Þjóðviljinn - 10.09.1954, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.09.1954, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN —Föstudagur 10. september 1954 GuSmundur Arnlaugsson: Fyrsta eldlraan íslendirig- anna í Amsferdam Frétfahréf um sefntngu skákmófsíns, und- í irbúmng, þáfttöku og haráttu islenzku sveitarinnar viS HoHendinga Skákmótið sem nú fer fram í Amsterdam er stærsta skák- mót sem nokkru sinni hefur verið haldið í Hollandi. For- saga þess er óvenjulega drama- tisk. Þessi mót eiga að fara iram annað hvert ár, og á siðasta móti, í Helsinki 1952, iágu fyrir tilboð frá fleiri lönd- im en einu um að taka næsta :mót að sér. Tilboði Argentínu var tekið, enda var það sett iram af mikilli rausn: auk þess að annast dvalarkostnað kepp- enda meðan á mótinu stæði, en það er venja, buðust Argen- tínumenn til að kosta ferðir keppenda frá höfn í Evrópu og h'eim aftur, enda hefði senni- ]ega þátttaka frá Evrópu orðið lítil vegna gífurlegs kostn- aðar. En 16. júli í sumar sendi argentínska skáksambandið skeyti til alþjóðasambandsins þar sem því var lýst yfir að ekki gæti af mótinu 'orðið. Tveim dögum síðar buðust Hollendingar til að taka mótið að sér. Forseti alþjóðasam- bandsins' Folke Rogard sneri sér'þá béint til forseta Argen- t:’nu og sko'raði á hann að gera allt sem í hans valdi stæði til þess að argentinska skáksam- trandið gæti rstaðið við skuld- bindingar sínar og bað um svar innan tveggja daga. Ekkert svar barst og Folke Rogard afréð þá að taka tilboði Hol- Jendinga. 'k Þegar þess er gætt að ekki voru nema 40 dagar' til stefnu má tilboð Hollendinganna telj- sst ævintýralega djarflegti Þá vantaði allt sem til þurfti: taflstað, húsnæði fyrir kepp- endur, peninga og aftur pen- inga. Mót eins og þetta er ekk- ert smáræðis fyrirtæki hvað fjárhag áhrærir. Áætlaður kostnaður, ef þátttökuþjóðir eru 25, er 120000 gyllini eða cm hálf milljón íslenzkra kr. Tvær stofnanir standa að mótinu: hollenzka skáksam- bandið og „Stichting voor int- ernationale Schaaktraditiei van 'Amsterdam". Síðarnefndi fé>- 3agskapurinn stóð fyrir al- þjóðamótinu í Amsterdam 1950, en bví móti tók Guð- rnundur S. Guðmundsson þátt í eins og íslenzkir skákmenn muna. Ritari þessarar nefndar er Lodewijk Prins, sem ís- ]endingum er að góðu kunnur :rá því er hann var hér fyrir fveimur árum. Á hans herðum befir undirbúningurinn að miklu leyti hvílt. Borgarstjór- inn í Amsterdam hefir veitt 50 000 gyllini til mótsins og svo hefir einu miklu happdrætti verið hleypt af stokkunum, 750 000 númer á 25 cent hvert. Aðalviningurinn er 15 000 gyll- ini. 26 þjóðir taka þátt í þessu móti sem er hið 11. í röðinni. Fyrsta mótið var haldið í London 1927 og tóku 16 þjóðir þátt. Þar náðu Danir öðrum verðlaunum, en fyrstir urðu Ungverjar ef ég man rétt. Síð- ar hefir orðið örðugra fyrir smáþjóðir að standa sig á þess- um mótum, samkeppnin hefur smám saman örðið harðari og nú er svo komið að flestir helztu taflmeistarar heimsins taka þátt í þeim. Næsta mót fór fram í Haag og sóttu það fulltrúar 17 þjóða. Þriðja mótíð var haldið í Ham- borg, það sóttu 18 þjóðir, þar á meðal íslendingar og var það fyrsta sinni sem þeir sækja FIDE-mót. Og röðin heldur • áfram: Prag 1931, 19 þjóðir; Folkestone 1933, 15 þjóðir; Varsjá 1935, 20 þjóðir; Stokk- hólmur 1937, 19 þjóðir; Buenos Aires 1939, 27 þjóðir, Dubrov- nik 1950, 16 bjóðir; Helsinki 1952, 25 þjóðir. 