Þjóðviljinn - 29.08.1954, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 29.08.1954, Blaðsíða 8
8) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 29. ágúst 1954 ■01 steinsson i siöSugri framför <s>- Karíakérimi FésfksæSur Söngstjóri Jón Þórarinsson í Austurbœjarbíó annað lcvöld klukkan 7.15 Einsöngvari Kristinn Hallsson Undirleikari Carl Billicli Aðgöngumiðar seldir hjá Eymundsson og Lárusi Blöndal Frjálsíþróttaflokkur Ármanns •sem verið hefur á íþróttaferöa- lagi um Finniand kom heim sl. fimmtudagskvöld. Einn þeirra, Vilhjálmur Einarsson frá UÍA, sem var meo flokknum, tók bó aðra stefnu eða suður til Bern, en hann keppir þar í þrístökki. Hann sióst í för með finnskU þátttakendunum í þessa suður- för. Iþróttasíðan hitti að máli far- arstjóra ferðarinnar, þá Stefán Kristjánsson og Jóhann Jó- hannesson, og bað þá að skýra frá því helzta sem á daga þeirra dreif í Finniandsför þess- ari: — Við vorum 10 sa.rnan og var ætlunin að keppa á þrem mótum, en það breittist því að þau urðu nú fimm rnótin, sem við tókum þátt í. — Votviðri höfðu gert brautirnar þungar, svo að árangur varð ekki eins góour og efni stóðu til, og þó var árangurinn góður. Fyrsta keppni okkar fór fram í Helsíhgföfs, og nutum við þar aðstoðar'' Nofe, - sem hér var eitt sinn og er alitáf Ármanns- og íslandsvinur. Þá hljóp boo- hlaupssveit :4xl00m §. 43,7. Þar náði Hörður Haraids 50,4 á 400m og Þórir Þorstein's hljóp á 51,0. Þó voru brautirn- ar þungáf. Guðmundur Lárusson 49.8 á 40ðm — en tognar Næst var haldið til Austur- botns og keppt í þorpi, sem er skemmt frá Vasa og heitir Váhánkyrön kepptum við þar á móti, sem efnt var til í til- efni af 60 ára afmæli íþrótta- félags þar á staðnum. Hlaupa- brautin var 300m og regnblaut, en samt hljóp Guðm. Lárusson 400m á 49,8 sem var mjög gott .miðað við allar aðstæður, en rétt við markið tognar hann svo illa á fæti, að hann getur ekki hlaupið meira, það sem eftir var ferðarinnar og var það skuggi á hinni annars mjög svo vel heppnuðu ferð. Hörður hljóp 200m á 22,8 og Hilmar Þorbjörnsson á 23,0 Vilhjálmur Einarsson stökk 14.10 í þrístökki og Sigurður Friðfinnsson stökk 6,82 í langstökki. Þarna bjuggum yið í heima- húsum og vorum eins og heima hjá okkur, og var gott þar að vera. Hilmar sigrar Hörð á 200m Síðan var halclið til Vasa, sem er bær með 40-50 þús. íbúa. Þarna vann Hilmar Þor- björnsson Hörð Haraldsson á 200m á tímanum 22,3 en Hörð- ur ,var 22.4, er þessi tími Hilm- ars 1 sek. betri en bezti tími hans heima! Þórir hljóp 400m á 51,1, en lOOOm boðhlaupið vann Ár- mannssveitin og setti nýtt vall- armet, sem var 4 sek. betra en það gamla. Ef Guðmundur Lárusson hefði veriö heill þá heföi Islandsmetið sennilega veríð slegið í þessu hlaupi. — Sigurður Friðfínnsson stökk 6.60 í langstökki, næstur var Finni, sem áður í vor hafði stokkið 7.08. Gísli varð annar í hástökkinni með 1.75. Vil- hjálmur kastaði kúlu, þar sem ekld var, keppt í þrístökki og var bezta kast hans rúmir 13m. í þessu móti keppti hinn snjalli stangastökkvari Finna Land- ström, sem stökk 4,20m. Að- stæður voru ekki góðar, eigi að síður voru stckk hans- ákaf- lega: gíæsileg. á að horfa. Yfir- leitt. voru þaö stuttu hlaupin, sem Finnar voru ekki sterkir í, en er þau tóku að lengjast þá vor:; rnargir í hverju hlaupi, sem hiupu á tíma, sem við þekkjum ekkert ii.il hér