu og kjötlaust fvrr en ella af þeim ástæðum. Síðan kom í ljós að þessi útílutningur var framkvæmdur í því skyni aö sjá kjöltu- rökkum bandarískra hefðarfrúa fyrir mat, og var ís- lenzka dilkakjötið auglýst sem „heimsins bezta hunda- fæða“ í bandarískum blöðum. En þegar til kom reyndist ekki hægt að koma kjötinu 1 verð; það var geymt í rán- dýrum frystihúsum um tveggja ára skeið og loks flutt alla leið til Danmerkur og selt þar fyrir verö sem ekki greiddi einusinni flutninginn frá Ameríku. En íslenzkir neytendur höfðu ekki aðeins fengið að búa við kjötskort af þessum ástæðum, heldur urðu þeir einnig aö greiða kostnaðinn af þessu sérkennilega braski. Það er ómögulegt annað en telja þessi vinnubrögð dónaskap við íslenzka neytendur, sem eru og verða mik- ilvægustu viðskiptavinir bænda. Og þessi dónaskapur heldur áfram nú, þegar tregðazt er við að flytja inn kjöt handa almenningi. í honum birtist sú afstaða sem mjög oft verður vart hjá leiðtogum Framsóknarflokks- ins, að slíta sem mest tengslin milli bænda og neytenda í bæjunum og ala á skilningsskorti. Þau vinnubrögð eru ekki bændum í hag, enda er það fullvíst að bændur hafa ekkert við það að athuga að flutt sé inn kjöt meðan alger gkortur er í landinu. Að ríða kústsköftum Stundum hvarflar það að manni að þingmenn stjórn- arflokkanna séu ekki hugs- andi verur, á þeim hafi orðið einhver stökkbreyting sem geri heilavefina að úrkynj- uðum líffærum í ætt við botnlanga. Þó sannast það stöku sinnum að þessi kenn- ing er ekki allskostar rétt. Þannig hafa þeir vikum saman rætt um brennivín af mikilli andagift, hugsað hinar f jölbreytúegustu til- lögur og deilt af miklu hug- arflugi, svo að enn eru þó til mál sem náð geta sam- bandi við heilafrumurnar og vakið andlegar ástríður. En þetta eru æ sjaldgæfari stundir, og þegar mikilvæg- ari mál ber á góma er eins og allt samband rofni við æðri líkamsstöðvar, og þeir breytast í sálarlausar at- kvæðavélar. Þannig fe'ldu þeir allir sem einn fjTÍr nokkrum dögum að láta þingnefnd athuga tillögu um uppsögn hernámssamnings- ins, og virðist þó venjulegu fólki að aldrei hefði verið meiri ástæða til þess að þingmean beittu andlegum hæfileikum sínum í því máli en einmitt nú. □ Þetta undarlega líffræði- lega fyrirbrigði hefur ágerzt mjög í seinni tíð og sérstak- lega mótar það öll viðbrögð gagnvart hernáminu. Þess varð fyrst vart í fullum mæli fyrir réttum þremur árum, þegar þingmenn þriggja flokka voru kvaddir til Reykjavikur til þess að samþykkja hemám lands- ins. Svo segja fróðir menn að þá hafi öllum þessum þingmönnum í senn verið kennt að Rússar væru í þann veginn að hernema landið um það væri aðeins spurt hvort þeir yrðu á undan Bandarikjamönmun. Einnig er fu’lyrt að þing- mennirnir, menntaðir og skynugir menn, hafi aliir trúað þessari kenningu, Þvi til staðfestingar má raunar benda á, að ríkisstjórnin komst þannig að að orði i tilkynningu sinni um her- námið að hún hefði ekki þorað af öryggisástæðum að segja fyrirfram hvað til stæði: Rússar hefðu þá flýtt sér allt hvað af tók og ef til vi'l orðið á undan. Það er því sízt ástæða til þess að efa að frásögn þessi sé rétt, þótt venjulegu fólki mætti virðast sem þama hafi Bakkabræður verið að verki en ekki 43 kjörnir fulltrúar þ'óðarinnar, greindir og fjölfróðir. En til þess að þetta mætti takast hafa meira en l'-tið annar- !eg áhrif verið að verki. □ Upp frá þessu hafa sömu fyrirbærin haldið áfram án þess að nokkurt lát yrði á. Þannig hefur sífellt verið klifað á undarlegu tali um öryggi þjóðarinnar og vernd þau þrjú ár sem síðan eru liðin. Engum sjáandi manni hefur þó dulizt að hvorki hefur verið gert nokkurt handtak til þess að tryggja öryggi né vernd ef á okkur skylii ,,venjuíeg“ styrjöld; hér er ekki til eitt einasta loftvarnarbyrgi, engar loft- varnir, engin áætlun um það hvernig fó’k ætti að hegða sér — og hefín þetta þó verið nærtækust