Þjóðviljinn - 16.06.1954, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.06.1954, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 16. júní 1954 — ÞJÓÐVIUINN — (7 „Þwelajörð þér veröld veröur, verk þín sjálfs geri þiff frja san.“ Olatth. Joch.), Island er aftur frjálst, orð- ið sjálfstætt lýðveldi, eftir sjö hundruð vetra erlenda konungs- stjórn. Hörð og löng sjálfstæðisbar- átta er til lykta leidd. Saga og andi þeirrar sjálfstæðisbaráttu má aldrei líða íslendingum úr minni, því það frelsi, er vér nú höfum fengið, er árangur þeirr- ar erfiðu baráttu. Öldum saman, eftir að Gamli sáttmáli var gerður, veittu feð- ur vorir erlendum ágangi við- nám. Með vopn í hönd var stað- ið gegn ásælni erlendra ágangs- seggja. Hvað eftir annað var liði safnað til að hnekkja „inn- rásarherjum” þeirra tíma, er- lendum sjóræningjakaupmönn- um og fylgiliði þeirra. Umboðs- menn hins erlenda valds, sem yfir landinu drottnaði, fengu einnig að kenna á frelsisást iandsmanna, er þeir gengu á rétt þeirra og hag. Hvað eftir annað voru æðstu embættis- menn hins erlenda valds, hirð- stjóramir, drepnir, meira að segja helgi biskupsdóms Jóns Gerrekssonar fékk ekki lamað vígreifa frelsisást fslendinga. í augum erlendra drottnara varð ísland svo „alræmt“ fyrir þrjósku og frelsishyggju lands- manna, að Englandskonungi leizt óráð að kaupa land með slíkum íbúum af Danakonungi, þegar það var falt. Það var barizt og barizt hart fyrir frelsi þessa lands á þeim tímum. Tvívegis á sext- ándu öldinni er landið hreinsað af Dönum, 1541 og 1551, — allir fulltrúar j’fjrþjóðarinnar, er til náðist, drepr.ir. Herskiþ eru svo send til að bæla niður mótþróann og á síðari hluta aldarinnar eru íslendingar af- vopnaðir, líklega mestmegnis með því að ofbeldi er við oss' beitt til að svipta oss siðustu verjunum. Síðan var einok- unin og „siðabótin“ látin sjá um að merja andlegan þrótt úr þjóðinni svo sem frekast varð gert; En það tókst aldrei að drepa úr henni kjarkinn að fullu, hvernig sem að var farið. Og þegar frumherjar frelsisins á 18. og 19. öld vöktu henni vonir á ný, þá uxu kraftar hennar óðum. Gamli frelsisandinn vaknaði óðar, þegar leiðtogar hennar kölluðu hana til bar- áttu. Ekkert afturhald megnaði að kæfa hann. engin afsláttar- stefna að meíða hann. Jón Sigurðsson lýsti því 1841 fyrir íslendingum, hvernig vér yrðum að skapa oss vísi til sjálfstjómar og vera reiðubún- ir, t. d. þegar Danmörk lenti í stríði eða yrði hernumin, að taka o-ss fullt frelsi. Og hann horfði lengra fram: Vér yrðum lika að vera reiðubúnir að verja það: „Land vort er eigi auðsótt", sagði hann. Yfirgnæfandi meirihluti þjóð- arinnar fylkti sér um stefnu hans, um kjörorð frelsisins: eigi vík.ia. Þjóðin hélt fas’t við þessa írelsisstefnu undir forustu Benedikts Sveinssonar sýslu- manns. Og þegar hættan var mest á afslætti og tilslökun .1908, þá kvað Skúli Tliorodd- sen unp úr um að hvergi skyldi vikið frá stefnu til fulls fyrir réttum tíu árum — 16. júní 1944 — kom út hátíðablað af Þjóð- janum, helgað lýðveldisstofnuninni. Fyrstu greinina í pví blaði skrif- aði Einar Olgeirsson — og er hún prentuð í annað sinn hér á síðunni í dag. Hún er ekki aðeins birt á nýjan leik til að rifja upp pann liug sem gagntók pjóðina er lýöveldið var stofnað, heldur er par varað mjög eindregið við peim hœttum sem framundan biðu — og síöan hafa verið ieiddar yfir pjóðina. Þessi grein Einars minnir á hið trausta og óhvik- samhengi í starfi Sósíalistaflokksins, stefnufestu hans og djúptœk- an skilning á vandamálum pjóðarinnar. frelsis og yfirgnæfandi meiri hluti þjóðarinnar fylkti sér um stefnu hans, stefnu Jóns Sig- urðssonar, stefnu íslenzks frels- is. Þjóðin staðfesti þessa ákvörð- un sína 20.