Þjóðviljinn - 15.07.1954, Side 7

Þjóðviljinn - 15.07.1954, Side 7
Fimmtudagur 15. júlí 1954 — ÞJÖÐVILJIN& — (7 I. Rætur vefjast vítt í mold Ég rakst um daginn á rit- dóm, sem mér þótti svo merki- iega ómerkilegur, að mér datt j hug, að rétt væri að rita um hann nokkur orð. ef verða mætti einhverjum til skilnings- auka á óhugnan andlegrar lífs- tilveru á íslandi nú til dags. Þá datt mér líka í hug annar rit- dómur um sömu bók, en hann hafði ég lesið, áður en þetta biessaða ár hóf göngu sína. Þá vakti sá ritdómur ekki at- hygii mína frekar en fjöldi annarra ómerkilegra ritsmíða, en þegar þessir tveir ritdóm- ar eru komnir hlið við hlið, þá verða þeir hvor um sig enn eftirtektarverðari, þeir fylla hvor annan upp, þeir eru tveir stoínar af sömu rót. Og þegar maður fer að gramsa um rætur, þá kemur margt i leitir, sem mann grunaði ekki í upp- hafi. Víða liggja rætur um neðánjarðarmyrkur hins and- lega lífs. Á yfirborði rekst mað- ur á tvær plöntur, hvora sín megin þykkra múra, aðra föla og veiklulega undan sól, hina bústna og gróskumikla sólar- megin, og við rannsókn kemur í ljós, að þær eru báðar af sömu rót. í djúpum moidar iiggja i flækjum upptök gróðurs, er breiðir sig á hinn fjölbreytt- asta hátt um víðáttur gróður- iendisins augliti til auglitis við skin sólar. Við sjáum plöntur aí einum stofni hjara í kyrk- ingi, þar' sem öll skilyrði virð- ast til döfnunar og grósku, og • þetta fáum við ekki skilið, fyrr en við rífum til i myrkri jarðvegsins ög sjáum rætur þeirra kyrktar og helétnar af annarlegum rótum, sem teygja sig og hringast niðri í myrkr- inu. — Þannig verða rakin saman hin fjarskyidustu fyrir- bæri. Hreinhjörtuðustu vinir mínir o^ veikleiki þeirra birtast óðar en varir í margslungnu sambandi við óhjúpaða glæpa- .mennsku samtíðar og fortíðar, og maður rekst allt í einu á rætur vanþroska þeirra og van- skapnaðar. — í sambandi við einn ómerkilegan ritdóm, og ekkert siður þótt hann sé ó- merkilegri en allir aðrir rit- dómar sem maður hefur lesið, getur manni allt í einu gefizt útsýn vítt of veröld alla, hann kemur anda manns í snertingu við hin stór- brotnustu viðfangsefni mann- kjmsins um nýtt líf eða alls- herjardauða á næstu grösum, hann leiðir mann til skýrari sjónarmiða á öflum þeim, sem við er að berjast á vegum þeirrar hógværu viðleitni að forða lífi þessarar jarðar frá aigerri tortímingu. Óvinur mannkjmsins skýrist betur en áður, eðiislæg viðbrögð hans að baki huglægs vopnaburðar. Viðhorf vinar míns verða líka skýrari, styrkur hans og veik- ieiki. Þegar maður eitt sinn tekur að elta hnoðað. sem rennur viðstöðulaust og mark- visst að dyrum helheima, í ótal krókum, eftir hvers konar íeynigöngum, þá þarf ekki að efa, að margt beri fyrir auga, sem mann í upphafi ferðar órar ekki fyrir. — Þegar maður lítur öðru sinni yfir þann rit- GUNHM BENEDIKTSSON: HygiesSmgar um merrn og málefnl, líí og dauða, fmgsjónii og siðleysí. HoinsiraRdiz og París. dóm, sem allra ritdóma er stórbrotnastur 'að hvers konar bókmenntaiýtum, þá er eins og maður standi yfir neðansjávar hyldýpisgjótum, þar sem maður veit byltast hvers konar ó- freskjur, sem eðli sínu sam- kvæmt leita aldrei upp til yf- irborðs til að birtast þar mann- legu auga, en eru þó þáttur í allsherjar lífi, og frá ginnunga- gapi hyldýpanna kvíslast straumar víðsvegar um heims- höfin. Kafi maður hér niður, þá veit maður, að það velta yfir mann sýnir, hver annarri ömurlegri og ógeðslegri, hver annarri lærdómsríkari. Þetta ó- geðslega gap er þrungið fyrir- heitum mikilla sanninda um rök sjálfra lífsörlaganna. Þess vegna vísar maður öllum við- bjóði á bug og sekkur sér í djúpið til