Þjóðviljinn - 30.05.1954, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 30.05.1954, Blaðsíða 8
S) — ÞJÖÐVTLJINN — Suunudagur 30. mai 1954 Samæfing úrvalsliðsins t \ ÍÞRÓTTIR RlTSTJÓRl: FRtMANN HELGASON Þýzka liSið frá Hamfeorg sigraði Reyk|avík> urúrvalið 3:2 effir nokkuð pfnan leik Eftirfarandi grein barst í- jjróttasíðunni svo seint að ekki vnr unnt að birta hana á fimmtudaginn. Höf. taldi þó allt að einu rétt að hún kæmi fyrir almennfngs sjónir: Hvað gerist þegar Þjóðverj- •ar- koma hingað til landsins næstkomandi föstudag? Við höfum lesið allar áætlanir í sambandi við komu þeirra hingað. Þeir eiga að byrja á því að leika við úrval úr R -ykjavíkurfélögunum sem KRR velur að því er blöðin segja okkur. Svo fara þeir uppá Akranes á handfæraveiðar á laugardag, síðan keppa þeir við Skagamenn heima á sunnu- tíag og svo framvegis. Þetta A'itum við allt með nægum fyr- irvara, svo miklum fyrirvara að við getum verið búnir að und- irijúa okkur vel og rækilega tvidir komu þeirra hingað. Við þurfum ekki að efa að l.B.A. er vel undir komu þeirra búið, tilvonandi Reykjavílcurmeistar- ar eru sennilega búnir að fá þá æfingu sem þeir geta feng- ið, en livað um lið K.R.R? Hefur það nokkra æfingu? A.m.k. ekki samæfingu; það á að velja beztu menn úr hverju liði í Rvík og stilla upp í bæjakeppni á milli Hamborg- ar og Reykjavíkur. Hamborg stillir upp liði sem. búið er að æfa: saman í 6 vikur. Allir sjá þvi undirbúning Reykjavíkur- liðsins og úrslitin gefa ekki rétta mynd af getu okkar manna. ■ Við skulum vona að æðstu völd knattspyrnunnar í landinu leyfi elcki , slíkan sofandahátt í framtíðinni. Það er K.S.I. sem á að setja reglugerðir í sam- bandi við keppni úrvalsliða og svo á viðkomandi sérráð að sjá um að öllum reglum sé fylgt, þá fyrst sjáum við hvað okkar menn geta í raun og veru og þá er við engan að salcast. Kristvin Kristinsson Það var auðséð á áhorfenda- fjöldanum að knattspymuunn- endur bjuggust við að sjá góð- an leik og fá tilbreytni frá leikjum félaganna hér, og að vissu marki rættist von áhorf- enda. Þessir þýzku leikmenn eru yfirleitt ungir menn og al- gjörir áhugamenn, en sem kunn- ugt er eru atvinnumenn margir í Þýzkalandþ ýessir ungu menn ráða yfir r.úkilli leikni og flýti en eftir þessum fyrsta ieik að dæma virtust skotin þeirra veika hlið. Samleikur þeirrá er oft léttur og .leikandi en stund- um full þyer og meira af löng- um spyrnum en búist var við. Ef þetta lið er borið. saman við þau þýzku liö sem, komið hafa undanfarið, virðist það tæplega eins sterkt en í þeim munu yfirleitt. hafa. verið nokkr ir atvinnumenn. Vera má líka að þeir hafi ekki verið búnir .að jafna sig eftir sjóferðina frá Hambprg. Eigi að síður geta ísl. knattspyrnumenn mikið af þeim lært hvað snertir leikni, hreyfanleik, hraða og meiri ná- kvæmni í spyrnum. Gangur leiksins. Strax á fyrstu mínútunum gera Þjóðverjar áhlaup sem gengur milli 6 manna en án þess að til skots komi. Til að byrja með lá heldur á Reykjavíkur- liðinu og smátt og smátt fór leikurin að verða jafnari og af og til héldu Islendingar uppi sóknarlotum. Á 25. mín. kom fyrsta veru- lega hættan er Þjóðverjar áttu hörku skot í stöng sem hrökk afturfyrir eftir mjög hraðan samleik fyrir framan markið. Á 25. mín. er það Hörður Fel- ixson, sem hefur opið tækifæri en skaut fyrir ofan. —• Um miðjan leikinn halda Reykvík- ingar uppi sókn af og til en Þjóðverjar hrinda henni