Þjóðviljinn - 26.06.1954, Qupperneq 8
8) — ÞJÓÐVIUINN — Laugardagur 26. júní 1954
6VILDARALDA AÐ RlSA
Framh. af 6; síðu.
þessa innrásarmáls, hafa
beínna, persónulegra hags-
muna að gæta. Hér í blaðinu
hefur áður verið skýrt frá
því að bræðumir John Fost-
er og Allen Dulles, utanríkis-
ráðh. Bandaríkjanna og yfir-
maður leyniþjónustu þeirra,
hafa hvor á smn hátt und-
irbúið innrás»na og eru hlut-
hafar í United Fmit Company,
auðhringnum, sem hefur lagt
undir sig mestallt atvinnulíf
Guatemala en ríkisstjórn Ar-
benz forseta hafði dirfst að
klippa af noíckrar arðráns-
klærnar. Lodge á þó enn meiri
ítök í United Fmit. Hann er
af ættunum Cabot og Lodge,
sem öldum saman hafa verið
nokkurskonar peningaaðall í
Boston og stóðu að stofnun
'United Fmit, sem hefur enn
aðalstöðvar sínar þar í borg.
Þangað til á þessu vori var
annar náungi af sama sauða-
húsi, John M. Cábot, aðstoð-
arutanríkisráðherra Banda-
ríkjanna og fór með mál sem
varða rómönsku Ameríku,
Var hann óspar á stór orð
og hótanir í garð stjómar-
innar í Guatemala.
k tlagan að Guatemala er síð-
ur en svo eins dæmi í skipt
um Bandaríkjánna við lönd
rómöiisku Ameríku á ámnum
síðan Franklin D. Roosevelt
le'ð. Um sama leyti og ein-
ræðisstjóm var steypt af
stóli í Guatemala féllu ein-
ræðisherrar af stalli í mörg-
um öðrum lýðveldum róm-
önsku Ameriku. Nú hefur aft-
ur sótt í sama horfið í þeim
flestum og jafnan hafa banda
ri?k auðfélög og Bandaríkja-
stjórn haft hönd » bagga.
Romulo Gallegos, sem var
fcrseti borgaralegrar umbóta-
stjórnar í Venezuela 1945 til
1948 þegar herinn tók völdin,
hefur lýst því vfir að banda-
rísku olíufélögin og erindrek-
Á 17. júnímótinu í Stykkis-
hólmi urðu úrslit þessi:
100 m hlaup:
Björn Ólafsson 12.3 sek.
Sigurður Helgason 12.3 sek.
Langstiikk:
Jón Pétursson 6.00 m.
Björn Ólafsson 5.80 m.
Hástökk:
Jón Pétursson 1.62 m.
Sig. Helgason 1.52 m.
Stangarstökk:
Björn Ólafsson 2.60 m.
Auðunn Snæbjörnsson 2.60. m.
Þrístökk:
■Jón Pétursson 12.68 m.
Kristján Torfason 12.38 m.
Kúluvarp:
Sig. Helgason 12.17 m.
Jón Pétursson 11.51 m.
Kringlukast:
Sig. Helgason 35.58 m.
•fón Pétursson 32.13 m.
Spjótkast:
Gísli Jónsson 43.30 m.
Jón Pétursson 38.46 m.
17. júní bikarinn fyrir bezta
afrek mótsins hlaut Sigurður
Helgason fyrir 12.17 m í kúlu-
varpi sem gefur 637 stig.
ar bandaríska utanríkisráðu-
neytisins hafi lagt á ráðin
um valdaránið. Nú stjórnar
Pérez Jíménez herforingi
Venezuela með hernaðarein-
ræði og nýtur sérstakrar vel-
þóknunar Bandaríkjastjórnar.
Svipaca sögu er að segja frá
Perú. Borgaraleg lýðræðis-
stjóm komst þar á 1945 en
Manuel Odría hershöfðingi
hrifsaði völdin 1948 og hefur
síðan verið einræðisherra í
krafti vopna, sem hann fær
ómælt frá Bandaríkjastjórn.
Á Kúbu steypti Batista lýð-
ræðislega kjörinni stjórn Prio
Socarras árið 1952 og hefur
síðan stjórnað í bróðurlegri
samvinnu við bandaríska svk-
urhringinn, sem ræður yfir
þýðingarmestu framleiðslu-
vöru eyjarskeggja.
Qvipmótið með ástandinu í
rómönsku Ameríku og ný-
lendum og hálfnýlendum As-
íu og Afríku er því grein'legt.
'Erlend'r yfirgangsseggir og
fámenn, spillt og fégráðug
innlend yfirstétt vinna að því
í sámeiningu að halda öllum
þorra fólksins niðri I sárustu
fátækt og ýtrustu fáfræði.
Uppskeran verður líka ámóta.
Asía og Afríka loga nú í
uppreisnum gegn erlendum
yfirráðum og innlendu léns-
skipulagi. Svipað bál getur
blossað upp í rómönsku Am-
eríku áður en varir. Samtaka
vöm Guatemalabúa gegn mn-
rásinni er eitt af merkjunum
um að alþýða þessara landa
er að vakna til vitundar um
mátt sinn. Annað er valda-
taka stjórnar Paz Estensoro
í Bólivíu, en hún hefur þjóð-
nýtt hinar miklu tinnámur,
sem vom í eigu bandarískra
og brezkra auðmanna. Banda-
ríkjastjóm leikur sér því að
eldi með að storka sterkri
þjóðerniskennd þessara þjóða
eins og berlega og gert er
með Guatemalaævintýrinu. Á-
kvörðun Eisenhowers og Dull-
es að grlpa til örþrifaráða tll
þess að hressa við gróðaað-
stöðu United Fmit, vel vit-
andi að þau myndu auka stór-
lega á fjandskap þjóða róm-
önsku Ameríku í garð Banda-
ríkjanna, verður vart auð-
kennd betur en með hinum
fomu orðum, að þá sem. guð-
irnir vilja tortíma svipta þeir
fyrst vitinu.
