Þjóðviljinn - 16.06.1954, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 16.06.1954, Blaðsíða 12
Saitmmgm’ imdirrltczðlr í gær í dellnsiitl mti sild veiðikj örm :iærri hlnt þegar skipin liafa náð vissu - Kauptrygging liækkar í 1941 kr. á mán. Sjómenn f aflamagni í gasr kl. 5 voru undirritaðir nýir samningar um kaup og kjör á síldveiðum á komandi sumri. Hafði þá samningafundur staðið yfir óslitið frá kl. 9 í íyrramálið fyrir milligöngu sáttasemjara, Torfa Hjartarsonar. Sjómannafélögin náðu fram verulegum kjarabót- um. Hækkar hlutur skipverja meir en áður var, þeg- ar komið er yfir visst aflamagn. Þá náðist fram nokk- ur hækkun á kauptryggingunni. Að samningnum standa öll Gildir tii 1 árs sjómannafélögin nema Jötunn í Vestmannaeyjum og félögin á Vestfjörðum. Verkfall hafði verið boðað frá og með nk. þriðjudegi, en því hefur nú ver- ið aflýst þar e5 samningar hafa tekizt milli aðila. Hlutur sjómanna hækkar Eins og fyrr segir hækkar hlutur sjómanna þegar skipin hafa náð vissu aflamagni- Á skipum 70 smálesta og minni, sem fiskað hafa fyrir 350 þús. kr. hækkar hlutur sjómanna ’úr 38,55% af brúttóafla í 40,5% eða 2,7% á mann. Á 70-100 smál. skipum, sem fisk- að hafa fyrir 430 þús. kr. hækkar hlutur skipverja úr 37,28% eða 2,33% á mann í 38,8% ec-a 2,43% á mann af því sem fram yfir er lágmapk- ið. Hlutur skipverja á öðrum skipastærðum hækkar í svip- uðu hlutfalli. Hækkun á tryggingu — Ákvæði um tryggingatíinabil Kauptrygging háseta hækk- ar samkvæmt samningnum úr 1830 kr. á mánuði (grunn- trygging) í 1941 kr. á mánuði- Tryggingatímabil hjá þeim bát- iim, sem stunda reknetaveiðar við Suðurland yfir sumarið Skal teljast frá skrásetningar- degi til 30. sept. Sé þá haldið áfram síldveiðum hefst nýtt tryggingatímabil. Áður var allur veiðitiminn talinn eitt og sama tryggingatímabil. Þá er nýtt ákvæði í samn- ingnum um það, að séu rek- netaveiðar við Suðurland stund- aðar yfir hásumarið (júní-ág.) skuli skipverjum tryggt að þeir eigi annari hvern sunnudag í landi. Frítt fæði matsveins Enn er það nýmæli í samn- ángnum, að fari fæðiskostnaður ekki fram úr 750 kr. á mánuði skal 1. matsveinn hafa frítt fæði. Verði fæðiskostnaður hærri en þó ekki yfir 850 kr. á mánuði skal 1. matsveinn hafa hálft fæði frítt. Gildistími samningsins er frá undirskriftardegi til 1. júní 1955 og framlengist hann um 1 ár í senn sé honum ekki sagt upp með 2ja mánaða fyrirvara af öðrum hvorum aðila- Samninganefnd sjómanna Eins og fyrr segir standa að samningnum öll sjómanna- félögin utan Vestmannaeyja og Vestfjarða. I samninganefnd sjómanna áttu þessir menn sæti: Jón Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri ASl, Lórenz Hall- dórsson frá Sjómannafélagi Akureyrar, Krstján Eyfjörð og Pétur Óskarsson frá Sjó- mannafélagi Hafnarfj., Sigfús Bjarnason frá Sjómannafélagi Reykjavíkur, Ólafur Björnsson frá Verklýðs- og sjómannafé- lagi Keflavíkur, og Magnús Guðmundsson frá Fiskimat- sveinadeild Sambands mat- reiðslu- og framreiðslumanna. Átta ísleuzkar konur í briggja vikna kynnisíör m Sovétríkin Kveimasamband Sovétiíkjanna býður Menningar- og Iriðarsamtökum íslenzkra isvenna Með Gullfaxa fór héðan í morgun kvennasendinefnd á- leiðis til Moskvu. Það er Kvennasamband Ráðstjórnar- ríkjanna sem býður Menningar- og friðarsamtökum