Þjóðviljinn - 23.07.1954, Page 12
Ungur maður játar að haía kveikt í til
1 þess að svíkja út vátryggingarfé — Aldr-
aður maður - eigandi hússins - beið
bana aí völdum reyks
Nú er upplýst með hvaöa hætti kviknaði í húsinu
'Framnesvegi 19 hinn 13. júlí s.l., er aldráður maöur kafn-
aði af völdum reyks. Ungur maður, eigandi verzlunarinn-
ar í húsinu, játaði í fyrradag að hafa kveikt í til að svíkja
út vátryggingarfé.
Eins og áður hefur verið skýrt
frá í fréttum var slökkviliðið
kvatt að húsinu nr. 19 við Fram-
nesveg kl. um 9 að morgni 13.
júlí s.L og var eldur í kjallara
hússins. Eldurinn var lítill og
fljótlega slökktur, en mikill reyk-
ur var í húsinu og hafði lagt
upp á næstu hæð fyrir ofan kjall-
arann. í eldhúsinu á hæðinni
fannst húseigandinn, Magnús Ás-
mundsson, liggjandi meðvitundar-
laus á gólfinu. Var hann hálf-
klæddur og hafði sýnilega reynt
að komast út en hnigið niður.
Magnús var þegar fluttur á
sjúkrahús en lífgunartilraunir
reyndust árangurslausar. Við
ki-ufningu virtist auðsætt að hann
hafði látizt af kolsýrlingseitrun.
Greinileg merki um íkveikju
Húsakynnum á Framnesveg 19
er þann veg háttað að í kjallara
hússins næst götu er verzlunar-
pláss, en inn af verzluninni tvö
samliggjandi geymsluherbergi. Á
hæðlnni fyrir ofan kjallarann er
íbúð.
Við athugun á verksummerkj-
um eftir brunann þótti allt benda
til að um íkveikju af mannavöld-
um hefði verið að ræða.
Geymsluherbergin tvö voru full
af vörum, en upp við steinvegg í
því innra var samsafn af drasli
og hafði sýnilega verið kveikt í
því.
Hinn látni maður fannst í eld-
húsinu á íbúðarhæðinni en það
er beint upp af innra geymslu-
herberginu, þar sem eldsupptök-
in voru.
Eigandi verzlunarinnar í kjall-
ara hússins, Vesturbæjarbúðar-
innar, var Sigurður Ellert Jóns-
son til heimilis í Höfðaborg 52.
Féll grunur á að hann myndi
hafa kveikt í og var hann settur
í gæzluvarðhald. í fyrradag við-
urkenndi Sigurður í sakadómi
Reykjavíkur að vera valdur að
íkveikjunni. Fer hér á eftir frá-
sögn hans af málavöxtum.
Ætlaði að svikja út
vátryggingarféð
Sigurður kvaðst hafa verið í
fjárkröggum um nokkurt skeið.
Hann keypti nýlenduvöruverzlun
á s.l. vori og rak hana, en rekst-
urinn gekk illa. Fyrir skömmu
hafði hann lokað verzluninni af
f j árhagsástæðum.
Um kvöldið 12. júlí barst hon-
um símskeyti frá nokkrum lán-
ardrottnum sínum, þar sem hann
var beðinn um að koma til við-
tals, en þessum lánardrottnum
kvaðst Sigurður skulda á annað
hundrað þús. krónur. Hann hélt
að nú ætti að fara að ganga að
sér og gera sig gjaldþrota, og sem
leið út úr þessum örðugleikum
hafi hann ákveðið að kveikja
í vörulagernum inn af verzlun-
inni og svíkja þannig út vátrygg-
ingarféð.
Vörulagerinn mun við lauslega
athugun hafa verið um 40 þús.
króna virði, en lagerinn hafði
fyrri eigandi verzlunarinnar vá-
tryggt fyrir 100 þús. kr. og Sig-
Framhald á 9. síðu.
9 blaðameim
Á-bandalagsins
Níu Atlanzhafsbandalags-
blaoamenn eru komnir hingað
til lands á vegum Atlanzhafs-
bandalagsins og ísíenzku ríkis-
stjórnarinnar.
