Þjóðviljinn - 06.04.1954, Blaðsíða 6
G> — £>JÓÐVI£JINN — Þriðjudagur 6. april 1954
þlÓÐVIUINN
Útgefandl: Samelningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurlnn.
Rltstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson.
Fréttastjóri: Jón Bjarnason.
Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarnl Benediktsson, Guð-
mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson.
Auglýsingastjóri: Jónstelnn Haraldsson.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg
10. — Sími 7500 (3 línur).
Askrlftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrennl; kr. 17
annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið.
Prentsmiðja Þjóðviljans b.í
Atlanzhafsbandalagið
Hverjum dettur í hug að Danir og Norðmenn hyggi á
árásarstyrjöld?, sagði utanríkisráðherra íslands í vand-
ræðalegri ræðu sem útvarpaö var í fyrradag Atlanzhafs-
bandalaginu til lofs og dýrðar á fimm ára afmæli þess.
Sáma dag kvittuðu starfsmenn hemámsblaðanna fyrir
ferðalög sem þeim hefur verið boðið í undanfarna mán-
uði með lofgreinum um sama bandalag, forustugreinum
cg myndum.
Hin fávíslega spuming ráðherrans gefur hugmynd
um andann í skrifunum öllum. Auðvitað hefur engum
komið til hugar að það séu Danir eða Norðmenn sem
hafi stofnað Atlanzhafsbandalagið til þess að efla heims-
veldisstefnu sína; þar hafa aðrir verið að verki: Banda-
»kjamenn. Fimm ára saga bandalagsins sannar þetta
einkar glöggt. Þann tíma hafa Bandaríkin hagnýtt sér
til þess að koma upp herstöðvum í flestum löndum
bandalagsins, eins og við íslendingar þekkjum manna
bezt, og til þess aö skipuleggja hina ruddalegustu íhlutun
í málöfni annarra þjóða. Ef þetta atferli Bandaríkjanna
er ekki vottur um ásælni, hefur það orð enga merkingu
lengur. Oft hefur verið minnt á einkar ljóst dæmi í þessu
sambandi, og fer vel á því að það sé rifjað upp einu sinni
enn: Hugsum okkur að Sovétríkin hefðu komið sér upp
herstöðvum í Kanada, í Mexíkó og ríkjum Mið- og Suður-
Ameríku. Skyldi nokkur vera í efa um að slíkt væri dæmi
um ásælni og árásarhug? Umræður um tilgang Banda-
ríkjanna með Atlanzhafsbandalaginu eru vissulega ó-
þarfar, og hvergi óþarfari en hér á íslandi.
En það var skemmtilegt að ráðherrann skyldi minnast
á Noreg og Danmörku. Þessi tvö ríki hafa á síðustu ár-
um þverneitað Bandaríkjunum um herstöðvar í löndum
íínum, þrátt fyrir harðvítugar tilraunir. Samt hefur Nor-
egur sameiginleg landamæri meö Sovétríkjunum og Dan-
mörk ætti að vera í hinni mestu „hættu“ samkvæmt kenn
jngunni. Ef nokkur árás á ísland væri hugsanleg myndi
hún fyrst bitna á þessum tveimur löndum, en samt hafa
þau þverneitaö Bandaríkjunum um herstöðvar. Sú stað-
reynd talar einnig skýru máli og er þungur áfellisdóm-
ur yfir þeim ráðamönnum íslenzkum sem svikið hafa
írelsi og sjálfstæði ættjarðar sinnar.
Ráðherrarnir og blaöamennirnir töluðu mikið um friö
og öryggi og töldu bandarískar herstöðvar og vopn beztu
tryggingu þess. Hvernig er andlegt ástand manna sem
geta klifað á slíku ofan í fréttirnar af vetnissprengjunni?
