Þjóðviljinn - 22.04.1954, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 22.04.1954, Blaðsíða 1
Æs k BJÖRN MÁGNÚSSON: mtnntn t *. Árið 1898 íluttist ég með for- eldrum mínum frá Ægissíðu á Vatnsnesi að Haga í Þingi. Faðir minn hafði búið á Ægissíðu í 17 ár en aldrei unað sér vel, því hann hafði alizt upp í Þinginu; • verið alhnörg ár á Þingeyrum hjá bændahöfðingjanum Ásgeiri Éinarssyni. Framan af búskap á Ægis- síðu rak hann allstórt bú. En nokkur var leigupeningur m. a. mörg kúgildi, sem fylgdu jörð- inni. Leigan eftir kúgildi var 2 fjórðungar smjörs, umreiknað í peninga eftir verðlagsskrá hvers árs. Faðir minn var áhuga- og framfaramaður, sléttaði allmilc- ið í stóru og kargaþýfðu túni með ofanafristuspaða og skóflu, önnur jarðyrkjuverkfæri voru ekki komin til sögunnar. Gömlu baðstofuna reif hann til grunna og byggði allstóra baðstofu alþiljaða með hvelf- ingu i tveimur húsum. Var hún tal'in veglegasta baðstofa i Þver- árhreppi. Á þeim árum var húsaviður fluttur inn óunninn; varð faðir minn að láta saga hann allan heima, fletta borð- um í þiljur og plægja saman. Eg man ennþá ilman viðarins, enga angan hafði ég fundið slíka, nema ef vera skyldi af reyr og blóðbergi. Þegar byggingunni var lokið héldu foreldrar mínir veizlu og buðu nágrönnum, var þá drukk- ið rommpúns. Ekki þótti ger- legt að setja okkur drengina hjá og fengum við sykurvatn í glös og rommseytil út í til þess að vatnið yrði ekki alveg tært í glasinu. Þegar karlarnir sátu að sumbli og gleðin stóð sem sæst, stóð Engilbert, húsmaður hjá pabba, upp úr sæti sínu og vék sér frá og skildi eftir íullt glas af all- sterkri vínblöndu. Eg laumaðist að borðinu, þreif glasið og svalg úr því án þess að eftir því væri tekið. Skömmu síðar stóðu gest- irnir upp og bjuggust ti) brott- ferðar. Við drenghnir vorum sendir eftir hestunum, sem voru á túninu með reiðtygjum. En þá hafði púnsið svifið svo á mig, < að ég kollsteyptist æ oní æ. Var ég borinn inn og háttaður; varð mér óglatt og spjó allri vín- blöndunni. Eg kvaddi Ægissíðu með söknuði. Eg var orðinn 11 ára og hafði setið yíir ám í 3 sumur. Af brúninni fyrir ofan Ægis- síðu sá austur yfir mikið víð- lendi með stórunr vötnum og norður á Húnaílóa. í suðaustri Viðidalsfjall; í austri Vatnsdals- fjall og í norðaustri Langadals- fjall og Skagastrandarfjöll. í suðri sást til jökla. í björtu Björn Magnússon veðri var þessi fjallasýn mjög fögur og heillaði hrifnæman huga minn. Sigríðarstaðavatnio, skammt austan við bæinn, var mér sífellt rannsóknarefni; ör- stuttur ós tengdi það Húnaflóa. Flóðs og fjöru gætti þar sem í sjó. Þang og þari lágu 1 hrönn- um. Selir lágu á stórum stein- um, og kópar syntu forvitnir upp undir flæðarmálið. Með því að veifa rauðum klút var hægt að ginna þá mjög nærri landi. En fljótir voru þeir að stinga sér, ef við æptum á þá og komu þá upp ailfjarri. Allmikið var af öndum, himbrimum og lóm- um. Mikið var um kríu og sótti hún hart að mér með gargi miklu, var ég allhræddur við þann herskáa fugl og hafði á henni ’ hinn mesta óþokka. Seinna varð mér ljóst að hún er hinn fegursti fugl; fjör hennar, flugfimi, kjarkur og baráttu- hugur á vart sinn líka, og ég tók að dázt að henni. í hvassri sunnanátt um