Þjóðviljinn - 18.07.1954, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 18.07.1954, Blaðsíða 6
6). ÞJÓÐVLLJINN — Sunnudagur 18. júlí 1954 ------- þlÓOVILJINN fftgeíandl: Samelnlngarflokkur alþýSu — Sóslaltstaflokkurlna. Hitstjórar: Magnús Kjartansson (4b.), Slgurður Guðmundaton. Fréttaatjórl: J6n Bjarnason. BiaOamenn: Aamundur Sigurjónssor.. Bjarnl Benediktsson, Gu9* mundur Vlgfússon, Magnús Torfi Ólafsson. ▲uglýsingastjórl: Jónsteinn Haraldsson. RlUtjórn, afgrelSsla, auglýsingar, prentamlBja: SkólavörSustlg 19. — SÍml 7800 (S linur). AdkriftarverS kr. 20 á mánuBi I Reykjavfk og nágrennl; kr. lt annars gtaöar & laadinu. — LauaasöluverB 1 kr. elntaklB. PrentsmiSja ÞjóOvUjans b.f. Ofbeldi íhaldsins Það hefur að vonum vakið mikla athygli og almennt umtal noeðal Reykvíkinga. hvemig íhaldsmeirihiutinn sem fer með stjórn hæjarins hagaði úthlutun þeirra 49 einbýiislóða sem byggt verð- ur á á næstunni í Laugarási. Umsóknir um þessar eftirsóttu lóðir reyndust uip 750 talsins. Þorri umsækjendanna hafði mikla þörf fyrir að byggja yfir sig vegna algjörs húsnæðisskorts eða uppsagnar á leiguhúsnæði sem kemur til framkvæmda á næstu mánuðum. Ein meðal umsækj- endánna voru einnig allmargir eigendur ágætra húseigna, efnaðir ménn og valdamiklir á sviði stjómmála og fjármála. Þessir menn höfðu flestir hug á að klófesta verðmætar lóðir' í gróðaskyni. Hugmynd þeirra var ýmist að byggja til sölu eða að selja eldri íbúðiraar og koma sér upp nýtízku íbúðarhúsum á glæsilegasta þyggingarsvæðinu sem íbúðir eru nú reistar á í bæjarlandinu. * WÍk'Í i t1 ( H’3flr . - , Heiðarlegur og réttsýnn bæjarstjómarmeirihluti hefði ekki verið í miklum vanda við úthlutun lóðanna i Laugarási. Að vísu hefðu færri komið til greina en æskilegt hefði verið að úthluta og fulla þörf höfðu fyrir aðstöðu til bvgginga. í því einu lá vand- inn frá sjónarmiði réttsýnna stjómenda. En þeir sem áttu skil- yrðislausa kröfu til fyrstu fyrirgreiðslu 'Vörtr ‘þeir sem verst voru settir og húsnæðisneyðin þrengdi fastast að. Hinir efnuðu og fjársterku húseigendur hefðu fljótlega verið afskrifaðir af á- byrgum og heiðarlegum stjómendum. Engin skynsamleg rök vom til sem mæltu með því að þær fáu lóðir sem bærinn hefur til ráðstöfunar nú féllu i hlut efnamanna og húseigenda. En valdið og mátturinn var hjá síngjörnum og þröngsýnum íhaldsflokki efnamanna og braskara. Og.valdið var notað til þess að níðast á'því fólki sem brýnasta hafði þörfina á að koma sér upp mannsæmandi húsnæði. Nær undantekningalaust úrskurð- aði íhaldið að þessar eftirsóttu einbýlislóðir skyldu falla í hlut valinna flokksgæðinga, manna sem greiða stórar fjárfúlgur í út- gerðarkostnað auðmannaflokksins og eiga sínar lúxusíbúðir fyr- ir. Engu var líkara en þeir væm beinlínis valdir úr umsækjenda- hópnum sem bezt voru settir, menn sem eiga stcrar og rúmgóðar húseignir af nýlegri gerð en æsktu þess af einstakri fordild og bamalegum hégóma að „modernisera" íbúðir sínar. Þetta er svartasti bletturinn á lóðaúthlutun íhaldsins að þessu sinni. Og þessi vinnubrögð geta aldrei örðið íhaldsmeirihlutanum, sem stjórnar bænum með minnihluta kjósenda að baki, néma til háborinnar skammar og háðungar. Ranglætið og klíkuskapurinn sem stjómar gerðum íhaldsins birtist þama svo opinskár og ó- tvíræður að enginn getur um villzt. Fram til þessa hefur verið reynt að ná samkomulagi um lóðaúthlutun bæjarins og íhaldið sýnt nokkra viðleitni til að taka tillit til óska og tillagna fulltrúa minnihlutans svo sem sjálfsagt er, þar sem kostnaður við að géra ný svæði byggingarhæf er greiddur úr sameiginlegum sjóði bæjarbúa en ekki flokkssjcði íhaldsins. 