ís- lenzkra kvenna að senda átta konur í þriggja vikna kynn- isför um Sovétríkin. Þessar konur hafa þegið boð- ið: Frú Sigríður Eiríksdóttir, formaður Hjúkrunarkvennafé- lags Islands, en hún er formað- ur nefndarinnar. Frú María Þorsteinsdóttir, varaformaður Menningar- og friðarsamtaka íslenzkra kvenna. Frk. Rannveig Tómasdóttir, starfsmaður hjá Hagstofunni. Frú Elínborg Pálsdóttir, frá kvenfélaginu Tíbrá í Höfn í Hornafirði- Frú Ásta Ölafsdóttir, for- maður verkakvennafélagsins Brynju á Siglufirði. Frk. Þórhildur Ólafsdóttir, 11 leigubílstjórar kærðir fyrir leynivínsölu Undanfarna daga hefur lög- reglan í Peykjavik unnið nokk- uð að því að afla sannana fyrir leynivínsölu bifreiðastjóra. Verða kærur á hendur 11 leigu- bílstjórum hér í bantim sendar til sakadómara í dag til frekari rannsóknar. Verið allsgáð 17. júní Um hverja helgi undanfarið hefur verið mikið um ölvun á almannafæri hér í bænum, — svo ekjki sé minnzt á ölvunar- söfnuðírin er flykktist til Þingvalla. Þjóðhátíftardagurinn, 17. júní, J0 ára afmælisdagur lýðveldisins er á morgun. Yf- irleitt hefur framkoma manna við hátíðahöldin 17. júní ver- ið til sóma, en því miður hef- ur nokktfð borið á því undan- farin ár, þegar líða hefur tek- ið á kvöld 17. júní, að ölvað- ir menn hafa orðið til leið- inda. I»að eru eindregin tilmæli þjóðhátíðarnefndar til allra að gæta þess að setja ekki leiðindablæ á bátiðahöldin á morgun með ölvun á al- mannafæri. Ern allir hvattir til þess að verða við þessari áskorun. forstöðukona barnaheimilisins Laufásborg. Frú Ásta Bjarnadóttir, gjald- keri Menningar- og friðarsam- taka íslenzkra kvenna. Frú Halldóra Guðmundsdótt- ir, formaður Nótar, sveinafé lags netagerðarmanna. (Frá Menningar- og friðar- samtökum íslenzkra kvenna). Miðvikudagur 16. júní 1954 — 19. árgangur -—• 131. tölublað Stúdentar kref jast þess að her- námsliðið hverfi úr landi Myndarlegt stúdentablað, helgað 10 ára afmæli lýðveldisins, kemur út í dag „Stúdentar telja, að segja beri upp herverndarsamn- ingnum svo fljótt sem unnt er og hinn erlendi her þá !át- inn hverfa úr landinu. Telja stúdentar hér um brýnt sjálf- stæðismál allrar þjóðarinnar að ræða og vilja því í dag hvetja þjóðina til einingar í því máli“. Með þessum orðum lýkur á- varpi frá stiidentaráði Háskóla Islands, sem birt er á fyrstu síðu Stúdentablaðsins er kem- :STUDEN1ÁBMÐ- u-Ávr. 17. JÚ-iSií 19 5-i t-m-v ur út í dag og helgað er 10 ára afmæli lýðveldisins. — Er blaðið vel úr garði gert, og í höfuðatriðum til mikils sóma. Þessar greinar eni helztar í blaðinu: Ólafur Lárusson prófessor: 1 afturelding, grein um loka- áfanga sjálfstæðisbaráttunnar fyrir 1944. Björn Hermannsson formaður stúdentaráðs: Hug- leiðingar á 10 ára afmæli lýð veldisins. Þorkell Jóhannesson prófessor: Jón Sigurðsson. Öl- afur ITansson sagnfræðingur: íslenzk frœði 1911-1954 Háskóli íslands opnar békasýningu með þessu naini í Þjóðminjasainshúsinu í dag „íslenzk fræði 1911—1954“ nefnist bókasýning, sem cpnuð verður í dag í húsi Þjóðminjasafnsins og haldin er að tilhlutan Háskóla íslands í tilefni af 10 ára afmæli hins íslenzka lýðveldis. Á sýningu þessari eru liðlega 1000 bindi og þar að auki nokk- ur hundruð sérprentaðra rit- gerða eftir íslenzka höfunda. Sýningunni er ætlað að gefa yf- irlit um þróun