Þjóðviljinn - 27.06.1954, Qupperneq 8
8) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 27. júní 1954
Sumarbústaður og félagsheimili
Blöðin hafa skýrt frá því
undanfarna daga, að Stokks-
eyringafélagið hafi gefið Páli
ísólfssyni mjög myndarlega og
verðuga afmælisgjöf í heiðurs-
skyni fyrir ágæt listræn verk,
en Páll er sem kunnugt er
Stokkseyringur að uppruna og
hefur ævinlega haldið mikilli
tryggð við æskustöðvar sínar.
Gjöfin er reisulegur sumarbú-
staður, og hafa birzt myndir
af honum í blöðum, en hann
var byggður með fjárframlög-
um Stokkseyringa einna saman,
og er þó félag þeirra hvorki
fjölmennt né mjög fjársterkir
menn sem að því standa. En
þetta er dæmi þess hvað unnt
er að gera með góðum samtök-
um.
Morgunblaðið, Vísir og Tím-
inn hafa öll skýrt frá þessu
mikla framtaki Stokkseyringa
— en svo undarlega hefur
brugðið við að þeim ágætu
bíöðum hefur láðst að geta
þess að sumarbústaðurinn sé
raunar byggður fyrir fé frá
Bússum eða einhverjum öðrum
framandi þjóðum. Þó hafa þessi
sömu blöð klifað á því undan-
íarnar vikur að samtök ís-
ienzkra manna séu einskis
megnug á þessu sviði. Þannig
hafa þau haldið því fram að
islenzkir sósíalistar, þriðji
stærsti flokkur landsins með á
annan tug þúsunda atkvæða á
bak við sig, hljóti að vera þess
ómegnugur að kaupa hús fyrir
samtök sín. En er það þá hugs-
anlegt að fámennt félag geti
á þann hátt byggt bústað fyrir
einn ágætan meðila sinn? At-
hyglisvert væri að fá ljósa
skýringu frá Morgunblaðinu,
Tímanum og Vísi — svo að
Stokkseyringafélagið og Páll ís-
ólfsson fái þá einnig um það
ótvíræða vitneskju hvort á-
kærurnar um getuleysi íslend-
inga nái einnig til'þeirra aðila.
SéjfMp til
Stjórnir Norræna félagsins og
Sænsk ísl. félagsins í Svíþjóð
hafa ákveðið að veita fimm ís-
lenzkum leikurum styrk til
kynnidvalar í Svíþjóð. Fjórir
styrkir eru 1.400.00 sv. kr. hver
og einn 700.00 sv. kr. Eeikurum,
sem hljóta styrki þessa verður
gefinn kostur á að koma fram
opinberlega til listflutnings og
greiða stjórnir félaganna fyrir
þeim eftir föngum svo þeir megi
hafa sem mest not af dvöl sinni
í landinu. Þeir,. sem vilja sækja
um styrkinn sendi umsóknir sín-
ar til Guðlaugs Rósinkranz þjóð-
leikhússtjóra fyrir 15. júlí og
taki jafnframt fram ef hægt er,
á hvaða tíma þeir óska að fara.
Stjórnir Norræna félagsins og
Þjóðleikhússins ákveða í sam-
einingu hverjir hljóti styrkina.
(Frá Norræna félaginu).
>5r ÍÞRÓTTiR
RJTSTJÓRl. FRlMANN HELGASON
Fimfeikaflokkur KR sýnir á eimi elzta
og stærsta fimleikamóti Norðurlanda
Málaranemi og
sveinn óskast
~ nú þegar
Vilhjálmur Ingólfsson,
málarameistari. Sími 4624.
Þjóðvil jami vantar imglieg
til að bera biaðið til kaupenda við
LAU6ABÁS V£G.
Talið v'ú afgreiðsluna. Sími 7500
Gullmedalrahafar Olympíuleikanna 1948
sýna í Tívolí í dag og í kvöld
Aögöngumiðar selldir í Tívolí frá kl. 2. Aðgangur
kr. 3,00 fyrir börn og kr. 10,00 fyrir fullorðna.
Enginn má missa af að sjá þesas heimsfrœgu
meistara.
Glímufélagið Ármann
Lögtök
Eftir kröfu ríkisútvarpsins og sam-
kvæmt úrskurði uppkveðnum í dag, verða lögtök
látin fara fram til tryggingar ógreiddum afnota-
gjóldum af útvarpi fyrir árið 1953, á ábyrgð lög-
taksbeiðanda, en kostnaö gjaldenda, að liðnum
átta dögum frá birtingu þessarar auglýsingar.
Borgarfógetinn í Reykjavík, 25. júní 1954.
Kr. Kristjánsson.
Dagana 3.—8. júlí næstkom-
andi fer fram 15. landsmót
Norðmanna í finileikum að
Ilalden í Noregi.
Fyrsta landsmótið fór fram í
Fredrikshald 1886. Landsmót
þessi hafa hverju sinni verið
mesti fimleikaviðburður hvers
árs, og að þessu sinni safnast
saman í Halden um 6000 karlar
og konur til þátttöku í mótinu,
sem er það fjölmehnasta,' sem
um getur í sögu nörskra fim-
leika.
Norska fimleikasambandið hef-
ur boðið til þátttöku í mótinu
flokkum frá öllum Norðurlönd2-
unurri. Fyrir hönd fslands mætir
10 manna fimleikaflokkur frá
Knattspyrnufélagi Reykjavíkur.