Vígbúnaðarkaupphlaupið felur ekkert í sér nema hættur;
friður og öryggi verða aðeins tryggð með samkomulagi
þjóðanna í heiminum, með því að þau leysi deilumál sín
í friði en ekki stríði. Einnig þessi staðreynd er svo aug-
ljós að umræður ættu að vera óþarfar. En undanfarið
hefur allur heimurinn fylgzt með því hvernig Sovétríkin
hafa reynt að tryggja slíka samvinnu í stað úlfúðar,
hvemig þau hafa borið fram eina tillöguna af annarri og
a^vinlega lýst yfir því að þau væru reiðubúin til að ræða
allar breytingartillögur sem stuðlað gætu að slíkri þróun
í samkomulagsátt. Bandaríkin hafa hins vegar hafnað til-
lögunum jafnóðum og þær hafa verið bornar fram, án
umræðu og án samráðs við „bandalagsríki“ sín. And-
spænis þessari staðreynd hafa hernámsblöðin reynt að
grípa til þeirrar skýringar að friður væri sjálfgefinn eftir
að vetnissprengjan kom til sögunnar, ekkert ríki muni
bora að hefjá styrjöld. En á sama tíma lýsir Bandaríkja-
forseti yfir því að hann telji sig hafa rétt til að ákveöa
notkun kjarnorkusprengna upp á sitt eindæmi, án sam-
ráðs við þingið svo að ekki sé minnzt á „bandalagsþjóð-
imar“. Jafnvel þeir sem hafa hina beztu trú á atvinnu-
hermanninum Eisenhower mættu minnast þess þegar
hermálaráðherra Bandaríkjanna kastaði sér æpandi út
um glugga fyrir nokkrum árum. Hveneér kann Bi'sen-
hower að komast á það stig; eða McCarthy sem virði^t
ráða því sem hann vill?
Staðreyndirnar tala sínu skýra máli: Atlanzhafsbanda-
lagið var stofnaö til að tryggja yfirgang og ásælni Banda-
fíkjanna í Evrópu og það hefur verið hagnýtt til hins ýtr-
csta. Það er í fullri andstöðu við þá nauðsyn sem brýnust
cr: Samkomulag og frið í heiminum.
Ihaldíð hefur hindrað allar raunhæfar
ráðstafanir í húsnæðismálunum
«í/ ?
Ihaldsmeirihlutmn í bæjarstjórn hefur fellt
hverja tillögu sem fram hefur verið borin í hús-
næðismálum, hvort sem um hefur verið að ræða
rannsókn á ástandinu eða byggingar íbáða yfir
húsnæðislaust fólk og þá sem búa í heilsu-
spillandi húsnæði
Eins og vænta mátti heíur það komið illa við
ihaldið að Sósíalistaflokkurinn, Alþýðuflokkurinn,
Þjóðvarnarflokkurinn og Framsóknarflokkurinn
skyldu sameinast í bæjarstjórn Reykjavíkur um þá
sjálfsögðu lágmarkskröfu að bæjaryfirvöldin hlutist
til um að heilbrigðissamþykkt Reykjavíkur sé hald-
in og sú rannsókn framkvæmd á óhæfu og heilsu-
spillandi húsnæði sem 34. grein hennar mælir fyrir
um.
Viðbrögð borgarstjóra og
síðar Morgunblaðsins og Vísis
hafa orðið þau að reyna að
gera lítið úr þýðingu slíkrar
rannsóknar. Það eru „raun-
hæfu“ ráðstafanirnar sem öllu
máli skipta en ekki rannsókn
á húsnæíisástandinu að sögn
borgarstjórans. Lesendur í-
haldsblaðanna eiga að trúa því
að Sósíalistaflokkurinn og aðr-
ir andstöðuflokkar íhalds-
meirihlutans hafi ekld annað
til húsnæðismálanna að leggija
en að ástandið.skuli rannsakað,
að aldrei hafi verið fyrir þvi
barizt a'ð íbúðir yrðu reistar
yfir fólkið sem er herfang hús-
næðisskortsins sem íhaldið hef-
ur skipulagt.
Öllum sæmilega skynbærum
mönnum mun vera það Ijóst,
að fyrir bæjarfélag sem vill
gegna þeirri skyldu sinni að
hafa á hendi forystu um 'búða-
byggingar með það fyrir aug-
um að tryggja öllum íbúum
bæjarins húsnæði sem fullnægir
nútímakröfum um þægindi og
holiustuliætti, er frumsldlyrði
að hafa á h’Cerjum tíma sem
raunsannast yfirllt um bygg-
ingarjþörfina. Þíi aöeins að
þessar upplýsingar séu fyrir
hendi getur bæjarfélagið beitt
sér á raunhæfan hátt fyrir
lausn vedkefnisins, burt s?ð
frá þ\í hve mildnn bcinan þátt
bær’.nn sjálfur tekur í bygging-
arstarfseminni.
Ranusókn á óhæfum og
heilsuspillandi fbúðum er því
vissulega ekkert hégómamál og
situr sízt á íhaldinu að slíop-
ast að kröfum um að hún sé
framkvæmd. Hitt er svo stað-
reynd að slík rannsókn myndi
án efa leiða í ljós ýmsar niiður
þægilegnr staðreyndir fyrir það
steinrunna íhald sem stjórnar
illu h'cilli málefnum Reykja-
vikur. Og bað er ástæðan til
að 'haldið hefur svikizt um
að framkvæma sína eigin heil-
brigðissamþykkt á fimmta ár
og jafnan fellt hverjá'þá til-
iögu sem í þá átt hefnf- gengið.
