Þjóðviljinn - 26.06.1954, Qupperneq 4
4) — ÞJÓBVXLJINN — Laugardagur 26. júní 1954
Ihaldið ber ábyrgð á því að togaraflotinn er
stöðvaður í þágu hernámsliðsins
MorgunblaSiS lýsir afleiSingunum af
sfefnu sfjórnarftokkanna
og öðrum framkvæmdum í
Haskóli í lífeðlisfræði eða hamingju — Að elta með
iskammbyssu og hótunum — Öspillt náttúra
í Hvalfirði
Morgunblaðið lýsir í gær í
forustugrein þeirri alvarlegu
sýkingu sem mótar nú efna-
hagslíf þjóðarinnar og birt-
ist bezt í því að yfir 30 ný-
sköpunartogarar hafa nú ver-
ið stöðvaðir til þess eins að
tryggja hernámsliðinu nægi-
legt vinnuafl. Morgunblaðið
er auðsjáanlega hrætt við al-
menningsálitið, og kemst m.a.
.. svo að orði: .
„Erfiðleikar togaranna eru
mjög alvarlegs eðlis. Þessi
stórvirku framleiðslutæki eru
í bili mjög illa á vegi stödd
. . . Framieiðslutækin, bátar,
hraðfrystihús, togarar og
landbúnaður, mega ekki verða
út undan um vinnuafl vegna
landvamarvinnunnar. í þvi
fælist vissulega mikil hætta.
Það er á atvinnuvegunum sem
afkoma þjóðarinnar í nútíð
og framtíð hlýtur fyrst og
fremst að byggjast. Þróun
þeirra má þess vegna ekki
stöðvast vegna framkvæmda,
sem vonandi eru aðeins stund-
arfyrirbrigði. Þessa verða
stjórnarvöld Iandsins að gæta
í tæka tíð. Margt bendir þó
tií þess, að meira vinnuafl sé
nú bundið við varnarfram-
kvæmdirnar en atvinnulífinu
landinu er hollt. Það er t.d.
vitað að töluvert af vönum
sjómönnum hefur horfið frá
sjómennsku vegna landvarna-
vinnunnar, beint eða óbeint.
Hefur það m.a. v&Idið tog-
araútgerðinni erfiðieikum að
vanir menn fást ekki á skip
hennar . . . Við verðum þess-
vegna að sameina alla krafta
um það nú, að koma í veg
fyrir að á ný sígi á ógæfuhlið.
Vinnuafl þjóðarinnar verður
að hagnýtast ifyrst og fremst
í þágu framleiðslu hennar til
lands og sjávar. Aukin fram-
leiðsla og útflutningur er leið-
in til áframhaldandi framfara
og velmegunar“.
Þannig kemst Morgunblaðið
að orði — en það er ódýrt að
prenta greinar í blöð. Það á-
stand sem blaðið lýsir er skil-
getin afleiðing af stjórnar-
stefnu íhaldsins. Það er ríkis-
Stjóm sú sem Sjálfstæðisflokk
urinn veitir forstöðu sem hef-
ur lagt meginþorra togara-
flotans, þannig að aldrei hef-
ur verið eins víðtæk stöðvun
í nokkru verkfalli. Það var
Sjálfstæðisflokkurinn sem
kom í veg fyrri það á þingi í
vetur að sjómenn fengju brýn-
nstu kjarabætur, og þannig
hefur dýrmætasti vinnukraft-
ur Islendinga verið hrakinn
frá framleiðslustörfum. Alit
frá því að Alþingi kom sam-
an í fyrrahaust hafa oósíal-
istar bent á og sannað að
svona myndi fara með stefnu
þeirri sem Sjálfstæðisflokkur-
inn ber meginábyrgð á — en
hvorki ráðherrar flokksins né
þingmenn hafa fengizt til að
gera handarvik til þess að af-
stýra voðanum.
Ástæðan til aðgerðaleysis
ríkisstjórnarinnar getur ektd
verið önnur en sú að'Banda-
ríkin hafi krafizt þess að fá
nægilegt vinnuafl í sína þágu.
Og þetta á raunar ekki aðeins
við um togaraútgerðina, held-
ur allar aðrar athafnir á Is-
landi. Eins og afurðasölu er
nú háttað er hægt að tryggja
öllum íslendingum örugga og
góða atvinnu við framleiðslu-
störf í þágu þjóðarheildarinn-
ar — og engin önnur hagnýt-
ing á vinnuafli er í samræmi
við hagsmuni okkar og fram-
tíð. Það dregur enginn maður
í efa Iengur að hernámsliðið
er þess ekki megnugt að
tryggja neitt „öryggi“ eða
Framh: á 11. síðu.
