Þjóðviljinn - 27.06.1954, Qupperneq 7
Sunnudagur 27. júní 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (7
Ef trúa má frásögnum
þei.rra, sem séð hafa almyrkva
á sólu, mun nú á miðvikudag-
inn geta að líta einstœða og
lirífandi fagra sýn á himni yf-
ir syðsta hluta landsins. Æði-
langt, eða 121 ár eru nú lið-
in frá því að almyrkvi varð
síðast hér á landi og síðast-
liðnar 11 aidir hefur að jafn-
aði aðeins orðið 1 alihyrkvi á
öld, svo að það má kallast
einstætt tækifæri, sem býðst
þeim, er lagt geta leið sína inn
á svæði almyrkvans þ. 30.
júní, og illa væri það gert af
veðurguðunum, ef þeim þókn-
aðist að byrgja alla dýrðina
með skýjum sínum. Einnig
mundu öll ferðalög verða til
lítillar gleði ef menn gieymdu
að taka með 3ér reyklitað gler
eða dáiítinn bunka af sem
dekkstum filmum til að skýla
augunum með. Enginn skyldi
reyna að horfa í sólina berum'
augum og venjuleg sóigler-
augu stoða lítt.
Sólmyrkvar hef jast með því,
að svartur skuggi færist inn
g'WfítH
urð himinsins og sólarinnar
sem kemur vísindamönnum til
að bíða kornu sólmyrkvans í
ofvæni, heldur hitt að þá
stuttu stund, sem hann stend-
ur, má gera margvíslegar at-
huganir, sem ella eru lítt fram
kvæmanlegar vegna ofbirtu
sólarinnar. Nú gefst t.d. tæki-
færi til að rannsaka hvort
geislar frá fjarlægum stjörn-
um hegða sér í samræmi við
afstæðiskenningu Einsteins og
beygja nokkuð af leið sinni
um leið og þeir strjúkast
fram hjá sólinni. Sé svo ætti
spyrja, hvers vegna ekki sé
sólmyrkvi einu sinni í mánuði.
En til þess að sólmyrkvi verði
þarf tveim skilyrðum að vera
fullnægt. I fyrsta lagi verða
sóiin, jörðin og tunglið að
liggja í sama fleti og í öðru
lagi verður tunglið að vera
nægilega nærri jörðinni. Ef
tunglið er of fjarri jörðinni
verður hvergi almyrkvi, held-
ur aðeins hringmyrkvi þ.t.
tung'ið þekur aðeins miðpart-
inn af sólinni. Vegna þess hve
tunglið er lítið getur skuggi
þess aðeins fallið á mjóa rönd
Þannig lítur sólin út viö algeran sólmyrkva. Hvíta svœðið,
sem lykur um hina sortnuðu sól, er kórónan sem talað
er um í greininni.
a
Myndin sýnir almyrkvasvæðið á íslandi, sunnan við
norðurjaðar beltisins.
Á s'uœði því sem skástrikaða beltið liggur uvn verður almyrvi á sólu 30. júní. Beltið
snertir suðurodda landsins.
yfir ves'turrönd sólkringlunn-
árk Jafnh'liða því sem skugg-
inn þokast iim yfir sólina
dimmir og kolnar í veðri, einii-
um ef heiðskírt er. Sum dýr
virðast sætta sig við það að
dagurinn hafi orðið í styttra
lagi og búast til að taka á
sig náðir. Þegar skuggi tungls-
ins hefur nærfellt þakið alla
sólina, má sjá skínandi geis’a
brjótast fram milli fjallatind-
anna á brún tunglsins, ef svo
má að orði kveða.
Að lokum hverfur sólkringl-
an alveg en út frá skugganum
teygjast rauðir gosstrokar úr
glóaadi lofttegundum og ut-
ar glampar livítleitt skin sem
kallað er sólarkóróna og
myndast einkum við endur-
kast sólarljóssins frá raf-
eindum, sem í sííellu þeytast
út frá sóiinni. Það er þessi
kóróna sem allir sem séð hafa
telja óviðjaf ianlega sýn.
Ekki mun það þó vera feg-
staður stjörnunnar á himnin-
um að virðast vera nokkur
annar, þegar geislar hennar
fara nálægt sólinni á leið sinni
til jarðar, en sá sem hann er '
vanur að vera, þegar afstaða
sólar og jarðar er þannig að
geislar stjörmmnar berast til
jarðar án þess að koma nálægt
sólinni.
Sólmyrkvinn gefur einnig
tækifæri til að kanna nánar
þau efni sem finnast í sólinni.
En stuttur er tíminn, sem vís-
indamennirnir hafa til rann-
sókna sinna, því að hvergi á
jörðinni mun sólmyrkvinn
standa lengur en 2 mín, 35
sek.
Þegar sólmyrkvi verður er
tunglið á milli sólar og jarðai-
og það er skuggi þess, sem
feilur á jörðina. Nú vita allir
að tunglið er milli sólar og
jarðar einu sinni í mánuði eða
í hvert sinn, sem tunglið er
nýtt og því mætti ef til vill
af jörðinni í einu. Við ísland
er t.d. breidd almyrkvans um
150 km og hann stendur að-
eins 2V2 mín. Þó að almyrkv-
inn nái aðeins yfir lítinn hluta
landsins eins og kortið sýnir,
mun verulegur hiuti sólarinn-
ar verða byrgður um allt land
og deildarmyrkvinn stendur
tæplega 2fó tíma.
