Þjóðviljinn - 06.04.1954, Side 12

Þjóðviljinn - 06.04.1954, Side 12
Álmennur skortur fyrirsjáðnlegur á steypustyrktarjárni, miðstöðvaroffr um og þakpappa tll bygginga í sumar Byggingarbrashariírnir athafnasamir í upphauputn me&ah almenningur bíður J eftir seari við umsóhnum sínum um [• bgggingarlóðir Allar horíur eru á því að mikil vöntun verði í vor og sumar á ýmsum tegundum byggingarefnis, svo sem steypustyrktarjárni, miðstöðvarofnum og þak- pappa. Hinsvegar er útlit fyrir að nægilegt magn verði fyrir hendi af sementi, timbri og hreinlætis- tækjum. Eiga byggingarvöruverzlanirnar von á timburförmum í næsta mánuði sem nægja eiga eftir- spurninni á komandi sumri. Þjóðviljinn hefur það eftir góðum heimildum, þó ekki frá byggingarvöruverzlununum sjálfum, að þess hafi allmjög gætt að undanförnu að fjársterkir aðiljar sem hyggja á byggingar í gróðaskyni hafi keypt upp þær tegundir byggingarefnis sem útlit er fyrir skort á og þá sérstaklega steypusfyrktar- jarmð. pJÓÐVILJINN Þriðjuaagur 6. apríl 1954 — 19. árgangur — 80. tölublað Leikfélag Reykjavikur frnmsýnir Fræuku Ckarleys aimaðkvöld Nýtt íslenzkt leikrit væntanlega sýnt í vor Annaðkvöld frumsýnir Leikfélag Reykjavíkur hinn kunna gamanleik Frænku Charleys, undir leikstjórn Ein- ars Pálssonar. AÖalhlutverkið leikur Árni Tryggvason. Uppkaupin á steypustyrktar- járninu, en á því er langur af- greiðslufrestur erlendis, hafa það í för með sér að einstaklingar og byggingafélög sem hyggja á byggingar í sumar sitja uppi allslausir þar til í haust að von er á nýrri sendingu af járninu. Um miðstöðvarofnana er það að segja að mjög hefur á það skort að veitt hafi verið nægjanleg leyfi til innflutnings á þeim, en eins og kunnugt er er innflutn- ingur byggingarefnis háður duttl- ungum og leyfum stjórnarvald- anna, þrátt fyrir allt skrumið um „byggingarfrelsið“: Byggja í gróffaskyni Það er opinbert leyndarmál .að ýmsir fjársterkir aðiljar sem eiga innangengt hjá valdhöfun- um hafa í hyggju að ráðast í byggingar, ekki af eigin þörf heldur í gróðaskyni. Munu þessir aðilar hafa gerzt all umsvifamikl- ir í því að tryggja sér í tíma þær tegundir byggingarefnis sem mest hætta er á að gangi til þurðar. í þessum hópi er i d. Helgi Eyjólfsson, fyrrv. „skömmt- unarstjóri“ Fjárhagsráðs og nú væntanlega Innflutningsnefndar! Er hugmynd Helga að byggja 2 tólf íbúða sambýlisblokkir eða 24 íbúðir alls. Heyrzt hefur og að annar valdamaður úr innflutn- ingskerfi ríkisstjórnarinnar, Páll S. Pálsson, fyrrv. varaformaður Fjárhagsráðs, hyggi einnig á mik- il umsvif í þessu efni og ætli að byggja minnst 36 íbúðir. Nánari atvik eru þau að her- bíllinn VL-375 var á leið út af flugvellinum til Keflavíkur. Bif- reiðinni stjórnaði amerískur lið- þjálfi, en í bílnum með honum var íslenzk stúlka. Er bifreiðar- stjórinn hafði ekið langleiðina niður að Reykjanesbraut sá hann mann í veginum rétt fram undan bílnum. Hann snarhemlaði, en það dugði eigi; og skipti það engum togum að bíllinn fór yfir mann- inn, með þeim afleiðingum að hann lézt samstundis. Hinn látni var aðeins 19 ára að aldri, fæddur 28. september 1934. Hann vann hjá Sameinuðum verktökum á Keflavíkurvelli. Kærkomin affstoff Þessi athafnasemi gróðamann- anna, sem eiga aðgang að nægi- legu fjármagni og geta þannig tryggt sér allt sem til bygginga þarf, á áreiðanlega eftir að koma hart niður á þeim fjölda sem af mikilli þörf en litlum efnum hefur verið með ráðagerðir um að reyna að koma upp íbúðum á þessu ári. Seinlæti bæjaryfir- valdanna í úthlutun lóða til al- mennings hefur orðið bröskurun- um kærkomin aðstoð í þessu sam- bandi. Einstaklingur sem bíður í fullkominni óvissu eftir svari við lóðarumsókn sinni telur sér ekki fært að hefja nauðsynlegar undirbúningsráðstafanir, svo sem að afla teikningar og byggingar- Rannsókn málsins var ekki lok- ið í gær. Guðrún Pálsdóttir húsfreyja á Hallormsstað hefur numið brott prestsskrúðann úr Valla- neskirkju og birtir yfirlýsingu um það efni á öðrum stað í blaðinu í dag. Prestur í Valla- nesi er sem kunnugt er Pétur Magnússon, og kveðst Guðrún ekki munu láta skrúðann af hendi við hann fyrst um sinn og sé hún reiðubúin að taka afleiðingum þess. Kemst hún m. a. þannig að orði í yfirlýs- ingunni: „Pétur Magnússon í Vallanesi getur átt heima hvar sem er mín vegna í venjuleg- um klæðnaði, en íklæddur hinu hvíta líni með merki hins Hei- laga kross á herðum sér getur