Þjóðviljinn - 04.04.1954, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 04.04.1954, Blaðsíða 7
hnrl Hér fer á eftir síöari hlut- inn af greinargerð þeirri sem fylgir tiliögu Sósíalistaflokks- ins um vetnissprengjuna. Tilskipanir Bandaríkjastjórnar og ábyrg ummæli æðstu valda- manna undanfarnar vikur hafa þvert á móti verið eins og árétt- ing ógnaratburðanna á Kyrra- hafi og hnigið mjög að hinu sama: að frá stjórnarstefnu þeirri, sem Dulles utanríkisráð- herra kunngerði í New York- ræðu sinni í janúar sl. og geng- ur undir nafninu „New look“, skuli ekki hvikað um hárs- breidd. Fyrir þessari stjórnarstefnu hefur vetnissprengjan frá 1. marz að vísu talað hærra og skýrar en vænzt var, en um- mæli „heimildarmanna, sem málum eru kunnugir", tilfærð í N. Y. Times 18. marz og á- réttuð daglega í fregnum, draga þar í engu úr, en þar er sagt, ,,að Bandaríkin séu nú þegar tekin að birgja sig upp af vetn- issprengjum þeirrar tegundar, sem nú hafi verið framleidd. — Þeir skýrðu einnig frá því að sprengingin 1. marz væri að- eins undirbúningur að enn kröftugri vetnissprengingu, sem yrði þáttur i kerfi af til- raunum á Kyrrahafi“. Þetta er síðast áréttað, sam- kvæmt fréttum íslenzka rík- isútvarpsins hinn 26. marz, af formanni kjarnorkunefndar Bandarikjanna, Strauss aðmír- áli, sem lýsir yfir því. að Bandaríkin muni samkvæmt beiðni herstjórnarinnar halda ífram smíði á vetnissprengj- um af auknum krafti og til- raunum með þær á Kyrrahafi, — og í því skyni samþykkti fjárvcitingamefnd fulltrúa- dc-ildai þingsins fjárveitingu samdægurs, að upphæð 1000 imújónir dollara, til fram- leiðsiu á vetnis- og kjarnorku- spretigjum á fjárhagstímabil- ítiu sem hefst 1. júlí n. k. Og enn flytur íslenzka ríkis- útvarpið þennan boðskap m. a. í hndegisfréttum 27. marz: „Eisenhower Bandaríkjafor- seti hefur fyrirskipað, að haf- ir. skuli nú söfnun birgða alls kor'ar málma, sem nauðsynleg- ir séu til hernaðarframleiðslu. Segir í boðskap forsetans til stðfnunar þeirrar, sem fer með þessi mál, að svo geti farið, að erfitt verði að afla sér slíkra nauðsynja á styrjaldartímum, emkum þegar nú sé vitað, að Ráðstjórnarríkin séu þess megnug að ráðast á Bandarík- ín sjálf. Enn fremur er gefið í skyn í fregnum, að nauðsyn kunni að bera til þess að tak- marka sölu slíkra málma inn- an iar. ds ...“. Það sýnist mega einu gilda, hvort hin umrædda stjórnar- stefna, er í þessu birtist og gertgur undir nafninu „New IwV er í orði kveðnu kennd við strið eða fTið, -- í fram- kvæir ú verður hún sama óvitið. Itún er reist á þeim rökum, að cV. iss úrslit í styrjöld réu betri kcstnr en sá vísi voði, að efna- hagskerfi Bandaríkjanna, sem teKÍð er að svigna undan þunga vígbúnaðarins, hrynji í i jst. Hún er reist á þeim rök- um, að styrjöld hljóti að standa og þá styrjöld beri að heyja með öllum tiltaékum vopnum og þar hafi sá betur, sem fyrstur slær og þyngst, — og ‘. fram- kvæmd leiðir hún til vígbún- aðaræðis, þar sem stefnt virð- ist að því að hafa afl ,til að drepa andstæðinginn fjórum sinnum, ef ætla má, að hann gæti gert út af við mann tvisvar. Hún gerir ráð fyrir, að svo mikilvægt sé að verða fyrri til að slá, að nauðsynlegt sé, að forseti Bandaríkjanna geti gert sér hægt um hönd, brotið stjórnarskrána og hafið atóm- styrjöld upp á sitt einsdæmi af hverju því tilefni, er hann sjálfur kynni að velja og telja ógnun við öryggi ’ Bandarikj- anna eða þjóða á þeirra snær- um. New York Times tilfærir 20. marz ummæli Dulles utanríkis- ráðherra í þingræðu hinn 1:1 . er að þessu lúta: „Varðandi gagnrýni á „New look“ úr flokki demókrata, sem að því hnígi, að í rauninni só sú stefna ekki ný og að með henni sé rofið tveggja flokka samkomulagið, þá viðurkenndi ráðherrann, að hótunin un „kröftug hefndarviðbrögð ‘ væri hvorki „skyndileg" né „byltingarkennd“. En hann hélt fast við, :ið stefnan væri i reyndinni ný og til hennar bæri að rekja fjölda mikilvægra og leynilegra stjórnmálaákvarðana í örygg- isráði Bandaríkjanna. Herra Dulles færðist undan að gefa