Þjóðviljinn - 27.06.1954, Blaðsíða 11
Sunnudagur 27. júní 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (11
Skípstjórnarmaður í 54 ár
Framh. af 4. síðu.
sambúð þeirra. Börn þeirra
eru Sigurður vélamaður á
Flateyri og Kristín, gift og
búsett í Reykjavík. Seinni
kona hans var Sigrún Krist-
mundsdóttir, ættuð úr Stranda
sýslu. Þau slitu samvistum,
áttu eina dóttur, Róseyju.
Helgi fluttist til Reykjavíkur
og réri þaðan um skeið, en
líkaði ekki allskostar vel við
flóann. Sótti hann aftur vest-
ur á straumana og hefur nú
um allmörg ár verið búsettur
á Flateyri og róið þaðan bát
sínum, Kvik.
Á uppvaxtarárunum var ég
nokkrar vertíðir í skiprúmi
hjá 'Helga Sigurðssyni og
þekki því allvel til formennsku
hans. Hann hafði aldrei mjög
mikinn lóðafjölda, en var
venjulega heppinn þar sem
hann bar niður. I rysjuveðri
íagði hann stundum aðeins
nokkrar lóðir, en hætti ekki
á að kasta öllum veiðarfær-
unum i sjóinn í tvísýnu. Ef
vel rættist úr veðri og afla-
von var, iagði hann það sem
eftir var lóðanna, „til þess að
afbeita," eins og stundum var
orðað.
Hann var kappsfuilur gagn-
vart öðrum formönnum í
plássinu um sjósókn. Og
venjulega var hann með
hlutahæstu formönnum og oft
hæstur. Það var venja margra
dugandi formanna að gera
lítið úr afla sínum, einkum
ef þeir héldu aðra afla bet-
ur. Þeir kváðust ekki hafa
fengið kvikindi, ekki séð fisk-
roð eða ugga.
Þannig talaði Helgi aldrei.
Hitt orð lá á, að hann vildi
segja hlut sinn í engu verri
en hann var hverju sinni.
Hann hafði gaman af að láta
bátinn hallast að landi, þeg-
ar rennt var inn með kaup-
túninu, og sáu þá allir ílandi,
að báturinn var siginn í sjó.
En 'Helgi þurfti yfirleitt ekki
á því að halda að láta sk'na
i það, að aflinn væri meiri en
hann reyndist, því að það var
títt, að hann kæmi með bát-
inn að landi, svo að vatnaði
á dekklista. I skiptum var
honum kappsmál að háseta-
hlutur hans bæri af. Átti
hann oft í útistöðum við
verzlan:r og kaupmenn um
fiskverð, og væri það efni til
frásagnar öðru sinni. i
ŒJelgi var glaðiyndur á sjó.
Þegar í land var komið var
hann vakinn og sofinn i verk-
efnum útgerðarinnar. Hann
var örlátur og „gaf í soðið"
flestum fremur. En oft henti
:það, þegar fáir réru, að marg-
ir komu í fjöruna til þess að
biðja um soðmat. Eg° hygg,
að flestir þeir, sem hafa ver-
:ð urtdir stjórn Helga Sigurðs-
sonar beri til hans 'hlýjan
hug. Eg er einn þeirra og
sendi honiim óskir veífamað-
ar með þakklæti fyrir það,
hversu hann drýgði hlut minn
á þeim árum, er mér kom
bezt.
G. M. M.
Um bækur o. fl.
Framhald af 7. síðu.
gefið þeim lífið aftur. Og auk
þess er framtíð hans og lífs-
hamingja dóttur hans í veði?
Svarar það kostnaði að segja
sannleikann? Borgar það sig
að bjóða ofureflinu byrginn?
Þetta eru þær spurningar sem
Perkins læknir verður að
svara, og ekki hann einn, held-
ur allir frjálshuga Bandaríkja-
menn, sem hafa látið bugast
fyrir ofbeldinu. Leikur Soria
segir frá því hvernig Perkins
læknir, einn af mörgum, ratar
inn á rétta braut.
Þetta er ekki eina leikritið
sem Rosenbergsmálið h^fur
gefið tiléfni til. Pólska skáidið
Kruczkowski hefur samið leik-
rit um það, en
ekki kunnum
við að segja
frá því. Nú í
vikunni kom
< ' - -, ' út bók um
í .. . .
