Þjóðviljinn - 26.06.1954, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 26.06.1954, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 26. júní 1954 r< mmmmmm ö'fcflfefandi: Sameiningarflokknr alþýðu — Sósíallstaflokkurlnn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), SigurSur Guðmundsaon. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. BiaOamenn: Ásmundur Sigurjónasor.. Bjami Benedlktsson, Gu8- munöur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjórí: Jónsteinn Haraldsson. ílitstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmíSja: SkólavörðustSst iB. — Sími 7B00 (8 ’.ínur). Áekriftarverð kr. EO ó mánuði í Reyklavfk og nógrennl, kr. 17 annara staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prectsmiðja Þjóðviijans h.í. ; ðttÍEiK ¥lð eínhuga alþýin Öllum AlþýSuflokksmönnum skal bent á að lesa leið- ara heildsalablaðsins Vísis í gær, og annars að fylgjast vel með því sem blöð Sjálfsiæðisflokksins skrifa nú á næst- j unni um mál verkalýðshreyfingarinnar og innanflokks-1 mál Alþýöuflokksins. Oft er það lærdómsríkt að kynna sér vandlega málflutning andstæðinganna en 'þó sérstak- Iega þegar mikið er í húfi. Það sem Alþyðuflokksmaöur hlýtur aö furða sig mest á lesi hann þá :ritstjórnargrein, er sú takmarkalitla umhyggja sem Vísir, málgagn svartasta og blygðunar- lausasta afturhalds í landinu, ber fyrir velferð Alþýðu- j ílokksins. Ef taka ætti mark á þessari ritsmíð undan rifj- um Kókakólabjörns má Sjálfstæðisflokkurinn vart vatni halda af umhyggju fyrir Alþýðuflokknum og áh'yggjum að honum kunni að farnast illa. Svo mikil og brosleg á- herzlá er á þetta lögð, að alstaðar glittir í íllhærur heild- salaúlfsins gegnum gæruna. Líklega heldur Kókakóla- björn 61 kumpánar að alþýðumenn, sem Alþýðuflokknum jylgja, vikni þegar heildsalasnepillinn tjáir þyngstu á- hyggjur vegna þess að Alþýðuflokkurinn kúnni aö verða ,,óstyrkari og veikari á alla lund“ ef hann dirfist að hafa „samstarf við kommúnista”, en á máli afturhaldsblað- anna er þa'ð löngum siður að kenna alla baráttu verka- manna fyrir bættum kjörum og auknum réttindum til kommúnisma, í þeirri von að tekizt hafi að gera það orð að grýíu. Þó reynir Kókakólabjörn aö hugga sig við það að hann eigi óbrigðult ráð til bjargar Alþýðuflokknum í nútíð og framtíö. Og umliyggja hans fyrir þeim flokki er slík að hann er ekki aö' liggja á því ráöi. RáÖiÖ er: „eina ráðið til viðreisnar að losa sig við formanninn sem fyrst'þ og þessari ástsamlegu bendingu til Alþýðuflokksins um aö reka formann flokksins er svo fylgt eftir með þeirri hlý- legu ábendingu að réttast mundi að reka talsvert miklu fleiri. „Alþýöuflokkurinn gæti haft gott af því ef hann íosnaði viö eitthvaö af þeim liösafla sem þar er á vist, en áetti að vera í herbúðum kommúnista,“ segir annað aöal- málgagn Sjálfstæðisflokksins orðrétt! í ofurást sinni á Alþýðuflokknum gleymir aumingja Vísir því, aö hingaö til hefur hann löngum haldið því fram, aö allur þorri iólksins sem fylgir Sósíalistaflokknum sé meira og minna heiöarlegir sakleysingjar, eins konar fangar í her- búðum vondra kommúnista, og þetta fólk vilji umfram allt