Þjóðviljinn - 04.04.1954, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 04.04.1954, Blaðsíða 8
8) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 4. apríl 1954 Frœgir iþróftamenn VLADIMJR KÚTS Síðustu árin hafa margir ágsetir mi-’ivegaiengda- og langhlauparar komið fram í Sovétríkjunum og má meðal þeirra nefna þá Kasantséff, Popoff, iSemjonoff, Posjidaéff og Anúfréff. I fyrra kom enn eitt nafnið á skrá afreks- mannanna — Vladimir Kúts. Það varð uppi fótur og fit meðal hinna fjölmörgu áhorfenda á Dynamoleikvanginum í Moskva í fyrrasumar, þegar ljóshærður piltur varð annar í 5000 m hlaupinu og sigraði marga gamalkunna hlaupara. Alstaðar heyrðist spurt: — Hver er hann þessi og hvaðan er hann? — en enginn gat svarað fjrrr en þuiurinn ti’.kynnti: — Annar varð Vladimir Kúts. Kúts var nýr maður á íþróttasviðinu. Hann hafði alla sína ævi átt heima í sveit, tekið gagnfræðapróf þar og unnið síðan við dráttarvé’aakstur. Áhugi hans fyrir iþrótt- um vaknaði fyrst, þegar hann gegndi henþjónustu í flot- anum og hann tók að æfa leikfimi, lyftingar og víðavangs- hlaup. Fyrsta keppni Kúts erlendis var á Heimsmótinu í Búkarest í fyrrasumar og þar keppti hann lika í fyrsta skipti við Emil Zatopek í 5000 m hlaupi. Meðal annarra keppenda í hlaupinu voru Anúfréff og Ungverjinn Kovacs. Kúts tók forustuna strax í byrjun. en áhorfendur bjuggust ekki við að hann myndi halda henni lengi. Það fóf þó á aðra lund, einn ihringufinn af öðrun lá að baki, 2000, 3000, og 4000 m og al’.taf var Kúts í fararbroddi. 4500 og 4900 m og enn var hann fyrstur. Á siðustu 100 m komust þeir Zatopek og Kovacs upp að hlið hans, en Kúts var ekki á því að gefast upp baráttulaust. Heimsmethafinn — mað- urinn, sem hefur verið ósigrandi síðustu árin — varð að taka á öllu sínu til að geta kastað sér yfir markiinuna rétt á undan Kúts. Seinna þetta sama sumar varð Kúts sovétmeistari bæði í 5000 og 10000 m hlaupum. Spurningin er nú þessi: Hvað tekst honum á EM í Bern í ágústmánuði n. k. RITSTJÓRl FRtMANN HELGASON Happdrætti íslenzkra getrauna Þjóðviljinn hefur á undanförn- um árum helgað töluvert rými blaðsins til þess að kynna þjóð- inni bæði innlent sem erlent íþróttalíf. Með þessu hefur blað- ið viðurkennt íþróttirnar sem lið í nútíma menningarlífi. Þessi þáttur menningarlífs okkar íslendinga hvílir einvörð- ungu á herðum áhugamanna sem frjálst framtak, unnið í tómstundum þeirra. í íþróttaþáttum blaðsins hef- ur verið mjög vikið að tvennu. Hið fyrra er skipulag hins virka félagsstarfs og þá sérstak- lega menntun leiðbeinenda um íþróttaiðkanir og félagslegt starf, en hið síðara er bygging hentugrar aðstöðu til hinna ýmsu íþróttaiðkana og t. d. ver- ið bent á skort grasvalla. Nú hefur. sérstaklega hin 12 undanfarin ár verið ráðizt í byggingu ýmissa íþróttamann- virkja og þar á meðal eru gras- vellir, sem íþróttavellir, í ræktun á nokkrum stöðum. — En þess- um framkvæmdum er langt frá var í 3 þyngdarflokkum og 2 því lokið. Víða eru þær ekki aldursflokkum og voru keppend- hafnar og á nokkrum stöðum eru þær eitthvað á veg komnar, því að fjárskortur háir. Á sum- um stöðum hefur mannvirkjum verið lokið, en þá er kostnaður framkvæmda erfið byrði, þar eð vonir um fjáraðstoð úr íþrótta- sjóði hafa brugðizt. gíírnan 1954 Landsflokkaglíman 1954 var háð í íþróttahúsinu að Háloga- landi sl. föstudagskvöld. Keppt ur 21 frá 5 félögum. í I. þyngdarflokki voru kepp- endur 4 og sigraði Ármann J. Lárusson UMFR, hlaut 3 vinn- inga, Erlingur Jónsson UFMR hlaut 2 v. og Tómas Jónsson KR 1 vinning. í II. þyngdarflokki voru kepp- endur 5. Sigurvegari varð fyrra árs meistari Gísli