Þjóðviljinn - 25.04.1954, Blaðsíða 5
Sunnudagnr 25. april 1954 — ÞJÓÐVTLJINN — (5
ÖI£um álilaspum þess hsundið
Franska setuliöiö í Dienbienphu gerði í gær ítrekaöar
tilraunir til aö ná aftur á sitt vald norðvesturvirkinu, sem
siálfstæðisherinn tók í fyrradag, en þær báru ekki
árangur.
Talsmaður frönsku stjórnar-
innar sagði í París í gær, að
franska setuliðið í Dienbienphu
ætti nú mjög í vök að verjast
og munu það orð að sönnu.
Sjálfstæðisherinn hefur nú bú-
ið þannig um sig á flugbraut-
inni, þangað sem liðstyrk hef-
ur hingað til verið varpað úr
flugvélum til varnarliðsins, að
það má heita ókleift lengur.
Hins vegar fékk setuliðið
nokkrar vistir á þanti hátt í
gær, en þáð verður einnig erf-
iðara með hverri stundinni sem
líður.
Fyrri part dags i gær var
lítið barizt í virkisbænum, en
þegar leið á daginn hóf sjálf-
stæðisherinn stónskotahrið á
stöðvar Frakka og búizt er við
nýju áhlaupi hans.
Frakkar fara aJlg stðar
halloka
Sjálfstæ'ðisherinn náði tveim
öðrum virkjum Frakka í Indó
Kína á vald sitt í gær. Annað
um 100 km fyrir sirnnan Hanoi
og hitt miðja vegu milli Saigon
og hins í suðurhluta Viet
Nams.
Liði stefnt til Dienbienphu.
Franskur herflokkur er nú á
leið gegnum frumskóginn frá
Laos í átt til Dienbienphu, en
franska herstjómin hefur þegar
tilkynnt, að hann muni ekki
gera tilraun til að rjúfa um-
sáturshringinn, en eigi hins veg
ar að gera bakliði umsáturs-
hersins sltráveifur. Sveit ó-
þreytts liðs úr sjálfstæðishern-,
um nálgast einnig Dienbienphu
úr norðri.
Regntiminu að hefjast.
Regntíminn er að hefjast í
Indó Kína. í Dienbienphu er nú
barizt í forarvilpu og gerir það
Frökkum erfiðara að beita
þungum fallbyssum og stríðs-
vögnum.
Ibúum jarðarinnar fjölg
aði iim 30.000.000 á ári
Verða orðnir helmingi íleiri en nú eítir 7 0 ár
Á miðju ári 1952 var íbúatala jaröarinnar áætluö
2.469.000.000 og hafði þá aukizt um 30.000.000 frá sama
tíma árið áður. Heimildin aö þessum tölum eru Mann-
talsskýrslur Sameinuöu þjóöanna (Demographic Year-
book) fyrir árið 1953, sem nýlega eru komnar út.
Samkvæmt áætlun hagfræð-
inga Sameinuðu þjóðanna f jölg-
ar mannkyninu um l-lx/2%
árlega. Með sama áframhaldi
munu því ekki líða 70 ár þar
til. íbúatala jarðarinnar 'hefur
tvöfáldazt.
íbúatala heimsins er eitt af
meginverkefnum, sem tekin eru
fyrir í þessari fimmtu útgáfu
Manntalsskýrsla SÞ, sem að
þessu sinni fylla 280 blaðsíður.
Manntalsskýrslur og töflur þar
að lútandi eru birtar frá flest-
um löndum heims. Meðal ann-
ars eru töflur er sýna fæðing-
ar, dauðsföll, giftingar og skiln
aði hjóna og áðrar töflur er
sýna hve aldurshámark manna
hefur hækkað mikið síðan um
síðustu aldamót.
Mæður yngri en áður tíðkaðist.
