Þjóðviljinn - 25.04.1954, Blaðsíða 4
'4) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 25. apríl 1954
Það hefui' orðið að sam-
komulagi milli mín og Bjarna
Benediktssonar frá Hofteigi,
að ég birti hér sendibréf það,
er ég skrifaði honum sl. mið-
xikudag út af ritdómi hans
um „Sóleyjarsögu". Eins og
lésendur munu sjá, hafði ég
alis ekki í hyggju að koma
fram með svar vlð ritdómi op-
inberlega, nú fremur en hing-
að til, og mim heldur ekki
hafa þann hátt á framvegis.
En þar sem viðtakandl bréfs-
ins er því siður en svo mót-
failinn að athugasemdir þessar
birtist, kemur bréfið hér, orð-
rétt og óstytt:
Reykjavík, 21. apríl 1954
Kæri vinur!
í tilefni af ritdómi þínum
um „Sóleyjarsögu“ í Þjóðvilj-
anum í morgun langar mig til
að senda þér fáeinar línur í
fullri vinsemd og trausti á ein-
lægni þína í afstöðu til mín
persónulega og til bókmennta
yfirleitt. Bréf þetta verður
sennilega einstætt í öllum
þorra bréfa minna fram til
þessa hvað það snertir, að
þetta er í fyrsta skipti sem
ég geri tilraun til að leiðrétta
eða „svara“ kritik, sem fram
hefur komið á bók eftir mig;
en orsökin fyrir því, að ég
brýt regluna nú, er tvímæla-
laust sú að mér er miklu síð-
ur sama um hvað þú segir eða
skrifar heldur en flestir aðrir,
auk þess sem ég þykist vita, að
þú sért flestum mönnum frem-
ur mælandi málum og hafir
einlægan vilja til að taka skyn-
samlega afstöðu.
Fyrst af öllu vil ég þakka
þér það sem þú skrifar vel
um Söguna; minna má ekki
vera ert ég geri það. Öllum
þykir lofið gott,- og ég er
sjálfsagt veikur fyrir því. eins
og aðrír menn. Samt, veit ,ég»
að mildir dómar eða oflof er
engum til góðs, enda æski ég
ekki eftir slíku. En sitthvað er
,það hinsvegar í ritdómi þínum
sem vekur furðu mína — af
því það kemur frá þér. Ég
vil taka það skýrt fram, að
það vekur mér furðu en alls
ekki reiði' eða grun um slæm-
an tilgang. Ef slíku væri til
að dreifa, mundi ég aldrei hafa
farið að senda þér bréf.
En þá er bezt að ég snúi mér
að því, sem ég vildi sagt hafa.
Að mínum dómi stafa gall-
arnir á umsögn þinni svotil
einvörðungu af því, að þú
hefur ekki í huga síðari helft
sögunnar nema stundum; þó
'hlýtur vandi ritdómarans í
þessu tilfelli aðallega að vera
sá að taka afstöðu til þess sem
hann veit ekki um nema til
hálfs og í rauninni tæplega
það. — Því það er ekki nóg,
að sagan sé hér aðeins hálfnuð,
og það tæplega, hvað blaðsíðu-
fjölda snertir, heldur er sumt
hvað svo rækilega miðað við
síðári hlutann, að varla er
von að skiljist fyrr en sagan
er öll. Þetta máttu vita, og
veizt; en þú missir sjónir af
þvl samt, og skal ég nefna
dæmi. — Ég tek atriðin fyrir
í þeirri röð sem þau eru í rit-
dómnum.
Þú segir: „Til dæmis er ljóst
að- ádeila og örlög fallast hér
ekki nógu fast í faðma“. — Ég
spyr: Er við því að búast, að
íirlög eða þróun persónanna sé
Ijós eða fyrirfram vituð í hálfn-
aðri sögu, nema að litlu leyti?
Og er hægt að gera ráð fyrir,
að hugsanleg ádeila komi rök-
Elías Mar:
Svar
við ritdómi
um
iarsö:
Bréí um verðlag á vínveitingum — Skynsamleg til-
laga kolíelld á Alþingi — Óeðlileg álagning sem
býður pelafarganinu heim
,ALÞINGISKJÓSANDI“ skrif-
studd fram í samhengi við at-
vik og persónur fýrr en öll kurl
eru komin til grafar? — Ekki
er það mín skoðun.