heima. í þorpinu Virapeli kepptum við næst. Voru áhorfendur þar ótrúíega margir og mikill . á- hugi. Brautin var 300m löng og að- stæður því ekki hinar beztu. Á mó.ti þiessu hljóp Hörður Haraldsson 2;00m á 23.1 og Hilmar Þorbjörnsson á 23.2. Þá vann Hi'mar lOOm á 11.3, Sigu.rður vann langstökkið á 6,70. Þórír setur drengjamet á 40 Cm Aðalmótið sem við áttum að taka þátt í var í Pori, bæ sem heíur 40-50 þús. íbúa. Er þar mjög góður vöIYayog fór meist- aramótio finnska fyrir ung- linga þar fram nú fyrir nokkri: síðan. Þar náði IJörður ágætum tíma á 200ra eða 22.1. Hilmar hljóp & 22.5j Þórir, sem stöðugt bætti afrek sín í ferðinni, set- ur nú nýtt drengjamet á 400m á 49.6, eldra rnetið var 50.4. Sigurður Friðfinnsson náði iíka bezta stökki sínu í þessari keppni, eða 6.90. Keppni Vilhjálms Einarsson- ar og hins unga Finna er Nie- mála heit'r og hafði áðnr. stokkið 14.40m, var mjög tví- sýn og slcemmtileg. Niemála hafði forustuna lengi vel, eða þar til í tveim síðustu stökk- unum, þá komst Vilhjálmur fram fyrir hann og stökk 14.20m. Einfættur hástökkvari Það vakti mikla athygli okk- ar, og ekki laust við að okkur fyndist óhugnanlegt að horfa á einn keppandann. Þegar út á völlinn kom spennti liann gerfi fót af sér, en hann náði upp- undir hné. Meðan hann var að einbeita sér og safna kröftum fyrir stökkið lagðist hann á heila hnéð um stund, síðan hefst atrennan þar sem þessi viljasterki maður hoppar á heila fætinum einu og yfir 1.75m! Árangur, sem hefði nægt hon- um til að vinna hástökk á öll- um frjálsíþróttamótum á ís- landi 1954! Bezti árangur þessa fótvana manns er 1,80. Maður þessi er um þrítugt. Þórlr setur enn, drengjamet Þess var óskað að við keppt- um í bænum Inkeronen, sem er skammt frá Helsingfors, en þar voru 120 keppendur, flestir frá Helsingfors. Voru þar flestir heztu íþróttamenn Finna, sem ekki fóru til Bern. 200m hlaupið var allskemmti- legt; Hörður varð fyrstur á 22,3, en næstur var Henry Jo- hansson frá Noregi á 22.4, og Tannisalo Finnl. (sem var nr. 2 á meistaramótinu finnska) á 22.4; HilmáFvarð 4. Ó 22.5. Þórir sétti nýtt dréngjamét á 800m á 1;55,7 og mun það vera þriðji bezti árangur Is- lendings pg 3 sek. betri en hann hefur áður náð. Á þessu sést sem sagt, að íþróttaárangur hefur orðið góður, sérstaklega þó hjá hin- um ungu mönnum, Þóri og Hilmari, og Hörður er líka að ná sinni fyrri getu. VEIÐILEYFI Laxa- og silungsveiöi til leigu í góö'ri á í Borgar- firði. Sanngjörn leiga. Upplýsingar í síímum 6205 og 80136 frá 5—8 daglega. Hið árlega manntalsþing í Reykjavík veröur haldið !I tollstjóraskrifstofunni í Arnarhvoli þriðju- daginn 31. þ.m. kl. 4 e.h. Falla þá í gjalddaga skattar og önnur þinggjöld ársins 1954, sem ekki eru áður í gjalddaga fallin. 27. ágúst 1954 Tollstjésiim í Beykjavík Börn fædd árið 1947, mæti í skólanum miðvikudaginn 1. september kl. 2 e.h. Böni sem voru í 7 og 8 ára bekkjum s.l. vetur, mæti fimmtudaginn 2. september kl. 10 árd. Tilkynna ber um þau börn, sem ekki mæta á tilsettum tíma. — Viðtalstími skólastjóra kl. 10—12, sími 9185. Skólastjórinn Fórum víða um Við ferouðumst víða um, skoðuðum verksmiðjur, þ.á.m. •pappírsverksmiðju, sem selur pappír til íslands. Enn fremur Strombergs mótorverksmiðj- Framhald á 9. siðu. h: k4:,4vk' Aiigiýsið í Áfívir v .l.J.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.