Þjóðviljinn - 21.07.1954, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 21. júlí 1954
Magnús Jóhannsson, Hafnamesi:
‘r J
A
iiva
Dallarnir eru komnir í bát-
inn. Vélin malar með hægum
gangráð sitt óskiljanlega pipp,
popp, pipp, popp.
Kallinn stendur i hólnum,
glaðhlakkalegur líkt og státinn
stráklingur, spýtir mórauðu
framá rúff, pýrir augun, kall-
ar: Sleppa!
Beituskarfarnir kippa pela-
stikkunum upp af bryggjupoll-
unum og fangalínurnar eru
dregnar um borð. Svo er bakk-
að frá, snúið og spýtt íann.
Það er myrkt, norðaustan-
rumba og slyddubylur.
Á leið okkar er skerjaklasi,
mjótt sund, sem þræða verður
í gegn.
Gáðu að hlössunum! kallar
kallinn, slæmir hendi í olíu-
gjafann, slær af.
Eg brölti framá, held mér í
fokkustagið, stari út í hvíta ið-
upa.
Á stjórnborða glórir í sker-
in, eða réttara sagt brimrönd-
ina umhverfis þau. Eg bý til
kalllúður með höndunum,
hrópa: Brim á stjórnborða!
Hann kinkar kolli og víkur
ofurlítið í bak. Svo eru skerin
forút og ég fer niður í hlýjuna.
Þar sitja strákarnir umhverfis
litla borðið, svolgra í sig kaffi
og bryðja molasykur af tilfinn-
ingu.
í för með okkur er sveita-
maður. Hann er valtur á fót-
unum, enda hagvanari inn til
dala. Hann ber sig mannalega,
er fjandi brattur svona til að
byrja með. En ekki höfum við
lengi keyrt þegar mesti galsinn
er af honum. Hann bliknar í
andliti og það koma hnefastórir
gúlar í kinnar hans.
Hvaða helvíti er að sjá þig?
segi ég. Ertu farinn að kenna
þín strax
Eg er eitthvað undarlegur
þarna, segir hann vesældarlega,
heldur um magann, kingir.
Hann minnir mig á veiðibjöllu,
sem er að pressa oní sig of stór-
um bita, teygir úr álkunni og
eggmyndað barkakýlið gengur
upp og niður eins og klukku-
kólfur.
Strákarnir kíma.
Mannvesalingurinn er þögl-
ari en undanstungin rissa og
andlitið fær grængulan, veiklu-
legan blæ.
Hefurðu aldrei reynt við
ráðskonuna okkar? spyr ég til
að lífga hann við. Heldurðu að
hún sé ekki til í það?
Veit ekki. Hann leggur lúk-
urnar fyrir vitin, skjögrar til
og frá eins og meinuð kind og
ég heyri óglöggt að hann er að
burðast við að spyrja: Hyar á
að láta þetta?
En áður en ég get reddað, gýs
fram úr honum daunill spýja,
hafnar á gólfinu og kraumar
þar, líkt og heitur vellingur.
Það gerast einhver fyrn í iðr-
um hans.
Þ'að hefur ekki verið neitt
slor, sem þú hefur raðað í þig,
lagsi, segir vélamaðurinn og
starir allt að því löngunaraug-
um á krásina. Helviti að geta
ekki haldið þessu niðri.
Kjötflykkin lágu þarna ómelt,
ásamt sultutaui og grænum
baunum.
Honum létti stórum við upp-
söluna, fékk vatn og skolaði
kverkarnar.
Eg fer afturí til kallsins, leysi
hann af.
Ljósabaujan hverfur næstum
því í drífunni.
Það er hörkufall.
Eg á baujuna eins og það er
kallað. Einn er látinn standa
vakt, hinir hvílast. Baujuvakt-
in er mislöng eftir því hvort
róið er langt eða stutt. Venju-
lega er hún þó fjóra—fimm
tíma. Þegar henni er lokið
hvílist vaktmaðurinn meðan
dreginn er helmingur lóðarinn-
Burt með mannlausu brogga-
skriflin af bcejarlandinu!
Flestir munu sammála um að
braggarnir í Reykjavík séu lít-
il bæjarprýði.
