Þjóðviljinn - 21.07.1954, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 21. juli 1954
INNAN
VIÐ
MllRVEGGINN
EFIIR A. J. CRONIN
54.
fertugt, föl og fínleg í ljósgráum kjól. Hann sá að hún
hélt að hann kæmi af skrifstofu manns hennar.
„Ég vona að þér séuð ekki með verkefni handa Sir
Matthew," sagði hún og brosti vingjarnlega.
Svo hafði hún boðið honum glas af sherry og kex.
Þegar hann afþakkaði brosti hún aftur og fór út.
Það var mjög hljótt í herberginu. Svo byrjaði einhver
uppi á lofti að æfa sig á píanó. Prelúda eftir Chopin,
nr. 7, leikin hægt og fálmandi. Það var bam sem lék og
hann heyrði tal og hlátur. Hljóðfæraleikurinn nísti
hann gegnum merg og bein. Hann fór að hugsa um
þennan mann, fallegt heimili haris, aðlaðandi konu og
hlæjandi dætur. Hann hugsaði um hinn manninn í
rökum steinklefanum. Hann þoldi þetta ekki lengur. Um
leið heyrði hann hljóð í bíl. Hann vissi að Sprott var að
koma. Hann rétti enn úr sér. Hann var reiðubúinn. Úti-
dyrnar voru opnaðar og þeim lokað aftur. Það heyrðist
mannamál í anddyrinu. Andartaki síðar opnuðust dyrn-
ar að bókaherberginu.
Páll sat grafkyrr þegar Sir Matthew kom inn. Hann
ieit á hann en sagði ekki neitt. Andartak var alger þögn.
Svo þandi Sprott brjóstið. <
„Hvað á þessi átroðningur að þýða?“ Hann var mjög
reiður. En um leið var eitthvað annað í augnaráði hans.
Páll fann samstundis að hann þekkti hann. „Þér hafið
engan rétt til að koma hingað. Þetta er heimili mitt.“
Þessi athugasemd varpaði ljósi á manninn 1 augum
Páls — spurninguna sem hið glæsilega yfirborð huldi.
Hann hugsaði: þessi maður hefur engan rétt til að
dæma. Hugsanir hans urðu skýrar og ljósar. Hann sagði
hægt:
„Þegar mál hefur beðið nægilega lengi fer það að
verða áríðandi."
Æðarnar þrútnuðu á enni Sprotts. Hann bar ekki við
að ganga nær Páli, heldur stóð kyrr frammi við dyr.
Hann tók á öllum sínum virðuleik, var aftur leikarinn
^em skilaði viðeigandi línum.
„Ég skal ekki draga dul á það að í nokkra mánuði
hefur mér verið kunnugt um athafnir yðar og návist
hér í borg. Þér eruð sonur manns sem dæmdur var í
ævilangt fangelsi og nú eruð þér að reyna að róta upp
moldviðri í sambandi við mál, sem dæmt var fyrir fimm-
tán árum.“
„Það eru ýmis vafaatriði í sambandi við það mái,“
sagði Páll. „Eitt og annað nýtt hefur komið á daginn.“
Andartak náði reiðin tökum á Sir Matthew.
„Enga vitleysu,“ sagði hann. „Eftir fimmtán ár er
það óhugsandi. Vegna afskiptasemi yðar var beiðni um
endurupptöku málsins lögð fyrir innanríkisráðherrann,
og að sjálfsögðu svaraði hann neitandi.“
„En þér þurfið ekki að neita,“ sagði Páll. „Þér voruð
saksóknari. Skylda yðar er umfram allt að sjá um að
réttlætinu sé framfylgt. Og þér mynduð telja yður knú-
inn til að gera einhverjar ráðstafanir ef þér væruð
sannfærður um að faðir minn væri saklaus.“
„En ég er ekki sannfærður um það.“ Sprott næstum
hrópaði.
„Þér mynduð sannfærast ef þér vilduð hlusta. Það
minnsta sem þér getið gert er að líta á hinar nýju sann-
anir sem borizt hafa.“
Sprott var svo reiður að hann gat varla talað. Það
var eins og andlit hans væri glóandi. En hann tók
sjálfan sig taki. Reiði hans kólnaði. Rödd hans var níst-
andi.