sleppa út! Nú kemur' allt í einu í ljós að í öðrum stjórnmálaflokkum eru, að dómi Vísis, stórir hópar manna sem hvergi ættu frekar heima en í herbúðunum hjá þessu vonda fólki, og meira að segja Vísir ráðleggur því að íara þangaö! Þaö er svo sem fullljóst hvað Vísir er aö fara, hvers konar umhyggja það er sem hann ber fyrir Alþýöuflokkn- um. Formaður Alþýðuflokksins hefur í fullri hreinskilni gert uppskátt hvert sé aðaldeilumálið sem nú er tekizt á um innan Alþýðuflokksins. Hann hefur skýrt frá því um- búðalaust aö deilt sé urn það hvort haldið skuli áfram samstarfi við Sjálfstœðisflokkinn í verkalýðsfélögunum. Sú vitneskja bregður miskunnarlausri birtu á skrif afturhaldsblaðaiina um þessi mál. Sjáifstæðisflokkurinn hefur hrokkið ónotalega við, blöð hans þyrla upp í vand- ræðum einu reykskýinu af öðru, þau fara daglega bónar- veg aö Alþýöuflokknum að gera svo vel aö reka þann forrnann ílokksins, sem láti sér koma slíkt til hugar. Og furðulegt má þaö kallast ef þaö blekkir nokkurn heiðar- Isgan Alþýöuflokksmann að broddar Sjálfstæðisflokksins þykjast skjálfa á beinum vegna þess að Alþýðuflokkurinn kynni aö veröa ,,í sárum“ ef flokkurinn hafnaði samvinnu viö Sjálfstæðisflokkinn um mál verkalýðsfélaganna. Nei, það er umhyggjan fyrir valdi og áhrifum svartasta afturhalasins 1 landinu sem skín í gegnum hræsnisskrif Vísi og Morgunblaðsins, samfara logandi ótta við þá öldu einingarvilja og samhugs sem nú er aö rísa meðal ís- lenzkrar alþýðu. Og alþýöumönnum í fleiri en einum flokki mun ósárt um þó burgeisavaldið á íslandi skjálfi af ótta við það vald sem eining verkalýðsins, eining hirniar vinnandi alþýöu íslands, skapar. tjíifumlur í La Paz, höfuðfcorg Eóiivíu, eftir að námumenn höíðu steypt einrteðisstjórn á siiKr- un: bandarísíira og brezkra tinnámucigenda ai' stó'i. Paz Estensoro, foringi byitingarsnnar og núverandi forseíi, er á miðri inyndinni að flyija ræðu. Oldúrnar frá innrásinni í Guatemala breiðast út um rómönsku Ameríku eins og þegar steir.i er kastað i vatn. Innrásin var gerð frá ná- grannaríkinu Honduras og í fyrrada.g safnaðist mikill mannfjöldi saman á götunum í höfuðborginn Tegucigalpa undir forystu stúdenta og mótmælti liðsinni stjórnar- valda landsins við innrásar- herinn, — Ríkisstjómin iét skjóta á rnannfjöldann og féllu margir. I Mor.tevideo, höfuðborg Uruguay, söfnuð- ust stúdentar saman vií sendi ráðsbyggingu Bandaríkjanna, hrópuðu ókvæðisorð um Bandaríkjastjóm fyTÍr að efna til innrásarinnar og grýttu húsið. I Mexíkó hefur ver'ð mynduð nefnd, „Vir.ir Guatemala", til að taka upp málstað lýðræðisstjórnár Gua- temala í orði og verki. For- seti nefndarinnar er Lazaro Cárdeuas, fyrrverandi forseti og áhrifaroesti stjómmála- maður Mexíkó, sem fyrlr tæp- um tveim áratugum stóð í illdeiíum viö Bandaríkin og Bretland þegar hann þjóð- nýtti oUuIindir lands'n", sem áður vora í eigu bandarískra og brezkra olíufélaga. ing Uraguay og C-hile hafa samþvkkt ályktanir, þar sem innrásin í Guatemala er fordæmd og skorað á ríkis- stjórnir þessara landa að veita Guatema'a fulltingi á al- þjcðavettvangi. Frjálslyndir borgaraflokkar eru í meiri- h’uta á þingi