Samt sem áður eru fjölmargir
braggar sem ekki er búið í og
jafnvel heil braggahverfi látin
standa árum saman án allrar
umhirðu og engin viðleitni sýnd
til að fjarlægja þau.
Eitt þessara mannlausu
braggahverfa stendur við
Reykjanesbraut hægra megin
þegar keyrt er til Hafnaríjarð-
ar eða suður á Reykjanes. Þetta
stóra braggahverfi er að ryðga
niður og verða að einni alls-
herjar járnahrúgu og sízt til
augnayndis fyrir vegfarendur
eða sóma fyrir bæinn.
Þótt þarna sé án efa eitt
stærsta mannlausa bragga-
hverfið í bænum standa ónot-
aðir braggar víðar á bæjarland-
inu. Væri ekki vanþörf á að
láta fara fram athugun á því
hve mikið af ónotuðum og lítt
notuðum bröggum stendur víðs-
vegar um bæinn og bæjarland-
ið.
Þessa bragga á tafarlaust að
rífa niður og fjarlægja. Það er
Reykvíkingum næg raun að
horfa upp á þann sæg gamalla
hermannaskála sem húsnæðis-
laust fólk hefur verið hrakið í
á undanförnum árum þótt ekki
bætist við hópur bragga sem
enginn hefur not af.
Og þar sem ekki fæst hafin
skipulögð og markviss útrým-
ing braggaíbúðanna ætti vissu-
lega ekki að vera til of mikils
mælzt þótt þeir braggar verði
rifnir og fjarlægðir sem standa
árum saman ónotaðir og grotna
niður fyrir allra augum.
Því er ekki að neita að ým-
islegt hefur verið gert til auk-
innar fegrunar bæjarins á und-
anförnum árum. Það er þakkar-
vert enda viðurkennt og metið
að verðleikum. Væri ekki skyn-
samlegt af forráðamönnum
bæjarins að stíga nú það skref
þegar á þessu sumri að láta rífa
mannlausu braggaskriflin sem
alls staðar blasa við augum og
eru til hinnar mestu óprýði og
öllum til leiðinda.
Eg beini þessu til viðkomandi
bæjaryfirválda í því trausti að
þau láti málið til sín taka með
því að hefja þegar niðurrif
bragganna.
Vegfarandi.
Víðreist lykt — Deilt um naín á dálitlum hlut
Þegar veiðin er komin á land liggur fyrir að vinna úr aflanuni
— og þar hefst ekki sízt hlutur kvenfólksins. Leið fisksins úr
sjónum í maga neytandans er oft löng og krókótt, og þar má
engan hlekk bresta.
Það eru veizluhöld framí, segi
ég. Buff og spæld egg.
Er það Nasi, sem veitir?
spyr hann.
Já, það er farinn að hossast
í honum kútmaginn, segi ég.
Það klúkkar í honum. Svro
lætur hann mig um stjórnina,
fer framí.
Eftir stundarkorn kemur
hann upp aftur, skimar til miða,
setur dýptarmælinn í gang og
tekur við stýrinu.
Hér er fjallgarður undir.
Botninn er líkastur mistenntri
stórviðarsög. Mjóar strýtur,
djúpir álar á milli.
Svo eru lagnisljósin tendruð.
.Við erum komnir til miða.
Leggja!
Við göllum okkur.
Það er kuldaþræsingur, hragl-
andi, en ágjafarlaust.
Svo byrjar lögnin með þessu
vanalega. Baujunni er varpað
útbyrðis og færið leggur leið
sína gegnum lagnisrennuna.
Miðbólunum' ér kastað út bak-
borðsmegin. Þegar tíu lóðir eru
komnar í sjóinn er slegið af og
ljósabauja látin róa. Við setjum
þrjár slíkar baujur á dræsuna,
þá er hægara að finna ef slitið
er. Við byrjum venjulega að
draga í myrkri.
Og svo eru þessar þrjátíu lóð-
ir komnar í hafið.
ar, það er að segja ef ekki er
bræla.
Þú ræsir um fjögurleytið,
segir kallinn. Hann Nasi ætlar
að standa með þér. Verið þið
nú duglegir að smala.
Og svo erum við tveir eftir,
Nasi og ég.
Það snjóaði jafnt og þétt, hióð
á gluggana.
Eg opna fyrir danslögunum.