og á 32. mín. gera þeir áhlaup vinstra megin. Hannig útherj- inn kemst upp að endamörkum sendir knöttinn eldsnöggt fyr- ir mark og þar kemur Vorss hægri útherji, og skorar óverj- andi. Á 42. mín. er dæmd víta- spyrna á Þjóðverja, Gunnar Guðmanns spyrnir en markmað- ur ver auðveldlega. Á 4. mín. síðari hálfleiks á Óskar Sigurbergs hörkuskot á niark en Múller ver — Á 13. mínútu jafna íslendingar, er Óskar spyrnir, en spyman fer í Þjóðverja og í mark. Leik- urinn gengur á áhlaupum á víxl, framherjarnir ógna marki Þjóðverja, all oft er það meira með löngum sendingum en beint hnitmiðuðum samleik sem þó brá fyrir. Á 33. mín. fá Þjóðverjar horn á Reykvíkinga, Elirhorn tekur það og miöherj- inn Ahrens fær skallað meist- aralega í markið. Á 40. mín. fær raarkmaður Reykyíkinga á sig aukaspyrnu fyrir að hlaupa út úr vítateign- um. Spyrnan lendir í varnar- manni, en hrekkur til hægri framvarðar, sem kominn var fram og skorar með föstu skoti Á næst síðustu mínútu kemst Gunnar Guðmanns inn fvrir vinstra megin, sendir knöttinn yfir til Óskars, sem tekst að koma honum í mark 3:2; nokk* uð réttlát úrslit eftir gangi leiksins. Liðin. Beztu menn Þjóðverjanna veru miðherjinn Ahrens, vinstri útherjinn Hannig pg markmað- urinn. Hægri bakvörðurinn var líka góður. Aftasta vörn Þjóð- verjanna var sterk. Vömin var betri helmingur ísl. liðsins. Halldór Halldórsson átti ágætan leik. Helgi H. Helga er duglegur, en spyi-nur hans eru alltof háar og tilviljun ein ræður hvert þær fara. Gunnar , Gunnars var mjög hreyfanlegur en ekki naut hann sín til fulls í þessum leik, sama er að segja um Gunnar Guð- manns, sem lék sinn lakasta leik í vor. Yfirleitt var fram- línan heldur sundurlaus, þó af og til tækist þeim að finna hvern annan. Miðað við undir- búning var þó furða hvað liðið féll vel saman og úrslit leiks- ins mjög heiðarleg. Dómari var Hannes Sigurðs- son, sem dæmdi ágætlega. AKRANS - IIAMBORG í DAG I dag fer fram á Akranesi annar leikur Þjóðverjanna, sem keppa þar við heimamenn. Er j það fyrsta sinn sem Þjóðverjar keppa þar uppfrá. Er þetta óopinber bæjakeppni milli Akraness, sem hefur 2.900 íbúa og Hamborgar, sem hefur um 1 milljón! Fjallfoss fer upp- eftir í dag með fullfermi fólks og vitað er um fjölda bíla sem leggja leið sína þangað líka. Frá fþióttavellinum: Senn dregur til úrslita í Reykjavibnnétí meistaraíiokks í kvöld kl. 8.30 keppa KJt. og MÖTTtlil Dómari: Þorlákur Þóröarson Klukkan 8.30 annað kvöld keppa VALUR og VfKINGUR Dómari: Hannes Sigurösson. Fylgizt meS síðustu ieikjunum — Mótanefndin IIja Ehrenburg hefur svarað nokkrum spurningum, sem sænska tímaritið Nyheter frán Sovjetunionen hefur lagt fyrir hann og segir að venju margt a.thyglisvert. Hér eru aðalat- xiðin úr viðtalinu. Spurt er hvort nokkrar girnilegar nýj- nngar séu nú á sovézkum bóka- markaði. Og Ehrenburg svarar: —- Af hinni miklu en misjöfnu bókauppskeru frá því í fyrra vildi ég helzt nefna skáldsögu Yeru Panóva Árstíðirnar og betjusögu Vasilí Grossman frá Stalíngrad Fyrir göfugan mái- stað. Og loks eftir mjög langa hið hefur okkur bætzt nýliði, Sergej Antonoff, sem lofar imjög góðu sem skáldsagnahöf- xmdur. Þegar á allt er litið, virðist mér sem sovétbókmennt- Itnar séu nú að komast á nýtt blómaskeið, og búast megi við verulega góðum verkum á næstu árum. Hitt er svo rétt, íið ennþá hafa nútímabók- menntir okkar ekki eignazt neitt verk að örfáum undan- leknum, sem