Þjóðviljinn - 18.05.1954, Page 4

Þjóðviljinn - 18.05.1954, Page 4
4) — ÞJÓÐVIUINN —• Þriðjudagur 18. maí 1954 urkallað brottrekstur Jóns Axels? Það er sameiginleg krafa allra íslendinga til Útvarps- ins, að vandað sé málfar. Það mun þykja ströng krafa, að þar sé þáð eitt flutt, sem til fyrirmyndar má verða, en æskilegt væri, að sú krafa gæti verið raunhæf. En hitt er lágmarkskrafa, að mál- villur velti ekki 1 stríðum straumum. Útvarpið má ekki hleypa neinum manni að hljóðnemanum nema hafa áð- ur sannfærzt um að hann sé fær um það að fara stórlýta- laust með talað mál. Það má aldrei hleypa nýgræðingi að án þess að lesa yfir erindi hans til að sannfærast um, að það sé samið á frambæri- legri íslenzku, og svo á að leiðbeina þeim öðrum, er skrífa málið sæmiléga, en hafa í framburði áberandi galla, sem þeim á þó að vera hægt að ráða bót á. Sigurður Sigurðsson hefur nú um nokkurt skeið annazt ' íþróttaþáttinn, og hefur mér fundizt hann gegna þvi starfi miklu betur, hvað mál áhrær- ir, en flestir aðrir er um þau mál hafa talað. En sá er galli á málfari hans, að á nokkrum orðum hefur hann stutt hljóð, þar sem eiga að vera löng. Hann sagði síðast „mótt- aka,“ fleirra“. Þessi hljóð- stytting er eitthvað að ryðja sér til rúms, einkum á síðara orðinu og þarf að stinga þar fótum við. Lengd hljóða er veigamikið atriði málblæs. mál að þessu sinni. — Nú hefur verið tekinn upp nýr þáttur í tilefni vorsins: Garð- yrkjuþáttur. Efalaust hlýða mjög márgir á þann þátt af mikilli athygli. Þar veltur því á miklu, að málfar sé vandað og elcki síður, þegar þess er gætt að hér er fjallað um daglegt viðfangsefni fleiri Bandazlsk tónlistarvezðlann: Eru þeir að bogna fyrir Jóni? Frá skrifstofu STEFS hefur Þjóðviljanum borizt eftirfarandi: „Stofnunin „The Musical Fund Society of Philadelphia“ í Banda- ríkjum Norður-Ameríku heitir verðlaunum 1000 — eitt þúsund — dollurum íyrir nýja tónsmíð fyrir blandaðar söngraddir eða kór með hljómsveit í minnst þrem þáttum og við enskan texta, 10—20 mínútur að lengd, sem ekki hefur verið flutt áður opinberlega. Verkin sendist fyrir lok þesa árs til ofangreindrar stofnunar, 1025 Walnut Street, Philadelphia 7, Pa., U. S. A., sem veitir nánari upplýsingar.“ í sambandi við þessa frétt frá STEFI má minna á að Jón Leifs hefur nú lengi barizt hinni góðu baráttu fyrir því að „vernd- arar“ ríkisstjómarflokkanna hættu að stela verkum góð- skálda á sviði tónlislar og geta menn nú velt fyrir sér hvort heldur muni að sigurvænlega horfi nú hjá JÆii Leifs, eða hvort þetta verðlaunaboð frá landi tónlistarþjófanna sé sama eðlis og þegfir Iandhelgisþjófar breiða yfir nafn og númer til að dyljast. manna en munu mætast á nokkrum öðrum starfsvett- vangi á Islandi. Og rétt mál í sambandi við dagleg störf er öllu öðru mikilvægara fvrir verndun tungunnar. — Jón Björnsson skrúðgarðafræðing- ur reið á vaðið með erindi um skrúðgarða, skýrt og skemmtilegt og á allan hátt lýtalaust. En í þessari viku kom svo kartöflufræðingur, ÍFriðjón Júliusson, að nafni. Erindí hans var bæði skýrt og fróðlegt og liefur vafalaust tilætluð álirif til leiðbeininga í sinni grein. En mál var svo ægilegt, að ég minnist ekki að hafa nokkru sinni heyrt því- líkar málvillur hVerja af ann- arri. Hvað eftír annað tal- aði hann um „vaxtrarrými.