Þjóðviljinn - 21.05.1954, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.05.1954, Blaðsíða 1
Föstudajíur 21. maí 1954 — 19. árgangur — 113. tölublað Inni í blaðinu: !T 4. síða; 150 þús. manns á 220 metra löngum hringgeira. 5. síða: Sjálfstæðisherinn þrengir a8 Frökkum í Eauðárdalnum. 7. síða: Neskaupstaður 25 ára. Samstarf vinstri flokkanna i bœjarstjónn beldur áfram Útburðir verði hindraðir — Úivegað bráðabirgða- húsnæði - HúsnæðisleYSÍngjar og húsnæði skrásett iisílokbiriM fellir að slik ar ráðstafanir verði gerðar ,,Bæjarstjórnin telur óhjákvæmilegt að gripið sé til róttækra ráðstaíana til aðstoðar því fólki sem sagt hefur verið upp húsnæði og ekki hefur tekizt að út- vega sér íbúðir að nýju. í því skyni skorar bæjar- stjórn á hæstvirta ríkisstjórn að gefa tafarlaust út bráðabirgðalög, er feli í sér eftirfarandi: 3. Hindrað verði að húsnæðislaust fólk sé borið út úr íbúðum. 2. Að ráðstafa megi til afnota fyrir húsnæðislaust fólk því húsnæði einstaklinga, sem umfram er eðlilega íbúðarstærð, miðað við fjölda heimilis- manna. 3. Að taka megi til umráða ófullgert iðnaðar- og verzlunarhúsnæði og annað óráðstafað húsnæði, sem í skyndi mætti gera nothæft sem dvalarstað til bráðabirgða fyrir húsnæðislaust fólk. Þá skorar bæjarstjórnin á borgarstjóra að leita hófanna við Húsmæðraskólann og aðrar stofnanir, sem hugsazt gæti að fengist til að láta í té tilbúinn mat handa fólki, sem ekki hefur aðstöðu til mat- reiðslu. Jafnframt felur bæjarstjórnin borgarstjóra að fylgja því fast eftir að húsaleigunefnd eða annar aðili geri þegar eftirtaldar ráðstafanir: 1. Að láta fara fram skráningu alls þess fólks sem er húsnæðislaust. 2. Að láta skrá allt húsnæði í bænum ásamt upplýs- ingum um notkun þess”. Jóhann Hafsíein Þorbjörn Jóhannesson Sigurður Sigurðsson Gróa i’étursdóttir Björgvin Frederiksen Geir Hallgrímsson Guðbjartur Ólafsson Sex fulltrúar vinstri flokk- anna greiddu tillögunni atkv., en þar sem meirililuti fulltrúa sat hjá var tillagan fallin. Eden flýgur til London Það var tilkynnt í London í gær, að Eden myndi fljúga til London á morgun til viðræðna við brezku stjórnina um þróun, móla á Genfarráðstefnunni. Ed- en ræddi í gærmorgun við Sjú Enlæ, siðan við Bidault og Bed- ell Smith, og í gærkvöld sat hann veizlu með Molotoff. Engir fundir voru í Genf í gær, en i dag mun haldinn lok- aður fundur um Indó Kína. jálfstæðisfiokkuriiin vísar írá ram- sókn á lagabrotum kemámsiiðsins ,,Bæjarstjórn felur borgarstjóra og bæjarráði að láta hið fyrsta fara fram gagngera athugun á því- hve mikið íbúðarhúsnæði amerískir hermenn og er- lendir starfsmenn á vegum herliðsins hafa á leigu í Reykjavík . •' Jafnframt verði athugað, svo sem föng eru á, hve mikil brögð eru að því að hermenn og starfsmenn Bandaríkjahers hafi umráð og afnot íbúðarhúsnæðis í bænum, þótt þeir séu ekki skráðir leigutakar þess”. Flutningsmenn framanskráðr- ar tillögu á bæjarstjórnarfundi í gær voru Gils Guðmundsson, Ingi R. Helgason, Alfreð Gísla- son og Sigríður Björnsdóttir. Gils hafði framsögu fyrir tillögunni. Ræddi hann fyrst afnám fjárhagsráðs, hið falska ,,byggingafrelsi“ og ástandið í húsnæðismálunum nú, í sam- bandi við aðra tillögu í hús- Flutningsmenn framanskráðr- ar tillögu á fundi bæjarstjórn- arinnar í gær voru Ingi R. Helgason, Alfreð Gislason og Gils Guðmundsson. Ingi R. hafði framsögu fyrir tillögunni og rakti all ýtarlega ástandið í húsnæðismálunum og orsakir þess, og sýndi fram á nauðsyn bráðablrgðaráðstaf- ana til að bæta úr vandræðun- um nú í sumar. 71 húsnæðisbeiðni éafgreidd Borgarstjóri $jálfstæðisf!okks- ins flutti eftirfarandi skýrslu um húsnæðisvandræðin í sam- bandi við 14. mai. Beiðnir um aðstoð við út- vegun hnsnæðis eru nú 71. 14 búslóðir hefur bærinn tekið til geymslu, en fólkið hefur einhvernveginn komið sér fyrir. 