Þjóðviljinn - 06.04.1954, Qupperneq 3
Þriðjudagur 6. apríl 1954 — ÞJÓÐVILJINN
(3
Aðalíundur Lestrarfélags kvenna Reykjavíkur:
7315 bindi lánuð á sl. ári
Lestrarfélag kvenna Reykjavíkur hélt aöalfund sinn i
íyrra mánuði. í upphafi fundarins minntist formaöur
Theódóru Thoroddsen skáldkonu, er látizt haföi 23. febr.
en hún var einn af stofnendum félagsins og ötull starfs-
maður meðan lífskraftar leyfðu. Var stofnaö til minn-
ingargjafar um hana, er senda skyldi „Heimilisprýöi
Hallveigarstaða“.
Bókasafn LFKR er á Grundar-
stíg 10 og fara útlán þar fram
mánudaga, miðvikudaga og föstu
daga kl. 4—6 og 8—9 e. h. Á
liðnu ári voru útlán með mesta
móti eða 7315 bindi auk blaða
og tímarita.
Bókasafninu er raðað niður
eftir Dewy-kerfinu í flokka eftir
efni. Stærsti flokkurinn er skáld-
sagnaflokkurinn á norðurlanda-
málunum og ensku. Næstur hon-
um eru ævisögur og landfræði-
rit, því næst tímaritaflokkurinn,
þá þjóð- og hagfræðiflokkurinn.
Einnig er sérstök barnabókadeild
í safninu
í ársskýrslu formanns kom
það fram að um 200 heimili eða
lántakendur höfðu notað safnið
s.l. ár og koma um 36 bindi
á hvern lántakanda að meðaltali.
sveit stofnuð í Vík
Sl. laugardag var stofnuð flug-
björgunarsveit í Vík í Mýrdal,
Stjórn LFKR skipa nú eftir-
farandi konur: LaUfey Vilhjálms-
dóttir formaður, Sigríður J.
Magnússon varaformaður, Þór-
hildur Líndal gjaldkeri og ritarar
Arnheiður Jónsdóttir og Soffía
Haraldsdóttir.
Söngfélagið
fyllti húsið
Söngfélag verklýðssamtakanna
í Reykjavík hélt söngskemmtun í
Austurbæjarbiói kL 7 í fyrradag.
í dagskránni voru þjóðlög frá
ýmsum löndum, ennfremur ís-
lenzk ættjarðarlög frá seinustu
árum. Einsöngvarar með kórnum
voru þau Guðmundur Jónsson
óperusöngvari, Jón Múli Arnason
og Sesselja Einarsdóttir.
Þetta stærsta samkomuhús bæj-
arins var fullt á samsöngnum, og
* voru viðtökur eftir því.
Fjölsótt og ánægjuleg árshátíð
Sósíalistafélags Reykjavíkur
Sósíalistafélag Reykjavíkur hélt árshátíö sína aö Hótel
Borg sl. laugardagskvöld. Var hátíöin fjölsótt og fór i
alla staði prýöilega fram.
Bruni í Samkomuhúsi Vestm.eyja
Aðfaranótt s.l. sunnudags varö maður einn sem leið
átti fram hjá Samkomuhúsinu í Eyjum var við að eldur
var laus þar í húsinu. Geröi hann þegar aövart.
Lúðrasveit verkalýðsins og
Söngfélag verkalýðssamtakanna í
Reykjavík skemmtu á samkom-
unni. Urðu þau að spila og syngja
mörg aukalög. Vakti það ánægju
samkomugesta að heyra hve góð-
um árangri þessi menningarstarf-
semi verkalýðsins hefur náð á
skömmum tíma. Formaður félags-
ins, Þorvaldur Þórarinsson lög-
fræðingur flutti stutt ávarp og
Sverrir Kristjánsson sagnfræð-
ingur flutti afburðasnjállt og
fróðlegt erindi um sjálfstæðisbar-
áttu íslendinga fyrr og nú. Þá
skemmti hinn glæsilegi einsöngv-
ari Guðmundur Jónsson með
söng, en hann gekk inn í dag-
skrána í forföllum Ketils Jens-
sonar söngvara. Vakti söngur
Guðmundar geysilega ánægju
meðal áheyrenda og varð hann
að syngja mörg aukalög. Dans-
flokkur sýndi nokkra þjóðdansa
og gerði það af mikilli smekkvísi.