.<1' sogu þeirra
~ -M hjóna eftir
eftir Virginia
| jMB Gardner, blaða
®S5«8 mann við Xhe
Kruczkoxvski Worker . New
York. Bókin er byggð á við-
tölum við fólk, sem hafði náin
Rynni af þeim frá æskuárum
þeirra, ættingja, vini, kunn-
ingja, kennara, nágranna. Og
bókin rekur harmsögu þeirra,
réttarhöldin, baráttuna fyrir
rtáðun þeirra, segir frá ævilok-
um þelrra, og baráttunni fyrir
að hreinsa minnirtgu þeirra og
bjarga bömum þeirra úr klórp
Kr3r' rV ,
*. t * • r 4 w
lert-Tmu-.
111
UGGUB 1SIÐIN
Norsku blöðin
Framhald af 3. síðu.
gildur aðili að norrænni sam-
vinnu.
Undir fyrirsögninni: Engin
þjóð í heimi er oss nákomnari,
segir Thorgeir Anderssen-Rysst
m. a.: Oss Norðmönnum er rétt
að minnast þess að engin þjóð
í heimi er oss nákomnari og
engri þjóð höfum við meira að
þakka. — íslendingarnir skrif-.
úðu og varðveittu sögu vora og
„færðu oss sögu vora mynd-
skreytta".
Aftenposten birti einnig all-
langt viðtal fréttaritara síns við
Ásgeir Ásgeirsson forseta í til-
efni af 10 ára lýðveldisafmæl-
inu, svo og alllanga grein eftir
Ólaf Björnsson prófessor.
„Krónika'* Dagblaðsins í Osló
17. júní var um lýðveidið ísland
10 ára eftir Skúla Skúlason rit-
stjóra.
Sem fyrr segir birtu flest blöð-
in í Osló ieiðara og greinar um
fsland 17. júní — nema aðal-
blað norsku stjórnarinnar, Ar-
-beiderbiadet.
Andspyrnu-
hreyfingin
hefur skrifstofu í Þingholts-
stræti 27. Opin á mánudögum
og íimmtudögum kl. 6—7 e. h.
Þess er vænzt að menn láti
skrá sig þar í hreyfinguna.
^___________________
Ileimilisþáttnr
Framhald af 10. síðu.
%
ur. Það er villiblóm, gul kom-
strá, rauðar valmúur og blá
kornblóm. Ekki er að efa að
það lítur vel út.
Þýzki kjóllinn úr Beyers
tízkublaðinu er dauflitari. Hann
er pastelblár með hvítum flat-
saum. Hvíti útsaumurinn er
mjög fallegur og undirstrikar
hálsmálið og á pilsinu er lítill
vasi með samsvarandi saumi.
Báðir kjólarnir eru beltislausir.
stjórnarvaldanna. Bókin er gef-
in út af Masses and Main-
stream í New York. ás.
dnetti Landgræðslusjóðs
Gjaldið skuld ykkar við ætt-
landið. Kaupið miða í happ-
drætti Landgræðslusjóðs.
Nteturvarzta
er i Lyfjabúðinni Xðuntnl. —
Sími 7911.;
í Bötnsdal í Hvalfirði heldur áfram í dag
Kyimir: |ón Muií Amason
Klukkan 3.00:
1. Lúðrasveit verkalýðsins leikur, stjórnandi Haraldur Guðmundsson — 2. Ávarp:
Bjarni Benediktsson, blaðamaður — 3. •Þjöðdansar: Nokkur pör úr hópi Búkarest-
fara sýna — 4. Gamanpáttur: Karl Guðmundsson — 5. Söngur: Söngfélag verka-
lýðssamtakanna í Reykjavík, stjórnandi Sigursveinn D. Kristinsson — 6. Handknatt-
leikur: Sýningarleikur á milli ’íslandsmeistaranna ÁRMANNS og Æskulýðsfylking-
arinnar. — 7. DANS Á PALLI fram eftir kvöldi.
FerSir verSa frá FerSaskrifstofuiini með NorSurleiðum:
Frá Keyltjavík kl. 8 og 11 f.h. — Til Reykjavíkur; Fyrsta ferð kl. 6.30 e.h.
og síðan ailt kvöldið eftir því sem bilarnir fyllast.
VEITI U® ® » Hdtar pyisnr, gosdrykkir, sælgœti, tófeak, rjémaís. — ASh. EKKI KAFF2.
^ í dag liggtir leiorn npp i
ASmgið að á Ferstiklti er framreilt: héitnr matnr— kafíi — smnrt brauð — Veitingar úti og innl.