Flokkur þessi hefur æft áhalda-
leikfimi síðan 1949 og er nú bú-
inn að ná lengra en nokkur hér-
lendur flokkur hefur áður náð
í alhliða getu.
Norðmenn hafa æft áhaldaleik-
fimi (Turn) í rúmlega 100 ár og
oft átt mjög góða flokka og ein-
staklinga á alþjóðamælikvarða. ]
Fróðlegt verður því að fylgjast
með, hvaða dóma K.R.-flokkur-
inn fær í Noregi.
Stjómum 12 fimleikasambanda
á Norðurlöndum er boðið til
mótsins, þar með talið boð til
forseta íþróttasamþands íslands.
Verndari mótsins er konung-
urinn, Haakon VII, og heiðurs-
forseti Olav, krónprins.
Mótið stendur yfir frá kl. 8
f. h. til kl. 7 e. h. alla dagana.
Helztu atriði mótsins eru:
1. Sýningar erlendra og norskra
flokka, frá barna- tU öldunga-
og húsmæðraleikfimi.
2. Keppni í áhaldaleikfimi milli
Dana, og Norðmanna í ungl-
ingaflokkum, aldur 17 ára og
yngri og 18—21 árs.
3. Norska meistaramótið í flokka
Fimleikamaður úr IÍR
og einmenningsleikfimi fyrir
karla ag konur í I., II. og III.
flokki.
fslenzki flokkurinn sýnir á
opnunardaginn þann 4. júlí kl.
2 e. h.
Þetta er í fyrsta skipti, sem
íslenzkur flokkur sýnir áhalda-
fimleika erlendis á stórmóti á
öllum áhöldum öðrum en boga-
hesti. Vonandi fylgir flokknum
góður hugur fslendinga um að
vel farnist.
Flokkurinn flýgur til Osló
þann 30. þ. m.
Þeir, sem fara, eru:
Arni Magnússon, Jón Júlíus-
son, Jónas Jónsson, Þorvaldur
Veigar Guðmundsson, Ólafur
Guðmundsson, Helgi S. Jóhann-
esson, Hörður Albertsson, Sigur-
jón Gíslason, Vigfús Guðmunds-
son, og kennari flokksins og
fararstjóri, Benedikt Jakobsson.
Mikið byggt af íþrótta-
mannvirkjum í Póllandi
ÆCISBf'Ð
Vesturgötu 27,
tilkynnir:
Camelsigarettur pk. 9,00 kr.
Crv. appelsinur kg. 6,00 kr.
Brjóstsykorspk. frá 3,00 kr.
Atsúkknlaði frá 5,00 kr.
Ávaxta-heildósir frá 10,00 kr
Ennfremur allskonar ódýrar
sælgætis- og tóbaksvörur.
Nýjar vörur ðaglega.
Æ6ISBÚÐ'
Vesíurg. 27
Á síðustu árum hafa orðið
stórstígar framfarir í, íþrótta-
málum Póllands. í tíð alþýðu-
stjómarinnar hafa verið byggð-
ir um 70 stórir leikvangar og
fjöldi annarra minni íþrótta-
valla í borgum landsins. í sveit-
unum hefur verið lokið við
byggingu yfir þúsund knatt-
spyrnuvalla, 3 þús. blakvalla og
á sjötta hundrað frjálsíþrótta-
svæða.
Hinir nýju leikvangar eru
flestir stórir og á mörgum
þeirra em svæði fyrir allt að
100 þús. áhorfendur. Á þess-
um íþróttasvæðum em auk
knattspyrauvalla, hlaupa- og
stökkbrauta, tennisvellir, fim-
leikasalir, svæði fyrir blak og
fjölmarga aðra knattleiki.
Stefna alþýðustjórnarinnar í
íþróttamálunum hefur þegar
leitt til þess að Pólverjar hafa
eignazt marga afreksmenn á
heimsmæiikvarða. Nægir að
minna á hinn unga spjótkast-
ara Sidlo, sem kastað hefur
spjótinu yfir 80 metra.
Bob RicSiards
slekkor 4Ji m
á stöiig
Mjög góður árangur náðist á
meistaramóti Bandaríkjanna
sem fór fram um s.l. helgi í St.
Louis. Á móti þessu stökk séra
Bob Richards 4.66 í stangar-
stökki, sem er bezti árangur
sem náðst hefur í heiminum í
ár í þeirri grein.
Erne Shelton stökk 2.07 í há-
stökki og Jack Davis vann 120
yard grindahlaup á 14.0, en
Barry O' Brien kaataði „aðeins“
17.97.
Sidlo
íyrir leíkiim
•Heimsmeistarinn Rocky Marc-
iano fékk 40% af tekjunum,
sem inn komu á leik hans og
Ezzards Charles á dögunum,
eða um 246 þús. dollara (rúm-
lega 4 millj, ísl. kr.). Charles
varð að láta sér nægja 20%
eða 123 þús. $ (um 2 millj. kr.).
Svíþjéð—Sovét-
ríkin í september
Fyrsti landsleikur Svíþjóðar
og Sovétríkjanna í knattspyrnu
verður héður 8. sept. í haust i
Moskva. Fyrir byltinguna háðu
Svíar og Rússar tvo landsleiki.
Var annar háður í Moskva 1913
og lauk með sigri Svía 4t—1,
síðari leikurinn fór fram í
Stokkhólmi ári síðar og varð
jafntefli 2—2.