Glymjandi graðhestamúsík úr
Sjálfstæðishúsinu, ásamt ást-
leitnu breimakattarmjálmi,
bæði á amerísku og íslenzku,
berst til okkar á öldum Ijós-
vakans. Mér er hugsað til
fólksins, sem þarna er að
skemmta sér. Hvernig myndi
því verða við, ef það væri kom-
ið allt í kös hér á dekkið til
okkar?
Nasi tetrið er alveg að sál-
ast. Hann húkir rænulítill aft-
ur í bestikki, heggur fram í
gráðið, gýtur upp á mig sljóu,
bjánalegu augnaráði á milli
þess sem hann skýzt út á dekk
og færir hafguðinum dýrar
matarfórnir með svo ámátlegum
veinum, að mér rennur til
rifja.
Múkkinn moggar í hrönnum
umhverfis bátinn, gaggar á-
fergjulega og matar krókinn af
lyst. Stakur hvítmáfur vokkar
yfir siglutoppunum, vælir
Framhald á 9. síðu.
NÁLÆGT síðastliðnum mánu-
degi miðjurn upphófust hring-
ingar miklar á Þjóðviljann
og fylgdu fyrirspurnir um lykt
þá hina feiknlegu sem bærist
að vitum manna, jafnt Voga-
búa, Kleppshyltinga sem sannra
Vesturbæinga. Og ekki hafði
Bæjarpósturinn fyrr opnað
glugga sinn upp á gátt en sú
hin sama lykt ætlaði hann að
kæfa. En þetta var kunnugleg-
ur þefur; þessi sama lykt mætti
nefjum kirkjugesta, er þeir
gengu út frá vígslu torfkirkj-
unnar að Hofi í Öræfum fyrir
röskri viku, þessi lykt var sér-
lega mögnuð í flugvél yfir
Skeiðarársandi hér á dögunum.
Þetta var sem sé lyktin af henni
Skeiðará, komin alla leið til
Reykjavíkur. Það má furðu-
legt heita að lykt skuli geta
borizt Iandshornanna á milli.
heyrt á þessu eitthvert nafn
annað, þótt mér sé ógerningur
að koma því fyrir mig í svip-
inn. Getur Bæjarpósturinn
frætt mig um þetta eða grennsl-
azt fyrir um þetta? Þótt þetta
skipti ekki miklu máli til né
frá þætti mér fróðlegt að vita,
hvort einhver kann ekki annað
nafn á þessum hlut. Með fyrir-
fram þökk. — S. G.“.
ÞVI MIÐUR getur Bæjarpóst-
urinn ekki leyst úr þessu. Hann
hefur spurt nokkra vísa menn
en þeir vilja einnig kalla þetta
snaga eða sneril og S. G. gerir
sig vist ekki ánægðan með það.
En ef einhverjir af lesendum
Bæjarpóstsins vissu einhver
fleiri nöfn á umræddum hlut
væri gaman að fá upplýsingar
um þau.
<*>-
S. G. SKRIFAR: „Við höfum
verið að velta því fvrir okkur
nokkrir kunningjar hvaða nafn
sé á dálitlum hlut og ekki orðið
á eitt sáttir. Nú hefur mér
dottið í hug hvort Bæjarpóstur-
inn gæti ekki leyst úr þessu
vandamáli okkar. Umræddur
hlutur er smásnagi eða snerill
sem hafður er t. d. á flagg-
stöngum eða snúrustaurum til
að vefja línuna upp á. Flestir
kannast við þetta apparat en þó
ætlar mér að reynast erfitt að
hafa upp á nafni sem ég get
sætt mig við. Einn kunningi
minn heldur því fram að þetta
sé almennt kallað snerill, en ég
vil ekki fallast á það. Það er
ekki hægt að snúa þessu og ég
er sannfærður um að ég hef
0°Ur is #
tUUðlGCIUí
si&uumoarauðoa
ROnningarkortin eru til
söhi í skrifstofu Sósíalista-
flokksins, Þórsgötu 1; af-
greiðslu Þjóðviljans; Bóka-
búð Kron; Bókabúð Máls-
og menningar, Skólavörðu-
| stíg 21; og í Bókaverzlun
Þorvaldar Bjarnasonar i
Ilafnarfirði.