nokkurt loforð um það, að Eisenhower forseti ráðgað- ist endanlega við þingið, áður en hann léti hart mæta hörðr. gegn hvers konar árásum á eitt eða annað bandalagsríki vort“. Utanríkisráðherrann var sem sagt árangurslaust, en ekki ó- fyrirsynju, krafinn slíks lof- orðs. Eisenhower forseti hafði lýst yfir í þingræðu 17. marz, að hann mundi ekki hika 'dð að taka sér sjálfdæmi um það, hvað telja bæri árásarógnun við Bandaríkin, og hefja atóm- styrjöld umsvifalaust, ef því væri að skipta: „Forsetinn kvaðst mundu forðast dæmi fortíðarinnar, svo sem Normandy-innrásar sinnar í Evrópuvirkið 1944, og beita nýjustu vopnum og að- ferðum atómaldarinnar. Hvern þann forseta, sem léti undir höfuð leggjast að grípa til vopna andspænis tor- tímingunni, þann forseta væri of vægt að draga fyrir lands- dóm og setja af embætti -— hann ætti skilið að hengjast, sagði Eisenhower forseti af lil- finningu. Ef svo færi, að hann gerði einhliða ákvarðanir á þjóð- hættustund, þá mundi hann kalla saman þing eftir á, svo fljótt sem unnt yrði, til þess að veita stríðsaðgerðunum stuðning. Hann tók samt fram, að ef tíminn leyfði, mundi hann telja æskilegra, að árás- arógnunin yrði rædd af þing- inu, áður en hann hæfist handa“. (N. Y. Times 18. marz). Og enn segir í greininni: „í gær lýst hr. Dulles yfir því, að hann áliti, að forsetinn hefði vald til, án þess að ráðg- ast við þingið, að skipa fyrir um ráðstafanir gegn hvers konar árásum á Bandaríkin eða bandamenn þeirra í Evrópu og á vesturhveli jarðar. Hann sagði, að forsetinn hefði þetta vald samkvæmt á- kvæðum Norður-Atlantshafs- sáttmálans og Rio de Janeiro- sáttmálans, er báðir hefðu ver- ið staðfestir í öldungadeild- inni“. Þá vitum vér það, hvað vér höfum falið hverjum þeim Forestall á hendur, sem hefj- ast kann í forsetastól í Banda- ríkjunum, á meðan vér skip- um skemilsess í „Varnarbanda- lagi Atlantshafsríkja" — ekk- ert minna en sjálfdæmi um ör- lög mannkynsins á jörðinni. Höfum vér ekki horft upp á frumæfingu hinnar forsetalegu valdbeitingar, er Bandaríkin hófu smánarstríð Sameinuðu þjóðanna í Kóreu fyrirvara- laust og knúðu síðan samþykki fram við orðnum hlut. Og meg- um vér ekki horfa upp á það þessa daga, þegar æ fleiri raddir einstaklinga, flokka og þjóðþinga, sem Bandaríkjunum fylgja að málum, hefjast til mótmæla gegn ábyrgðarlausum 1 leik þeirra með hinn lævísa * vítiseld; þegar veröldinni er loks að skiljast á síðustu stund, að henni stafar ekki ógn úr austri eða vestri, heldur er hún ) yfir og allt um kring og kveð- j in að hverju mannsbarni jafnt; j þegar þjóðunum er loks að) skiljast samstaða sín gagnvart einum og sama voða: magnan þessa elds og útkulnun lífsins í styrjöld, sem leiða mundi stein- [ öld eða helöld yfir jörðina — hver eru þá viðbrögð hæstráð- , enda vetnissprengjunnar önnur en þau að kunngera, að nú skuli tekið að safna glóðum eldsins fyrir alvöru, nú skuli gripið til neyðarráðstafana og skrapað saman hvers konar / málmi til hergagnaframleiðslu, • nú skuli gera öllum undirgefn- 1 um vitanlegt, að forseti Banda- ‘t rikjanna hefji sitt stríð, þegar, Framhaici a n siot ) Á síöasta ári hóf Landssam- band japanskra kennara aö gera kvlkmynd um kjarnorku- árásbia á Hfrósjíma. Er hún samin eftir skýrslum og frá- sögnum þeirra sem af komust og á það var lögö rik áherzla að myndin yrði eins raunsönn og nokkur kastur væri, tii þess að styrkia þá kröfu, að kjamorka yrði aldrel iramar hagnýtt til þess að tortima fóikl. — Fjár til mynda- tökunnar var afiað með al- mennum samskotum, sem 500. 000 kemiarar tóku þátt í, og auk leikara tóku 40.000 kenn- ai-ar og nemendur þátt í hóp- aíriðum myndarinnar. — Á myndunum hér á síðunni sjást tvær aðalpersónur myndarinn- ar; á sfcerri myndinni kennsiu konan Yonawara sem lentl í sprengingumii í hópi skóla- barna; á hinni móðirin Mine að leggja af stað í leit að bömum sínum eftir spreng- inguna. Fréttirnar frá Kyrrahafi kalla til ábyrgðar hvern einstakling

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.