Sólmyrkvinn berst með
miklum liraða yfir jörðina.
Hann hefst í Nebraska og fer
yfir Kanada, Græn’and, ís-
land, Færeyjar, Noreg og Sví-
þjóð, og síðan yfir Mið- og
Suðausturevrópu og honum
lýkur í Pakistan við sólarlag
þar. Og állt þetta íerðalag tek-
ur aðeins 2 klukkustundir og
45 mínútur.
Við nútímamenn ættum að
eiga hægt með að setja okkur
í s or forfeðra okkar, sem
horfðu á sclina formyrlcvast
án þess að nokkur gæti géfið
skýringu á því fyrirbrigði.
Varla hafa þeir þurft að vera
miklu hjátrúarfyllri en ■ Við
eram til að búast við heims-
endi, þegar síík teikn sáust á
lofti. Stundum hefur hitzt svo
á að sólmyrkvi hefur skollið
á samtímis því að til stórtíð-
inda dró á jörðu niðri. Þannig
er t.d. getið um sólmyrkva í
sambandi við Stiklastaðaor-
ustu. Slíkir myrkvar hafa ef-
laust oft orðið afdrifaríkir én
jafnframt eru þeir sagnfræð-
inni harla gagnlcgii', því að þá
má tímaselja nákvæmlega.
Um BÆKUR og annaS
ÓTTINN í lífi Bandaríkjamanna
Ur
Myndin sýnir ,.radíókíki“ er notaður ,var í Kartúm í
Súdan er sólmyrkvinn varð þar árið 1952. Hann á ékkert
. sameiginlegt venjulegum kíki, en skermurinn mælir
radíóbylgjukreyfingar loftsins.
[m síðustu helgi var liðið ár
frá því að þau Ethel og
Julius Rosenberg voru tekin
af lífi. Harmsaga þeirra er öll-
um lesendum Þjóðviljans kunn
og hún verður ekki rakin hér.
Ætlunin er að segja frá leik-
riti, sem nú er verið að sýna
í París og vakið hefur athygli.
Það hefur upptök sín í máli
þeirra hjóna, en þau sjálf koma
þar ekki við sögu. Höfundur
leiksins heitir Georges Soria og
er ljóðskáld; þetta er fyrsta
leikrit hans og þykir hann hafa
farið vel af stað. Leikritið
heitir Óttinn. Það hefst morg-
uninn eftir aítökú þeirra hjóna.
Aðalpersónur leiksins eru
læknir einn í New York, Sem
hafði haft nokkur kynni af
þeim hjónum, og dóttir hans.
Bandaríska leynilögreglan hafði
neytt lækninn til að bera ljúg-
vitni um atriði, sem honum
þótti þá litilíjörlegt, í máli
þeirra hjóna með því að hóta
hohum, að dóttirin, sem hafði
ekki farið dult með róttækar
skoðanir sínar, mjmdi annars
hljóta verra af. Læknirinn,
Perkins, hafði látið undan hót-
unum lögreglunnar meðfram
vegna þess að honum fannst
að atriðið, sem hann vitnaði
um, skipti litlu og gmti éngih
áhrif haft á" gang málsins.
Hann liafði borið, að Julius
Rosenberg hefði komið til sín
fyrir mörgum árum og beðið
sig um að bólusetja sig við
hitabeltissjúkdómum, þar sem
hann væri á förum úr landi.
En einmitt þennan vitnisburð
notuðu ákæruvaldið og dómar-
' arnir til að færa sönnur á sekt
þeirra hjóna, og það var ekki
sízt fyrir þennan vitnisburð,
að þau voru dæmd til dauða.
Þetta var í upphafi réttarhald-
anna, þrem árumí áður en
aftakan fór frám. Eftir því sem
leið á réttarhðldin sá Perkins,
hvernig þetta smáatriði varð
að einu höfuðatriði málsins, en
honum tókst að þagga niður
rödd samvizkunnar. Hann taldi
sér trú um, að það gæti aldrei
komið til mála, að dómnum
yrði fullnægt, hann fór jafnvel
að trúa því, að framburður
hans hefði ckki verið fjarri
lagi, umfram allt bar hann
dóttur sína fyrir brjósti og
leynilögreglan lét ekki á sér
standa að minna hann á, hvaða
a'leiðingar það myndi hafa, ef
hann tæki framburð sinn aftur.
A llt þetta er liðin saga, þegar
leikurinn hefst, morguninn
eftir aftökuna. Dóttir Perkins
læknis hafði dvalizt í Evrópu,
þegar hann varð ljúgvitni, og
er ókunnugt um sálarstríð
hans. Hún kemst þó fljótt á
snoðir um það sem hefur gerzt
og reynir að sannfæra föður
sinn um, að hann verði að bæta
fyrir brot sitt með því að segja
sannleikann. En hann svarar:
það er um seinan, Julius og
Ethel eru ekki lengur í tölu
lifenda, engin orð m{n geta
Pramhald á 11. síðu.