Þjóðviljinn - 04.04.1954, Síða 12

Þjóðviljinn - 04.04.1954, Síða 12
Kv%Mr þJÓÐVILIIN 1 gær opnaði Búnaðarbankinn Austurbæjarútibú í nýjum húsa- kynnum að Laugavegi 114. Fær bankinn þarna góð húsakynni til starfa á hentugimi stað fyrir Austurbæinga. Afgreiðslusalur- inn er mjög smekklegur, heí'ur Gunniaugur Halldórsson arki- tekt gert teikningar af innréttingum en smíði annaðist Friðrik Þorsíéinsson. Hörður Ágústsson listmálari hefur n'.álað aðal- vegginn í afgreiðslusalnum, og sést hluti af mynd hans hér að ofan. Ber að þakka forráðamönnum bankans að þeir hafa á mjög myndarlegan hátt fengið listamenn til starfa bæði í aðalstöðv- um bankans ög þessum nýju húsakjnnum. Klukkan 4,30 í fyrrinótt kvikn- aði í íbúðarhúsinu Granaskjóli 19 sennilega út frá rafmagns- töflu í kjallarageymslu. Mikill eldur var í geymslunni og komst hann upp á hæðina gegnum timburgólf í forstofu. Eldurinn var fljótlega slökktur, en skemmdir urðu miklar í kjallara- geymslunni. Hinsvegar tókst að forða því að eldur kæmist í í- búðirnar í kjallara og á hæð, þó urðu þar nokkrar skemmdir af völdum vatns og reyks. — Klukkan um hálf fjögur i gær var slökkviliðið kallað að Góð- templarahúsinu, en þar hafði kviknað í skúr að húsabaki. Eld- urinn fljótt slökktur og urðu skemmdir litlar. Sunnudagur 4. april 1954 — 19. árgangur 79. tölublað Jóhaanes Jóhannesson opnar mál- verkasýnlngy í Listvinasalnnm í dag Jóhannes Jóhannesson listmálari opnar klukkan 14 í dag málverkasýningu í Listvinasalnum við Freyjugötu. Á sýningunni eru 20 málverk og 18 smeltskálar, en það eru listmunir sem ekki hafa verið gerðir hér á landi áður né sýnd- ir, eirskálar með „emaléruðum Sqmsöngur Söngfélags verklýðs- samtakanna í dag Söngfélag verklýðssamtakanna í Reykjavik heldur samsöng í Austurbæjarbíói klukkan 19 í kvöld. Söngstjóri er Sigursveinn D. Kristinsson, en einsöngvarar Guðmundur Jónsson óperu- söngvari, Jón Múli Ámason og Sesselja Einarsdóttir. Undirleik á píanó annast Skúli Halldórs- son. Á söngskránni eru þjóðlög frá ýmsum löndum og íslenzk ættjarðarlög frá síðustu tím- um. Þjóðviljasöfnnnin í gær var einn bezti dagur í áskrifendasöfnun Þjócriljans. 2 deildir I viðbót bættust á blað, Skerjafjarðardeild og Hamra- deild. Múladeild skauzt fram úr Laugarnesdeild og er í fyrsta sæti. Enn efu 5 deildir eklii komnar á blað: Vestur- deild, Mela<leild, Iláteigsdeild, Kleppsholtsdeild cg Þórsdeild. EÖð driUanna er nú þannig: myndum. Jóhannes Jóhannesson hefur ekki haldið sýningu á verkum sínum siðan 1949, er hann sýndi ásamt Sigurjóni Ólafssyni mynd- höggvara, en fyrstu sjálfstæðu málverkasýninguna hélt hann á árinu 1947, þá nýkominn frá námi í Ameríku. Síðan hefur Jó hannes tekið þátt í ýmsum sam- sýningum, m. a. í Septemþer- sýningunum. Sýning Jóhannesar í Listvina- salnum verður opin næsta hálf- an mánuðinn, kl. 14—22 daglega. KR fékk alla meistarana Meistaramót íslands í frjáls- um íþrótum innanhúss fór fram í gær í Iþróttahúsi Háskólans. Keppt var í 4 greinum: Kúlu- varpi, langstökki, hástökki og þrístökki, öllum án atrennu. KR fékk alla meistarana, og urðu