Blaðamenn þessir eru Maurice
Bots frá Belgíu, Aage Rosted
frá Danmörk, Repas frá Grikk-
landi, Pegolozzi og Botte frá
ítalíu, Ernest Faber frá Lúx-
emburg, Meijer frá Belgíu, ung-
frú Rigmor Abrahamsen frá
Noregi og Acurcio frá Portugal.
— Blaðamenn þessir munu
dvelja hér á landi í 5 daga og
ferðast um landið á vegum rík-
isstjórnarinar.
Forsetinn og sendiherrann á Bessastöðum í gœr.
Sendiherra Iíanada á forsetafundi
Hr. Chester A. Rönning af-
henti, í gær, að viðstöddum
utanríkisráðherra, forseta ís-
lands trúnaðarbréf sitt sem
sendiherra Kanada á Islandi,
með aðsetri í Osló, við virðu-
lega athöfn á Bessastöðum.
Að athöfninni lokinni sat
sendiherrann hádegisverðarboð
forsetahjónanna ásamt öðrum
gestum.
(Frá skrifstofu forseta).
Föstiidagur 23. júlí 1954 — 19. árgangur — 163. tölublað
Trésmiðirnir sigruðu
Samningum SGkið — Ska! aivirmurskandi
sjá smiðunum fyrir fæði séu þeir seudir
fil vinmi uíasibæfar
Samningar hafa nú tekizt milli Trésmiðafélags Reykja-
víkur og Vinnuveitendasambands íslands. Eru þeir lítiö
breyttir frá eldri samningum að öðru leyti en því að tré-
smiðum skal nú séð fyrir ókeypis fæði ef þeir vinna utan
viö bæinn.
Agnes Tryggvadóttir
Samuorrærta simel-
keppnin á Heiiissaudi:
Yiigsti þátttak-
andinn 7 ára
Eins og Þjóðviljinn hefur áð-
ur skýrt frá lauk sundnám-
skeiði á Hellissandi hinn 3. júlí
s.l. Jafnhliða námskeiðinu fór
fram kejpni í samnorrænu
sundkeppninni og syntu um
20% íbúanna 200 metrana.
Yngsti þátttakandinn í keppn-
inni var telpan á myndinni hér
fyrir ofan. Hún heitir Agnes
Tryggvadóttir og er 7 ára göm-
ul. Agnes byrjaði að sj’nda í
vor á sundnámskeiðinu.
ÆFR til Hvera-
valla og Kerling-
arfjalla
ÆFR efnir til ferðalags til
Hveravalla og Kerlingarfjalla
um verzlunarmannahelgina.
Verður haldið af stað eftir há-
degi á laugardag, og komið aft-
ur á mánudagskvöld. Sofið
verður í tjöidum er gylkingin
leggur til.
Allar nánari upplýsingar um
ferðina eru veittar í skrifstofu
ÆFR, en hún er opin kl. 6-7
alla virka daga. Einnig mun
blaðið skýra frá ferðinni ein-
hvern daginn.
Island mun óvíða vera feg-
urra en á þessum slóðum, og
ættu Fylkingarfélagar ekki að
þurfa að hugsa sig lengi um
áður en þeir ákveða að fara.
Þetta atriði hefur verið deilu-
atriði frá því Trcsmiðafélagið
gerði sína fyrstu kjarasamn-
inga, árið 1949. í verkíallinu
síðasta, 1952, var þetta höfuð-
krafa trésmiðanna, sem náðist
Samkvæmt upplýsingum frá
Ráðningarstofu landbúnaðarins
höfðu um síðustu mánaðamót
366 bændur leitað aðstoðar Ráðn-
ingarstofunnar, á móti 297 á
sama tima í fyrra.
Þessir 366 bændur óskuðu eftir
að fá eftirtalið fólk — sviga-
tölurnar tilsvarandi tölur á
sama tíma í fyrra: 64 kaupa-
mepn (51), 208 kaupakonur (198)
86 drengi (79) og 51 stúlku (32).
Framboð fólks nú var 55
kaupamenn (67), 106 konur
(125), 138 drengir (126), 98
stúlkur (84) eða samtals 397,
sem er svipað framboð og í fyrra
á sama tíma, sem var samtals
395.