mikiivægra rann- sókna; Andanef julýsi og stórmannleg leikfimi Ritdómar þessir eru um síð- ustu ljóðabók Kristjáns frá Djúpalæk, „Þreyja má þorr- ann“, sem út kom á ofanverðu síðasta ári. Sá miður umtals- verði birtist i Alþýðublaðinu 11. desember, og var yfirlæti ekkert í tímavali honum til birtingar. Hinn ritdómurinn kemur aftur á móti sex mán- uðum síðar, þegar obbinn af haustbókunum er af dagskrá. Þar er því ekki um að ræða rit- dóm, sem skrifaður er fyrir siðasakir um nýútkomna bók. Hsmn er skrifaður af köllun um bók, sem hefur þrýst sér inn á vitundina og ekki gleymzt. Ilann birtist i Tíman- um 5. júní. Ritdómar þessir eru skrifað- ir af mönnum, sem eru lýsandi stjörnur í islenzkum bók- menntaheimi nútímans. Rit- dómari Tímans, Indriði G. Þor- steinsson, hefur verið sæmdur verðlaunum« af bókmenntafull- trúum Sambands íslenzkra sam- vinnufélaga fyrir smásagna- gerð. Þó er nafn Heiga Sæ- mundssonar, ritdómara Alþýðu- biaðsins, enn stærra og skin ■stjörnu hans enn skærara á bókmennjahimninum. Sjálfur löggjafi þjóðarinnar hefur út- nefnt hann til þeirrar lista- ■ akademíu, sem hefur æðsta vald í mati á listgildi verka hér á landi, og er þá einkum met- in cíómhæfni hans á sviðum rit- listar. Að þessu athuguðu skyldi maður því ætla, að báðir þess- ir menn ritdæmdu bókmennt- ir af mikilii virðingu fyrir því göfuga starfi. En reyndin er þverofug við það, sem við mætti búast. Á bak við hvorugan ritdóminn finnur rnaður snefil af hcilli eða heiðarlegri hugsun, engin viðieitni að skýra svo mikið sem eina einustu ijóðlínu, dóm- ar settir fram í i'nnantómum og tilgerðarlegum slagorðum, mál hins meira ritdóms mjög óvand- að, þar er krökkt af hverskon- ar mállýtum og málvillum svo stórbrotnum, að sökin getur vart verið önnur en mjög full- komið skeytingarleysi. Skal nú vitnað í nokkur dæmi staðhæf- ingum þessum til sönnunar. Báðir hefja þeir ritdóma sina með yfirlætismiklum há- tiðleika. Indriði þenur sig ó endur-minningum um gistivin- áttu og ástúðlega konu og hreinan galskap og lax i Öifus- á. Inngangur Helga er nær við- fangsefninu Hann gefur lýs ingu af skáldinu á breiðum grundvelii og bregður þá fyrir sig líkingum, 'vo sem háttur er mikilla aiidans manna. Hann segir, að Kristján sé „laus í rásinni og einkennilegur í and- legu vaxtarlagi. Þó vantar ekki fyrirferðina. Kristjón er til dæmis i senn dulspekingur og kommúnisti. Hann hefur höfuðið uppi í skýjunum en fæturna niðri í »forinni og tekur svc stundum upp á því að hafa endaskipti á sjálfum sér.“ Mað- ur kemst ekki hjá því að veita eftirtekt svona háfleygri lík- ingu og leita merkingar henn- ar. Og merkingin getur engin önnur verið en sú, að höfuðið hefur hann að jafnaði uppi í dulspekinni en fæturna niðri í kommúnismanum, og svo þégar hann hefur endaskipti á sjálf- um sér, þá skellir hann höfð- inu niður í kommúnismann en sveiflar löppunum upp i dul- spekina. „Slíkt er stórmannleg leikfimi", bætir hanrn við. Annars er ritdómur Helga að mestu leyti upptalning á kvæðum bókarinnar og hverju þeirra gefin einkunn með einu eða fleiri orðum, dómurinn á auðsjáanlega að vera mjög hnitmiðaður. Þrjú eru „lélegr‘, „hvorki fugí né fiskur“, önnur þrjú „eru naumast annað en rim", og enn ívö „eru harla innantómt rím“. Eitt er i,dágóð hugmynd, en skáldið nær eng- um tökum á verkefninu", og önnur tvö „missa bæði marks, og er þó færið stutt“. Þá eru nefnd tvö kvæði, serri „eru nán- ast danslagatextar". Annað þeirra kvæða er „Söngur verka- manna“, hefur verið gert lag við það, og virðist það vera á góðum vegi með að verða bar- áttusöngur íslenzkrar verka- lýðshreyíingar. Ef til vill þekk- ir Helgi ekki mun á dansi