Þjóðviljinn - 18.07.1954, Side 11
Sunnudagur 18. júlí 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (11
Knattspyrnan
Framhald af 8. síðu.
hjá knattspyrnumönnum höfuð-
borgarinnar, og gagnvart áhuga-
sömum áhorfendum hafa þeir
villt á sér heimildir og látið þá
greiða háan aðgangseyri sem
oftast hafa reynzt hreinustu
„vörusvik". Ekki nóg með það.
Þessi „vörusvik" fara að bitna
ó félagi hvers og eins með minni
og minni aðgangseyri, minni og
minni tekjum fyrir félögin. Hér
mun verða reynt að ræða þessi
mál í nokkrum þáttum ef vera
mætti til þess að vekja menn
til umhugsunar og átaka um það
að lyfta knattsspyrnunni úr þeim
öldudal sem hún hefur verið í
í vor. Framhald.
„Ungversk sýniug” í Osló
Framhald af 3. siðu.
fullgera nýbyggingu bankahúss-
ins í Reykjavík og hefur bankinn
nú þegar tekið þar húsnæði í
notkun fyrir starfsemi sína. Er
nú enn unnið að breytingum og
endurbótum á bankahúsinu til
þess að fullnægja sem bezt þeim
kröfum til húsnæðis, sem síauk-
in starfsemi bankans gerir. Þá
er nú í smíðum nýtt hús fyrir
útibú bankans í Vestmannaeyj-
um og ákveðið hefur verið að
stækka hús útibúsins á Akur-
eyri.
Fyrir fundinum lá að kjósa í
fulltrúaráð bankans 2 aðalmenn
og 2 varamenn og voru endur-
kosnir Stefán Jóhann Stefáns-
son og Lárus Fjeldsted og vara-
menn þeirra Guðmundur R.
Oddsson forstjóri og Lárus Jó-
hannesson hæstaréttarlögmaður.
I fulltrúaráðinu voru fyrir sem
aðalmenn, þeir Björn Ólafsson
fyrrv. ráðherra, Eyjólfur Jó-
hannsson forstjóri og Gisli Guð-
mundsson alþm. og varamenn
þeirra Hersteinn Pálsson ritstjóri,
dr. Oddur Guðjónsson og Magnús
Björnsson ríkisbókari.
Endurskoðendur fyrir árið 1954
voru endurkjörnir Haraldur Guð-
mundsson alþm. og Björn Steff-
ensen endurskoðandi.
Þannig hljóðaði fyrirsögn í
Sportsmanden á grein sem
skrifuð var um leik ungverska
liðsins Csepeli Vasas er lék
við Sparta sem er eitt af beztu
liðum Noregs. Csepeli lék hrein
an kennsluleik allan fyrri hálf-
leik og sýndi hinn jákvæða
leik. Sex mörk varð Asbjörn
Hansen að Játa sér líka ep það
er ekki daglegt hjá landsliðs-
markmanninum.
Eg vildi sjá það lið sem gæti
staðið eitthvað í þessum lista-
mönnum. Eg hef ekki séð svo
mikla leikni hjá nokkru liði síð-
an ég sá Rampla frá Uruguay
1929, ekki svo góðan flokks-
leik að minnsta kosti.
Leikmenn Sparta voru eins
og smádrengir fyrstú 45 mín.
en höfðu lært svo mikið af
þeim að næstu 45 mín. hefði
leikurinn svip af leik meistar-
ans við lærlinginn. Þetta
byrjaði með skemmtilegri sýn-
ingu á skemmti’egum mjúkum
stöðvunum á knettinum í öll-
um stöðum og í öilum hæðum,
stuttum sendingum og löngum
spyrnum útá jaírana. Sýning
þcssi fékk gamlar góðar knatt-
spyrnuhetjur til að leiftra af
ánægju. Aliar sendingar fóru
til ákveðins manns, og allir 10
leikmenn sem léku úti á vell-
inum voru á hreyfingu til að
taka sér stöðu. Ungversku
knattspyrnumennirnir liöfðu
fyrir reglu að fara ekki í ná-
vígi, en hverju.sinni höfðu þeir
fullkomið jafnvægi, atriði sem
heimaliðið hafði ekki í lagi —
Við höfum séð knöttinn fara
milli manna 9 sinnum og í
byrjun síðari hálfleiks gekk
hann 12 sinnum á milli án þess
að fótur frá Spörtu gæti trufl-
að. Flestar sendingarnar fóru
eftir vellinum eða þeir lyftu
knettinum yfir mótherjann.
Leikur þessi endaði 7.: 2.
Liðið lék við úrval úr Frigg-
Lyn. Um þann leik segir m.a.:
Csepeli sýndi aftur að þar
voru listamenn sem finnst gam-
an að eiga við knött í fullkomn
um miðevrópustíl. Miíherjinn
Sarvari skoraði á fjórðu mín.,
en eftir það var tekinn upp fag-
ur leikur með þversendingum
inni á vítateig og stundum var
leikið saman inn á markteig!
Við og við komu svo skyldu-
þversendingar sem opnuðu. —
Leikurinn með knöttinn hélt á-
fram í síðari hálfleik. Byrjunin
var hrein sýning. Þrem mín.
fyrir leikslok gerði miðherjinn
síðasta og 5. markið, „Ung-
verskur dans nr. 5“ er vinsælt
lag!
íðnaðarbanki
íslands hi.
Bankinn í Lækjargötu,
Reykjavík, er opinn kl. 10—
—1.30 og 4.30—6.15, en á
laugardögum kl. 10—1.30.
tJtibúið á Keflavíkurflugveili
er opið fyrst um sinn kl. 11
—1 og 5.30—8 síðdegis.
f tfií
t. !&€!?!! tlfÐiæ
-<?>
ímega-
lokuð til 3. ágúst.
Ilalluv Hallsson,
yngri.
Þjóðviljann!
Bæjarpósturinn
Framhald af 4. síðu.
reyna það sjálfar. Þar að auki
draga flekkóttu skómir eftir-
tektina til sín frá andlitinu, og
það munu þó fæstir kvenmenn
kæra sig um“.
HeimsliSið
Framhald af 8. síðu.
og er það nokkuð minna en
gert hafði verið ráð fyrir.
Blaðamenn og útvarpsfólk var
1398 talsins, frá 44 löndum. Voru
flestir frá Sviss, 348, Þýzkalandi
171. Fjarlæg lönd eins og Brasi-
lía átti 105 og Uruguay 55.
M0RGUN-
EFTIRMIÐDAGS-
0G KVÖLÐ-
p
a
MIÐGARÐI
WWWVWWVWWWWWVW/WW\AWWVWWVWWVWUVW^V.W^.VWWWAWV^
Munið bókabúð Máls ug menninsar
SKÓLAVÖRÐUSTlG 21
Höfum eða útvegum allar fáanlegar íslenzkar bækur og tímarit. Pöntum erlendar bækur og tímarit
fyrir þá, sem þess óska. Höfum einnig erlendar bækur í vaxandi úrvali- — Kynnið ykkur viðskiptin.
Bókabúð Máls og menningar
Skólavörðustíg 21 —Sími 5055