Þjóðviljinn - 26.06.1954, Side 7

Þjóðviljinn - 26.06.1954, Side 7
Laugardagur 26. júní 1954 — ÞJÓÐVILJINN —- (7 Guatemala er annað stærsta ríkið í Miðameríku, um 110 þúsund ferkílómetra að flatar- máli. Hér í blaðinu hafa áður verið birt kort ax legU landsins og afstöðu þess til grarinríkj- anna, og þýðir ekki að endur- taka það i kortlausri frásögn. Fimmtándi breiddarbaugurinn liggur um landið sunnanvert, og má geta þess til samanburð- ar að hann liggur einnig um Kap Verde-eýjar, nálægt Kart- úm í Súdan og Bangkok í Thai- landi. í’oúar Guatemala munu vera yfir þrjér milljónir, og , er það langfjölmennasta ríkið í Miðamoríku. Árið 1040 voru 55% íbúanna hreinir Indiánar. Kin 45 prósentin voru aðallega blendingjar hvitra manna Qg Indíána, svonefndir me’stizar; en að auki voru nokkur þ,ús- . lind blökkumanna óg hvítingja ‘og blenclingja þeirra. Um landið véstanvert liggur rpikill fjallgarður. nokkurskon- ar tenailiður milli Kleltafjalla og Andesfjalla. Hæsti tindúr Miðameríku er einmitt í þess- um fiallgarði, innan landam'æra Guatemala. Heitir sá Tajomulco og er 4210 metrar á bæð, gam- alt eldfjall. Austur úr þessum fiöllum ganga lægri fjalla- hryggir, smálækkandi austur á bóginn. lykjartdi um víða dali og frjósama. Austurhluti lands- ins er iágiendi, vaxið hitabeltis- frumskógum að verulegu leyti. Er landið mjög strjálbýlt þar evstra. Á austurströndinni er þó meginútflutningsbær lands- ins, Puerto Barrios; ,en hann b.vggja aðeins örfáar þúsundir manna. I áðurnefndum dölum og á hásléttúnni austan fjall- garðsins mikla er víðlendasta þéttbýlissvæði þessara landa áílra. í beirri hæð, 600—1600 metra yfir sjávarmál, er hag- kvæmast hitastig til ræktunar og annarra framkvæmda; en austur i skógunum er meðal- hiti ársins nálægt 26 stigum og raki mikill. í e’num þessum dal stendur höfuðborgin Guate- mala, slærsta bcrg Miðame- ríku, með 204 búsund ibúa ár- ið 1050. Hún hefur stundum verið nefnd kaffihöfuðborgin. Hún cr í 1500 metra hæð, með- alárshiti 18.6 stig. Um hana fe<?ir svo í útlendri ferðabók nýlegri: ,,Fáar höfuðborgir standa í þvílíku I&ndslagi. Borgin ligg- ur i viðum dali.. . með útsýn víða ve?a. Næstu fjöllin eru nánaát ávalar hæðir, vaxnar skógi eða ræktaðar upp á efstu tpppa. Að baki þeim hefjast hærri fjallshryggir; en lengst í suðaustri gnæfa fjögur vold- ug eldfjöll, iðuglega girt þoku- beltum um miðjar hlíðar . . Þó gatan sé hljóðlát er hún þvi litrikari. Engin höfuðborg í víðri veröld býður uno á lit- skrúðugra götulíf. Við hvert skref mætir maður Tndíánakon- um í rauðum, bláum og ficlu- bláum huipiles (einskonar blúásum’), sveipuðum bláum, grænum og fjólúbláum klæðum um miaðmirnar. Flestar bera þær stóra byrði á höfðinu, eða körfu fulla af blómum, græn- meti, hænsnum eða kalkúnum. Einnic; haía þær flestar barn bundið um bak sér, með stóra svarta hettu á höfði". Norðaustanstaðvindurinn blæs inn j’fir landið, og færir niður mikið rern um austurhluta þess. í austurhlíðum fjallanna vest- ur í landinu er hinsvegar hæfi- leg úrkoma fyrir fjölbreytta ræktún. Á framleiðslukorti í sænskri heimslandafræði standa tvær kaffiplöntur á Guatemala, og ekki' annar