Ráðningarstofan hefur nú ráðið
21 karlmann (23), 59 konur (60),
79 drengi (52) og 54 stúlkur
(33) eða samtals 293 í stað 168
í fyrra.
Það er ennfremur vitanlegt að
margir sem skráðir eru hafa
ráðizt án aðstoðar skrifstofunnar,
en af bændum sem leitað hafa til
ekki fram þá. Trésmiðirnir
höfðu nú verið samningslausir
síðan fyrsta júní, liafa samn-
ingsviðræour staðið annað slag-
ið síðan og er nú lokið með
endanlegnm sigri trésmiðanna.
skrifstofunnar hefur þörfum 200
verið fullnægt. Þá eru tölurnar
nokkuð villandi að því leyti að
nokkuð af fólki, einkum karl-
menn, lætur skrá sig án þess
að vera alvara að fara í kaupa-
vinnu og ræður sig síðan til
annarra starfa. En það eru þó
einkum kaupakonur sem Ráðn-
ingarstofuna vantar enn.
Engiit síld á
Raufarhöfn
Raufarhöfn 22. júlí. Einka-
skeyti til Þjóðviljans.
Bræðslu Iauk í síldarvcrk-
smiðjunni um kl. 7 í kvöld.
Engin síld var söltuð í dag ög
engin síld barst á land í dag,
hvorld til verksmiðjuniiar né
til söltunar.
Engar fréttir bárust í dag
af miðunum. Bræla hefur ver-
ið hér undanfarið, en veður er
nú heldur að lægja og búist
við að rofi til um lágnættið.
Enn vantar einkum kaupakonur
Eítirspurn meiri en í fyrra en framboS
svipað — Oskum 200 bænda af 366 heíur
verið fullnægt
Eftirspurn eftir fólki til landbúnaðarstarfa hefur verið
allmiklu meiri nú en í fyrra ,en framboð hinsvegar svipaö
og þá. Af 366 bændum er leituðu aðstoðar Ráðningar-
stofu landbúnaðarins á þessu vori hefur þörfum 200 verið
fullnægt, en einkum er skortur á kaupakonum.
Bæjarverkfræðingur játar:
>Ef verkfræðingor.. koma aftur'
Höfuðborgin hefur nú verið verkfræðingalaus í senn
tvo mánuði. Borgarstjórinn segist hafa gert allt til að ná
samningum við verkfræöingana, en verkfræðingarnir
segja að borgarstjórinn hafi aðeins sent umboðslausa
„áheyrnarfulltrúa“ á sinn fund.
Staðreyndirnar eru, hvað sem öðru líður, að borgar-
stjóri íhaldsins hefur ekki reynzt þeim vanda vaxinn að
tryggja bænum verkfræðinga yfir aðalframkvæmdatíma
ársins, sumarið, og hitt að' af skorti á verkfræðingum
standa ýmsar óhjákvæmilegar og aðkallandi framkvæmd-
ir bæjarins fastar.
Bæjarverkfræðingur játar
hreinskilnislega þetta ástand í
eftirfarandi scm hann sendi
blöðunum í gær:
„Að gefnu tilefni óskar bæj-
arverkfræðingur að taka fram
eftirf arandi:
Um alllangt skeið hefur skcrt
verkfræðinga til þess að hægt
væri að anna þeim störfum, er
hinar ýmsu deildir í skrifstofu
minni hafa með höndum.
Eftir að verkfræðingar
gengu úr þjónustu bæjarins á
þessu sumri, hafa orðið tafir
bæði á afhendingu og útmæl-
ingu lóða, sem úthlutað hefur
verið. Liggur slíkt í augum
uppi, þar sem nú starfar af
verkfræðingum í skrifstofu
minni aðeins yfirverkfræðingur
bæjarins auk mín, en áður
störfuðu þar alls 14 verkfræð-
ingar.
Ef verkfræðingar þeir, sem
farið hafa, koma aftur í þjón-
ustu bæjarins, verður að sjáif-
sögðu tekið til við þau verk-
efni, sem óleyst eru, og þeim
hraðað svó sem framast er
■ • y ■
unnt. '•»
Reykjavík, 22. júlí 1954.
Bolli Thoroddsen,
bæjarverkfræðingur.''