verkefni ef orðin væru í nokkm sam- ræmi við veruieikann. Og ekki þarf heldur neina sér- fræðilega kunnáttu til að sjá að hermannagauðin sem væflast hér suður á nesi öllum til andstyggðar eru þess jafn vanmegiutg að „verja landið'* og þær syfj- uou hra>ður er koumar voru á Keflavikurflugvöll þegar stjómin varp öndiimi léttar l&öl og kvað loks óhætt að skýrá frá hemáminu. Allt er þetta ein loka’eysa og dylst engum nema þing- mönnúm þeim sem létu hluta af heilastarfsemi sinni í\TÍr þremur árum. □ Og nú er raunar ástæðu- laust áð ræða um „venju- legar" stjTjaldir lengur. Nú stoða engar loftvamir eða byrgi; ein einasta vetnis- sprengja getur afmáð allt líf á þéttbýlusíu svæðum Is'ands; uþprætt þjóðina að fullu. Hvaða öryggi eða verad ætti að vera í því fólgið að láta nokkrar þús- undir er’endra hermanna híma hér og flytja inn fá- eina skriðdreka á sama tima og sagt er í fréttum að lík alls mannkjTis geti rúmazt í g'g einnar vetnissprengju ? Nú hevrast rauiar þær kvn- legu röksemdir að vetnis- sprengjan sé hið eina ör- yggi og vermi frjálsia þjóða; hún hafi komið í veg fyrir styrjöld og muni gera það. En veniulegt fólk sp\t í staðlmi: Til hvers er 'þá hernámið, með öllum þeim hroða sem þvi fylgir; er vetnissprco.gjan ekki nægileg vernd? Komi ekki th styrjaldar, er hernámið vlðurstvggðin ein. Skelli st.yr.iöld á, er hernumin þjóð sjá’fgert, skotmark og engin vernd til. Þetta eru einföld F.annindi sem allir skilja, nema þeir alþingismenn sem hættu að vera vitsmunaver- u~ fyrir tæpum þremur ár- um. □ Ýmsum getum er að því 1 n:tt hvað komið hafi fyrir þjssa fulltrúa þjóðarinnar, hvers vegna heilafrumur þeirra séu hættar að starfa á eðlilegan hátt. Sumir haida að þeir skilji fullvel það sem er að gerast og hafi aðeins leit-t hina mestu hættu yfir þjóð sína af of- stæki. Þeir sjái eins og aðrir að hernámið færir hvor á vernd né öryggi en séu þvíiikir hugsjónamenn að þeir fórni sjálfstæði ætt- jarðarinnar og stefni til- veru þjóðar sinnar í voða í þágu kapítalismans. Þeir hafi fallizt á að hernám Is- lands sé nauísynlegur liður í árásarkerfi auðmanna i Ameríku og telji allt hé- góma hjá því. En þótt of- stækismenn séu í hópnum sem vita fuilvel hvað er að gerast, auk þess sem þeir græða fé á níðurlægingu þjóðar sinnar, hef ég ekki trú á þessari skýrúigu; ég læt mér ekki til hugar koma að varfærnir og skynugir sveitamenn og embættis- menn utan af landi hafi því- líka ást á kapítalismanum í lífi og dauða að allt annað blikni hjá henni. Sú röslnm sem orðið hefur á heila- starfseminni stafar af öðr- um ástæðum. □ : Á undanförnum árum hafa komið hingað til lands noklcrir erlendir loddarar sem hafa gert það sér að atvinnu að dáleiða fólk. Þeir hafa látið uppdubbaðar hefðarfrúr ríða kústsköftum eftir göngum kvikmynda- húsa og gera marga aðra kátlega hluti, með sefjun sem gerir þana dáleidda þess ómegnugan að skraja og hugsa annað en það sem dávaldurinn ætlast til. Þetta er eðlilegt og gamalkunnugt líffræði’egt fyrirbæri og á engan hátt dularfullt. Ein- mitt þetta hefur komið fyr- ir þingmennina; þeir hafa orðið fyrir pólitískri dá- leiðslu. Hún var þeim mim auðveidari sem ýmsir þing- mannanna voru haldnir van- metakeand og töldu sig þess ómegnuga aS my.nda sér sjálfstæðar skoðanir um al-‘ þjóðamá!; þótt þeir hefðu ágætt vit á hinu hvernig selja ætti brennivín og hvort rétt væri að friða rjúpur. Þess vcgna leitúíiu þeir lil sérfræðinga, sem beitt hafa sefjun sinni æ síðan þacmig að þeir dá- leiddu skynia og liugsa það eitt sem til er retlazt, eins og konur sem ríða kúst- sköftum á a'mannafæri. Það er nú brýnasta hlutverk þjóðarinar að vekja þessa fulltrúa sína, og má hún þá minnast þess að á erlendum tuagum er dáleiðsla kennd viö Hypnos, sem var guð svefnsins hjá Grikkjom. Nóttin var móðir hans, en tvíburabróð- “ir hans var Dauðinn. A

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.