sigurvegarar þessir: Langstökk: Guðmundur Valdi- marsson 3.17 m. (ísl. met). Hástökk; Torfi Bryngeirsson 1.45 m. Þrístökk: Torfi Bryngeirsson 9.22 m. Kúluvarp: Gunnar Huseby 14.62 m. Vegna rúmleysis er ekki hægt að segja nánar frá þessum sigri KR núna, en vonandi verður homun slegið upp á þriðjudaginn. ___ iðja métmæfir hinn! fnrðolega aras a innlenda neyzluvörniðnaðinn Á fjölmennum fundi Iðju, félags verlcsmiðjufólks s.l. fimmtudag var eftirfarandi samþykkt gerð: „Fundur Iðju, félags verksmiðjufólks í Reykjavík, haldiun 1. apríl 1954, mótmælir eindregið hinni furðu- legu árás á innienda neyzluvöruiðnaðirm, er fram kemur í bréfi samtaka útvegsmanna, til Alþingis. og birtist í Morgunblaðinu 31. f.m. Fundurinn hirðir ekki að eltast við einstakar stað- leysur og rangfærslur er fram koma í þessu bréfi, en viil þó, svo eitthvað sé nefnt, benda á þá augljósu stað- leysu að iimlendi iðnaðurinn hækki vöruverð í landinu, í þri efni mættu útvegsmenn óefað líta sér nær. Fundurinn skorar á Alþingi að samþylíkja frumvarp það er nú liggUr fyrir þinginu, um hreytíngar á tollskrá o.fl., sem felur í sér nokkra réttarbót til handa innlenda iðnaðinum, sem í mörgum tilfellum verður fyrir barðinu á ranglátri tollalöggjöf. I*á vill fundurinn taka fram, að ef rétt er sú stað- hæfing er fram kemur í bréfi útvegsmanna að frumvarp- ið taki ekki nægilegt tillit tíl þarfa útflutningsiðnaðar- ins, verði það lagfært í meðferð ir.álsins á Alþingi". Alþýðuflokksfélag Þórðarand- stæðinga stofnað í Kópavogi Eins og Þjóðviljinn skýrði frá fyrir skömmu splundraðist Al- þýðuflokksfélag Kópavogs á síð- asta aðalfundi, er ýmsir kunn- ustu framámenn flokksins þar neituðu að vera í sama félagi og Þórður Þorsteinsson, hrepp- stjóri Guðmundar í. Guðmunds- sonar. Hinir brotthlaupnu hafa nú stofnað nýtt félag sem þeir nefna Jafnaðarmannafélag Kópa- vogs og voru stofnfélagar 35. í aðalstjórn voru kosnir: Pétur G. Guðmundsson formaður, Rein- hardt Reinhardtsson varaformað- ur, Eyþór Þórarinsson ritari, Guðjón Jóhannsson gjaldkeri og Runólfur Pétursson meðstjórn- andi Eftir er svo að vita yfir hvort félagið flokksstjórnin leggur blessun sína, Þórðarmenn eða Þórðarandstæðinga. Guðrún Á Símonar heldur söngskemmtnn á miðvikudag Guðrún Á. Símonar, óperusöngkona, efnir til söng- skemmtunar á miðvikudaginn kemur; og er alllangur tími liðinn síðan hún hélt hljómleika seinast í höfuð- staðnum. Á efnisskrá söngkonunnar eru 13 lög, eftir innlenda og þó eink- um erlenda höfunda. Þessi skulu nefnd: Se tu m’ami eftir Pergolesi; Der Tod und das Mádchen, eftir Schubert; Dein blaues Augen og Der Schmied, eftir Brahms; aría úr Faust eftir Gounod og önnur úr Bohéme eftir Puccini. Þá syngur söngkonan þessi íslenzk lög: Sáuð þið hana systur mína, eftir Pál ísólfsson; Fuglinn í Minnitigarskiöldur settur á húsið Þingholtsstrœti 28 Nauðsynlegt að hærinn annist viðhald hiissins og verji það eyðileggingu Guörún Á. Símonar 1. Múladeild 67% 2. Langarnesdeild 63% 3. Sknggahverfisd. 