1 ár hefur þessi gamla óg óskráða regla verið svo þverbrotin sem framast má verða. Svo að segja án undantekninga em óskir og tillögur minnihlutans sniðgengnar með öllu og þær fáu lóðir sem úthlutað er afhentar sem umbun til flokksgæðinga íhaldsins og braskara sem greiða stærstu fúlgumar í herkostnað þess gegn reykvískum almenningi. Það er kominn tími til þess fyrir reykvíska alþýðu og milli- stéttarfólk að átta sig til fullnustu á því hverskonar öfl það raunverulega eru sem stjóma stefnu og gerðum íhaldsmeirihlut- ans. Lóðaúthlutunin í Laugarási og Laugamesi getur orðið þar tD ömggrar leiðbeiningar. Sjaldan hefur íhaldið sýnt sitt rétta andlit svo grímulaust og ódulið. Og ásjónan sem birtist Reykvík- ingum er sannarlega óféleg. Það er smetti fégræðginnar, ofbeld- isiils ög rangsleitninnar, traðkandi á rétti almennings en þjónandi hagsmunum þeirra fáu og ríku, mannanna sem eiga hið ábata- sama fyrirfæki, Sjálfstæðisflokkinn h.f. Þetta ofbeldisvald auðmannastéttarinnar þarf alþýðan að brjóta á bak aftur með sameinuðu afli sínu. Ofbeldisverkum íhaldsins á að svara með efldri einingu .og sókn fjöldans unz vald þess er brotið á bak aftur og alþýðan býr \ið þann rétt sem henni ber í stjóra bæjarfélags síns og þjóðfélags. Lífið á Marz Oft má sjá þeirri skoðun haldið fram í bókum um stjörnufræði, að hvergi í al- heiminum sé til lífi byggð pláneta nema jörðin. Hvað mundi vera hæft í þessu ? Vísindamenn í Sovétríkjun- um eru orðnir sannfærðir um það, að hvar sem lífsskilyrði em fyrir hendi, s;.retti fram líf. Þetta kalla þeir alheims- lögmál Það styður þessa sann- færingu að lífið, eins og við þekkjum það, hefur eftirtekt- arverðan hæfileika til að laga sig að hinum hörðustu skil- yrðum. Það vex gras á Norð- uríshafsströnd Síberíu, sem lifir af veturinn án þess að fella blöð og blóm, þiðnar svo á vorin og heldur áfram að vaxa. (Frostið kemst oft i 50° C.) í Pamír og öðmm fjöllum vaxa blóm sem þola hart næturfrost útsprungin. Þau þiðna að morgni, hlæja við sól og ilma þegar dagur færist á loft. Hinsvegar er hinn blágræni þömngur Cya- nophyceae sem vex nálægt kulhuðum gig í Kamtsjaka } læk sem er 82° C heitur. Talsverðar framfarir hafa orðið á síðustu ámm í Sovét- ríkjunum í rannsókn á líkum fyrir því að líf sé til á öðmm plánetum þessa sólkerfis sem við byggjum. Marz þykir einna líklegastur til að vera byggður lífi, enda er margt sameigin- legt með honum og jörðinni. Margir rannsóknamenn hafa haft þá skoðun, að gulu og rauðu blettimir á yfirborði hnattarins séu eyðimerkur. Það em skiptar skoðanir um árstíðabreytingar þær að lit sem verða á öðmm svæðum á yfirborðinu. Þessar breytingar virðast svara til þeirra breyt- inga sem verða á gróðursvæð- um jarðarinnar eftir árstíðum. Það olli miklum heilabrotum að liturinn á því sem haldið var að væri gróður á Marz, var ekki grænn, heldur blár, dökkblár eða jafnvel fjólu- blár. Hvemig mundi vera unnt að ákveða hvort gróður sé að finna á fjarlægri plánetu með litrófsrannsókn einni saman? Með því að bera hana saman við samsvarandi rannsókn á jarðneskum gróðri. Það var stjörnufræðingur- inn G. Tikhov, sem átti fmm- kvæðið að þessum samanburði arið 1945. Hann hefur síðan stjórnað mörgum vísindaleið- öngmm um Pamír, Síberíu og eyðimörk Kazakhstan. Árang- urinn hefur orðið sá að nú er unnt að skýra það hvernig á því stendur að litrófsband gróðureins á Marz er blátt. Það varð fyrst vart við þennan undarlega lit er fyrst var gerð tilraun til að taka mynd af hnettinum í innrauðu ljósi. Þegar tekin er mynd af grænum jurtum á ljósmynda- plötur sem taka við þessum geislum virðast þær vera mjög bjártar, líkt og á þeim liggi nýfallinn snjór. Það lægi því nærri að ætla að hið sama r»i "■» hm'wk kæmi fram þá er teknar em myndir af gróðrinum á Marz. En það verður ekki. Til þess að ráða þessa gátu, gerði Tikhov og samverka- menn hans samanburð á Tlíarz hefur nýlega !; ; verið í jarðnánd J; > svo sem kunnugt er. !; !; (Ekki bar blöðunum j! ;; héraa í Rvík saman um fjarlægðina, töldu ii sum hana vera 60 !; millj. kílómetra, önnur ;! ! 40 eða 50). Myndir jj ! hafa verið teknar af !