—23. maí 1944. Það, þurfti litla baráttu þá. Baráttan hafði verið háð i frelsisbardög- um fimmtándu og sextándu aldarinnar, í kosningahriðum og þrr tlausum áróðursherferð- hættum en þeim, sem þá steðj- uðu að íslandi. — Og ennfrem- ur sú skylda að láta lýðveldið veita þjóðinni meiri hagsæld og hamingju en nokkur undan- farin kynslóð á þessu landi hefur átt kost á að öðlast. Frelsið er ekki hnoss, sem menn eignast í eitt skipti fyrir öll. Daglega verður að heyja baráttuna fyrir því, jafnt til að öðlast það sem til þess að EINAR OLGEIRSSON um nítjándu og tuttugustu ald- arinnar. Það þurfti aðeins þá festu að \nlja taka á móti sigr- inum, sem fyrirrennarar og for- feður núliíandi kynslóðar höfðu unnið. Og það var gert — með þeirri virðingu og einingu, að sómi var að. ★ „Eftir er enn yðvarr hluti“, — sagði Skarphéðinn, er hann hafði vegið Þráin á Markar- fljóti. Svo myndu nú forfeður vorir mæla til vor, éf þeir mættu. Nú hvilir á herðum oss að tryggja og varðveita hið ný- stoínaða lýðveldi, vinna það verk, sem glæsilegri kjmslóð Sturlungaaldarinnar mistókst. Og það gagnvart margf&lt meiri varðveita það, Aðeins þannig verður það snar þáttur í lífi þjóðarinnar, — inntak, sem engin kúgun fær drepið. ★ Þjóðfrelsi voru er hætta bú- in meðan stórveldastefna er til i heiminum, meðan nokkrir auðdrottnar ráða yfir fram- leiðslutækjum stórþjóðanna og nota fjármagn þeirra og her- vald í sína þágu, þegar þeim býður svo við að horfa. Vold- ugir einokunarhringar, banka- drottnar og hervaldssinnar nú- tímans eru arftakar þeirra sjó- ræningja, einolcunarkaupmanna og drottnara fortíðarinnar, sem áður þjörmuðu að landi voru og komu þjóðinni á heljarþröm. Eitt- sinn grönduðu drottnar- ar Norðmanna og siðan Dana frelsi voru. Nú væntum vér frekar aðstoðar frá þessum þjóðum, til að halda því. — f gær var enskt auðvald sá skuggavaldur, sem hélt atvinnu- lífi voru í helgreipum. — í dag er það þýzki nazisminn, — junkaravaldið grátt fyrir járn- um og Hansastaðadrottnunin afturgengin, — sem ógnar oss sem öðrum lýðfrjálsum þjóðum. — Á morgun getur svo farið, að ameriskt auðvald og hervald sé orðið aðalhættan fy.rir frelsi vort, ef sú stefna verður þar ofan á, sem heimtar að heim- inum sé skipt niður i áhrifá- svæði hinna voldugu, og smá- þjóðirnar ofurseldar þeim. Þrotlaus varðstaða gegn þess- um hættum, hvaðan sem þær kunna að koma, er skylda vor. Og þá fyrst reynir á oss, hvort vér erum þeirra forfeðra verð- ugir, sem í dag hafa fært oss lýðveldið sem ávöxt af fórnum sínum og baráttu. Vér sósíalistar viljum leggja fram vora krafta til þess að þjóðin vinni sigur í þessari baráttu. Þjóðviljinn gamli var eitt- hvert skeleggasta málgagn þjóðar vorrar í frelsisbarátt- unni gegn Dönum. Þjóðviljinn nýi mun alltat skoða það helga skyldu sina að vara opinskátt við þeim hættum, sem þjóðfrelsinu eru búnar, hvaðan sem þær koma — og hvað sem sú barátta á hverjum tíma kann að kosta — einnig bann og brottflutn- inga. . Sósíalistaflokkurinn — og Kommúnistaflokkurinn á und- an honum — sýndu þjóðinni fram á yfirdrottnun hins brezka fjármálavalds hér á landi á sínum tíma, — vöktu látlaust máls á hættunni af þýzka nazismanum, þegar