að kostum getur jafnazt á við verk hinna klass- ásku höfunda okkar á nítjándu •old. Sama er reyndar upp á teningnum annarstaðar en í Sovétríkjunum, og ég reyndi að gera grein fyrir, hvernig á iæssu stendur, í langri grein, * Um BÆKUH og annaB * Ehrenburg talar um nýjar sovézkar bækur og menningartengsl við VesturlÖnd sem ég ritaði í tímaritið Snamja fyrir nokkrum mánuðum. (Ör- fá atriði úr þeirri grein hafa áður verið tekin upp hér. — ás.). einkamál manna í nútímabók- menntum okkar í Sovétríkjun- um og bók mín er tilraun til að bæta dálítið úr því... I7hrenburg er spurður hvað hann háfi sjálfur á prjón- unum og svarar: — Eg mér þá reglu fyrir löngu ræða aldrei fyrirfram ,um verk sem enn eru aðeins fyrirhuguð eða rétt nýbyrjuð. Það er tölu- verð áhætta fyrir unga konu að guma af því, að hún með fríðan son undir belti. Það er ekki alveg víst, að hann verði fríður. Kannski fæðir hún líka dóttur en ekki son. Og ef til vill leysist henni höfn. Sama máli gegnir okkur rithöfunda, sem göng- um með skáldverk ... Hins veg- ar get ég sagt, að ég hef ný- lokið við skáldsögu sem mun fá nafnið Leysingar. Hún ger- ist í bæ einum við Volgu og snýst um fjölskyldu- og hjóna- bandsdrama. Mér finnst allt- of lítið hafa verið ritað um TTvað getið þér sagt um menningartengsl Sovétríkj- Ilja Elirenburg. anna og Vesturlanda um þess- ar mundir? — Það er óneitan- leg og náttúrlega aðeins gleðileg staðreynd, að menningarskipt- in yfir landamærin hafa auk- izt mjög undanfarið. Alþjóðleg- ir menningarviðburðir eiga sér stað nú hver á eftir öðrum í Moskva og öðrum sovétborg- um. Indverska listsýningin, sem haldin var í fyrra víða um Sovétríkin, var ýkjulaust geysi- velheppnuð. Eg get kannski skotið því að handa þeim, sem talin hefur verið trú um, að við þolum ekki aðra list en raunsæislist, að á þessari sýn- ingu voru margar hreinræktað- ar abstraktmyndir. Finnska listsýningin vakti einnig mikla athygli, einkum höggmyndirn- ar. — Ehrenburg minnist nokk- urra annarra menningarvið- burða og Segir síðan: — En mesti alþjóðlegi menningarvið- burðurinn í Moskva á þessu ári var annars koma leikflokks- ins frá Comedie-Frangaise. Það er til merkis um það, hve mik- ill áhugi var á sýningum hans í Moskva, að hver einasti miði r var seldur fyrirfram og það áður en búið var að líma upp fyrstu götuauglýsingarnar. Sumir hinna mörgu leiklistar- unnenda, sem ekki tókst að krækja sér í miða, töluðu á eftir um „Tragedie-Frangaise“ Eru nokkrar ráðagerðir um, hvemig auka megi þessi menningartengsl? — Að því er mér virðist, ætti ekkert að geta tálmað því, að menningarsam- vinna Sovétríkjanna og út- landsins verði aukin, öllum til gagns. Nefna mætti, að Moskva- ballettinn er nú að undirbúa sýningar í París. (í síðasta þætti var sú saga öll rakin, — ás.). Okkur langar líka til að fá hina frægu La Scala-óperu til Moskva oe til að bjóða heim flokkum frá hinum beztu ensku leikhúsum til að sýna okkur, hvernig Shakespeare er leikinn í heimalandi sínu. Eg vona einnig, að hægt verði að koma upp sýningu á franskri nútímamyndlist í Moskva. Fyrst ég minnist á listsýning- ar, þá vil ég bæta því við, að mér væri umhugað um, að sov- étborgurum gæfist kostur á að sjá nokkur sýnishorn af t. d. hollenzkum og sænskum arkí- tektúr og hvernig þið Svíarnir farið að því að búa heimili ykkar, en fyrir það dái ég ykkur mikið. ás.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.