Að lokum skemmtu „Jónarnir
tveir“ og Bjarni Böðvarsson lék
fyrir dansinum, en Ragnar
Bjarnason dægurlagasöngvari
söng nokkur lög með hljómsveit-
Kom þá f ljós að í „skeink“
hússins var eldur og hafði þar
brunnið borð og flest annað, sem
brunnið gat.
Eldurinn varð fljótlega slökkt-
ur, og varð ekki stórkostlegt
tjón af honum, en reyk hafði lagt
um húsið allt. Einkum voru mikil
brögð að skemmdum vegna reyks
í aðalsal hússins og sæti öll á
____ n nt 1 svölum, sem eru tau-klædd bíó-
btoínendur voru 11, allt vamr og
sæti, eru mikið skemmd, ,
Húsið er ónothæft eins og nú
er komið og líklegt að viðgerð
duglegir ferðamenn. í stjórn
sveitarinnar voru kosnir Brand-
ur Stefánsson Vík, Erlingur Sig-
urðsson Sólheimakoti og Gísli
Vigfússon, Flögu Skaptártungu,
en til vara Guðmundur Ó. Gests-
son Vík og Gunnar Sigurðsson
Litla -Hvammi.
A stofnfundinn i Vík fóru fjórir
félagar úr Flugbjörgunarsveit
Reykjavíkur, þeir Björn Br.
Björnsson tanniæknir, Sigurður
Þorsteinsson, Úlfar Jacobsen
kaupmaður og Guðmundur Guð-
jónsson slökkviliðsstjóri a
Reykjavíkurfiugvelli. Iléldu þeir
námskeið eftir stofnfundinn í
fyrstu hjálp, meðferð ljósa og
merkja við lending'ar flugvéla,
notkun talstöðva o. s. frv. Einnig
afhentu þeir sveitinni stóran
hjúkrunargagnakassa. Á sunnu-
dag fóru þeir fjórmenningar að
Hellu, en þar er starfandi 20-
manna flugbjörgunarsveit og
héldu námskeið svipað og í Vík.
í júnímánuði n.k. mun vera
ætlunin að halda frekari nám-
skéið hjá þessum tveim sveitum í!
Vík í Mýrdal og að Hellu.
Flugbjörgunarsveitir eru nú
staríandi í Revkjavík (meðlinjir
115). Akureyri (60), Hellu og Vík
í Mýrdál. í ráði er að stofna deild-
ir víðar um land á næstunni, svo
sem að Egilsstöðum, Höfn í Horna
firði og einhversstaðar á Vest-
fjörðum.
Mesi flutt inn af elds-
neyti og olíum
í jan. s.l. var mest flutt inn
af eldsneyti, smurningsolium og
skyldum efnum eða fyrir 13,4
millj. króna. Innflutningur á
gami og álnavöru nam 9,3 millj.,
vélum (öðrum en rafvélum) 5,3
miilj., vörum úr ómálmkenndum
jarðefnum 5,3 millj.
þess taki 2—3 vikur.
Ifiakkunnni
Sveitakeppni í bridge
Ákveðið hefur verið að þær
umferðir sem eftir eru fari fram
eftirtalda daga: laugard. 10.,
fimmtud. 15., mánud. 19. og
sunnud, 25. apríl. Þetta eru all-
ir meðlimir sveitanna beðnir að
athuga og gera ráðstafanir til
þess að full mæting verði þessa
daga. Nánar verður auglýst um
tima í blaðinu.