Það virðist svo af skýrslun-
um, áð fæðingum fari fjölgandi
hjá ungum konum, en fari ört
fækkandi hjá konum, sem
komnar eru af léttasta skeiði,
eða sem eru á miðjum eða síðari
hluta barnsburðaraldurs. Frjó-
semi kvenna jókst til muna á
árunum eftir síðustu heims-
styrjöld, en nú virðist vera að
(komast á jafnvægi á ný í þeim
efnum. Enn eru fæðingar þó
fleiri en þær voru síðustu árin
fyrir heimsstyrjöldina.
í fleiri og fleiri löndum fer
dauðsföllum sífelt fækkandi í
hlutfalli við fæðingarnar. Mis-
mimur milli þjóða, þar sem
tiltölulega mikill hluti íbúanna
er aldrað fólk og hinna, þar
sem yfirgnæfandi meirihluti
fólksins er imgt, kemur greini-
lega fram í skýrslum um dauðs
föll og dauðaorsakir.
Meðal hinna öldruðu eru
krabbamein og hjartabilun enn
aðal dauðaorsakirnar. Það er
mjög athyglisvert að sjá, að
dauði af völdum berklaveiki er
mun minni nú á dögum en var
fyrir aðeins nokkrum árum.
Árið 1950, segja manntals-
skýrslur SÞ, var meðalaldur
manna, eða væntanlegur .há-
marksaldur, hæstur hjá konum
í Bandaríkjunum, 72,4 ár.
Mesta aldurshámark manna í
heiminum frá því um aldamót
verður ef til vill bezt lýst me'ð
tölum frá Austurríki, þar sem
meðalaldur, sem nýfætt mey-
bam gat vænzt var 41 ár,
1901, en hafði hækkað upp í
67 ár 1951. Það eru 26 ár við-
bót.
Oísóknir í Kenya
Ný ógnaröld er að Iiefjast í
Kenya.
í gær lögðu 8000 menn úr ný-
lendulögreglu Breta til atlögu
við 30.000 íbúa Kíkújúhverfisins
í liöfuðborginni Nairobi.
Ætlunin er :að „yfirheyra"
hvern cinasta íbúa liverfisins
og komast að raun um hvaða
liug hann ber til nýlendukúgar-
anna. í gær höfðu 5000 manns
verið „yfirlieyrðir“ og er 3.700
grunsemda um að þeir séu hlið-
hollir þjóðfrelsishreyfingu Kíkú-
júmanna.
Stjörnur hers- i
höfðingjans
lenfu hjá
r ■
Fyrir nokkrum dögum
gerði franslca herStjórnin
Christian de Castries, sem
stjórnar franska liðinu í
hinu umsetna vii-ki Dien-
bienpliu í Indó Kína, að
hershöíðingja. Eins og öðrn
til setuliðsins varð að varpa
sllfurstjörnimum sem tákna
hershöfðingjatign de Castr-
ies niður í fallhlíf og með
var látinn f.vlgja hundrað
lítra kútur með koníaki svo
að hershöfðingiiui nýbakaði
gæti skálað við undirfor-
ingja sína þegar þeir óskuðu
honum til hamingju með
tignarmerkín. En það er
þröngt um Frakka í DLen-
bienphu og eins og svo
margir aðrir fallhlífarböggl-
ar harst sá sem geymdi
stjörnurnar og koníakið fyr-
ir vindimun yfir í skotgraf-
ir f jandniannanna, sjálfstæð-
ishers landshúa.
V.____________________________✓
Hinar lin.sæiu kvikmymlaleildionur Deborah Kerr og Audrey
Ifepum tóku um daginn þátt í útvrarpsdagskrá frá stöð SÞ
{rar sem lýst var starfi Alþjóða bamahjálparsjóðsins fyrir bág-
staddar mæður og börn. Fyrir þá sem ekki sækja kvikmyndir
skal það tekið fram að {>að er Kerr, seni er við hljóðnemann á
inyndinni til vinstri.