gróð- ur. Um 10% af öllu kaffi heimsins munu koma frá Mið- ameríku, þar af langmest frá San Salvador og Guatemala. Árin 1040—1942 var kaffifram- leiðslan í landinu að meðaltali rösklega 58 þúsund tonn, og gerði kaffið árið 1951 76.8% af öllu útxlutningsverðmæti lands- ins. Sömu ár nam bananafram- leiðslan að meðaltali rúmlega 7 milljón „búntum", á móti tæp- lega tveimur milljónum búnta í Nicaragua, svo einhver sam- anburður sé gerður. Mæsrækt er einnig allmikil, um það bil helmingi meiri en í því landi sem næst k'emur í röðinni. Tóbak er ræktað í Guatemala, hrísgrjón og sj’kurreyr, einnig ýms afbrigði bauna, og enn íleiri tegundir jarðargróða. Þess rná geta til fróðleiks að heppjlegt er að rækta saman kaffi og banana. Á vissu vaxt- arskeiði eru kaffiplönturnar viðkvæmar fýrir sterku sólar- ljósi, og eru hin risavöxnu blöð banana„trésins‘‘ látin skýla þeim fyrir ofbirtunni. Ekki mun vera mikið um málma í landinu, en þó hófst eitthvert bandarískt kompaní handa um krómvinnslu á seinni stríðsárunum. Þá fannst einnig nokkurt blý í jörðu. Árið 1950 voru 903 þúsund nautgripir í landinu, 711 þús- und fjár, 182 þúsund hestar, 415 þúsund svín/ 78 þúsund geitur. Svo halöið sé áfram að veifa tölum skal þess getið að árið 1945 voru 680 manns um hvern bíl í landinu, 1410 manns um hvert símtól, 220 manns um hvert útvarpstæki. Það þætti þunnur þrettándi hér á landi. Það þykir núverandi stjórn Guatemala líka. Því miður veit ég ekkert nán- ar um lífskjör almennings né menntunarstig alþýðu •— ann- að en það að hvortveggja er lágt, þótt framfarastjórn síð- ustu ára bafi vitasku’d mjög leitazt við að bæta úr hvoru- tveggja. . En tök bandarískra kapítalista á landinu og efna- hagslífi þjóðarinnar hafa hér sem annarstaðar sett sín djúpu spor. Þáð er þau tök sem yf- irstandandi innrás, innblásin og studd af Bandaríkjamönnum, á að festa á nýjan leik. Áður hef- ur verið greint frá eignum og starfsemi United Fruit Comp- any í Guatemala, og er end- urtekning þess utaji rammá þessa lauslega landafræðirabbs. Miðstöð „Mavaríkisins eldra‘‘ var í Guatemala frá því á 1. öld eftir Krist fram á 9. öld. Mayar hafa verið nefndir. Hell- cnar Vesturheims, og var þekk- ing þeirra í ýmsum greinum á háu stigi. Þeir voru t. d. ágætir stjörnufræðingar; og höfðu komið sér upp nákvæmara tímatali en Evrópumenn á sama tíma, eftir því sem bækur herma. Þeir höfðu búið sér til fleygrúnaletur. Er í ritum talað um hinar „lielgu bækur“ Maya sem Spánvcrjar brenndu af því- líkri vandvirkni, er þeir brutu þessi lönd unöir sig, að einung- is hafa varðveitzt brot úr þremur „bókum“. En fleygrúnir þessar getur enn að lesa á ýms- um trúarlegum minnismerkj- um frá fornum tíma. Bíður fornfræoinga þar mikið verk- efni. Margar borgir frá Jíma Mayaríkisins eldra bíða þess Guatemala-búar með bananakiasa. Til hægri lestin sem flytur framieiðsluna á markaðinn. /■ Þessi myndskreytta sá!a var reist fyr’r uppliaf íslaiuls- byggðar — víð Quirigau í Guatemala, á dögunx eidra Mayaríkisins. einnig að verða grafnar úr jörðu, en Mayar voru miklir smiðir. Þó samhengið i menningu Indí- ána í Guatemala hafi rofnað við tilkomu hinna spænsku villimanna, er