Ekki er vitað um eldsupptök,
en sennilegast er talið að logandi
sígaretta hafði verið skilin eftir
i gáleysi.
Yfirlýsing
Það tilkynnist hér með þeim,
sem hlut eiga að máli, að ég hef
numið í brott prestsskrúðann úr
Vallaneskirkju og mun eigi láta
hann af hendi fyrst um sinn.
Er reiðubúin til að taka á móti
afleiðingum þess. Engan mann,
annan en mig, er þar um að
saka.
Pétur Magnússon í Vallanesi
getur. átt heima hvar sem er mín
vegna, í venjulegum klæðnaði,
en íklæddur hinu hvíta líni,
með merki hins Heilaga kross á
herðum sér, getur hann ekki
framar birzt frammi fyrir altari
Drottins vors Jesú Krists. Frá
honum sjálfum hef ég fengið
vald til þess, að svipta Pétur
helgiskrúðanum. Ef einhver
dirfist að láta af hendi við hann
slikan skrúða, þá mun hann þar
fyrir hljóta þungan dóm frammi
fyrir hinum æðsta dómstóli.
St. Reykjavík 5./3. 1954.
Guðrún Pálsdóttir
(Hringbraut 116)
„Færanlegur
spítali“
Flugbjörgunarsveitin í Reykja-
vík hefur nú eignazt einskonar
„færanlegan spítala". Er það mik-
il og voldug bifreið af Bedford-
gerð, búin fullkomnum ljósatækj-
um og talstöð. Þá á rafhleðslu-
kerfi hennar að geta framleitt
nægilegt rafmagn til að hita upp
og lýsa nokkur tjöld.
Verðlaunasjóður Ólafs Daníelssonar
og Sigurðar Guðmundss„ arkítekts
Tilgangur sjóðsins að verðiauna stærð-
stjam- eða eðlisfræðinga og arkítekta
Frú Svanhildur Ólafsdóttir, fyrrverandi stjórnarráðs-
fulltrúi, hefur stofnað sjóð, er ber nafnið: „Verðlauna-
sjóður dr. phil. Ólafs Daníelssonar og Sigurðar Guð-
mundssonar, arkiteks."
Vaxandi afli í
Hafnarfirði
Undanfarið hefur vebið lítil
veiði hjá netabátum i Hafnar-
firði, en hún fer nú vaxandi. í
gær kom Örn Arnarson inn með
35 tonn eftir tveggja daga úti-
legú; einnig kom Dóra með
sæmilegan afla.
Línubátar liafa aflað betur að
undanfömu. Bjarnarey kom inn
í gær með mikinn afla, en flest-
iv aðrir bátar höfðu 10—12 skip-
und.
Eitt útlent skip er nú í Hafn-
arfirði að taka mjöl.
Þjóðviljasöfnuiiin
Adam var ekki lengi í Para-
dís, því að í gær skauzt Laug-
arnesdeildin fram fyrir Múla-
deild og skipar nú 1. sætið.
Dagurinn í gær náði því með-
altali sem við þurfum að hafa
til þess að ná markinu. Það er
þó einn Ijóður á þessari söfn-
un, sem við getum varla verið
þekkt fyrir öllu lengur, en það
er með deildimar sem ekki eru
enn komnar á blað; Vesturdeild,
Meladeild, Háteigsdeild, Klepps-
holtsdeild og Þórsdeild, allt
deildir sem hafa verið í toppn-
um hjá okkur í fyrri söfnunum.
Það verður erfitt að skilja þessa
deyfð öllu lengur hjá þeim. Við
vonum að einhver þeirra komi
þegar á blað á morgun. Herðum
róðurinn. Tekið er á móti nýj-
um áskrifendum í afgreiðslu
Þjóðviljans Þórsg. 1, simi 7500
og í skrifstofu Sósíalistaflokks-
ins Þórsg. 1, sími 7510.