M. T. Ó.
—---------------------------
ÆGISBÚÐ
Vesturgötu 27,
tilkynnir:
Camelsigarettur plc. 9,00 kr.
Crv. appelsínur lcg. 6,00 kr.
Brjóstsykurspk. frá 3,00 kr.
Átsúlckulaði frá 5.00 kr.
Avaxta-heildósir frá 10.00 kr
Ennfremnr allskonar ódýrar
sælgætis- og tóbaksvörnr.
Nýjar vörur dagiega.
i
ÆGISBÚÐ,
Vesturg. 27
A ÍÞRÓTTIR
RITSTJÓRl FRtMANN HELGASON
s...--------------------------
IslaF.dsmóti3:
Valur 02 Fram gerðu
Það virðist sem Valur og
Fram í meistaraflokki eigi erf-
itt með að gera út úm leiki
sína í sumar, því að í bæði
skiptin, sem þau hafa leitt sam-
an hesta sína, hefur orðið jafn-
tefli og í bæði skiptin 1:1.
Hvorugt liðið tefldi fram því
sem ætlað var af mönnum, því
að Val vantaði Jón Þórarins-
son og Svein Helgason. Fram
vantaði aftur á móti Hilmar
Ólafsson og Hauk Bjarnason,
og voru allir lasnir. Haukur
brálcaðist á handlegg í leikn-
um við KR og varð að setja
höndina í gips og hann kemur
til með að eiga nokkuð i því
meiðsli.
Þó liðin skildu jöfn var Val-
ur þó nær því að sigra og
hefði átt að koma með 2:1 útur
leiknum. Bæði liðin fengu tæki-
færi sem misnotuðust en tæki-
færi Vals voru opnari. Var það
undravert hvemig Gunnari
Gunnarssyni tókst að kcma
knettinum framhjá opnu marki
Fram á 25. minútu, en það á-
hlaup sem skapaði þann mögu-
leika var vel upp byggt.
Framarar voru aðgangssamari
við mark Vals í fyrri hluta
leiksins og mark sitt settu þeir
á 15. mín., var það Karl Berg-
mann sem það gerði. Litlu síðar
munaði ekki miklu að Óskar
skoraði.
Fyrri hálfieikur var heldur
þófkenndur og fátt sem gerðist
er fékk áhorfendur til að hríf-
ast með. í síðari hálfleik var
Valur meira i sókn og sérstak-
lega þó síðustu 20 mín, og fóru
Valsmenn þá illa með tækifær-
in. Hörður var t.d. kominn upp
að endamörkum og skaut þaðan
í stað þess að gefa boltann fyrir.
Nokkru síðar gefur Hörður vel
fyrir, Gunnar Sigurjónsson fær
knöttinn og hefur nógan tíma
til að vanda skot af stuttu
færi, en hann hallar sér aftur
á bak, teygir fótinn fram og
sparkar himinhátt yfir. Á 31.
mín. gera Valsmenn ágætt á-
hlaup hægra megin sem endar
með skoti frá Gunnari Gunn-
arssyni er hafnar í marki Fram.
5 mín. síðar á Einar Halldórs-
son mjög gott skot rétt yfir
þverslá, og rétt fyrir leikslok
á Gunnar Gunnarsson tækifæri
til að senda knöttinn' til Sig-
urðar Sigurðs., sem stóð fyrir
opnu marki, en skaut í stað
þess óvandvirknislega og langt
framhjá.
Framarar gerðu af og til á-
hlaup og voru þeir Dagbjart-
ur og Óskar mestu driffjaðrir
í þeim aðgerðum en hættuleg
tækifæri Sköpuðust ekki
Bæði liðin höfðu töluverðan
baráttuvilja, en ónákvæmni í
sendingum var hrópleg. Og
meðan svo er verður varla
krafizt lifandi samleiks. I liði
Vals voru þaö Einar Halldórs-
son, Sigurður Sigurðsson og
Árni Njálsson sem börðust og
Halldór Ilalldórsson átti líka
góðan leik. T liði Fram sem var
þó jafnara voru þ,að Dagbjart-
ur, Óskar og Kalldór Lúðvíks-
son sem mest kvað að.
Dómari var Haukur Óskars-
son. Áhorféndur voru fáir.
Fréttir frá ISl
Framkvæmdastjórn ÍSÍ sam-
þykkti nýlega að fela íþrótta-
bandalagi Hafnarfjarðar að sjá
um íslandsmeistaramótið í hand-
knattleik karla (úti) og að mót
þetta fari fram 27. til 31, júlí
n. k. (Frétt frá ÍSÍ).
Framkvæmdastjóm ÍSÍ sam-
þykkti nýlega að fela íþrótta-
bandalagi ísafjarðar að sjá um
íslandsmeistaramót í handknatt-
leik kvenna (úti) og að mót
þetta fari fram á tímabilinu 31.
júlí til 8. ágúst. (Frétt frá ÍSÍ).