og verkalýðsbaráttu. Enn eru nefnd tvö kvæði, sem eru „leir- burður'1. En hér hafa aðeins verið nefnd lélegustu kvæðin, og vík- ur nú sögunni að „þeim kvæð- um bókarinnar, sem geta talizt sæmileg". Eitt „þolir iila gaum- gæfilega skoðun“, annað „er Þjóðviljanum liefur borizt 1 ný ritgerð eftir Gunuar BenodiktSson, og bii-tist upp- , haf hennar hér á siðunni i dag. Gunnar leggur þar át , af tvehnur ritdómum um nýjustu ljóðabók Kristjáns frá Djúpa&k, en notar þar , tilefni til að koma víða "Við í bókmenntum og menningu , vorra tíma af þeirri rit- ’ snilid sem honiun er gefin. | I Er ekki að efa að þessi ritr 1 gerð nruni vek.ia mikla ai> hvgli og umræður. , Ritgerðin mun birtast hér í blaðinu í finun köflurn með 1 stuttu millibiii. viðunanlegur danslagatexti." („Sviðinn verður saga. Sorg- in verður ljóð“). Enn eitt „væri dágott kvæði, ef Heine, Jónas og Þórbergur hefðu aldrei verið til“. Hið fjórða „er smellin hugmynd, en grefst undir helvitis ríminu og 'á- vandvirkninni“, hið fimmta „enn smellnari hugmynd, en hún deyr i fæðingunni". Þá er eitt; „Kristjáni hefur gleymzt að gæða það skáldskap, og slikt er vitanlega tilfinnanleg vönt- un,“ annað er „laglegur texti við danslagið hans Gunnars M. Magnúss". Þá er enn eitt í hópi þessara kvæða, „sem geta talizt sæmileg", „eins konar brandari, en undirstöðulítill eins og andanefjulýsi“. Heígi þyrfti að. gæta varúðar gagn- vart líkingum. Andanefjulýsi er ekki undirstöðulítið í þess orðs venjulegu merkingu, það skortir ekki næringargildi, en kvað hafa þann ósið að ganga ómelt niður af manni. Helgi skýldi þó ekki vera að tjá persónulega reynslu sína af neyzlu nefnds kvæðis. Að þessu loknu „fer að vænkast hagur Kristjáns“. Eitt „skortir herzlu- mun listrænnar fullkomnunar", annað „væri ágætt kvæði, ef skáldið hefðl ekki vænrækt að slá í það botninn", enn eitt „helzt til laust i reipunum". Að lokum nefnir ritdómarinn átta kvæði, sem hann telur „ágæt- iskvæði", og birtir þrjú þeirra sem sýnishorn. — Það vekur enga furðu að fengnum lýsing- um a' öllum þessum kvæðum, þótt ritdómarinn segi, að bókin valdi vonbrigðum. Hitt er dá- lítið einkennilegra, að allt í einu kemur sú yfirlýsing, að þessi bók bendi til þess, „að Kristjáni sé að vaxa andlegur ásmeginn, því að þetta er sýnu betri bók en „Lífið kallar", og beztu kvæðin bera af því, sem skáldið hefur áður ort“. Það er mjög athygli vert atriði, að menn skuli verða fyrir von- brigðum af skáldi, sem er í greinilegri framför. En nánar um það siðar. III® F ramdráttaratriði fyrir sína persónu Ritdómur Indriða er liinum miklu athyglisverðari á allan hátt. Maður er ekki vanur að taka hart á ruglingslegri kommusetningu og stafsetning- arvillum í blaðagreinum, þótt fjallað sé um fagurfræðileg efni. Menn gerast nú allhirðu- lausir um setningu lestrar- merkja, og fylgir hver höfund- ur rnjög sinni reglu, og í blaða- greinum er alltaf skylt að gera ráð fyrir, að um prentvillur geti verið að ræða, þegar út af ber. En varla hygg ég það tilviljun, að í hvert sinn sem samanburðarliður kemur í miðri setningu, þá er komma á undan þeim lið, en engiri á eftir. Þá verður það að telj- ast mjög ámælisverð réttrit- unarvilla að rita karlkynsgreini með einu n-i i þolfalli, en sú villa endurtekur sig, svo að vart getur verið um slys að ræða. — En þetta eru miklir smámunir móts við aðra hluti málfars eðlis. Hinar hroðaleg- ustu og fáheyrðustu málvillur reka hver aðra. Hann gefur sömu yfirlýsingu og Helgi, að bókin valdi honum vonbrigðum, „kann þó að véra góð bók fyrir því“. (Leturbr. mín). „Þó fyrir því“ segir enginn maður með Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.