Þjóðviljinn - 29.08.1954, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 29.08.1954, Qupperneq 3
2) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 29. ágúst 1954 Hræðilegt áform Eg hcfi oft og tíðum fornumið og heyrt, að það er áseíningur- inn sumra manna, að af taka allt lífsstraff í óbótamálum í kristinrétti og láta vera eins og í páfadóminum var. Er vel, ef þeir fá það af kóngi, því að öngvan veit eg að langar að sjá þeirra blóð, aumra manna; en hitt er það, sem mig uggir, það fá þeir aldrei af kóngi, og ekki er mögulegt að þeir dirfist að biðja hans náð þar um. Hitt, það sem eg má vel segja, slíkur ásetningur og slíkt áform cr mjög hræðilegt og voðalegt, og ekki forsvaranda fyrir Guði og kristilegu yfirvaldi, og sannar- lega, svo sem Guð er sannorður og réttlátur, svo mislíkar lionum þetta, og slíkt orkar þeim eins hræðilegs dóms fyrir Guði, að menn vilja svo lítt akta Guðs rétt og hafa ekkert vandlæti guðlegt eftir sinni skyldu og embætti. Og ef það er, sem sagt er, að þeir liafa dæmt og sam- tekið að senda alla þessa óbóta- menn fyrir kóng, eða af land- inu, en refsa öngvum, þá sjá allir að siíkt er ekki annað en að sambykkja, sahylla, upp- setja og staðfesta refsingarleysi í landinu, hórdómum, blóð- skömmiun til aukningar og efl- ingar, þvert í móti Guðs orði og viíja, og í móti kristilegs yfir- valds margföldum strengilegum bífalningum, og fylla landið upp með blóskammir og óbótamál, hvað ekki er annað en að koma sjálfum Guði til að straffa og refsa allt landið, svo sem nú er á kornið. (Varnarrit Guðbrands biskups). ’-Jl, í dag er sunnudagurinn 29. ágnst. HöfuSðagur. — 241. dagur ársins. — Guðspjall: Farisei og tollheimtumaður. — Tungl í fcásuðri hl. 14:12. — Árdegisháflæði kl. 6:54. Síðdeg- isháflæði kl. 19:10. Prentarakonur Berjaferð verður nk. fimmtu- dag. ef veður leyfir. Upplýsing- ar í símum 80613, 7265 og 5259. Bólusetning gegn barnaveild Pöntunum veitt mótttaka þriðjudaginn 31. águst nk. kl. 10-12 árdegis í síma 2781. — Bólusett verður í Kirkjustræti 12. Næturvarzla er í Laugavegsapóteki, sími 1618. Er yður ver við að ég reyki? Útvarpið í dag Kl. 9:30 Morgunútvarp. Frétt- ir og tónleikar: a) Diverti- mento í B-dúr (St. Anthony) I eftir Haydn. b) Óbókvartett í F-dúr (K370) eftir Mozart. 110:10 Veðurfr. 11:00 Messa í Laugarneskirkju (Sr. Friðrik j Friðriksson dr. theol.) 12:15 j Hádegisútvarp. 14:00 Útvarp; frá Listasafni ríkisins: Opnun sýningar á norskri nútírnalist. Ræður flytja Bjarni Benedikts- son dóms- og menntamálaráð- herra og Halvard Lange utan- ríkisráðherra Noregs. 15:15 Miðdegistónleikar (pl.): a) Gullrokkurinn, sinfónísk ljóð op. 109 éftir Dvorák. b) Maria von Ilosvay syngur lög úr ó- perum eftir Saint-Saens, Thom- as og Bizet Sinfóníuhljómsveit Vínarborgar leikur með. c) Horoscope, ballettsvíta eftir Constant Lambert (Sinfóníu- hljómsveitin í Liverpopl leikur; höf. stjórnar). 16:15 Fréttaút- varp til Islendinga erlendis. 16:30 Veðurfr. 18:30 Barnatími (Þorsteinn Ö. Stephensen): a) Hreiðar Stefánsson kennari les sogu: Litla Ljót eftir Vilberg Júiíusson. b) Barnakór Akur- eyrar syngur. c) Guðmundur M. Þorláksson kennari les æv- intýri: Katrín trépilsa eftir As- björnsen og Moe; fyrri hluti. 19:25 Veðurfregnir. 19:30 Tón- leikar: Walter Gieseking leik- ur á píanó (pl.) 19:45 Auglýs- ingar. 20:00 Fréttir. 20:20 Sam- leikur á eelló og píanó: Erling Blöndal-Bengtson og Árni Kristjánsson leika sónötu í D- dúr op. 102 nr. 2 eftir Beethov- en. 20:40 Erindi: Prédikarinn Billy Graham (Ólafur Ólafsson kristniboði). 