Þjóðviljinn - 21.05.1954, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 21.05.1954, Blaðsíða 10
20) — ÞJÓÐVIL.JINN — Föstudagur 21. maí Í954 --— INNAN VIÐ MÚRVEGGINN EFTIR A. J. CRONIN 7. fastur þessa dagana i slæmu asthmakasti — hann var tóbakskaupma'öur og framleiddi sígarettur, og nikótín- rykiö hafði slæm áhnf á hann — en hin vitnin tvö voru flutt til Liverpool. Þar þekktu þau föður þinn hiklaust úr stórum hópi manna, sem manninn er þau hefðu seð morðkvöldið. Þau voru óhugnanlega viss í sinni sök. Edward Collins hrópaði: „Sem ég er lifandi, þá er þetta maðurinn!“ en unga stúlkan, Lovísa Burt, fann sárt til ábyrgðarinnar sem á henni hvíldi og fór að hágráta. „Ég veit að ég læt snöruna um háls honum,“ hrópaði hún. „En þetta er hann.“ „Almenningsálitið snerist hastarlega gegn fanganum — til þess að forða honum undan æði mannfjöldans var hann tekinn úr lestinni sem flutti hann og farið með hann í lokuðum vagni í fangelsið í Wortley. Guð veit, góði Páll minn, að ég er búinn að reyna meira en nóg.á þig nú þegar. Réttarhöldin hófust hinn fimmtánda des- ember í dómsalnum í Wortley og dómari var herra Oman. Þetta voru miklir skelfingardagar. Hvert vitnið ’war kallað á eftir öðru til að flytja framburð föður þín- um í óhag. Leit í töskum föður þíns hafði leitt í ljós, að rskhnífur hans gat verið morðvopnið. Rithandarsér- fræðingur hélt því iram að þvælda bréfmiðann sem fannst í íbúð stúlkunnar, hefði faðir þinn skrifað með vinstri hendi. Hann hafði oft sézt í blómabúðinni að kaupa sér blóm í hnappagatið, og hafði þá talað fjör- lega við ungfrú Spurimg. Þannig hélt þetta áfram. Fyr- iihuguð ferð hans til Argentínu var notuð gegn honum. En það sem reið baggamuninn var misheppnuð tilraun hans til að koma sér upp fjarverusönnun með aðstoð Rocca. Og þegar hann kom sjálfur í vitnastúkuna reynd- i?t hann lélegt vitni. komst í mótsögn við sjálfan sig, sleppti sér í reiði, hrópaði jafnvel skammaryrði til dóm- arans. Hann gat ekki sannað hvar hann hefði verið þegar glæpurinn var framinn og fullyrti að hann hefði verið í kvikmyndahúsinu hluta af kvöldinu. En ákær- andinn tætti þá fullyrðingu hans niður. Aðeins eitt var honum örlítið í hag. Albert Prusty viðurkenndi að vísu að faðir þinn líktist manninum sem kom hlaupandi út úr íbúðinni, en hann vildi ekki sverja að hann væri sami maðurinn. En í ljós kom, að Prusty var sjóndapur, og þegar hann var spurður spjörunum úr, kom á daginn að hann hafði móðgazt yfir því að vera ekki kallaður til Liverpool með Collins og Lovísu Burt. „Yfirlit dómarans var mjög óhagstætt hinum ákærða. Kviðdómurinn dró sig í hlé klukkan þrjú hinn tuttug- asta og þriðja september. Hann var fjarverandi í einar fjörutíu mínútur. Úrskuröur hans var „Sekur“. Ég var í dómsalnum — móðir þín treysti scr ekki vegna lasleika — og meðan ég lifi gleymi ég ekki hinu hræði- iega augnabliki, þegar dómarinn setti upp svörtu húf- una, kvað upp dóminn og fól sál föður þíns miskunn drottins. Um leið og verðirnir drógu föður þinn út úr salnum, barðist hann um á hæl og hnakka og hrópaöi: „Það er enginn guð til. Vei miskunn hans og þinni. Ég bið um hvorugt." „Drottinn lætur ekki að sér hæða, Páll minn. En þó hefur það ef til vill verið sem svar við þessu guölasti að Drottinn sýndi syndaranum miskunn. Þótt enginn þyrði að búast við því var líflátsdómi föður þíns breytt í ævi- iangan fangelsisdóm. og hann var fluttur í fangelsið í Stoneheath.