Þjóðviljinn - 16.06.1954, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.06.1954, Blaðsíða 1
* Miðvtkudagur 16. jání 1954 — 19. árgangur — 131. tölublað Skrifsfofur söfnunarinnar verSa opnar til kl. 11 i kvöld Yáum í kvöld! Með stærsta átaki söfnunarinnar getum við tilkynnt fullan sigur í blaðinu á morgun Okkur vantar 97.000 kr. til að ná markinu — og í dag er 16. júní! Söfnunarnefndin skorar á alla sós- íalista um allt land að einbeita orku sinni til þess að ná íullum .sigri þegar í kvöld — til þess að hægt verði að tilkynna hann í blaðinu á morgun, 17. júní á 10 ára aímæli lýðveldisins. Til þess þarf stærra átak en nokkru sinni fyrr í þessari glæsilegu söfn- un og enginn má sitja hjá. En okkur a að vera þetta kleift með sameinuðu átaki, og þá væri sigurinn fullkomnaður. Skriístofur söfnunarinnar á Þórsgötu 1 verða opn- ar til kl. 11 í kvöld, og eru allir áhugamenn beðnir að hafa sem bezt samband við þær. Sími 7510. Upphaflega gerði söfnunar- nefndin sér vonir um að loka- markinu yrði náð með því sem inn kæmi 17. júní —tíminn var það naumur og upphæðin það há að ekki var talið veita af hverjum degi. Söfnunin hefur hins vegar gengið svo vel að tök eiga að vera á því að ná markinu einum degi fvrr en á- formað var. Við höfum áður sýnt það í þessari söfnun, að við getum náð meiri árangri en dæmi eru til með snöggum á- hlaupum. Hæsta talan sem náðzt hefur til þessa er rúm 60.000 kr. og okkur ber að ljúlta verkinu með stærra á- taki en nokkru sinni fyrr. Það hefur ævinlega verið háttur okkar í söfnunum, og sízt ber sósíalistum að bregða þeim vana sínum í þessari sókn sem þegar er orðin bæði ,,íslands- met og heimsmet" eins og Vísir komst að orði. Friðrik er í þriðja sæti t slceyti til útvarpsins í gær var skýrt frá því að í tóífta umferð á skákmótinu í Tékkó- slóvalíiu hefði Friðrik Ólafsson unnið Guðmund Pálmason. Hef- nr Friðrik þá átta og liáli'an vinning og er í þriðja sæti. Fyrsta og annað sæti skipa Pacliman og Szabo með níu og hálfan vinning hvor. Islendingarnir töpuðu bið- skákunum í elleftu umferð, Friðrik fyrir Sliwa og Guð- mundur fyrir Szabo. P.ins og útvarpið gat um í gær hefur danski taflmeistarinn Eigil Pedersen ritað fréttagrein um skákmótið í Prag í Berlingatið- indi. Sú grein snýst að veruiegu leyti um Friðrik Ó afsson, sem hefur komið mönnum þar syðra he’dur betur á óvart með snja lri taf'mennsku. Nefnir Pedersen einkum skákirnar við Ciocaltea og Barcza. Áhorfendur, sem voru margir fögnuðu þessum tafilok- Framh. á 6. síðu 11 þús. kr. frá Sandgerði I gær bættust okkur 38.000 kr. Verulegur hluti af þeirri upphæð, eða 11.000 kr., var frá Sandgerði, sem þannig hefur tryggt sér mjög myndarlegan sess í þessu átaki. Framlögin frá Reykjavík voru einnig fjöl- mörg og góð, og mætti segja af þehn margar sögur um hug og sjálfsvirðingu íslenzkra sós- íalista í þessu starfi. En þótt þessi upphæð sé há þurfum við að gera meira en að tvöfalda hana í dag. Árangurinn veltur á því að allir grandskoði síð- ustu möguleika sína til starfa, það er komið undir þínu starfi og mínu hvort sigur vinnst. Sig- urlaunin eru mikil og hver ein- asti sósíalisti á Xslandi \c.rður að geta sagt að hann hali per- sónulega unnið fyrir þeim. Hver maður til starfa 1 dag. Vinnum sigur í