21:05 Tónleikar (pl.): Le sacre du Printemps (Helgiljóð vorsins), hljómsveit- arverk eftir Stravínsky (Sin- fóníuhljómsveitin í Philadelphíu leikur; Stokowsky stjórnar). 21:35 Upplestur: Norsk mynd- list, ritgerð eftir Leif Östby (Björn Th. Björnsson listfræð- ingur). 22:00 Fréttir og veður- fregnir. 22:05 Danslög af plöt- um til kl. 23:30. Útvarpið á morgun Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 20:20 Útvarpshljómsveitin: Syrpa af íslenzkum vor- og sumarlögum. Karl O. Runólfs- son tók saman og gerði hljóð- færaskipan. 20:40 Um daginn og veginn (Helgi Hallgrímsson fulltrúi). 21:00 Einsöngur: Sig- urður Ólafsson syngur; Fritz Weisshappel leikur undir á pí- anó. 21:20 Frásaga: Litazt um í Þingeyjarþingi (Axel Bene- diktsson skólastjóri frá Húsa- vík). 21:40 Búnaðarþáttur: Búnaðarfræðsla og héraðsskól- ar (Júlíus, J.í Dáníelgson kenn- ari). 22;bö Fréttir og veður- fregnir. 22:10 Hún og hann. 22:25 Létt lög: Gamlir dansar. Söfnin eru opina Ustasafn Kinars .fðnssouar kl. 13:80-15:30 daglega. Gangið inn frá SkólavörSutorgl t\Jó8minjasafnlð kl. 13-16 á sunnudögum, kl. 13- 18 á þrlöjudögum, ílmmtu- dögum og laugardögum. Landsbókaðafnið kl. 10-12, 13-19 og 20-22 aila vlrka daga, nema laugardaga kl. 10-12 og 13-19. Náttúrugripasafnið kl. 13:30-15 á sunnudögum, kl. 14- 15 á þriðjudögum og flmmtu- dögum. Bókmenntagetraun í gær var lcafli úr ljóði Guð- mundar Guðmundssonar skóla- skálds: Strengjagaidur. Hvað- an eru þessar vísur? Kaldur vétur lá í landi. Lokað hverju nausti var. Gróin voru svell að sandi, silfurhella víður mar. Inn til lýðs í lága kofa læðist gráðug hungurvofa. Fjötrast líf í feigðardofa. Fölnar sérhvert vonarskar. Sungið hefur svell úr barmi Sigurður um grimma nótt, þegar eldir árdagsbjarmi yfir landið dauðahljótt. Rís hann þá með ríku hjarta. Rofar til um hvelfing svarta. Dýrðarroði dagsins bjarta dirfir skáldsins von og þrótt. Krossgáta nr. 451 1. 1 i V s. L 7 b 9 /O // 12 '3 /v iS 'fc '} •8 -9 lo Lárétt; 1 tæki 7 verkfæri 8 leirbrennsla 9 bis 11 liróp 12 keyri 14 samliljóðar 15 for- feður 17 fæði 8 eyði 20 deildi Lóðrétt: 1 tímarit um glæpa- mál 2 alþj. stofnun 3 ryk 4 ull 5 villtar 6 gælunafn 10 vaki ekki 13 varp 15 forskeyti 16 fara á sjó 17 skst 19 hreyf- illg ■■ "•-i.i . OC io inðiiH ~is bírtrn s.'u. ut: Lausn á nr. 459 Lárétt: 1 kista 5 tá 5 RE 7 ala 9 fák 10 sin 11 ati 13 ar 15 er 16 Öskar Lóðrétt: 1 KÁ 2 sól 3 ar 4 tafla 6 Einar 7 aka 8 asi 12 tek 14 ró 15 er Nýiega hafa op- inberað trúlofun sína ungfrú Svanhildur Ás- geirsdóttir, Spít- alagötu 9 Akureyri, og Svetn- björn Kristinsson, pylsugerðar- maður, Ránargötu 26 Akurevri. Millilandaflugvél- in Guilfaxi er væntanleg til R- víkur kl. 18 í kvöld; fer áleiðis til Prestvíkur og London kl. 8:30 í fyrra- málið. Edda, millilandaflugvél Loft- leiða, er væntanleg til Reykja- víkur kl. 11 árdegis í dag frá New York; flugvélin heldur áfram kl. 12:30 til Stafangurs, Öslóar, Kaupmannahafnar og Hamborgar. I dag er ráðgert að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Skóga- sands og Vestmannaeyja. Á morgun er ráðgert að fljúga til Akureyrar (3 ferðir), Bíldu- dals, Fagurhólsmýrar, Horna- fjarðar, ísafjarðar, Kirkjubæj- a.rkiausturs, Kópaskers, Patí- reksfjarðar og Vestmannaeyja (2 ferðir). Bæiarbókasafnið Útián virka daga kl. 2-10 siðdegis. L.aúgardaga kl. 1-4. Lesstofan er opin virka daga