“ Þegar presturinn hafði lokið hinni raunalegu frásögn sinni varð dauðaþögn 1 herberginu. Mennirnir tveir vör- uðust að lít'a hvor á annan. Páll sat í hnipri í stólnum, þurrkaði sér um ennið með vasaklút sem hann hélt á 1 rakri hendinni. „Lifir hann enn?“ „J4-“ „Hefur enginn séð hann .... síðan hann fór þangað?” Presturinn stundi þungan. „Fyrst í stað reyndi ég að halda sambandi við hann meö aðstoð fangelsLsprestsins, en hann tók tilraunum mínum með svo mikilli andúð — fjandskap liggur mér við að segja — að ég neyddist til að hætta þeirn. Hvað móður þína snertir .... já, Páll minn .... þá fannst henni honum hafa farizt svívirðilega við sig. Og um- fram allt þurfti hún að hugsa um framtíð þína. Hún taldi heppilegast að þurrka þennan hræðilega kafla burt úr lífi þínu. Það skiptir engu máli aö henni tókst það ekki til fulls. Þú ert orðinn nógu þroskaður til að mæta þessu áfalli, og þess vegna hef ég sagt þér allt af létta í stað þess að segja þér hálfan sannleika. En nú er því lokið, og ég vil að þú hreinsir huga þinn af því. Þú ert sjálfum þér ráðandi og framtíðin er þín. Þú verður að lifa lífinu eins og allt það sem ég hef nú sagt þér, hafi altírei komið fyrir, lifa lífinu ekki eingöngu i trú heldur og í gleymsku.“ Fjóröi kafli Vika var liðin frá samtalinu í skrifstofu Flemings. Það var sunnudagur og Merrion sunnudagaskólanum var nýlokið. Börnin voru farin og Ella stóð við útidyrnar og beið eftir Páli, í fallggasta bláa kjólnum sínum og með snyrtilegan stráhatt sem hún hafði sjálf bryddað bláum boröum. Hann reis stirðlega á fætur og gekk milli auðra bekkjanna og til hennar. Þótt hann sæti í íímum þarna eingöngu til að þóknast móður sinni, hafði hann venjulega gaman af því, en 1 dag var hugur hans í uppnámi og hann var með suðu fyrir eyrunum eftir svefnlausa nótt — og honum var ráðgáta, hvernig hann hafði þolað þetta 1 dag. Ella yi’ti kurteislega á hann. „Þú ert sjálfsagt ekki í skapi til aö spila, Páll. En nú er svo gott veður, og við gætum ef til vill gengið út eins og venjulega." Venjulega settist hann við orgelið stutta stund áður en þau fóru í sunnudagsgöngu, og lék nokkui’ lög fyr- ir hana: Hann lék allvel á hljóðfæri og þekkti smekk s ........ "" . """ .......'—‘ QC GAM^i Disraeli var í miklix eftirlarti ihjá Viktoríu drottningu um skeið, en Gladstone í ónáð. Disraeli skýrði þetta þannig: Gladstone talar við drottning- una eins og hún væri ráðuneyti, en ég ta’a við hana sem konu. Er Cook skipstjóri fann Ástra’- íu fundu menn hans á landi dýr sem þeir höfðu aldrci séð áður. Cook sendi þá aftur í .land til að spyrja hina inn- fæddu hvað þeir nefndu dýrið. Er þeir komu aftur sögðu þeir: Þetta er kengúra. Það kom ekki upp fyrr en mörgum árum síðar að þegar hinir innfæddu svöruðu spurn- ingu sjómannanna höfðu þeir að vísu sagt kengúra — en það var ekki nafn á neinu dýri, lie’diir spurðu þeir á móti á sínu máli: Hvað segið þið? Eg hef átt yndis’egt kvöld, sagði gamanleikarinn Marx eitt sinn á heimleið úr veizlu — en það var ekki í kvöld. Eernard Shaw fékk eitt sinn svohijóðandi heimboð frá einni hefðarfrú: Frú X mun verða heima næst- komandi þriðjudag. Bemard Shaw sVaraði: Bernard Shaw