„Ég verð að biðja yður að fara héðan. Þér vitið alls
ekki um hvað þér eruð að biðja...tæknilegir erfið-
leikar, eðlileg framvinda laganna, allt hjálpast að. Þér
eruð eins og heimskur krakki, sem vill brjóta niður stór-
byggingu, vegna þess að hann heldur að einn múrsteinn
í undirstöðunni hafi verið illa lagður.“
„Ef vmdirstaðan er ófullkomin hlýtur byggingin að
hrynja."
Sir Matthew lét ekki svo lítið að svara þessu. Svipur
hans var blandinn hæðni og yfirlæti. En þegar hann
horfði útundan sér á unga manninn, álútur og undir-
furðulegur, varð Páll aftur var við veiluna, einhverja .
sprungu í yfirborðinu, og honum varð ljóst að Sprott ■
mundi aldrei fallast á að málið yrði tekið upp að nýju, '
þótt ekki væri nema vegna þess að hann þurfti fyrir '
hvern mun að dylja þá veilu. Samt sem áður — hann '
varð að gefa honum eitt tækifæri enn.
„Þegar fangi hefur afplánað fimmtán ár af ævilöng- .
um fangelsisdómi ...... er þá ekki venjan ...... að ■
honum sé sleppt við það sem eftir er?“
Sir Matthew horfði enn út undan sér á Pál, útstæð-1'
um, dálítið blóðhlaupnum augum. Hann sagði nístandi ’
röddu:
„Innanríkisráðherrann hefur þegar sagt álit sitt á ■
þessu máli.“
„En þér hafið ekki gert það,“ hélt Páll áfram hálí- '
kæfðri röddu. „Eitt orð frá yður við rétta aðila gæti ’
haft úrslitaþýðingu. Eitt orð — um hinar nýju efa-’
semdir.......“
Sir Matthew hristi höfuðið næstum ofsalega, varpaði •
frá sér allri ábyrgð. Hann teygði handlegginn aftur fyrir ■
sig og opnaði dymar. % !;
„Ætlið þér að fara núna?“ Sami stirðnaði yfirlætis- •
svipurinn var á andliti hans. „Eða þarf ég að láta '
fleygja yöur út?“
Nú sá Páll að þétta var tilgangslaust. Þessi maður ’
mundi aldrei gera neitt, ekki lyfta hendi til að fara fram I
á náðun. Metnaður hans sjálfs var hið eina sem málií
skipti, virðuleiki hans, embætti og framtíð. Ekkert af |
þessu mátti skerða. T
Við tilhugsunina um þetta varð Páll gagntekinn ó-t
stjórnlegri reiði, ofsa og örvæntingu. Castles hafði haft f
á réttu að standa. Faðir hans, Swann, hann sjálfur
höfðu allir verið troðnir í svaðið vegna hinnar óseðjandi
framagirndar þessa manns. Hann átti aðeins eitt ógert. ,
Hann reis á fætur. Hann var stirður í liðamótunum, það
G
OC
Einu sinni fyrir mörg-um ár-
um voru Svisslendingar og hátt-
settur þýzkur nazisti að veiða
í lítilli fjal'.aá við landamæri
Þýzkalands og Sviss. Voru þeir
sitt hvoru megin við ána. Naz-
istinn veiddi ekki neitt állan
daginn, en Svisslendingurinn
mokaðí upp aflanum. Að lokum
stóðst nazistinn ekki mátið og
hrópaði yfir ána:
Hvernig stendur á þvi að þér
gengur svona ve', þar sem ég
aftur á móti fæ ekki eina ein-
ustu bröndu?
Svisslendingurinn svaraði: Min
megin þora fiskarnir að opna
túlann, en þín megin ekki.
Skókaupmaður nokkur þótti
selja he’.dur ónýta skó, og eitt
sinn kom reiður viðskiptavinur
inn til hans með skó sem hann
hafði keypt tveimur dögum áð-
ur og sagði:
Þessa skó hérna keypti ég hjá
yður i fyrradag, og nú er komið
gat á þá. Og samt auglýsið þér
í glugganum hjá yður: Skór
sem hæfa drottningu. Þér eruð
ósvikinn prangari og þorpari.
Nei, svaraði kaupmaðurinn, það
eru fáir minir jafningjar í
heiðarieik. Drottningin þarf ekki
sterka skó — fáar manneskjur
ganga minna en einmitt hennar
hátign.