kl. 10-12 árdegis os 1-10 síðdegis. Laugardaga kl. 10-12 og 1-4. Lokað á sunnudög- um yfir sumarmánuðina. Ríkissldp Ilekla fór frá Reylcjavík kl. 18 í gær til Norðurlanda. Esja var væntanleg til Akureyrar í gærkvöld á vesturleið. Herðu- breið er í Reykjavík. Skjald- breið fór frá Reykjavík í gær vestur um land til Raufarhafn- ar. Þyrill fór frá Hvalfirði í gær vestur um og norður. Skaft.fellingur fer frá Reykja- vík, á þriðjudaginn til Vest- mannaeyja. Sambandsskip Hvassafell fór frá Þorlákshöfn 25. þm til Rostock. Arnarfeli er í Hamina. Jökulfell lestar og losar á Norðurlandshöfnum. Dísarfell fór frá Rotterdam 26. þm til Reykjavíkur. Bláfell er í flutningum milli Þýzkalands og Danmerkur. Litlafell, Nyco og Tovelil eru í Keflavík. Jan er í Reykjavík. Bestum fór frá Stettin 27. þm til íslands. Ríkissklp Bmarfoss er í Antverpen; fer þaðan til Reykjavílcur. Detti- Framhald á 11. síðu. Hver er þessi feiti maður? spurði Lang- Þetta var í febrúarmánuði; vindurinn var napur og frostið hart.Eftir ergilega þriggja vikna bið í viðbót hélt Langjón brott frá jón nú og benti á Lamba. — Vinur Eindæmi, þrátt fyrir mótmæli sem fram voru borin. En viðSkagagarða sat skip hans fast í ísnum. Og það varð brátt held- minn og félagi, svaraði Ugluspegill. ur en ekki kynlegt að litast um á ísnum: skautakóngar í flauels-klæðum og skautadrottningar í útsaumuðum síðkjólum, piltar Honum brennur í hjarta sama ósk og og stúlkur fíykktust út á ísinn — og þar skautaði allur skarlnnaftur og fram, aðallega tvennt í hverjum hópi. Þetta var kátt mér: að þetta land hljóti frelsi á nýjan og fjörugt fólk er söng rnikið_ af ástavísum miili þess sem þaðhvarf í land og fékk sér upplífgandi dr.ykki. Og það ískraði og leik. — Þið eruð báðir drengir góðir, marraði og brakaði í ísnum víða vega. ___ sagði aðmírállinn, og skuluð nú gerast HSffisrw. BSani.J; - gkipverjar mínir. Sunnudagur 29. ágúst 1954 — ÞJÓÐVTLJINN — (3 Fólkið ög náttáran er megi efnið í norskn nútímamyndlist A norsku myndlistarsýiiinguimi, sem dag, eru 220 verk eftir uutímaíistamenn er í Sigurd. Winge, Odd Hilt og Stinius Frederilcsen halda upp mynduvi fyrir Ijósmyndarann. Þegar ég spurði Reidar Aulie hver væru höfuðviðfang'sefni ! norskra málara svaraði hann 1 stutt og laggott: Landið og þjóðin. Þetta var í ös og önn í Listasafninu á fimmtudaginn, og voru ekki hagkvæmir tímar til umræðu. Eg spurði þó einn- ig hvort þessi sýning væri hugs- uð sem þverskurður norskrar Höggmynd af rithöfundin- um I-Ians Kinck, eftir Gunnar Janson •wíííiL i-. •• myndlistar í dag, og kváð rfiái- arinn svo vera. Næstu viléúrn- ar eiga íslendingar því kost þess að sjá hverjum augum ■norskir myndlistarmenn líta 'land sitt og þjóð, hvernig þeir • túlka þá sýn. Upphaf þessa máls er það að .„árið 1950 sendi norska ríkis- stjórnin íslenzku stjórninni boð um, að efnt yrði til ís- lenzkrar listsýningar í „Kunstn- ernes Hus“ í Osló“ eins og for- maður menntamálaráðs segir í sýningarskránni nú. Þessi ís- lenzka sýning var svo haldin 1951 í ýmsum borgum Noregs, •en í framhaldi þessa hefur Menntamálaráð gengizt fyrir því að þessi norska sýning yrði haldin hér í haust. Verður nú sýningin opnuð kl. 2 í dag og -mun stanrla til 19. september. Á sýningunni eru alls 220 werk: málverk, höggmyndir, „vatnslitamyndir, „pastell“- gouache'og .svart og hvítt“ eins og segir enn í sýningarskránni. Það eru eingongu verk núlif- andi listamanna sem sýnd eru, og eru þeir milli 60 og 70 að