Næst segirðu, að því fari
fjarri, að ég nái viðhlítandi tök-
um á því fólki, sem býr í
braggahverfinu, „þ.e. a. s. for-
eldrum Sóleyjar”. — Má ég í
því sambandi vekja athygli
þína á því, að fleiri búa þar
en þeir, og að ýmsir aðrir
braggabúar koma við sögu,
einkum síðar? —■ Vafasamt er
að segja,' að hverfið sé aðal-
efni sögunnar „í upphafi“. Því
enda þótt umhverfi sögupersón-
arina hljóti að krefjast lýsingar
einna fyrst af öllu, þá erú per-
sóriur eða íbúar. þessa hverfis
í heiW enganveginn ínikiíl þátt
ur, hvorki/í upphafinu né síðar
í þessum hluta. Mér er ljóst,
að, íbúar slíks hverfis, sem og
annarra hverfa, eru ólíkir á
ýmsan hátt, enda þótt margt sé
sameiginlegt um kjör, lífsskoð-
un, menningu o. s. frv. —
Minniháttar ónákvæmni hjá
athyglisverðum punkti: Orðrétt
segir þú: „En lesandinn hlýtur
að* skírskota til veruleikans
— og finnur um leið að það
er harla lítill sannleikur í
þessum skáldskap: þetta fólk
freistar þess sjaldan að leysa
vanda sinn í brennivíni né á
guðs vegum, heldur horfist í
augu við hann. Þessi hjón eru
undantekning og mjög leiðin-
legar persónur að auki“. —
Hér talarðu bæði satt og ósatt.
Vissulega eru þessi hjón und-
antekning að sumu leyti; það
er ekki algilt, að fátækar eigin-
konur séu í heimatrúboðum eða
verkamenn ofdrykkjusjúkling-
ar, enda'er það i’hvergi gefið
í skyn í sögunni. Hitt er svo
annað rtiál, að þetta fólk er til,
enda gengurðu hvergi svo langt
að segja, að vlðkorriandi per-
sónur séu ósannar í sjálfu sér.
En hér kemur annað til greina,
sem eflaust hefur mótað af-
stöðu þína og sjálfsagt fleiri
lesenda sögunnar. Það er per-
Framhald á 11. síðu
ar eftirfarandi um verðlag á
vínveitingum: — „Meðal alls
þess, sem skrifað var og
skrafað um áfengislagfrum-
varpið, rak ég augun í eina
tillögu, sem mér fannst eiga
verulegan rótt á sér. Var hún
eitthvað á þá leið, að veitinga
hússeigendum jtöí ekki leyft
að leggja meira á útsöluverð
áfengi'a drykkjaen 20%.
Þótt undarlegt megi virðast
var þessi tillaga kolfelld, með
20:11 að mig minnir. Get ég
þó alls ekki skilið hvernig það
fær samrýmzt sjónarmiði
þeirra manna, sem segjast
hafa barizt fyrir framgangi
þessa f-rumvarps í því augna-
miði að almenningur gæti hér
eftir neytt áfengis á manu-
sæmandi hátt á veitingastöð-
um, að fella slíka tillögu, sem
fól þó einmitt í sér leið til
þess að laða fólk að'veitinga-
stöðunum í stað þess að
hvetja það óbeinlínis til þess
að kaupa vínið í áfengisútsöl-
unni og neyta þess síðan á
misjöfnum stöðum.
NIJ ER það kunnara en frá
þprfi að segja að veitinga-
hússverð á áfengi var orðið ó-
heyrilega hátt síðasta árið
sem vínveitingar voru íeyfðar.
Minnist ég .þess hve fítlend-
irigar urðu' oft imdrandi yfir
því geypiverði, sem þeir
þurftu að greiða fyrir staup
af víni með mat. Enda segir
það sig sjálft að eitthvað
meira en lítið hlýtur að vera
bogið við verðlagið, þegar 3-4
vínstaup með mat kosta um
það bil helmingi meira en mat-
urinn, sem þó er ekki gefism.
ÞAíT kann að vera að fyrst í
stað eftir að farið verður að
veita vín á veitingahúsum, að
þá verði þess ekki vart að
fólk veigri sér við að greiða
jafnhátt verð og gilti 1952,
en þegar frá líður er ég anzi
hræddur um að vínkaupin
minnki, og það sem verra er
að fólk fari þá aftur að freist-
ast til þess að hafa með sér
á pela, eins og tíðkaðist s.l.