“ Þá er langt gengið, þegar Is- lendingar kunna ekki að beygja orðið vöxtur. En það er sjaldan ein báran stök, og svo var ekki heldur að þessu sinni. Engu nær er ræðumað- ur með' beygingu á nafnorð- „eyðing"1. Hann talaði um hlut, sem horfði „til eyðingu“. Og allt er, þegar þrennt er. Hann talaði um að „tálma vöxt“. Líklega lætur hann sögnina að tálma stjómá þol- rnynd þágufallsins „vöxt“, og munn þá aukaföll vera: um vöxt, frá vöxt, til vaxtrar. Fleira nefni ég ekki, en tel þetta nægia til að sýna hve mikillar aðgæzlu er þörf, ef Útvarpið viíl forðast algert hneyksli um meðferð íslenzks máls. í framhaldi af þessu vil ég svo minnast á framhaldssög- una, Nazareann. í liðinni viku hef ég gefið mér bezt tóm að hlusta á hana. Mér virðist að inngangi sögunnar sé enn ekki lokið, þótt tíu sinnum hafi verið lesið. Það sem kom- ið er, hefði notið sín miklu betur sem fræðirit en skáld- saga. Mér þykir sennilegt, að frásögn sé ekki góð á frum- máli, og hitt er áreiðanlegt, að þýðing er mjög slæm. Ekki verður af álieyrn alstað- ar dregin markalína milli frumtexta og þýðingar, þeg- ar draga skal gallana í dilka þeirra á milli. Flatneskjan er átakanleg, og þýðandi hefur greinilega enga tilfinningu fyrir þeim blæ, sem hvert skáld verður að gera kröfu til. Það er talað um langan mann, þar sem hver smekk- vís maður hefði talað um há- an mann. Setningaskipun er óíslenzkuleg og virðist oft- sinnis koma hrá úr því máli, sem af er þýtt. „Talandi til okkar“ (speaking to us?), stendur þar. Tvö kvöld í röð hefur orðið mær verið skakkt beygt. ,,M>vinni“ var sagt á föstudagjlrvj.alð. Þetta erþví átakanlegra fcar sem þetta orð er lítt notað nema í hátíðlegu máli. Hvert fermingarbarn á að vita það, að mær ér aðeins í nefnifalli og breytist siðan í meý og meyju til meyjar. Þess ætti ekki að þurfa að krefjast, að þýðendur stór- verka viti þetta. — Eg sting upp á því, að Útvarpsráð geri einhvexm góðan mann út af örkinni til að lesa það yfir, sem enn er ekki flutt og hefla af eitthvað þeirra mis- smíða, sem auðveldast er við að fást. Bezt var fimmtudagskvöld- ið, sem lauk með flutningi tónverka eftir Emil Thorodd- sen. Það er stórbrotinn dag- skrárliður og þó við alþýðu- hæfi. — Þáttur Björns Th. Úr heimi myndlistarinnar kempr í nýju gervi hverju sinni og skeikar aldrei. — I tilefni af sextugsafmæli for- seta íslands var flutt allmik- ið af íslenzkum 1 jóðum og lög- um. Var fyrst sungið: „Hver á sér fegra föðurland", og þá kom Bjarni Benediktsson fram sem fulltnii þessai’ar fósturjarðar. Ekki var sung- ið: „svo aldrei framar Is- landsbyggð sé öðrum þjóðum háð,“ hvort sem það hefur verið gert af hlífð við for- seta eða forsætisráðherrá. Laugardagskvöldið bauð mikið góðra hiuta í sambandi við Finnlandskynningu. Bcr þar fyrst að nefna upplestur Lárusar Pálssonar á ljóðaþýð- ingum úr finrtsku og frábæra finnska hljómlist. Sleikjuskap- ur