hann ekki framar birzt frammi fyrir altari Drottins vors Jesú Krists“. Frú Guðrún sagði í viðtali við Þjóðviljann í gær að marg- ar ástæður væri til þessarar á- kvörðunar sinnar, atferli Pét- urs hefði verið slíkt að hann ætti ekki heima í prestsskrúða Þeir Brynjólfur Jóhannesson, formaður leikfélagsins, og Einar Pálsson leikstjóri, skýrðu blaða- mönnum frá þessu í gær. Frænka Charleys hefur oft og víða verið sýnd hér á landi, fyrst I í Breiðfjörðsleikhúsi 1895’, í þýð- ingu þeirra Einars Benediktsson- ar og Ólafs Hauks. Sú þýðing var gerð eftir danskri þýðingu, en nú hefur Lárus Sigurbjörnsson þýtt leikinn að nýju eftir enskri útgáfu, en höfundurinn, Brandon Thomas, var Englendingur. Leik- ur þessi hefur alla tíð notið mik- illa vinsælda vítt um lönd. Árni Tryggvason fer með aðal- Fundur þessi tók áfengislaga- frumvarpið til meðferðar. Enn hafa komið fram margar breytingartillögur við frumvarp- ið. Þeirra athyglisverðust er til- laga Karls Guðjónssonar sem kveður svo á að veitingahús fái ekki að leggja meira en 20% á áfengi það, sem þau koma til með að selja samkvæmt hinum nýju áfengislögum. og hann hefði verið ófáanlegur til að fara eftir ábendingum sóknarbarna sinna. Einnig' minntist hún á stólræðu þá sem Pétur flutti í útvarp nýlega, en margir hafa talið hana eiga lítið skylt við kristindóm. MÍR Akranesi Fræðslustarfsemin heldur á- fram í kvöld í Góðtemplarahúsinu og hefst kl. 9. Dagskráin verður þannig: Frú Unnur Leifsdóttir flytur er- indi um Sovétsendinefndir. Fréttamynd. Kvikmyndin Brúðkaupið. Munið að erindið hefst kl. 9 og sýningar þegar á eftir. Mætið vei og stundvíslega. Stjómin. hlutverkið, frænkuna. Meðal ann- arra leikenda skal nefna Brynjólf Jóhannesson, Þorstein Ö. Steph- ensen, Gerði Hjörleifsdóttur, Helgu Valtýsdóttur, Önnu Stínu Þórarinsdóttur og Kristjönu Breiðfjörð. Lothar Grund hefur gert leik- tjöld. Þá skýrðu þeir félagar frá því að eitt leikrit enn mundi sýnt í vor, að öllu forfallalausu. Er það nýr íslenzkur gamanleikur, en höfundur vill ekki láta nafns síns getið að svo stöddu. Leikurinn fer að miklu leyti fram í Kefla- vík. Talaði Karl fyrir tillögunni og taldi nauðsynlegt að leyfin til vínveitinga fælu ekki 1 sér stór- kostlega gróðamöguleika og yrðu því ekki sérlega eftirsóknarverð nema fyrir þá, sem vilja fram- reiða vín af þjónustusemi við gesti sína fyrir hæfilega þóknun án okurgróða. 14 skeggjaðlr mættu til keppni Skeggkeppni klæðskeraverk- stæðisins Style fór fram s.l. laug- ardagskvöld á dansleik í Sjálf- stæðishúsinu, og voru þátttak- endur 14. Fyrstu verðlaun, fyrsta flokks föt frá Style, hlutu þeir Kristinn Morthens og Jón Hnefill Aðal- steinsson stúdent. Önnur verð- laun, nylonskyrtur frá Haraldi Árnasyni, hlutu Lárus Rist og Benedikt Kristinsson. Forstjóri Toledo veitti Lárusi Rist einnig sérstaka viðurkenningu, frakká: — Dómnefndin, sem dæmdi í keppninni var skipuð tveim kon- um og þrem karlmönnum. Halldór Halldórsson tek- ur við ritstjórn Skírnis til bráðabirgða Prófessor Einar Ólafur Sveins- son, sem verið hefur ritstjóri Skírnis, tímarits Hins íslenzka. bókmenntafélags, síðustu árin, lætur nú af ritstjórn um tveggja ára skeið. Halldór Halldórsson dósent hefur verið fenginn til að annast ritstjóm Skímis árin 1954 og 1955. --------------------------------------- Almennur Sósíaiistafélagsfundur í kvöld að Laugaveg 162 Samíylkingarmálin og vandamál togaraútgerð- arinnar til umræðu Sósíalistafélag Reykjavíkur heldur almennan félags- fund í kvöld kl. 8.30 í samkomusalnum að Laugaveg 162. Á dagskrá fundarins eru félagsmál, samfylking verka- lýðsins (framsögum. Eggert Þorbjarnarson) og rekstur togaraútgerðarinnar (framsögum. Einar Olgeirsson). Þess er vænst að flokksmenn fjölmenni á fundinn.. Framhald á 11. síðu Banaslys á Hafnavegi við Keflavíkurflugvöll Herbíll ekur á ungan mann, Sturlu Finnbogason frá Seyðisfirði Klukkan tæplega eitt í fyrrinótt varð banaslys á Hafna- veginum milli aðalhliðs Keflavíkurvallar og Reykjanesbrautar. 19 ára piltur, Sturla Finnbogason frá Seyðisfirði, varð fyrir herbifreið og beið þegar bana. Prestsskrúði Péturs í Vallanesi f jarlægður Verður álagning veitingahúsa á áfengi takmörkuð við 20% ? Neðri deild Alþingis hélt kvöldfund í gær. — Vegna raf- magnsbilunar í miðbænum hófst fundurinn ekki fyrr en 20 mínútum síðar en boðað var eða kl. 20.20.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.