Þjóðviljinn - 21.05.1954, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.05.1954, Blaðsíða 7
Föstudagur 21. maí 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Góðir samborgarar, heiðruðu gestir! Við skuíum hugsa okkur, að við séum að koma til Norð- fjarðar í fyrsta sinn. Þetta er á. sumardegi í björtu veðri. Við kornurn landveg eins og leið liggur um Oddsskarð. Við nemum staðar á sneiðingunum innan við Skuggahlíð og við okkur blas.ir meginhlutinn af landnámi Egils rauða. Þó er Fannardalurinn hulinn sjón- um okkar, því Hólafjallið ber á miili. Byggðin, sem við okkur blasir, er ekki víðáttumikil, en hún er hlýleg og vinaleg eins og hun viiji bjóða gest- inn velkominn. Fyrir fótum okkar liggur Seidaiur, grasi, kjarri og iyngi vaxinn. Ofurlítið fjær, handan við Norðf jarðará, . jn mt jj. 'v‘ j lllllliiliig ^ m Hj§§ ifjgi & Bjarni Þórðarson, bæjarstjóri Neskaupstaðar, flytur ræðu sína á liátíðarsamkomunni s.I. Iaugardag. ar hreppsfélagið varð 15 ára árið 1928, set.ti Alþingi lög um að þorpið skyldi fá kaup- staðarréttindi frá 1. jan. 1929 að telja og nefnast Neskaup- staður. kaupstaðurinn varð því 25 ára 1. janúar síðastlið- inn og það er til að minnast þeirra tímamóta í sögu bæj- arins, að við komum hár sam- an í kvöid. Eins og gefur að skilja hef- ur margt breytzt hér á Nesi í tíð þeirra manna, sem nú eru komnir á efri ár. Sá vísir, sem hér myndaðist að þorpi á uppvaxtarárum þeirra, er löngu orðinn biómlegur bær með umfangsmiklu athafna- lífi og fjörugum viðskiptum. En þó margt hafi tekið breyt- ingum, bæði fólkið sjálft, um- hverfið og lifnaðarhættirnir, er þó eitt stöðugt óbreytt: NESKAUPSTAÐUR 25 ÁRA „Víð viljum skapa okkur og mðjum okkar hammgjuríka framtíð hér á þessum stað<4 um sögulegum verðmætum, sem snerta tíma árabátaút- gerðarinnar og mannanna, sem á þeim útvegi störfuðu, en það er ekki seinna vænna. Skömmu eftir aldamótin. urðu straumhvörf í norðfirzkri útgerðarsögu. Hliðsiæð sti'aumhvörf áttu sér stað í atvinnusögu annarra þorpa. Og það voru vélbátarnir, sem þessum straumhvörfum ollu. Það var í aprílmánuði árið 1905, að fyrsti vélbáturinn. kom til Norðfjarðar, og skömmu síðar bættust fleiri í hópihn. I augum okkar mundu þetta ekki þykja merki legar fleytur, en í augum gömlu mannanna, sem aðeins höfðu vanizt litlum árabátum, hafa þetta án efa verið mynd- arleg skip. Og víst er um það, að vélbátarnir táknuðu mikla framför frá árabátunum. Þeir táknuðu það, að véitæknin var tekin í þjónustu fiskveiðanna. Þeir boðuðu Jíká upphaf nýs og glæsilegs tímabils í at- vinnusögunni. Og smátt og smátt urðu árabátarnir að þoka af sviðinu. Vélbátarnir ýttu þeim til hliöar og loks var svo komið, að hætt var að stunda sjóróðra á árabátum. Þar með var lokið fyrsta kafl- anum í atvinnusögu Norð- blasir Norðfjarðarsveitin við, iítil sveit, en fögur og gróð- urrík. Myiidarleg bændabýli bjóða af sér góðan þokka og hvarvetna er fólk að störfum. 