Hann hafði gaman af að segja
eftírfarandi sögu:
Eitt sinn vakti ég athygli þjóns-
ins míns á því að baðhandklæðið
væri ekki hreint. Þjónninn
kvaðst ekki skilja í þvi, þar sem
það ætti að vera nýkomið úr
þvotti. Ýig sagði að það lyktaði
eins og dauður fiakur. Já,
kannski þér hafið notað það
áður, svaraði þjónninn þá.
Köflótt leikfÖt
Hér er mynd af hentugum,
köflóttum leikfötum handa
minnsta barninu. Það eru venju-
legar rykktar stuttbuxur með
smekk og axlaböndum. Axla-
böndin eru hneppt á með tölu
Nokkur orð um ml°ismai
Um þetta leyti árs á mörg
húsmóðirin i brösum með mið-
degismatinn. Það er erfitt að
fá annað en fisk í matinn og
þótt kjöt sjáist í búðum, þá
fær það venjuiegast að liggja,
að minnsta kosti þegar kílóið
kostar 88 krónur.
En það er hægt að borða sig
saddan af köldu borði, t. d.
einu sinni í viku, og það þarf
ekki að verða mjög dýrt ef
áleggið er rétt valið. Hægt er
að fá ágætar reyktar síldar
og ef þér lízt sérlega vel á þær
einhvem daginn skaltu bera
þær fram til miðdags ásamt
rúgbrauði, smjöri og radísum.
Ætlaðu ca. tvær síldar handa
hverjum og berðu fram ost á
eftir. Þetta er saðsamara en
ætla mætti og skemmtileg til-
breyting frá soðningu, kjötboll-
um og pylsum.
Annan daginn má bera fram
steikt flesk og egg sem forrétt
og hafa síðan brauð og álegg
á eftir, og þá þarf að hafa á-
legg sem er ekki á kvöldborð-
inu hjá manni á hverjum degi.
Marineruð síld er líka fyrir-
taks matur sem fólk gerir allt-
of lítið að því að borða. Hún
er mjög ljúffeng með miklu af
soðnum kartöflum smjöri og
brauði að ekki sé taiað um
hollustuna. Hægt er að fá
sílaina tilreidda í búðunum, en
þegar maður kemst upp á að
útbúa síldina sjálfur hættir
manni að vaxa fyrirhöfnin í
augum og til eru margir mjög
ljúfengir síldarréttir.
Undir nælonkjólnum
Ef maður fær sér nælonkjól,
verður maður að muna eftir því,
að efnið er svo þunnt og gegn-
sætt að það útheimtir sérstakan
undirkjól. Gætið þess líka að
velja rétt efni. Mörg nælonefni
verða beinlínis rafmögnuð þegar
maður er kominn i þau, og ef
maður fer í nælonkjól utan yfir
nælonundirkjól á maður á hættu
að kjólefnið og efnið í undir-
kjólnum límist beinlínis saman
og eyðileggi svipinn á kjólnum.
Undirkjóll úr gervisilki eða tafti
hentar betur undir nælonkjól.
Taft er í rauninni betra, því að
það stendur fallega út og nælon-
efni eru einmitt fallegust í stór
og fyrirferðarmikil pils. Það er
líka stundum erfitt að fá nælon-
efnið til að falla á réttan hátt,
en ef taftundirkjóli er notáður
kemur rétti svipurinn á pilsið.
og hnappagati. Stóri kengúru-
vasinn framan á maganum er
hentugur og mun betri til síns
brúks en litlir vasar sem oft eru
hafðir á barnafötum og lítið sem
ekkert kemst í. Ef maður getur
saumað barnafötin sjálfur er
fyrirhafnarlítið að útbúa svona
flík.
Rúm undir rúminu
Þegar fólk kaupir rúm hættir
því til að líta eingöngu á hvílu-
rúmið sjálft, stærð þess og gerð
og það er auðvitað mikils virði.
En það skiptir líka miklu máli
að hægt sé að komast undir rúm-
ið. Það á að vera auðvelt að
þrífa undir því, og tilraunir hafa
sýnt að rúmið þarf að vera að
minnsta kosti 25 cm. frá gólfi
til þéss að sá sem hreinsar gólfin
geti komið hreingerningartækj-
unum undir rúmið' með tiitölu-
lega lítilli fyrirhöfn.