háfjöru, einkum i stórstreymi, þornaði syðri hluti vatnsins, nema smáálar, mátti þá stundum ná silungum og grásappum og rauðmögum, sem höfðu fjarað uppi og lágu eftir í pollum. Austan vatnsins var Sigriðar- staðasandur, voru þar allmiklir gígar vaxnir sandstör og mel- gresi. í hvassviðri rauk sand- urinn mjög. Menn rifu melinn og gerðu úr honum reiðinga og hirtu ekki um þó ao þeir ynnu hin mestu spellvirki og spilltu gróðri. Austan við sandinn tóku við Nesbjörgin, Iangur klettarani með stuðlabjörgum, og lokuðu þau útsýni til Hópsins og lág- lendisins þar fyrir austan, sem kallast Haginn. Túnið á Ægissiðu )iggur við rætur fjallsins. Grösugir hjallar, vaxnir starargróðri og valllend- isjurtum og bláberjalyngi. Ofar breiður af lágvöxnum víði. Þar var bezt hjásetulandið, grasið kjarnmest. Móðir mín sá á þykkt rjómans á trogunum, hvar ég hélt kvíánum til haga. Fjallið fyrir ofan Ægissíðu var eklti hátt og hækkáði til norðurs. En nokkru sunnar voru Kistubjörgin með lóðrétt- um stuðlabjörgum, voru þau allhrikaleg. En gaman hafði ég að ganga fyrir neðan þau og heyma bergmálið kveða við og berast langar leiðir, þegar ég hóaði, kallaði eða söng. í björg- unum verpti hrafninn og senni- lega örnin, þó ég muni það ekki nú. Út og suður frá túninu lágu víðáttumiklar mýrar, víðast mjög greiðfærar og hallaði þeim ofan að vatninu. Eru þær hin ■ágætustu lönd til túnyrkju. Ef til vill verður þess ekki langt að bíða, að þessar víðlendu mýrar sunnan frá Vesturhóps- hólum og út að Þjórsá verði ræstar fram og brotnar til tún- yrkju. ,,Fögur er hlíðin, bleikir akrar og slegin tún“. Svo mælti Gunnar. Svipað mætti segja um þessar mýrar, þegar þær væru orðnar að túnum með fögrum bændabýlum með akveg og síma, Iýst og hituð með rafmagni. Við fluttum frá Ægissíðu milli krossmessu og fardaga. Eg var látinn reka á eftir kúnum austur að Stóru Borg og var ekki farið lengra með þær um kvöldið. Daginn eftir komu for- eldrar mínir og Engilbert og kona hans og yngri bræður mín- ir Magnús og Sigþór og tví- menntu á stilltum hesti og var teymt undir þeim. Faðir minn reiddi Kristin, sem var yngst- ur, aðeins á öðru ári. Við náðum háttum að Haga um kvöldið. Bæjarhús voru þar allgóð. Baðstofa alþiljuð í þremur húsum i öftustu röð, næsta röð Hannes Hafstein: VOR Vakir vor í bæ! Yfir sveit og sæ nú svífur boðiö: að kasta blund; dansdr bára blá, stökkur straumkvik á / og streymir Ijós yfir bleika grund. Svélla segl við hún, en við sólar brún kveöja sveina framgjarna haukleg sprund. Enn á seltu er svalt. Víst er vorið kalt; en vitum til, hvernig síðar fer, pegar Harpa kveður, og Glóey gleður með gliti náttlöngu fold og ver, svo að klakinn þíðist og skarðið skrýðist, er skaflinn grákaldi úr pví fer. Meðan ísar brotna og pokur þrotna, er þörf á rosum að hreinsa til. Því meir sem geysist, pess Ijúfar leysist, cg loksins fellur svo allt í vil, svo að blómin glóa og börðin gróa og blika sólroðin húsapil. Þó að vor sé kait, samt það vekur allt, er veit til sigurs í hjarta manns, undir randir gelur og veg peim vélur, sem vinna sumarsins blómsturkrans. „Heilir hildar til, heilir hildi frá“ koma hermenn vorgróðurs fsalands. Framh. á 14. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.