40% 4. Túnadeild 34% 5,— - 7. Niarðardeild 30% Rolladeild 30% Sogadeild 30% 8. Búst-aðadeild 23% 9. Barónsdeild 25% 10. Valladeild 22% 11 — -14. Skerjafj.deiid 20% Þingholtsdeild 20% Skcladeild 20% Sunnuhvolsdeild 20% 15, Hamradeild 17% 18- -17. Hafnardeild 13% Vogadeild 13% 18. Langholtsdeild 11% 19 — -20. Nesdeiid 10% Hlíðadeild 10% Herðum söfnunina. Tekið er á móti nýjum áskrifendum í af- prreiðslu ÞióðvU.jans, Skólavstíg 19 sími 7500 og í skrifstofu Sósíalistaflokksins Þórsgötu 1 sími 7510. Kalevalaþýð- ing Karls. ístelds Fyrir skömmu birti Ársrit Kalevalafélagsins finnska kafla úr þýðingu Karls ísfelds á þessu stórvirki. Mun ræðismaður ís- lands í Helsingfors, Erik Juur- anto, sem hefur undir höndum nokurn hluta af handriti þýð- andans hafa lánað ritstjóra tíma- ritsins þennan kafla til birting- ar. Vakti hann þá athygli í Finnlandi að það varð úr að gefa hann út sérprentaðan. Nokkur eintök af þessari sér- prentun hafa borizt hingað til lands, og fékk fréttamaður Þjóð- viljans að líta á eitt eintakið í gærkvöldi. Þýðandi hefur breytt miklu í þessum kafla frá því Framh. á 11. síðu. Kl. 9.30 í gærmorgun söfnuöust laganemar úr Há- skóla íslands ásamt ýmsum lögfræðingum saman viö hús- ið nr. 28 við Þingholtsstræti og afhjúpuðu þar eirskjöld sem festur hafði verið upp á húshliöina. Minningarskjöld þennan hafði Orator, félaga laganema látið gera og festa upp á húsið til minningar um að lagaskólinn var þar fyrst til húsa á árunum 1908—1911. Þingholtsstræti 28 er eins og allir vita gamalt timb- urhús og þar var hússtjórnar- skóli Hólmfríðar Guðmundsdótt- ur um langa hríð. Arfleiddi Bókmenntakym- ing í Hafnarfirði BóJcmenntakynningin held- ur áfram í dag kl. 4 í Góð- templarahúsinu uppi. Verð- ur haldið áfram að fara yfir Gerplu undir leiðsögn Helga J. Halldórssonar magisters. Hólmfríður Guðmundsdóttir Reykjavíkurbæ að eigninni eftir sinn dag. Ræktarsemi bæjaryfir- valdanna hefur hinsvegar reynst með þeim sérkennilega hætti, að útlit hússins er vægast sagt til mestu minnkunnar. Verður ekki séð að um neitt viðhald hafi verið að ræða um margra ára eða jafnvel áratuga skeið. Járn- klæðning hússins er kolryðguð, svalir þess að hriynja vegna fúa og annað eftir því. Ætti nú bæj- arstjórn að sjá sóma sinn í því að hressa upp á þessa sögulegu byggingu þótt seint sé og verja hana a. m. k. algjörri eyðilegg- ingu. Lögfræðinemar við Há- skólann hafa með uppsetningu og afhjúpin minningarskjaldar- ins sýnt því að sínu leyti verð- skuldaða og þakkarverða rækt- arsemí. fjörunni, eftir Jón Þórarinsson; og Vögguvísu, eftir Þórarin Jónsson. Fritz Weisshappel verður við hljóðfærið. Guðrún Á. Símonar hefur stundað langt nám og strangt, með þeim árangri að engin söng- kona okkar nú stendur henni framar og litlu fleiri jafnfætis. Það er því ánægjuefni að vita hana kveða sér hljóðs enn á ný rftir þrjá daga. SænskS handknaStleiksIið kenrar hingað í vor Tekizt hafa samningar uni það milli HKRR og sænsks hand- knattleiksliðs í Kristianstad að liðið komi hingað 21. maí í vor og heyi hér 4 leiki. Vegna mikilla þrengsla í blaðinu verða nánari fregnir að bíða til þriðju- dags.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.