REGINVALDUR Álfsson skrifar:
„Hinn víðkunni fréttaritari
Morgunblaðsíns á Akureyrí
hefur nú komizt yfir enn
stærra málgagn en téð blað,
sem sé útvarpið; og var hann
að slá þar um sig í deginum
og veginum á mánudaginn.
Virtist aðaláhugamál hans það
að lengja vinnudaginn á nýjan
leik, enda játar hann ákafa-
heita trú á einstaklingsfram-
takið. í ræðu sinni vék hann
einnig að kjörum \aupstaðar-
bama á sumrin, og þótti þau
að vonum ekki góð, Vildi hann
koma þeim öllum á gras, og
vil ég taka undir það. Rök-
stuðningur hans fyrir þeirri
ósk var þó næsta morgunblaðs-
legur: sveitalífið yrði börnun-
um háskóli í lífeðlisfræði, með
alveg sérstöku tilliti tíl þess
hvernig tilkomu þeirra í þenn-
an heim hefði borið að hönd-
um. Ðýrin væru sem sé alltaf
að harfa þetta fyrir bömunum,
og var engu líkara en maður-
inn væri að skrifa í blaðið.
EN RÉTT ER ÞAÐ að bæjar-
börnin eiga ekki sjö dagana
sæla á sumrin, þau sem ekki
komast burt og er það sökum
þess að vandamenn Moggans
hafa ekki áhuga fyrir að búa
sómasamlega að þeim, og sann-
aðist á útvarpsmanninum að
þar hjó sá er hlífa skyldi. Börn-
in hérna í Reykjavík, a. m. k.
meirihluti þeirra, eiga ekki
annan leikvang en götuna. Eg
á oft leið héma um Þingholtin,
og það er áberandi hve böm-
in eru vansæl í öllu sínu æði.
Hamingjusöm börn eru yfirleitt
ekki hávaðasöm (oftast nær
er hamingjan hógvær), og það-
an af ‘ síður eru hamingjusöm
börn full af hrekkjum og prett-
um. En hávaðinn og hrekkim-
ir er eitt helzta einkenni þeirra,
og er hart að þurfa að viður-
kenna það. Á þessum götum
sé ég daglega böm í illindum,
heyri þau gráta hvert undan
öðru, horfi á þau elta hvert
annað með skammbyssum og
hótunum, bregða fæti hvert
fyrir annað o. s. frv. Þetta er
óeðlilegt, því börn eru yndis-
legar verur í eðli sínu. Það
þarf að koma öllum börnum af
götunni — ekki til að læra líí-
eðlisfræði, heldur til að vernda
góðvildina sem þeim er ásköp-
uð, efla hamingju þeirra og
þroska“.
BÆJARPÓSTurinn vill taka
undir þetta bréf Reginvalds,
Framhald á 11. síðu.
Æskttlýðsfylkingin gengst fyrir
í Botnsdal í Hvalfirði í dag og á morgnn
Dagskrá:
Kynnir: Jón Múii Arnason
Laugardagur klukkan 8.30:
1. Lúðrasveit verkálýðsins leikur, stjórnandi Haraldur Guðmundsson
unin sett: Ingi R. Helgason — 3. DANS Á PALLI til klukkan 2.
2. Skemmt-
Sunnudagur klukkan 3.00:
1. Lúðrasveit verkalýðsins leikur, stjórnandi Haraldur Guðmundsson — 2. Ávarp:
Bjarni Benediktsson, blaðamaður — 3. Þjóðdansar: Nokkur pör úr hópi Búkarest-
fara sýna — 4. Gamanpáttur: Karl Guðmundsson — 5. Söngur: Söngfélag verka-
lýðssamtakanna í Reykjavík, stjórnandi Sig ursveinn D. Kristinsson — 6. Handknatt-
leikur: Sýningarleikur á milli íslandsmeistaranna ÁRMANNS og Æskulýðsfylking-
arinnar. — 7. DANS Á PALLI fram eftir kvöldi.
Ferðir verða frá Ferðaskrifstofunni með Norðurleiðum:
1 DAG; Frá Reykjavík kl. 8 f.h., 2, 5 og 8 e.h. — Til Reykjavíkur kl. 1 eftir miðnætti.
Á MORGUN: Frá Reykjavík kl. 8 og 11 f.h. — Til Reykjavíkur: Fyrsta ferð kl. 6.30 e.h.
og síðan allt kvöldið eftir þvi sem bílarnir fyllast.
VEITINGAB
- Heitar pylsur, gosdrykkir, sælgæti, tóbak.
rjomais.
Ath. EKKI KAFFI.
Um helgina liggur leiðin upp í Hvalf jörð!
Athugið að á Ferstiklu er framreitt: heitur m atur — kaffi — smurt brauð —- Veitingar útí og inni.