íslenzkra fræða síðan 1911, er Háskólinn var stofnaður, til þessa dags og sýna öll helztu rit íslendinga um ís- lenzk fræði á þessu tímaþili. Sýningin nær ekki aðeins til þeirra fræðimanna íslenzkra, er starfað hafa við Háskólann á tímabilinu, heldur einnig til allra ísl. fræðimanna heima og crlendis, er á sama tíma hafa lagt hönd á pióg og stuðlað að því að skipa íslenzkum fræðum þann sess, er þau nú eiga í vit- und þjóðarinnar. Fyrirferðamesti flokkurinn á sýningunni f.iallar um sagnfræði og sk.vld efni. Af sagníræðileg- um ritum eru sýnd 270—280 bindi; við bætast svo manntöl og ættfræðirit, alls um 50 bindi og ævisögur af ýmsum gerðum, um 110 bindi alls. Einn flokkurinn á sýningunni fjallar um íslenzka málfræði og eru þar um 80 sjálfstæðar bæk- ur og margar sérprentanir. Rit í flokki orðabóka eru 30—40 að tölu, rit bókmenntasögulegs eðl- is um 80 auk fjölda sérprentana, um 200 bindi fornrita og 60 bindi íslenzkra þjóðsagna. Auk þess eru sýnd nokkur dæmi um útgáfur íslenzkra rita frá síðari öldum. Sýningin verður opnuð kl. 17 í dag fyrir gesti og flytja þá ávörp próf. Alexander Jóhannes- son háskólarektor, próf. Þorkell Jóhannesson form. sýningar- nefndar og Bjami Benediktsson menntamálaráðherra. Sýningin verður opnuð fyxir almenning kl. 18 í dag og síðan opin daglega til mánaðamóta kl. 13—19 og á sunnudagskvöldum auk þess kl. 20—22. Aðgangur er ókeyp- is og öllum heimill. Að kvöldi þjóðveldisins. Bjarni Benediktsson blaðamaður: 17. júní 1914, grein um stofndaga lýðveldisins og hvar hugsjón- um þe;rra er nú komið Dr. Gunnlaugur Þórðarson: Sókn í landhelgismálinu. Þá koma nokkrir kafiar úr ritnm Jóns Sigurðssonar. Björn Sigfússon: Skraf um fjölgun þjóðar. Birt er kvæði Fornólfs: Yfirlit. Þor- varður Örnólfsson kennari: Fastheldni við sannleikann. Saga eftir Sigurjón Einarsson stud. theol: Sáuð þið hana syst- ur mína. Leifur Ásgeirsson pró- fessor: Vísindi á Islandi. Og er þó ekki allt talið. Vökupiitar þeir er kosnir voru í ritnefnd blaðsins neit- uðu, er til kom, að starfa í henni. Er það auðskilið mál þegar þess er gætt að blaðið er einkum helgað sjálfstæðis- málum þjóðarinnar. Bær brennur Síðastliðinn sunnudag brann íbúðarhúsið á Húsey í Vall- hólmi í Skagafirði. Heimafólk var að rúningu þegar eldurinn kom upp og varð ekki áð gert þegar hans varð vart. Einhverju var þó bjargað af neðri hæð hússins. Uppboð á óskilamunum í vörzlu lögreglunnar, er ekki hef- ur verið vitjað og eigandi ekki fundizt að, verður haldið í dag og hefst það kl. 1.30 á Frí- kirkjuvegi 11. Er hér um hina margvíslegustu hluti að ræða. Nýtt íslandsmet í sleggjukasti Á 17. júnímótinu í gærkvöldi setti Þórður B. Sigurðsson KR nýtt Islandsmet í sleggjukasti: 49.41 m. Eldra metið átti hann sjálfur, 48.26, sett í fyrra. Ann- ar varð Pétur Kristjánsson F.H. 44.55. Þriðji Þorsteinn Löve KR 43.57. 1 400 m. undankeppni fyrir keppnina 17. júní sigruðu þess- ir og keppa til úrslita: Guð- mundur Lárusson 49.5, Þórir Þorsteinsson Á. 52.6, Pétur Einarsson iR 52.9, Björn Jó- hannesson UMFK 53.7. Mjög vel var mætt til keppn- innar í gærkvöldi, en í kvöld kl. 8 hefst undankeppni í 100 m. hlaupi, langstökki og stang- arstökki. Frá úrslitum í öðrum grein- um verður sagt í blaðinu á morgun.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.