flest- ir flutu sofandi að feigðarósi núverandi styrjaldar. Sósíal- istaflokkurinn hefur staðið gegn ágangi brezks afturhalds hér, þegar það hefur beitt hér valdi sínu, og mun standa gegn ame- rísku afturhaldi, ef það gerir alvöru úr hótunum „New York Times" og „Vísis". — Og Sósíal- istaflokkurinn vonast til þess að geta myndað órofa banda- lag við önnur samtök og flokka þjóðarinnar, þegar til alvörunn- ar kemur í þessum málum. En það væri of seint að byrja slíkt bándalag, þegar t. d. her- nám skylli yfir. Það þarf nú þegar að heyja baráttuna til verndar þjóð- frelsinu. Og þá baráttu verður að skipuleggja á ölluin sviðum þjóðlífs vors, ■— jafnt í stjórn- r i 'fS.H T'".' málum, efnahag sem tngnntun, því það þarf sterka, samhenta, frjálsa þjóð, til að sigra i þeim átökum. Nokkrar höfuðráðstafanir, sem þjóðin nú þegar þarf að gera til þess að undirbyggja þjóðfrelsi sitt, eru þessar: 1. Beina utanríkispólitík 'sinni markvíst að því að tryggja sjálfstæði landsins, bæði með því að útvega ábyrgð stórvelda hinna sameinuðu þjóða á frið- helgi þess og frelsi og með samstarfi og bandalagi við þau öfl og þær þjóðir, sem vinna að því að mannréttindi og þjóð- réttindi séu í heiðri höfð. 2. Tryggja og efla lýðræði og þingræði í landinu. Stjórnar- skrá hins íslenzka lýðveldis verður að tryggja jafnréttí allra íslendinga, — minnsta kosti í kosningum og fyrir lög- unum. Jafnrétti er alltaf fyrsta skilyrði bræðralags. Stjómar- skráin verður líka að styrkja og efla vald Alþingis og koma í veg fyrir að nýtt konungsvald mjmdist í landinu. — Ef brjóta ætti á bak aftur lýðræðið í landinu: jafnrétti kjósendanna — og eyðileggja vald Alþingis' með því að fá forseta konungs- vald, — þá vær þar með unnin fyrstu verkin til þess að granda þjóðfrelsinu hka. — Það er engin tilviljun að t. d. Vísir, málgagn ameríska afturhalds- ins á íslandi og ríkisstjórnar- innar, heimtar samtímis að verkalýðshreyfingin sé brotin á bak aftur „í eitt skipti fyrir öll“ og landið gert að amerisku áhrifasvæði, — og fylkir sér svo með þeirri afturhaldsklíku, sem heimtar afnám lýðræðis í kosningum og rýrt vald Alþing- is, til að skapa nýtt konungs- vald í landinu. — Menn muna máski hver afleiðingin varð fyrir sjálfstæði Austurríkis af því að verkalýðshreyfingin var brotin þar á bak aftur 1934: inn- limun í nágrannastórveldið 1938. — Til þess eru vítin að varast þau. 3. Leggja öruggan grundvöll að efnahagslegri afkomu Is- lendinga, hvað utanríkisvið- skipti snertir. Semja við aðrar þjóðir, einmitt nú, þegar þjóðir Evrópu hafa mestan hag af stóraukinni matvælaframleiðslu vorri, um það að vér fáum að selja þeim allt, sem við getum framleitt á grundvelli fullkom- innar, vísindalegrar hagnýting- ar á fiskimiðum vorum. Á grundvelli stóraukinnar útgerð- ar og fiskiðnaðar hlýtur ísland fyrst og fremst að byggja efna- hagslegt sjálfstæði sitt og vel- ferð landsmanna. 4. Tryggja að ekkert atvinnu- leysi verði í landinu. Það yrði að gerast með því að kaupa í stórum stíl haganleg fram- leiðslutæki (ný skip, vélar og verksmiðjur) fyrir fé það, er vér nú eigum erlendis, og marg- falda afköst landsihanna og framleiðslu vora í'krafti stór- virkra atvinnutækjá og full- kominnar hagnýtingar vinnu- aflsins og auðlinda þjóðarinn- ar. Þess yrðí vandlega að gæta að auka aðeins hina heilbrigðu framleiðslu þjóðaritjn.Er og allt yrði þetta að gerast eftir ákveð- Framhald á 9. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.