1 þessari sveit liefur mikið verið gert að húsabótum og jarðræktarframkvæmdum í seinni tíð, en þó eru enn fyr- ir hendi miklir ræktunar- möguleikar, því öll gæti sveit- in verið samfelldur töðuvöllur. Við rennum augum lengra í austur. ÍÞar blasir f jörðurinn við og norðan hans kaupstað- ur, sem tej-gir sig yfír stærra svæði en ætla mætti, ef fólks- fjöldinn er hafður í huga. Sólin glampar á hvítmáluð húsin og fjallahringurinn breiðir faðminn móti gestin- um. Og ef við lítum enn lengra í austur sjáum við op- inn flóann og eins langt á haf út og augað get.ur eygt. Og það er einmitt þetta haf, sem segja má, að sé bæði faðir og móðir kaupstaðarins við fjörðinn. Og þessi sveit og þessi kaup- staður geta hvorugt án hins verið. Frá þeim stað, sem við stöndum, sjáum við ekki hinn trausta útvörð Norðfjarðar, Nípuna, mörg hundruð metra hátt fjall, sem gengur þver- hnýpt í sjó fram, tignarlegt og svipmikið. Ef við hefðum komið sjóleiðina, hefði okkur gefizt kostur á að sjá það. En við höfum ekki tíma tíl að viroa byggðina frekar fyr- ir okkur. Við stígum því upp í bifreiðina og ökum sem leið liggur út sveitina og innan skamms nemum við stað&r í Neskaupstað. Norðfjarðar er að litlu get- ið í íslandssögunni. Að vísu er getið hér um landnám og . stöku sinnum er á byggðina minnzt í annálum og Alþing- isbókum. Það er því harla lít- ið, sem við vitum um lífsbar- áttu þeirra manna, cr hér hafa lifað lífinu á liðnum öld- um. Sennilega hefur búio hér friðsamt fóik, sem ekki hefur staðið í mannvígum eða öðr- um þeim stóirræðum, sem í frá- sögur hafa verið talin færandi. Hér á Nesi mun vera elzt byggð í Norðfirði, því Nes var landnámsjörð. Allt fram vfir miðja nítjándu öid voru hér að eins tveir bæir, sem í byggð höfðu verið frá ómunatíð. r~—~ ----------— e Ræða Bjania Þórðarsonar bæj- arstjóra flutt á hátíðasamko2nu 15. maí 1951, i tilefnl 25 ára aJ- mK-lis baiiarrétt- inda í Neskaup- sta5. Það var ekki fyrr en líða tók að lokum siðustu aldar, að myndast tók vísir að þorpi á Nesi. Saga þessarar þorps- myndunar er í höfuðdráttum hin sama og saga fjölmargra íslenzkra sjávarþorjia aun- arra, en þó er að sjálfsögðu ýmislegt, sem setur sinn sér- kennilega blæ á þessa sögu. Ekki eru tök á því, í stuttu erindi, að gera byggðasögu Neskaupstaðar viðhlítandi skil, enda mun ég ekki freista þess að sinni. En það væri á- reiðanlega ómaksins vert að skrá þá sögu á meðan enn eru meðal okkar rnenn, sem séð hafa bæinn myndast og vaxa, menn, sem sjálfir hafa verið beinir þátttakendur í upp- byggingu bæjarins frá því fj'rsta og sem fundið hafa æðasiög hins vaxandi bæjar alla hans tíð. Þorpið hér á Nesi mynd- aðist urnhverfis sjávarútveg- inn og enn þann dag í dag bvggist öll afkoma bæjarbúa á fiskveiðunum. Sjávarútveg- urinn var því þegar í öndverðu hin .efnalega undirstaoa þorpsins. Fólki fjölgaði htr ört. Menn úr riágrannasveit- unum fluttist hingað og Sunn- lendingar og aðrir, sem verið höfðu hér við sjóróðra, sett- ust hér að og gerðust frum- lierjar hins nýja þorps. Verzl- iin varð hér staðbundin og verzlunarstaður löggiltur að Nesi 1895. Bærinn hefur jaftian borið uptpruna sinum órækt vitni. Enn í dag dylst engum glögg- um manni, að hann er vax- inn upp sem útgerðarstaður árabáta. Frumbyggjar bæjar- ins lifðu á því, sem þeir drógu úr djupi hafsins og tóku sér þar bólstað, sem skemmzt var á fiskimiðin, en það var mik- ils vert atriði á meðan véla- aflið hafði enn ekki Ieyst