; Eri hvaö þá- tiin þiP'ásökun r-
:há*fásiíré, ísémr’þáð:- gripúr' til á
flóttanuní’ á’ð »anrisókn ’ sé eina
úrræði „kommúnista og tagl-
hnýtinga þeirra" eins og íhalds
blöðin komast svo smekklega
að orði? Hefur sú prófraun
kannski aldrei verlð lögð fyrir
Gunnar Thoroddsen og vél-
brúður lians í bæjarstjórn að
t.d. bærinn hefíi forgöngu um
að byggja íbúðir yfir húsnæðis-
laust fólk, þá sem búa í her-
skálum og skúrum, háalofts-
skonsum og saggakjöllurum o.
s. frv. Hefur iha’dið virkilega
ekki fengið að sýna „forgöngu“
sína og „umbótavilja" í þeim
efrium sem Morgunblaðið og
Vísir guma nú mest af?
Jú, svo sannarlega. Ár
eftir ár og oft á ári, liafa
bæjarfulltrúar Sósíalista-
flokksins borið fram kröfur
þessa íólks og lagt til að
bærinn sjálfur hæíi mynd-
arlegt átak r.ieX það fyrir
augum að ötrýma herskála-
jbúðunum og oðrum slíkum
sem eru smánarblettur á
Reykjavík og hrópandi sönn-
un um óstjórn íhaldsins og
aðgerðaleysi í þessu mesta
vandamáli bæjarins. Á allar
slíkar tillögur hefur íhaldið
lagt sína dauðu hönd og
hindrað framgang þeirra,
með þeim afleiðingum að
húsnæðisástandið hefur al-
drei verið ömuriegra en nú.
l»að er komið á fimmta ár
s'ðan íhaldið var neytt til
að leggja í byggingu Bú-
staðavegshúsanna og á því
tímabili öllu hefur engin ný
ákvörðnn verið tekin um at-
hafnir af bæjarins hálfu í
byggingantálum.
Og cina framlag íhaldsins
til aðstoðar einstaklingum
og félagasamtökum sem
re\-nt hafa að byggja þrátt
fyrir öll höft og bönn
stjómarvaldaiuia hefur ver-
ið að Im,arg-Paida ,V«rð á
því byggingarefni sem bær-
inn framleiðir og selur!
Það er ekkí Íchgra e.n sífan
í febrúar í vetur, að sósíalist-
ar lögðu fram ítariegar tillög-
ur í húsnæðismá’unum á bæj-
Framhald á 11. síðu
Miitnmgarorð
Finnbogi Halldórsson skip-
stjóri verður jarðsettur í dag.
Hann andaðist í Landsspítalar.-
um 27. f.in. eftir þunga legu.
Finnbogi heitmn var fæddur
að Vémundarstöðum í Ólafsfirði
3. apríl árið 1900, sonur Hall-
dórs Jónssonar og Margrétar
Friðriksdóttur, sem þar bjuggu
um skeið. Þegar Finnbogi var á
Hnglingsaldri, f’iittist Halldór
faðir hans að Staðarhóli í Siglu-.
firði og bjó þar nokkur ár, en
settist siðan að i Siglufjarðar-
kaupstað og tók að stunda út-
gerð. Þar hófst sjómennskuferill
Finnboga, og mun hann ekki
hafa verið nema 14 ára, er hann
byrjaði að stunda sjó. Hann
gerðist snemma vélstjóri á fiski-
bátum, og skipstjóri var hann
orðinn rúmlega hálfþrítugur. Að
vísu mun hugur hans í fyrstu
hafa staðið til annarra hluta
meir en sjómennskunnar, en
hvergi gætti þess í starfi hans,
sem hann stundaði alla tíð af
dugnaði og frábærri samvizku-
semi. Það er til marks um far-
sæld Finnboga, að aldrei varð
hjá honum mannskaði þau 26 ár,
er hann hafði á hendi skipstjórn,
og aldrei hlekktist honum á. —
Finnbogi var kvæntur Jónu
Franzdóttur, og lifir hún mann
sinp ásamt börnum þeirra fimm.
Þpu áttu fyrst heima á Siglu-
firði, síðan í Vestmannaeyjum
og síðustu árin í Reykjavík.
Finnbogi Halldórsson var
mannkostamaður, léttlyndur og
glaðlyndur og þó þrekmaður,
góður heimilisfaðir, hjálpsamur
og velviljaður, vinfastur og vin-
sæll flestum mönnum fremur.
Er mikill skaði um slíka menn,
þá er þeir eru brott kvaddir því
nær á bezta aldri.
Björn Franzson