ár. Færi þá mesti broddurinn
að fara af gæðum þessa nýja
áfengislagafrumvarps ef pela-
ófremdarástandið á að fá að
haldast áfram og það einnngis
vegna þess að veitingahúss-
eigendum á enn að leyfast að
leggja óeðlilega mikið á vín-
veitingar sínar. Tír því að
þingmenn báru ekki gæfu til
þess að samþykkja þessa sjálf
sögðu tillögu um 20% há-
marksálagningu á vánveitiog-
ar, teldi ég það beztu lausnina
á málinu, að veitingahússeig-
endur kæmu sér saman um
hóflegt og sanngjarnt, verð á
hinum' ýmsu víntegundum og
sýndu þar með í verki, að á-
hugi þei'rra fjriir samþykkt
þessa . frúmvarps byggðist
ekki eiugpngu á eigin gróða-
von, heldur og á löngun til
þess að geta veitt mönnum,
innlendum sem erlendum, sem
fjölbreyttastar veitingar við
sem sanngjörnustu verði. —
Alþingiskjósandi.“
þér er einnig að segja, að móð-/-
irin sé „herkerling", — nema
maður vilji kalla það kven-
fólk yfirleitt „herkerlingar",
sem stundar sértrúarsöfnuði, en
það er utan við ramma þessara
skrifa. — „Það er einkar auð-
velt, bæði henni og skáldinu",
segirðu. Svo? Að hvaða leyti
er það svo sérstaklega „auð-
velt“? Sama er að segja um
afstöðu þíria til föðurins. Hann
er „ofdrykkjusjúklingur og ekki
gott að segja hvernig það hefur
borið til“. Varðandi það atriði
hélt ég þó, að enginn gæti verið
í vafa. Það kemur hvað eftir
annað fram og á eftir að sjást
enn betur, að orsökin fyrir vín-
hneigð mannsins er upphaflega
tortryggni og ósamlyndi meðal
hjónanna, vonbrigði eftirstríðs-
áranna, auk mannlégs breysk-
leika almennt, sem m.' a. þróast
í miður góðum félagsskap. Ó-
heppileg, en vel meint, afstaða
eiginkonunnar ýtir undir öfug-
þróunina. Og enn fleira hjálp-
ast að, sem hver maður sér,
ef hann les vel. Hitt er svo
annað mál, að persónuleg af-
staða til alþýðufólks af slíku
tagi, jafii veik’geðja og hjálp-
arlausra mannvera og hér er
um að ræða, getur valdið því,
að viðkomandi sögupersónur
þyki „leiðinlegar" og fjarri því
að vera ídeal sem fulltrúar al-
þýðunnar. Og það sjónarmið
skil ég vel, út af fyrir sig,
— En þá komum við að mjög
>• 9
SKÁK
-------------------------———• \
Ritstjóri: Guðmundur Arnlaugsson
EinvigsS um heimsmeisfarafignina
Ónotað færi í fimmtu skákinni.
Eins og nærri má geta eru
skákir þeirrá Botvinniks og
Smisloffs rannsakaðar af skák-
mönnum um allan heim. Það
verður ekki í einu vetfangi gert
að komast til botns í jafn
miklumiflækjum og sumar skák
anna hafa upp á að bióða, og
má búast við að nokkur tími
líði þar til öll kurl eru komin
til grafar. Eg hefi sama og
ekkert af þessum athugunum
séð ennþá, en þó rakst ég á
eina ábendingu, er mér finnst
rétt að láta berast áfram, hún
mun stafa frá Botvinnik sjálf-
um.
I fimmtu skákinni hafði Bot-
vinnik svart og lék í 14. leik
Rd7—eö. Kom þá fram staða
sú, er sézt á myndinni. Þetta
virðist ágætur léikur og reynd-
ist vel í taflinu. riddarinn
komst niður á d3 og stóð þar
vel að vígi
En báðum keppendunum
sást þarna yfir snarplegt fram-
hald. Hvítur getur drepið ridd-
árann! Eftir 1.5. dxe5 Hxdl 16.
llaxdl hefúr hann að visu látið
ABCDEFGH
drottninguna fyrir riddara og
hrók, en hann ræður þá d-
línunni einn og biskupar hans
eru vel öflugir. Hann hótar þá
m.a. Re3—e4—d6f og tvöföld-
un hrókanna, Svarti hrókurinn
er utanveltu og elcki auðvelt að
koma lionum í taflið. Eina
tromp svarts með drottning-
unni eru peðin drottningarmeg-
in, sem geta orðið hættuleg.
Þetta er staða sem gaman
hefði verið að sjá teflda.
Tíunda skákin,
Þegið drottíiingarbragð, hv.
Botvinnik, sv. Smisloff.
Byrjunin er hin sama og í
fjórðu skákinni, Botvinnik
bregður út af í 10. leik. Hann
leikur peðum sínum á miðborð-
inu fram, en hreyfir kónginn
ekki, nær ljómandi fallegri
stöðu, en Smisloff verst fim-
lega, svo að honum sækist litt
fram. í 24. leik leikur Botvinn-
ik af sér — áhrif frá ósigrin-
um í næstu skák á undan? —
Smisloff vinnu peð og amnáð
og þar með er leikurinn úti.
1. d4 dö 2. c4 dxc 3. Rf3 a6
4. e3 Bg4 5. Bc4 e6
Þessa byrjun þarf að tefla
nákvæmlega. Tilgangslaust er
að leika Bg4 fyrr en hvítur hef-
ur leikio e3, og í 5. leik verður
að leilca e6 en ekki Rf6 vegna
möguleikans Bxf7f, Kxf7,
Re5f!
6. Db3 Bxí3 7. gxf b5 8. Be2
Rd7 9. a4! b4 10. f4
Hér lék íBötvinnik Rbl—e2—
e4 í fjórðu skákinni.
10. . . . Rgf6 11. Bf3 Ha7
Hrókurinn stendur vel á 7.
línu.nni, ef svartur getur leilcið
c5. En nú kemur hvítur í veg
fyrir það.
Framhald á 8- síðu