Eldfjöllum er aBdrei að j
treysta fil fulls j
Geta gosið íyrr en varir þótt þau haíi
lengi legið í dvala
Eldfjöllum ber að treysta varlega, jafnvel þótt þau hafi
ekki láta á sér kræla lánga hríö.
Visindamenn í Kanadd hafa
gengið úr skugga íim það með
tilraunum að humrar geta lif-
að í sjö mánuði án þess að nær-
ast — og þó haldið fullu fjöri.
Það er engin trygging fyrir
því að þau geti ekki tekið til
að gjósa allt í einu og spú
ösku og lirauni yfir nágrenni
s~~~
Kvennadeiid Slysawarng-
félagsiíis í Reykjavik
heldur afmælisfund sinn með sameiginJegri ka ffidrykkju
mánudaginn 26. apríl kl. 8 í Sjálfstæðishúsinu.
TIL SKEMMTUNAR:
Upplestur: Baldvin Halldórsson leikari
Leikþáttur: Frú Emilía Jónasdóttir o. fl.
Gamanvísur: Jóhannes Guðmundsson
Einsöngur og kórsöngur.
Dans.
Gestir á fundinum verða konur sem eru fulltrúar á lands
þinginu. — Félagskonur eru vinsamlega beðnar að vitja
aðgöngumiða sem fyrst í Verzl. Gunnþórunnar Halldórs-
dóttur.
NEFNDIN.
SÓFA-
SETT
og einstakir stólar, margar gerðir.
Húsgagnabólsti'un Erlings Jónssonar.
Sölubúð Baldursg. 30, opin kl. 2—6,
vinnustofa Hofteig 30, sími 4166.
Deildarstjóri
í nýlenduvöniverzlun og
bifreiðastjóri
á sendiferðabíl óskast um
næstu mánaðamót.
Upnlýsingar í skrifstofu
(ROI
Skólavörðustíg 12
sitt með þeirri eyðileggingu,
sem sliku fylgir. En það er
rétt, að því lengur sem eldfjall
hefur verið óvirkt því minni
líkur eru til að það gjósi.
Með aðstoð vísindamanna
geta menn nú á dögum sagt
fyrir með nokkurri vissu hve-
nær búast má 'úð gor;i. En hitt
hefur engum visindamanni tek-
izt enn að finna ráð til að
stöðva eldgos þegar þess tími
er kominn.
Þetta, sem að framan er
sagt, er haft eftir hollenzkum
-jarðfræöingi, Dr. S.W. Tromp
að nafni, sem hefur undan-
farið dvalið l E1 Salvador á
vegum Sameinuðu þjóðanna.
Það var hlutverk herra
Tromps að segja E1 Salvador
búum á hvern hátt þeir gætu
bezt notfært sér gæði náttúr-
unnar með því að beizla afl
heits vatns sem þar finnst í
jörðu. E1 Salvador er mikið
eldfjallaland. Tromp jarðfræð-
ingur leggur til í skýrslu
sinni til Sameinúðu þjóðanna,
að rannsóknir verði gerðar í
eftirfarandi tilgangi:
a) Til þess að ákveða hvar
öruggast sé fyrir fólk að
byggja sér bæi og gera akra
sína nálægt eldfjöllum.
b) Til þess að hægt verði
að aðvara fólk gégn yfirvof-
andi eldgosum með stöðugum
rannsóknum á hátastigi og
með jarðskjálftamælingum í
eldfjöllunum og
c) Til að komast að á hvern
hátt megi á liagkvæmas'an
hátt nota gufu til rafmagns-
framleiðslu; efni í hverum til
lækninga og til að hæna að
ferðamenn; og brennistei.us-
efni til framleiðslu á áburði
ásamt öðrum efnum i hraun-
um, t. d. söltum.
Læknar við ríkisspítala einn í
Preston í Bretlandi hafa ákveðið
að snerta ekki við mat þeim, sem
fyrir þá er borinn á spítalanum,
þar sem þeir telja hann því sem
næst óætan. Þeir matreiða nú
sjálfir handa sér og munu gera
það þar til úrbót fæst.