ekki ólíklegt að hinar gröfnu borgir landsins og minningar um forna hámenn- ingu geti orðið núverandi íbú- um Guatemala nokkur hvöt í baráttu þeirra fyrir betra lífi. Því er Mayanna getið hér. Guatemala lýsti yfir sjálf- stæði sínu árið 1821. Til ársins 1843 var bað atkvæðamesta ríkið í Miðameríku-sambandmu svonefnda. Árið 1847 gerðist það lýðveldi — þótt einræði hafi raunar orðið hlutur þess langar stundir síðan. Nú eru horfur á að innrás þjóðníðinganna hafi íarið út um þúfur. Það væri gott, og við óskum alþýðu Guatemala til hamingju. Og hvað sem I skerst er augljóst að þetta litla ríki verður einn áfanginn á lokaskeiði auðvaldsins norður og niður. B. B. risfján í dag ej^ fimmtugur Kristján Eyfjörð Guðmundsson, sjómað- ur, Merkurgötu 13 Haínarfirði. Hann fæddist 26. júní 1904 í Ólafsvík á Snæfellsnesi, elztur þriggja bama þeirra hjóna Ág- ústínu Maíthíasdóttur og Guð- mundar Guðmundssonar. Er hann var 11 ára gamall missti hann föður sinn og varð hann því snémnxa, eða strax og geta hans leyfði að gerast fyrirvinna heimilisins. 14 ára gamall fór hann fyrst til sjós og var stöð- ugt við það starf til ársins 1944 en dvaldi nokkur næstu ár í landi, þar til í fyrra að hann fór aítur til sjós og er nú 3. vélstjóri á b. v. Ágústi. Árið 1930, þá nýgiftur Jó- hönnu Steinþórsdóttur frá Stykkishólmi, fluttist Kristján hingað tiJ Hafnarfjarðar og hafa þau búið hér síðan. Kristján Eyfjörð Skömmu eflir að Kristján kom hingað var stofnuð hér cleild úr Kommúnistaflokki ís- lands og var Krislján einn af stofnendum. Er Sameiningar- flokkur alþýðu — Sósíalista- flokkurinn var stofnaður var hann stofnandi hans, og heíur hann alla tíð verið einn virk- asti félaginn hér í Hafnarfirði. Hann hefur frá upphafi verið í stjórn Sósíalistafélags Hafnar- fjarðar og formaður í 5 ár. En jafnhliða því hefur hann starf- að mikið fyrir stéttarfélag sitt, Sjómannafélag Hafnarfjarðar, verið formaður í þrjú ár en stjórnarmeðlimur í mörg ár. Auk þess var hann i síldarút- vegsnefnd af hálfu Alþýðusam- bandsins í 4 ár. Það er ekki kvnlegt" þó að íélagsstörf hafi hlaðizt - á Kristján. Elftir aldar- fjórðungskynni af þrotlausri baráttu hans sér haínfirzkur verkalýður ekkert lát á þeirri lífsorku sem ávallt einkennir hann. Fjaðurmaghaður í spori kemur hann brosandi frá borði, tilbúinn til að taka að sér hvert það starf sem stéttarfélag hans krefst af honum. Þar gild- ir einu hvort hann á að ná saman fundi, fara í samninga- umleitanir eða stjórna sjó- mannahátíð, allt er jafn sjálf- sagt. Líf Kristjáns hefur ávallt einkennzt af fórnfýsi og óbil- andi starfsgetu. Strax bam að aldri var honum ljóst, að þess að þau systkinin gætu haldið hópinn með móður sinni þá varð að vinna. Hann var elztur og fann hjá sér getuna og bá var það ekki eðíi ltans samkvæmt að bíða, heldur ganga beint til verks. Þetta veganesti hefur dugað honum æ síðan. Hann hefur aldrei, hvort heldur hann hefur starf- að í fámennu eða fjölmennu féla.gi, verið að vandræðast yf- ir starfsleysi annarrá -éðá talið eftir sér þau störf -ftr honum hafa verið falin. Neí}“-hlaup- Framhald á ITUsíðu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.