í ; plánetunni og er nú !i verið að lesa úr þeim «! !; með tilliti til þess !; j hvort blaðgrænu sé ]; !; þar að finna. En þó j! hún finnist ekki er !; !; það engin sönnun þess > !; að ekki sé þar jurta- !! Igróður, svo sem sjá ;; má af þessari grein. |! — Ennfremur verða !; athugaðir „skurðirn- j; ir“, en þeir hafa aldrei j! sézt á mynd' fyrr en !; ef það hefur verið ; j núna. Margs verða !; menn vafalaust visari ;j um stjörnu þessa, sem j! fróðlegt verður að ; ; j frétta af. . j j hæfni kuldabeltis- og hitabelt- isjurta til að drekka í sig og dreifa innrauðum geislum. Þessi samanburður hefur leitt í ljós að grænir hafrar sem vaxa um miðbik Rússlands (eða hinn evrópska hluta Sovétríkjanna) endurvarpa þrefalt meira af hinu innrauða skini en hinir sem vaxa á freðmýrunum. Loftslagið á Marz er enn harðara en í Norður-Síberíu. Það virðist því vera svo að jurtir sem vaxa í mjög köldum löndum öðlist hæfileika til að drekka í sig alla hina innrauðu geLsla. Með þessu var þó ekki öll gátan ráðin. Litsjáin getur rofið ljósið sem jurtir varpa frá sér. Kemur þá fram svört rönd í hinni rauðu rák. Það merkir það að jurtir hafi drukkið í sig Iitinn sem í rönd- inni átti að vera. Það er blað- græna, efnið sem gerir jurt- ina græna, sem þessu veldur. En þá er farið var að rann- saka Ijósið sem endurvarpast af þeim svæðum á yfirborði Marz sem ætla mætti að hul- in væm gróðri, tókst vísinda- mönnunum ekki að finna þessa rönd. Hvemig stendur á þessu? Tikhov þykist haía sönnur fyrir því að þvi valdi hið kalda loftslag. Jurtirnar hljóta að drekka í sig ekki einungis hina innrauðu heldur einnig hina sýnilegu geisla, sér til hita. Þetta veldur muninum sem er í bandi litrófsins. Það er einkenni stjömulíf- I . Wl 'M — fræðinnar, og mestallra nú- tímavísirida varðandi heims- fræði, að þau em byggð á beinum athugunum. Tikhov tók nú að leita að bláum lit á jarðneskum gróðri, með til- liti til þess að fundizt hafði blár gróður á Marz. Til þess valdi hann silfur- fum þá sem vex í Kanada að atliuga hvort hún skilaði blá- um lit. Hann tók myndir af litrófi barrsins, og þá kom það í ljós, að blaðgrænurönd- ina vantaði, þó að hún sjáist greinilega í litrófi venjulegrar fum. Þess ber að geta að þar í Kanada sem silfurfuran vex, er hart loftslag. Fjallafura sem vex í Tiensjan var athug- uð í sama skyni. I marz, en þá er komin þíða þaraa, var blað- ^grænuröndin . greinileg, en hvarf þegar kólnaði. Þessar athuganir og margar aðrar staðfestu þá skoðun, að blaðgrænuröndina vanti í lit- róf Marz vegna þess hve kalt er þar. En hvernig stendur þá á því að gróðurinn á Marz er blár? Tikhov skýrir það þannig: Ef jurtin drekkur í sig full- komlega alla liti nema blátt og fjólublátt, (sem binda í sér minnsta mæli af sólar- orku) þá er það endurskinið af þessum litum sem er litur hennar. Það sem álitið hefur verið að mest hái lífinu á Marz er þurrkur og loftleysi (súrefnis- skortur). Tikhov hefur at- hugað þessi skilyrði svo sem bezt má verða, og með at- hugunum á jarðneskum jurta- gróðri hefur hann komizt að raun um að jurtum er fært að laga sig að þessum skilyrðum. I Jakutin, ekki allfjarri „kuldaskautinu“, er loftslagið engu mildara en á Marz og samt vaxa þar 200 tegundir af jurtum. 1 Pamír er ákaflega þurrt, en engu að síður vaxa þar jurtir og þrífast vel. Það er ákaflega lítið af súrefni í lofthvolfi Marz, en margar jarðneskar mýra- og vatna- jurtir þola vel súrefnisskort. „Lífið er mjög harðgert“, segir Tikhov í lok ritgerðar sinnar um þettá efni. „Það þolir skilyrði sem em all frá- bmgðin skilyrðum þeim sem era fyrir hendi hérna á hnett- inum.“ Það er annað einkenni 4 Sovétvísindum að jafnframt því sem þau em sífellt að bæta rannsóknaraðferðir sín- ar, leita þau inn á ný og ný svið og kappkosta að bregða ljósi á það sem hulið er. Þetta kemur fram í heims- eða stjörnufrasði þeirri sem nú er að byrja að verða til. I næsta þætti verður sagt frá rannsóknum hins fræga stærðfræðings og jarðeðlis- fræðings O. J. Schmidts, en hann hefur ásamt vísinda- mönnum sem starfa á öðru sviði, borið fram nýjar kenn- ingar um upphaf og sögu jarðarinnar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.