Stofnfé sjóðsins er fasteign í
Reykjavík, að brunabótamati
rösklega 360 þúsundir króna, en
skuldir á eigninni tæþar 160
þúsundir.
Aðalverðlaun úr sjóðnuin
skulu nema tuttugu þúsundum
króna fyrst um sinn, og skal
þeim úthlutað þriðja hvert ár.
Skal einn maður hljóta alla fjár-
hæðina hverju sinni.
Tilgangur sjóðsins er:
1) Að verðlauna islenzkan
stærðfræðing, stjömufræðing
eða eðlisfræðing. Skal verðlaun-
unum úthlutað án umsókna, í
fyrsta sinn 31. október 1955, á
78 ára afmæli dr. Ólafs Daní-
Andlát
Mörtlm krón-
pr!n§essu
Þjóðviljanuvn hefur borizt eft-
irfarandi tilkynning um andlát
Mörthu krónprinsessu frá
norska sendiráðinu:
„Den Kgl. Norske Legasjon
har mottatt det sörgelige bud-
skap at Hennes Kongelige Höy-
het Kronprinsesse Maertha av
Norge avgikk ved döaen den 5.
april 1954.
Kondolanseliste vil daglig
være utlagt i Legasjonen, Hverf-
isgötu 45, mellom kl. 14—17“.
Samúðar-
kveðjur
Ólafur Thors, forsætisráðherra,
hefur sent Ólafi konungsefni
Norðmanna og Oscari Torp, for-
sætisráðherra Noregs, samúðar-
kveðjur vegna andláts Martha
krónprinsessu.
Þá hefur Eysteinn Jónsson, sem
gegnir störfum utanrikisráðherra,
sent norska utanríkisráðherran-
um samúðarkveðju.
(Forsætisráðuneytið, 5. apr. 1954)
elssonar. Verðlaunin heita: ,Verð-
laun Ólafs Daníelssonar.
2) Að verðlauna teikningar ís-
lenzkra arktitekta að nytsömum
byggingum í landinu eða skipu-
lagningu innanbæjar í Reykja-
vik, að undangenginni sam-
keppni. Verðlaunin heita: Verð-
laun Sigurðar Guðmundssonar.
Þá má og veita aukaframlög
úr sjóðnum: a) til stúdenta úr
stærðfræðideild Menntaskólans
i Reykjavík, (b) til vemdunar
þjóðminja.
Menntamálaráðuneytið annast
vörzlu sjóðsins. I stjórn hans
skulu eiga sæti: prófessor í
stærðfræði við Háskóla íslands,
rektor Menntaskólans í Reykja-
vík og skrifstofustjórinn í
menntamálaráðuneytinu.
Skipulagsskrá sjóðsins hefur
þegar verið staðfest og ráðu-
neytinu afhentur sjóðurinn.
(Frá menntamáiaráðuneytinu).
Myndarleg gjöf í
leikkússjóð L.R.
Eins og kunnugt er hefur Leik-
félag Reykjavíkur stofnað leik-
hússjóð, sem með tíð og tíma á
að verja til byggingar nýju leik-
húsi í bænum. Nam sjóðurinn í
upphafi 25 þúsund krónum. Fyrir
skömmu kom leikhúsunnandi að
máli við Brynjólf Jóhannes-
son, formann Leikfélags Reykja-
víkur, og afhenti honum 25 þús-
und krónur í viðbót í sjóðinn. í
viðtali við fréttamenn í gær komst
formaðurinn svo að orði að fljót-
lega mundi hægt að byggja ef
fleiri tækju sér þannig fyrir hend-
ur að tvöfalda sjóðinn. Að öllu
gamni slepptu eru byggingamálin
komin skammt á leið ennþá. Hins-
vegar þarf Leikfélagið betra hús
en Iðnó og Reykvíkingar þurfa
meira en eitt leikhús.