Guðmundsson Á með 4 vinninga, Sigurður N. Brynjólfsson íþróttabandalagi Suðurnesja hlaut 3 v. og Krist- mundur Guðmundsson Á 2 v. í III, flokki voru keppendur aðeins tveir og sigraði Ingólfur GíSðnason Á. í flokki drengja eldri en 16 ára voru keppendur 5. Sigurveg- ari varð Kristján Heimir LáruS- son UMFR með 4 vinninga, ,Guð- mundur Jónsson UMFR hlaut 3 v. og Bjarni Sigurðsson UMF Biskupstungna 2 vinninga. í flokki drengja yngri en 16 ára voru einnig 5 keppendur. Sigur- vegari varð Guðgeir Petersen UMF-R. Menntun leiðbeinenda hefur dregizt vegna skorts á fé til framkvæmda. Norðmenn hafa getað tekið þetta hvorttveggja — fram- kvæmdir og leiðbeinendavanda- málið — föstum tökum. Hvað hefur gert þeim slíkt mögulegt? Ágóðinn af norskum getraunum. Ef íslenzkt íþróttalíf á að geta búið við menningarleg skilyrði þarfnast það fjár. Grundvöll að fjárhagslega góðri afkomu eygja ísl. íþróttamenn í starfrækslu happdrættis fsl. getrauna. Þessu happdrætti hafa þeir komið fyrir í getraunaformi þannig að þeir hafa merkt hina rúmlega 541 þús. möguleika um úrslit 12 knattspyrnuleikja á 44 þús. miða. Þessa miða selja þeir á kr. 10.00 (12 möguleikar á seðli), Seljist allir miðarnir fara 220 þús. krónur í vinninga. Hæsti vinningur kr. 88000.00, en sjálfri íþróttastarfseminni hlotn- ast um kr. 150.000.00. Þeir 12 leikir sem skráðir eru á miða þá, sem nú eru boðnir til kaups fara fram 19. apríl. Hándknattleiksniótið Fiam vaitn meistajrallokk kveima — hnnana II 21. kvexma — 1E III21. kaila — FH II. 21. ©g Ármann I. Ilokk Úrslitaleikir handknattleiks- þessum flokki. Ármannsstúlkurn- mótsins fóru fram á fimmtudags- ar stóðu sig vel í leiknum við kvöld. Fóru' leikar svo að Þrótt- Fram og það er ekki fyrr en ur vann KR 4:2 en Ármann einn fjórði er eftir af leiknum hafði betri markatölu og vann 1 að Ármenningar fara að gefa keppnina í þessum flokki. í meistaraflokki kvenna þann Fram Ármann 9:6 og þættu Framstúlkurnar enn einum sigri við sína löngu sigurgöngu í * Um BÆEIIB og annaS * Aukin menningarviðskipti milli austurs og vesturs — Tilgáta Hallbergs. nöfn. Aðeins eitt land hefur far- ið á mis við heimsóknir sov- ézkra listamanna, Bandaríkin, sem virðast jafnófús að hleypa er’.endum menningarfulltrúum inn i land sitt og bandarískum úr landi. Aundanförnum mánuðum hafa menningai-viðskipti aukizt stórum milii austurs og vesturs og er sú aukning bæði vottur um að nú horfir frið- vænlegar í veröldinni en um langt skeið og jafnframt ein af orsökum þess. Enn er vart hægt að tala um gagnkvæm við- skipti: mun íteiri listamenn frá alþýðuríkjunum og þá einkum Sovétríkjunum hafa þannig í vetur komið til V.-Evrópu en farið hafa þaðan austur á bóg- inn. En nú virðist vera að koma meira jafnvægi í þessi skipti. Um þessar mundir er f jölmenn ur leikÞokkur frá leikhúsi Moliére, Comedie-Franqalse, á förum til Sov étríkjanna. — Þar mun hann sýna tvö leikrit eftir Moliére, Tartuffe og Le Bourgeois gentilhomme og harmleik Corneilles, Le C i d. Leik- flokkurinn mun dveljast an að undirbúa sýningarnar og segir heimkominn í viðtali við L’Humanité, að aðgöngumiðar að sýningunum hafi selzt upp þegar og saia þeirra hófst. Þetta sé ekki nema eðlilegt, ’eikhús í Sovétríkjunum séu allt af troðíull og lifandi áhugi sé þar á franskri menningu og list. „Menn unna Frakklandi og Frökkum þarna eystra", seg- ir hann, „það er alveg furðu- legt, hve margt æskufólk talar frönsku, einkum fó k á þri- tugsaldri, sem hefur getað fært scr í nyt hina nýju menntunar- mögulcika. Já, Frakkdand á þarna marga vini og rússneska þjóðin þekkir margfalt betur bókmenntir okkar en við henn- ar“. Það gefur nokkra hugmynd um hvilík timamót eru nú í menningarviðskiptum austurs og vesturs, að þessi ferð Com- edie-Francaise er sú fyrsta sem franskur ieikf’.okkur gerir til Rússlands s'.