kvöld. ¥esturifeldin slítcz viðræðum um Kóreu Neita að ræða tillögu um hlutleysi og aivopnun landsins Vesturveldin slitu í gær viðræðum í Genf um samein- ingu Kóreu. í upphafi fundarins um Kór- eu lagði Nam II, utanríkisráð- herra Norður-Kóreu, fram til- lögur um ráðstafanir til að fyr- irbyggja að stríð blossaði upp á ný og greiða götu samein- ingu landsins. Fækkað í herjum, engin bandalög Tillögurnar eru á þá leið, að fækkað skuli í herjum Norður- og Suður-Ivóreu niður í 100.000 menn. Allt erlent herlið skal Framhald ó 6. sihu Mynd frá Guatemala. Eldfjall í baksýn Dulles hvetur til stjórnar- by Itingar í Guatemala Dulles, utani'íkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti i gær íbúa Mið-Ameríkuríkisins Guatamala til að steypa stjórn landsins af stóli. Dulles komst svo að orði við blaðamenn í gær að enginn vafi væri á því lengur að kommún- istísk ógnarstjórn ríkti í Guate- mala. Kvaðst hann sannfærður um að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar vildi binda sem fyrst endi á það ástand með því að losa sig við núverandi ríkis- stjórn. Ríkisstjórn Guatemala, sem er ein af örfáum lýðræðislega kjörn um ríkisstjórnum í Mið- og Suð- ur-Ameríku, tók sér nýlega al- ræðisvald í mánuð meðan verið væri að uppræta samsæri um að steypa henni af stóli með vopnaðri uppreisn. Að samsær- inu standa stórjarðeigendur sem njóta bandarísks stuðnings. Hefur Bandaríkjastjórn sýnt Guatemala fullan fjandskap síð- an nokkru af lendum banda- ríska auðfélagsins United Fruit var skipt milli landbúnaðar- yerkamanna. Dulles kvað stjórn Bandaríkj- anna vera að bera saman ráð sín við stjórnir allra Ameríku- ríkja um að kalla saman heims- álfuráðstefnu til að ræða aðgerð- ir gegn Guatemala. Churchill forsætisráðherra skýrði brezka þinginu frá því i gær að Eden utanríkisráðherra og Sjú Enlæ, utanríkisráðherra Kína, liefðu samið um það með sér í Genf að fullt stjórnmála- samband skuli tekið upp á næstunni milli Bretlands og Kína. Bretar viðurkenndu alþýðu- stjórn Kína árið 1950 og hafa síðan haft sendifulltrúa í Pe- king en engin kínversk sendi- sveit hefur verið í London. Nú. kemur kínversk sendisveit þangað innan skamras og síð- en munu löndin skiptast á sendi- herrum. Churchillog Edená fursd Eisenhowers Reyna að greiða úr öngþveitinu, sem Vesturveldin eru kamin í Forsætisráðherra og utanríkisráðherra Bretlands fara til Bandaríkjanna í næstu viku í boði Eisenhowers forseta. Churchill f orsætisráðherra1 skýrði brezka þinginu frá þessuj i gær. Hann kvaðst myndi fljúga vestur um haf ásarnt Eden utan- ríkisráðherra á fimmtudaginn í næstu viku og dvelja i Washing- ton fram á mánudag. Hvað á að koina í staðinn? Dulles utanrikisráðherra sagði blaðamönnum í Washington að viðræðurnar við Bretana yrðu ó- formlegar og ekki bundnar við beina dagskrá. Hann taldi víst að rætt yrði um stofnun hernað- arbandalags Vesturveldanna í Austur-Asíu og hvað komi eigi í staðinn fyrir Vestur-Evrópuher- inn ef hann fæst ekki stofnaður. Djúpstæður ágreiningur Reutersfréttastofan sagði í gær að verkefni brezku og banda- rísku stjórnmálamannanna yrði Framh. á 5. síðu 903.000 Ein milljón króna fyrir 17. júní 'Vl millj. ~ % millj. |- -% millj. 1 millj.| ^903.000

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.