tölu. — Mikið af listaverkun- um er úr eigu einstakra manna, auk listamannanna sjálfra, en nokkuð er lánað úr söfnum. Fimm myndlistarmenn hafa komið hingað til að annast um fyrirkomulag sýningarinnar, ásamt íslenzkri „starfsnefnd" — þeir Stinius Er;ederiksen myndhöggvar'i sem er fórmaður norska listamannasambandsins, myndhöggvarinn Odd Hilt, og málararnir Reidar Aulie, Sig- urd Winge og Harald Dal. Eiga þeir allir verk á sýningunní. Hafði undirbúningsnefnd sýn- íngarinnar í Noregi fengið upp- drætti af sýningarsölunum hér, og gerðu þeir þar úti frumdrög að uppsetningu listaverkanna áður en hingað kom. Málverkin, sem eru um 100 að tölu, taka mest rými í Lista- safninu. Sá sem spyr eftir þjóðinni í norsku málverki mun ekki þurfa að skyggnast lengi um veggi áður en hann sér þar meira en tveggja metra háa mynd af konu í síðum kjóli — það er leikkonan fræga Agnes Mowínckel. En það er meiri þjóð í þeim sal. Til dæmis er þar maður að Spila á harmó- níku á einu málverkinu, eitt kærustupar situr í forgrunni, þar fyrir aftan nokkur pör að dansa, en einn stakur sveinn stendur þar yfir barmóníku- manninum með miklum handa- burði. Líklega er vín í kollin- um á honum. Að baki er lauf- þungur meiður einn. Næst er mynd af flösku og ávöxtum í körfu, svo það hafa verið hæg heimatökin fyrir manninn á dansleiknum. Svo koma fiski- bátar við Lófót, eftir Axel Revold, myndin sem birt er hér á síðunni. Maður gengur sal úr sal. Þar er lítill kofi á einni mynd, síð- an vatn og fjöll að baki, . Á annarri mynd eru hirðar og geitur, og er sú mynd skrýtin að því leyti að þar er engin fjarvídd, heldur er öll myndin einn forgrunnur. Á tveimur stórum myndum eru menn að tréverki, og það er blær álf- sögu og ævintýris yfir þeim. Einn smiðurinn situr þar á skammeli sem svífur einhvern- veginn í láusu lofti. Á öðrum stað er stigi sem endar í miðj- um klíðum, og þó er maður að ganga niður. Á einu málverki enn krýpur maður undir þungri viðarbyrði. Og það eru vötn og fjöll um alia veggi. Hér er norskt fólk og norskt landslag. Svo verða aðrir að dæma um hvernig listamönnunum hefur tekizt að túlka sýnir sínar. Mér sýnist höggmyndirnar fjalla vim svipuð efni og laða myndhöggvara margra þjóða til starfs. Þar er brjóstmynd af konunni sem listamaðurinn ann, þar er höfuð ónefnds drengs, þar er stúlka með gítar. Á einni höggmyndinni er karl og kona. Sú mynd heitir Hóp- mynd, og er réttnefni að því leyti að ekki getur meiri hóp en svona tvinn, ef út í þá sálma er farið. Getur og verið að konan fari ekki ein saman, og þarf þá enga heimspekilega þanka meir um það. Þar eru vatnslita- og svartlistarmyndir í sömu sölum, og er mikill þjóð- sögu- og ævintýrablær yfir þeim mörgum. Þar stendur hlæjandi asni ofan á manni einum, en annar maður hoppar á einum fæti framan í asnan- um. Ekki verður annars vart en sá, sem liggur undir dýr- inu, uni hag sínum hið bezta. Fuglar kvaka þar í einu tré sem hefur rætur sínar einhver- staðar í víðáttunni — og þanm'g mætti lengur telja. Þó skal hér staðar numið. Myndhöggvarinn Odd Hilt hefur fylgt mér um nokkra salina, sagt mér deili á lista- verkunum og nokkrum höfund- um þeirra. Mér leikur enn hug- ur á að fá svör við fáeinum spurningum, en þá vísar hann mér aftur á Reidar Aulie, sem er formaður dómnefndarinnar er valdi verk á þessa sýningu. — Hafa Norðmenn haldið margar sýningar sem þessa áð- ur? — Við höfum haldið svona yfirlitssýningar áður bæði í Svíþjóð og Danmörku. Ætlun- in