9 útburðarbeiðnir samtals liöfðu bori/.t í gær. Af þeim hafa tveir er bera átti út fengið húsnæði, tvær útburð- arbeiðnir afturkailaðar, en yfir fimm vofir útburður á götuna. Varðandi tillögu vinstri flokk anna um bráðabirgðaráðstafan- ir kvað borgarstjóri ekki hægt að samþykkja liana. Jafnvel þegar húsaleigulögin voru sett hefði löggjafinn ekki þorað að grípa til slikra ráðstafana, hvað þá nú, ,,auk þess sem hér er um mjög alvarlega skerðingu éignaréttarins að ræóa“! Nafnakall var haft um til- löguna. Þessir fulltrúar $jálf- stæðisf!okksin3 felldu hana með hjásetu: Gunnar Thoroddsen Sjálfstæðisflokkurinn fellir að tryggja bænum verkfræðinga „Þar sem bœjarstjórninni er Ijóst að til mikilla vand- rœöa dregur varðandi framkvæmdir bœjarins og stofnana hans, fari svo að allir starfandi verkfrœðingar í þjónustu bœjar- óg bœjarstofnana hverfi frá störfum sínum, ákveð- ur bœjarstjórn að kjósa hlutbundinni kosningu 5 manna nefnd er taki þegar upp samningaumleitanir við stéttar- samtök verkfrœðinganna og felur henni að hraða svo störfum að þeirri hœttu verði bægt frá að bærinn og stofnanir hans standi uppi án þessara nauðsynlegu kzinn- áttumanna“. ' I framsöguræðu fyrir tillögu þessari á bæjarstjórnarfundi í gær kvað Guðmundur Vig- fússon verklegum framkvæmd- um bæjarins stefnt í óefni vegna uppsagnar verkfræðinga bæjarins, ef ekki tækjust samningar við þá. I fljótu bragði gæti ýmsum virzt að kjarabótakröfur manna sem hafa um 50 þús. kr. árslaun væru ósanngjarnar, en þess bæri að gæta, að margir nngir verk- fræðingar, sem ekki ættu að fjársterka ættingja, kæmu með 100-200 þús. kr. námsskuld á baki eftir sitt langa nám. Ef þeir ættu að geta staðið í skil- um með þær skuldir og stofn- að heimili yrðu þeir að fá hærra 'kaup, ella mætti búast við því að verkfræðingar fengj- ust ekki til starfa hér. Gatnagerð og allur undir- búningur undir byggingafram- kvæmdir í bænum, myndu stöðvast ef ekki semst við verkfræðingana, og eins og nú er ástatt má bærinn allt ekki við slíku. Þá bent' hann einnig á hætt- una á því áð verkfræðingarnir leituðu sér atvinnu |erlendis, ef ekki tækjust samningar um kjör þeirra hér. Gunnar Thoroddsen kvað það fasta venju bæjarstjórn- Framhald á 3. siðu næðismálunum er hann var meðflutningsmaður að. Þvínæst vék hann að mála- miðlunarrannsókn þeirri er fram fór sl. vetur á því hve mikið íbúðarhúsnæði væri leigt hermönnum og starfsmönnum hernámsliðsins hér í bænum. Benti hann á að vegna hærri launa gæti hernámsliðið bolað Islendingum úr húsnæði hér og myndi það mjög gert með is- lenzkum leppum. Borgarstjóri $jálfstæðisflokks- ins kvað húsaleigunefnd rikis- ins eiga að sjá til þess að hernámsliðið fengi ekki íbúð- arhúsnæði sem væri ætlað bæj- armönnum. Hafði honum farið það fram frá því á sl. hausti að nú vildi hann telja bænum þetta óviðkomandi!! — Lagði hann til að vísa tillögunnir frá til húsaleigunefndar. Var það samþykkt með 8 at- kvæðum $jálfstæðisflokksins gegn 6 atkv. vinstri flokkanna, en einn þeirra, Óskar Hall- grímsson, sat hjá! 280.000 Við sóttum á í (rœr og 17.000 kr. bættust í SigfúSarsjóð í niörgum og góðum framJögrum. En þó að þetta sé góð aukninsr er d.agurinn samt fyrir neðan meðallagið — og við skulum minnast þess að livern slaka þurfum við að vinna upp síðar, þegar tíminn er ef til vili orð- inn naumur. Nýr stóráfangt er nú skammt framundan; þegar við höfum náð 334.000 kr. erum við komin þriðjung aí leiðinnl. Til þess vantar „aðeins" 54.000, og þelrri upphæð eigum \ið að geta náð næstu daga með góðum spretti og nægilega almennri þátttölui. I>að eru tveir dagar tiii helgar; hvað hrökkva þeir langt i þrlðjunginn? Ein milljón króna fyrir 17. júní ■ 14 millj. ’% millj. millj. 1 milij.j -280.000 kr.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.