Uruguay en íhaldssarnir flokltar á þingi Chile. I Buenos Aires boð- uðu stúdentar til mótmæla- fundar gegn innrásinni en Juan Perón, einræðisherra Argentínu, bannaði hann. Meira að segja á Kúbu buðu stúdentar hernaðareinræðisstj. Fu’gencio Batista byrginn, efndu til fjölmenns útifundrr til að láta í ijós samúð sína með Guatemala og kusu Ja- cobo Ai'benz, forseta Guate- mala, lieiðursfélaga í samtök- um sínura. Frá fomu fari hefr ur afstaoa stúdentanna þótt E rí eu d tíðindi öruggur vottur um almenn- ingsálitið i löndum rómönsku Ameríku. Hvera'g sem uppsteitnum í Guatemala lýkur, verður skuldinni tvímælalaust skellt á Bandaríkin", segir Milton Bracker í Nevv York Times 21. júni. Bracker hefur að- setur í Tegucigalpa og hefur sent þaðan hvert fréttaskeyt- ið af öðru með nákvæmum frásögnum af innrásarundir- búningnum þar í borg og ann- arsstaðar í Honduras. Hann hefur eftir Oreilana Portillo, b! afafulitrúa mnrá sarforingj~ ans Castdlo Armas, að inn- rásaiTíicnnum hafi ■ „glæðst von og vaxið bjartsýni" við re'.ði'estra Eisenhowers fcr- seta, Du'les utanríkisráðherra og annarra bandarískra for- ystumanna yfir Guatemala. Bracker heldur áfram: „Hon- durasbúum er líka vel ljóst að afstaða Bandaríkjanna stappaði stálinu í Armas of- ursta og varð rikisstjóm Honduras hvatning til að taka þá ákvörðun að horfa á aðgerðalaus meðan inr.rásar- undirbúningurinn fór fram rétt v'ð nefið á henni“. ILffeðal þeirra sem öllum W-1” hnútum era kunnugast- ir er gengið að þ<ví sem gefnu að stjórninni í Washington hafi venð vcl ljóst, hvað ger- ast myndi, þegar hún heliti úr skálum reiði sinnar vegna vopnasendingárinnar til Pu- erto Barríos í siðasta mán- uði. .. . Þeir sem vel fylgj- ast með teija að .stjómm í Washington hafi gert sér vel ljósa hættuna á að víða um rómönsku Ameríku myndi framkoma hennar mælast ilia fyrir þegar liún ákvað að bregöast hart við....... Það hefur ekki farið framhjá mönnum að (Bandaríkin) gcrðu líernaðarbandalag við Honduras fjóram dcgum eftir að tiikynnt var al verið væri að skipa upp yopnum í Pu- erto Barrios. .. . Nú þegar er farið að benda á að ástand- inu sv'pi til Panama-atburð- anna árið 1903, þegar Banda- ríkin efndu til uppreisnar í Panama, sem þá var hiúfi af Kólumbíu, vegna þess að Kól- umbía hafði neitað að full- gilda samninga um gröft Panamaskurðarins. Þá hófst uppreisnin 3. nóvember og ianögöngusveitir bandariska flotans gengu á iand 4. nóv- emfcer „t'l að lialda uppi lög- um og regíu" ‘. vo farast þessum fréttarlt- ara miki’svirtasta borgara- blaðs Bandaríkjanna orð óg má hann nú eiga von á því að Henry Cabot Lodge, aðal- fulltrúi Bandaríkjanna hjá SÞ, vaði að honum og saki hann um þátttöku í kommún- istísku samsæri gegn Vestiir- heimi, eins og hann gerði við dr. Edouardo Castillo-Ariolla, send:herra Guatemaia í Wa'sh- ington, þegar hann dirfðist að ítreka kröfu sína að öryggis- ráðið skipi bandarísku lepp- stjórnunum í Honduras og Nicaragua eð láta af lk5- veizlu við innrásarherinn. Annars er það einkennandi, að flestallir bandarískir ráða- menn, sem kome við sðgu 'Framhald á 8. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.