var að fara til Finnlands í haust, en íslánd gekk fyrir. Sennilega höldum við þá sýn- ingu í Finnlandi næsta ár. En það hefur ekki verið gengið fyllilega frá því. -— Er mikill áhugi á listum í Noregi? — Já, það getur maður sagt. Allar meiriháttar sýningar eru vel sóttar, og það eru talsverð- ar opinberar umræður um list. — Hvernig er háttað starfs- skilyrðum norskra myndlistar- manna? — Við höfum góð starfsskil- yrði. Það er ekki sízt því að þakka að opinberir aðilar hafa tekið listamennina í þjónustu sína, ef svo má að orði kveða. Við málum til dæmis mjög mik- ið í opinberar byggingar, svo sem skóla og sjúkrahús. Þið munuð kannast við þátt okkar í skreytingu ráðhússins í Osló. Nýjasta stórhýsið sem norskir listamenn skreyta er pósthúsið í Bergen. Viss hluti af sölu málverka rennur í sérstakan sjóð sem listamenn eiga að- gang að. Þá eru námstyrkir, ferðastyrkir; og margskonar annar stuðningur er okkur veittur. Þér megið hafa það eft- ir mer að norskir myndlistar- ménri búi við betri -kjör en listámenn flestra ánnarra landa. Á göngu minni um salina hef ég aðeins séð þrjú málverk í „hreinum" abstraktstíl, og spyr hverju það sæti. — Ástæðan er sú, svara þeir félagar, að það er lítið málað í þessum stíl hjá okkur. Orsök þess er þó ekki sú að við þekkj- um ekki til þessa stíls. Ýmsir listamenn okkar hafa einmitt numið í París, þar sem abstrakt- listin virðist helzt á baugi; og við höfum einnig kynnzt henni á sýningum málara frá öðrum löndum. En hvað sem veldur, þá virðist þessi aðferð ekki snerta djúpan hljómgrunn hjá okkur. Enginn dómur felst í þessu af okkar hálfu, en stað- reyndin er þessi. —- Hvernig virðist ykkur að sýna í þessum sölum? — Mjög vel — birtan er ágæt, og liturinn á veggjunum gefur þægilegan og heppilegan bakgrunn. Sumir salirnir eru kannski í minna lagi, en í höf- uðatriðum ér ekki um það^að kvarta. . —O— • Norska myndlistarsýningin er tákn menningarsamvinnu eins og hún gerist bezt. Hún er raunhæfur hlutur, en ekki kjaftháttur og slúður sem tíðk- ast mjög á þingum. En einmitt í sambandi við þessa sýningu stendur íslenzk kotmennska skyndilega í slcæru ljósi. Það hafa kannski ekki svo ýkja- margir veitt því athvgli að fyr- ir nokkru var tilkynnt að'Lista- safn ríkisins yrði lokað um óá- kveðinn tíma. Ástæðunnar var ekki getið, en hún er nú kom- in í ljós. Vcrkin í iistosafni ís- ienzka ríkisins- hafa öll ver- ið tekin niður, og þeim hefur verið staflað saman eins og salt- fiski í einu herbergi hússins. Við höfðum sem sé ekki annað húsnæði undir norsku sýning- una. í tilefni þess að hér er haldin erlend listaverkasýning lokum við okkar eigið listasafn inni í kompu. Við eigum að koma okkur upp almennilegum sýningarskála, og bað er meiri vesaldómur en orð fá iýst að hann skuli ekki kominn upp fyrir löngu. Það eru ekki lista- mennirnir einir sem eiga kröfu til þessa, heldur einnig fólkið í landinu, okkar eigin menning. Norsku listamennirnir eru ánægðir með salina í Þjóðminja- safninu, en hverskonar reisn er það sem levfir okkur áiölulaust að rífa niður Listasafnið eins og íslenzk málverk séu ekki annað en veggfóður? Við get- um ekki boðið til fleiri slíkra sýninga fyrr en við höfum kom— ið upp húsnæði yfir þær. Þaí5S£ verður að byrja á því að.‘,úpp—»• fylla sjálfa frumkröfuna?1 Veggur í einum salnum. Málverkið yzt til vinstri heitir Kristur í musterinu. Fiskiskip í Lófót, eftir Axel Revold.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.