í ræðum, einkum hjá Vil- hjálmi Þór, hljómaði ákaf- lega illa við látleysi og þrótt og hreinleika finnski’ar tján- ingar. Erindi Jóns Magnús- sonar var miklu betra, eti þess hefði hann þó átt að gæta, þar sem ekki nær nokkurri átt að vera núa Finnum um nasir frumhlaupi því, er þeir létu teyma sig til fylgis við Nazista-Þýzkaland,. að leiða orð sín sem mest hjá þeirri tragedíu. Það er ekki fullkom- in háttvísi að láta í ljós undr- un yfir því áræði Finna að takast á hendur stríðsskaða- bæturnar til Rússa, þar sem þessir sömu Finnar höfðu skömmu áður sýnt það áræði að leggja til árásarstyrjald- ar á hendur Rússum að ný- gerðum friðarsamningum. Og ekki væri úr vegi, að Ríkis- útvarpið aflaði sér gagna urn það, livort skaðabæturnar munu hafa verið öllu þyngri baggi en hemaður sá, sem Fiiinar sjálfir lögðu sér á herðar í samvinnu við þýzku nazistana. Það er ósköp leið- inlegt að þurfa að rifja þetta upp, en það er ekki gott að komast hjá því, meðan menn þykjast ekki geta talað um Finna án móðursjúkrar væmni um meðferð Sovét-Rússlands á þeim. Enda efast ég um, að Finnar óski neinnar slíkrar væmni inn í aukin efnahags- og menningarviðskipti þess- ara þjóða. Erindi Vilbergs Júlíussonar um landgöngu í Egyptalandi var mjög skemmtilegt. — Þátturinn frá húsmæðraskól- anum á Laugarvatni angaði af líkamlegri og andlegri heil- brigði, og það má mikið vera ef stúlkur þær, sem fram komu í þeim þætti, eiga ekki eftir að eignast hamingju- sama eiginmenn. — Axel Thorsteinson flutti erindið frá útlöndum, og minnist ég ekki að hafa. heyrt betra er- indi í þeim þætti öðru sinni. Framhald & 8. siðu. ■ Jón Axel Pétursson frani- kvæmdastjóri Bæjarútgerðar Reykjavíkur mannar sig upp í að gefa yfirlýsingu um það í Alþýðublaðinu sl. sunnudag að það sé „með öllu tilhæfulaust“ að honum hafi verið vikið úr Sjómannafélagi Reykjavíkur út af fi-amkomu hans í sambandi við ráðningu færeyskra sjó- manna á Þorstein Ingólfsson og eftirköst þess, sem öllum eru í fersku minni. Þjóðviljinn skal engan dóm á það leggja hvort fram- kvæmdastjórinn lxefur efni á að gefa slíka yfirlýsingu nú. En eftirtektarvert er að yfirlýsing Jóns Axels kemur nær mánuði eftir að Þjóðviljinn birti frétt- ina um brottvikningu hans úr félaginu! Hvað veldur drættin- um, Jón Axel? Hvað sem fullyrðingum Jóns Axels líður er það staðreynd að stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur sá sér ekki annað fært en víkja bonum úr félag- inu eftir hina fruntalegu fram- komu hans gagnvart reykvísk- um sjómönnum í Færeyinga- deilunni. Gaf stjórn S. R. fram- kvæmdastjóranum kost á að segja sig úr félaginu og tjáði honum að hún neyddist að öðr- um kosti að grípa til annarra ráðstafana? Svar Jóns Axels var algjörlega neitandi, og mun hann hafa látið þau orð falla við stjórnina, að vildi hún ekki hafa sig á meðlimaskrá lengur gæti hún rekið sig ef henni biði svo við að horfa. ENN stingur „Svipall“ niður penna og minnist nú á bragga o.fl.: — „Engar byggingar hefi ég séð, sem eni í meii’a ósamræmi við íslenzkt lands- lag og staðhætti en þessir svo kölluðu „Braggar", sem setuliðið hefur skilið eftir sig víðs vegar um landið. Gömlu torfbæimir, þótt þeir séu skakkir og skældir eru vina- legir og bjóða manni heim, en þessir hermanna-kofar eru smán á islenzlrri jörð, eins og hortittir í kvæði, eða falskur tónn í fögm lagi — Og svo tekur það engu tali, að þessir kofar skulu vera mannabú- staðir. Þeir eru talandi tákn um þá ómenningu sem ríkir í húsnæðismálum Reykjavíkur bæjar árið 1954. Það ætti að afmá þá, sem fyrst, af ís- lenzkri gmnd og nöfn þexrra úr íslenzku máli. — Hvers vegna þarf endilega að halda útlendu nöfnunum ?: Camp Knox, Herskólacamp o. s. frv. í stafsetningarorðabók Hall- dórs Halldórssonar, stendur: Iíampur óþarft tökuorð úr ensku=Camp, upprunalega úr latínu=Campus — „völlur“ Vegna réttlátrar reiði tog- arasjómanna og annarra fé- lagsmanna út af Færeyinga- brölti Jóns Axels sá stjórn S. R. sér ekki annað fært en að víkja honum úr félaginu og var það gert með stjórnarsam- þykkt. Þetta eru staðreyndir máls- ins. En eftir að hin síðborna yf- irlýsing Jóns birtist í Alþýðu- blaðinu hljóta sjómenn að beina þeirri spurningu til fé- lagsstjórnar sinnar hvort liún hafi nú afturkallað brottvikn- ingu framkvæmdastjórans og þá á hvaða forsendum. Skraf Jóns Axels um að Þjóðviljamenn vilji „að allir andstæðingar þeirra verði í brottu reknir úr félaginu, liver sem er, eða þar til þeir hafa algjöran meirihluta” er mark- laus þvættingur sem sízt verð- ur honum til varnar. Starfandi sjómenn, hvar sem þeir standa í flokki, vilja gera félag sitt að raunverulegu stéttarfélagi ' og una því ekki til lengdar að það sé ruslakista manna úr öllum þjóðfélagsstéttum. Og sízt af öllu telja þeir viðhlítandi að menn af tegund Jóns Axels, sem eru sérlegir trúnaðarmenn atvinnurekenda og sýna sam- tökum sjómanna sérstakan fjandskap og fyrirlitningu, séu fullgildir félagsmenn í S. R. og geti haft þar úrslitaáhrif á gang stéttarmálefna. Þetta ætti sá maður að skilja, sem „fyrir þrjátíu og fimm ár- merkir — „herbúðir" og „þjálfunarsvæði". — ÞÆR minningar sem íslenzka þjóðin á frá hernámsárunum, og þau áhrif sem herinn hafði og hefur á íslenzkt þjóðlíf, vonx ekki það glæsilegar að á- stæða væri til þess að geyma þessi nöfn í íslenzku máli. Þau verða alltaf þar eins og nokkurskonar vanskapningar, sem þjóðin á að má út úr sínu lífi og máli með því að nefna þessar íbúðir íslenzkum nöfn- um, svo sem eins og: skála, skálahverfi eða öðrum íslenzk- um nöfnurn. — AÐ SÍÐUSTU langar mig til þess, að koma með þá tillögu, í sambandi við það sem Sv. M. skrifar í -Bæjarpóst Þjóð- viljans 9. maí s.l. um bið- skýli og biðtákn, að Bæjar- pósturinn, eða Þjóðviljinn láti fara fram atkvæðagreiöslu, með eða móti þessum hugtök- um. Mér skilst nefnilega, að þeir, eða sá, sem ekkert skjól fimxur af biðskýlunum hljóti sjálfur að vera táknið. — Svipall." En ekki var það þetta, sem gaf mér tilefni að ræða þetta falli, nema. hann vilji hafa Framhald á 9. siðu Burt með braggana og kampana — Talandi tákr ómenníngar — Enn um biðskýli og biðtákn

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.