mun iíka verða heima næstkomandi þriðjudag. —o— Ælskan er dásamlegur tjmi, sagði Shaw eitt sinn — það er skömm að þurfa að sóa henni allri á ungiinga. Rendur í sfofunum Röndótt efni eru mikið not- uð í húsgagna- áklæði, og þau eru mörg hent- ug og falleg. — Skærröndótt efni getur iífg- að upp svip- lausa stofu. Ef húsgögn eru slit in og af sér gengin geíur röndótt efni vakið þá at- hygli sem þarf til þess að gallar stofunnar sjá:st ekki. Ef fóllt er að koma sér upp nýjum húsgögnum eru röndóttu efnin freistandi. En jað þarf að vanda valið. Þótt lífga þurfi upp á dagstofuna með nýjum litum, er elcki ævinlega nóg að kaupa sér röndótt gardínuefni í von um að það gefi stofunni nýjan svip. Ef veggfóðrið er mynstrað og gólf teppið rósott geta einmitt rönd- óttar gardínur einm:tt eyði- lagrt róiegan heildarsvip stof- unnar. Rendur eru sterkar og þær fara bezt í stofum, þar sem mest ber á einlitum, ró legum flötum. Ekki má hafa röndcttan sófa upp við vegg með rósóttu veggfóðri cg ef fleiri en einn hlutur í sömu stofu er röndóttur er bezt að hafa þá í góðri fjarlægð hvern frá öðrum. Röndóttur hæginda-**, stóll sem stendur við einlitan vegg getur vel samrýmst rönd- óttum gluggatjöldum á veggn- um á móti. Nærtækast er að nota rönd- óttu efn:n sem áklæði; bæði er það fallegt og auk þess hent- ugt, því að lítið ber á blettum á þeim efnum. Á myndinni sést horn úr herbergi, sem sofið er í á nóttinni en notað sem setu- stofa á daginn. Rúmið er með röndóttu áklæði sem er mjög fallegt, en mynstraða teppið fyrir framan dregur úr áhrif- um þess. Teppið er með randa- mynstri og er ljómandi snot- urt, en á ekki við fyrir fram- an röndóttan sófa. Nú eru zebraröndótt efni mjög í tízku sem áklæði. Þau eru glæsileg og geta verið ljómandi falleg en þau njóta sín J>ezt ;á stórum flötum. Mynstrið er líka dálítið óró- legt og getur verið óþægilegt fyrir augað og því ber að nota það þar sem maður er ekki tilneyddur að horfa á það. Toflurnar sera gera þvoSlóu! hvstan Þvottaefni hafa verið mikið á dagskrá að undanförnu og í útiendu blaði rákumst við á jýsingu á litlum töflum sem seldar hafa verið í þeim til- gangi að gefa þvottinum livít- an blæ. Hægt hefur verið að kaupa þessar töflur stakar og numar verksmiðjur láta þær fylgja þvottaefnispökkunum. En hvernig eru nú þessar töflur? Eru þær skaðiegar þvottmum? Og gera þær hann í raun og. veru hvítari ? Sjálfar eru töflurnar skað- lausar. Þegar þær leysast upp sezt upplausnin utaná þræði efnisins og hún hefur þann eig- inleika að hún endurvarpar hinum ósýnilegu útfjólubláu geislum sem sýni’egu bláu ljósi, og þegar það blandast hinum gulleita blæ sem tí ’nm kemur á hvítt efni sýn:st manni efnið skjannahvítt — vel að merkja í dagsbirtu og helzt í sóiskini. í rafmagns- Ijósi sést sáralítill munur. Kosturinn við þessar töflur er sá að andstætt bleikiefnun- um upplita þær efnið sjálft ekki neitt, og e;na áhættan er að nota þær í þvottavélum sem í eru koparstykki, svo sem píp- ur eða hanar. Þá geta töflurn- ar gengið í kemiskt samband við koparinn og áhrifin verða öfug við það sem til var ætl- azt. Til eru nokkrar gerðir af þessum töf.um. Sumar eru létn- ar í sjálft þvottavatnið, aðrar í skolvatnið. Þær síðar ncfndu eru taldar betri og fullkomnari.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.