handaflið af hólmi, að ekki væri langræði. Ef vic, sem lif- um á öld þinnar miklu vél- tækni, liefðum mátt velja bæj- arstæði, myndum við án efa hafa valið annan stað, því bæjarstæðið er óneitanlega á margan hátt óhentugt. Bær- inn stendur raunverulega í all- brattri fjallshlíð, en teljandi undirlendi er ekkert. En við skiljum hversvegna frumherj- arnir kuau að byggja bæinn þar sem hann er og við við- urkennum rök þeirra. Og okk- ur þykir vænt um bæinn okk- ar eins og hann er og gerum okkur far um að búa eins og kostur er í haginn fjTÍr okkur sjálf og eftirkomenduma. Frá öndverðu höfðu bæirn- ir á Nesi tilheyrt Norðfjarðar- hreppi. En árið 1913 var byggð á Nesi tekin að vaxa svo, að hrep mum var skipt og þorpið varð sérstakt hrepps- fé’.ág og nefnt Neshreppur eoa Neskauptún. Fyrstu hrepps- hreppsnefndarkosningar í hinum nýja hreppi fcru fram í júní 1913. Á síðastliðnu ári var því hreppsfélagið, sem var fyrirrennari Neskaupstað- ar, 40 ára gamalt. En þróunin hélt áfram. Þorpið á Nesi hélt áfram að vaxa. Útvegurinn hélt áfram , að blómgast og dafna. Og þeg Undirstöðuabnnr.uvegurinn cr énn liinn sami. Enn sem fyrr er það sjórinn og starf íiski- mannanna, scm öll afkcma fclksins livíiir á. Atvinnutækin hafa að vísu gjörbreytzt í samræmi við kröfur tímans og hina . al- mennu þróun þeirr'a má.Ia. Árabátarnir göm'u eru löngu horfnir af sjónarsviðinu. Þeir gegndu sínu hlutverki með prýði og ötulir og djarfsæknir formerin unnu á þeim, með skipverjum sínum, frábær sjó- sóknarafrek, sem ekki hafa verið á bækur skráð og fiest munu nú týnd í gleymskunnar djúp. Þó er emi ekki um 'sein- an að bjarga frá glötun ýms- f jarðar. Ejósókn á árabátum hlaut að vera bundin við nálæg mið. En með tilkomu véibátanna o inuðust áður óþekktir mögu- leikar. Þeir gerðu mögulega sjósókn á fjarlægari mið. Og ekki stóð á sjómönnunum að nota þá moguleika. Þeir leit- uðu á nýjar slóðir, leituðu nýrra, auðugra fiskimiða — og fundu þau. Og norðfirzkir fiskimenn jusu úr nægtar- brunni hafsins meiri auðæf- um en nokkru sinni fyrr. Það þurfti verulega karl- mennsku til aö stunda lang- róðra á gömlu vélbátunum, sem á nútíma mælikvarða voru litlir og illa útbúnir. Þá Framhald á 11. síöu Davíð Áskelsson: Veskaupstaður í tilefni af 25 ára bæjarréttindum Á hrjóstrugu nesi og harðbýlli strönd, með háfjallsins eggjar við sjónarrönd, við urðir, sem holskeflan óvægin þvœr reis austfirzkur sjómannábœr. Oft var baráttan hörð fyrir brýnustu þörf, í brotsjó var glíman við Ægi djörf, en ótrautt sótti á yztu mið hið ötula sjómannálið. Af bjartsýni og stórhug var byggð okkar reist, með brennandi kappi hvert vandamál leyst, og sigggrónar hendur og bogbt bök báru mörg grettistök. Hún stendur sem vitni um dáð þá og dug og dirfsku, er ríkti í sérhverjum hug. Til að yrkja vort land, til að sækja vorn sjó af sonum hún átti nóg. Við sendum þér óskir um sólskin og fisk, um síaukna velmegun, björg á hvern disk. Byggð þessi vaxi og blómgist hvern dag börnunum sínum í hag. Hver vinnufús liönd fái verkefnagnótt, og vaxi hér æska með drengskap og þrótt, sem hamingjan fylgi og leggi lið í landi og um fiskimið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.