ðan árið 1913. Moliere tftir stríðið mun enginn leik- flokkur frá Sovétríkjunum ihafa sýnt á vesturevrópskum leiksviðum. Fyrir stríð voru nokkur . brögð að sýningum í Sovétríkjunum i 3 vikur og sovézkra listamanna í Vestur- halda sýningar á hverjum degi. Evrópu og voru það helzt flokk- Forstjóri Comedie-Francaise, de ar frá leikhúsi Stanislavskís í Rigoult, hefur verið fyrir aust- Moskva. Slíkar sýningar eru náttúrulega erfiðari fyrir þá sök að þeir Vestur-Evrópumenn eru enn næsta fáir sem skilja rúss- nesku og auk þess er leikhús- áhugi um þær sipðir dvínandi mjög. En rússneskir dansflokk- ar og söngf’okkar gætu komið í staðinn og ekki að vita nema svo verði áður en langt líður, og þá væri ekki óhugsandi að þeir kæmu einnig hingað til lands. En ennþá hafa það að- eins verið einsöngvarar og ein- leikarar, sem komið hafa híngað til vesturs, en þær komur hafa einnig verið vel þegnar. Góð- vinur okkar ls’endinga,.Lisitsían, hefur sungiö við fádæma hrifningu á Kgl. leikhús inu í Kaupm höfn, iívar Petroff, einr snjallasti bassasöngvari heims, syngur um þessai mundir verk Igors í Opera-Com- ique í París, píanó’.eikarinn haldið hljómleika í flestum V- Evrópulöndunum og er nú einn- ig í París, áður hefur verið I hlut Gileh Gilels hefUr vikunni sem leið var sagt frá þvi hér í blaðinu að Peter Hallberg hefði komið með ný- stárlega tilgátu um höfund Þrymskviðu: Haft var eftir Göteborgs Handels- og Sjöfarts- tiduiug, að Ha’lberg hefði fært fyrir þvi likur, að Snorri Sturlu- son hefði ort kvæðið. Norski fræðimaðurinn HaC’vard Lie hafði brugðizt ævareiður við þegar 'hann . frétti um þessa til- gátu og sagt, að reyndist hún rétt, en á því taldi hann engar lílcur, myndi hún kollvarpa öll- um þeim niðurstöðum sem fræðimenn í norrænuvísindum hafa komizt að síðan þau slitu barnaskónum. Þetta sagði Lie. Það virðist sem ís’enzkir fræði- menn á þessu sviði teiji tilgátu Hal.bergs ekki. eins frá’.eita og Lie viJl halda fram, enda þótt enginn viiji neitt um hana segja fyrr en vitnazt hefur um rök- semdir Hallbergs fyrir henni. Eins og sagt var í fréttinni, hafa menn á seinni árum hail- azt að þeirri skoðun að Þryms- kviða sé’ með yngstu Eddukvæð- um og alls ekki útilokað, að hún sé ort á dögum Snorra. Hins vegar mun fáum koma á óvart, að norskir fræðiménn and mæli þessari tilgátu; séu líkur á að hún. sé rétt, verður erfið- ara áð halda því fram, að Eddu- sagt frá Oistrakfeðgum og hafa kvæðin séu öll ort í Noregi. þá aðéins verið nefnd .nokkur % , £s eftir og vissulega hefur leíkvani stúlknanna í Fram komið að góðu haldi í svona tvísýnum úr- slitaleik. Valur var í úrslitum í öllum karlaflokkum og tapaði þeim öllum, fyrir KR í III. fl. 8:5, fyrir FH í II. fl. 9:4 og Ármanni í I. fl. Hafnfirðingar höfðu yfir- burði eins og markatalan sýnir. Eiga Hafnfirðingar þar í upp- siglingu sterka handknattleiks- menn ef þeir halda hópinn. í I. fl. voru Valsmenn lengi að kom- ast af stað, fengu mörg mörk á sig í fyrri hálfleik en færri í seinni hálfleik. Forseti ÍSÍ Ben. G. Waage af- henti keppendum verðlaun. að móti loknu. Hylltu áhorfendur sigurvegarana ákaft. A—Ö. um Sigfús Sigurhjartarson Minningarkortin era til sölu í skrifstofu Sósíalista- fiokksins, Þórsgötu 1; af- greiðsiu Þjóðviljans; Bóka búð Kron; Bókabúð Máls og menningar, Skólavörðu- stíg 21; og í Bókaverziun Þorvaldar Bjarnasonar f Hafnarfirði

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.