1936 héldu Þjóðverjar mikið mót í Mún- chen, en það er ekki talið hér að undan, því að það var ekki á vegum Fide, þar var teflt í 8 manna sveitum. Skákmótið var sett laugar- daginn 4. sept. í bjartri og rúm- góðri Apollohöllinni. Formað- ur hollenzka skáksambandsins, táflmeistarinn van Steenis bauð skákmennina velkomna. Borg- arstjórinn í Amsterdam, d’Ailly, heilsaði skákmönnunum með stuttri ‘ ræðu og þakkaði hol- lenzka skáksambandinu þá djörfung er bað hefði sýnt með því að takast mótið á hendur með svo stuttum fyrir- vara. Síðan talaði Svíinn Folke Rogard, forseti alþjóða skákA sambandsins Fide (Federation internationale des echecs). Hann minnti á' það að þennan sama dag hefði lokið viku þingi Fide, er hefði einkennzt af samhug og eindrægni. Hann vakti athygli á því að alþjóða- sambandið gerði sér engan pólitískan mannamun heldur ^nni að bví að efla kynni og sarnúð óííkra þjóða í milli og benti á að áhrif alþjóðaskák- mótanna næðu langt út yfir hina skáklégu hlið ,málsins: samvinna skákmanna um allan heim sýndi hvernig ólíkar þjóðir gætu lifað í sátt og ! samlyndi. Næstur átti mennta- málaráðherra Hollands að tala og setja mótið, en forföll öftr- uðu honum á síðustu stundu og las skrifstofustjóri ráðuneytis- ins ræðu ráðherrans, er var lengsta ræðan við setningarat- höfnina. „Taflmeistarar“, sagði hann meðal annars „þurfa að verulegu leyti á sömu eigin- leikum að halda og stjórnmála- menn. Hver leikur er sjálf- stæð ákvörðun, tekin eftir flóknar- en þó nákvæmar yfir- veganir, ákvörðun sem eigi verður aftur tekin, og hefir sínar afleiðingar". Að lokinni ræðu ráðherrans var dregið og stjórnaði forseti Fide, Hollend- ingurinn Rueb þeirri athöfn. Áður hafði þjóðunum verið skipt í fjóra riðla, tvisvar sinn- um sex þjóðir og tvisvar sinn- um sjö, en nú var dregið um röð í hverjum riðli, með öðrum orðum um það í hvaða röð þjóðirnar eiga að tefla saman. f. hverjum riðli keppir hver þjóð við allar hinar. Síðan er skipt í tvo stóra flokka sam- kvæmt úrslitunum í riðlun- um, þrjár efstu þjóðirnar í hverjum0-1011 tefla í efri flokkn- um, en hinar í þeim neðri Við lentum í sama riðli og rússnesku meistararnir er mæta til leiks með sterkara lið en nokru sinni fyrr: heims- meistarann Botvinnik á fyrsta borði, síðan Smisloff, Bron- stein, Keres, Geller og Kotoff. Næst öflugastir í okkar riðli eru væntanlega Hollendingarn- ir sjálfir með Euwe fyrrver- andi heimsmeistara á fyrsta R. H. SKRIFAR: „Kæri bæjarpóstur. Ekki minnkar undirlægjuhátt- ur afturhaldsblaðanna við her- námsliðið. Hann kemur fram í ótrúlegustu hlutum. Um síðast- liðna helgi varð umferðaslys á tlafnarfjarðarveginum, bifreið frá hernámsliðinu ók á íslend- ing og beið hann þegar bana. Þetta var hörmulegt slys og getið um það í blöðum og út- varpi, en það var mjög eftir- tektarvert að bæði Vísir og Morgunblaðið gættu þess vand- lega að nefna það ekki í frétt- inni af slysinu að það heíði verið varnarliðsbíll sem ók yfir manninn og vöruðust einnig af sömu ástæðum að nefna núm- erið á bílnum, svo að engan mæti gruna að það væri her- námsbíll. Ef til vill finnst Mogg- anum og Vísi nóg komið af slys- um og óhöppum af völdum her- námsliðsins þótt dregin :sé fjöð- ur yfir eitthvað af þeim. Við- leitnin er að minnsta kosti aug- borði, Hollandsmeistarann Donner á öðru borði (Euwe tók þátt en varð ekki nema annar), síðan Cortlever, Prins, Kramer og van Scheltinga. Van Schelt- inga sem nú er sjötti maður Hollehdinga, hefur oftar en einu sinni verið skákmeistari Hollands og teflt á fyrsta borði jfýH'r Þjóð sína -á alþjóðamót- um. Finnar mundu ekki gefa 'Hollénöirigum mikið eftir ef þeir værri með bezta lið sitt, en þá vantar Böök, Ojanen og Kaila, og þótt efstu menn þeirra séu mjög jafnir, verður þetta að teljast það mikil veik- ing að þeir koma ekki fyrr en þriðju eða jafnvel fjórðu á eftir Austurríki. En Finnarnir eru þrautsegir í skákinni eins og öðru og ekki gott að vita hvað í þeim býr. Nöfn Finn- anna eru Salo, Westerinen, Katajisto, Fred, Rantanen og Heilimo. Austurríkismenn senda kunna taflmeistara til mótsins: á fyrsta borði teflir Beni, er oft hefir staðið sig vel á alþjóðamótum og er hættuleg- ur andstæðingur; á öðru borði Prameshuber, á þriðja borði Vinarmeistarinn gamalkunni, Lokvenc og á fjórða borði Kovacs, sem er líka kunnur skákmeistari af ungverskum ættum og hefir meðal annars unnið Szabo tvívegis. Síðasta tel ég Grikkina, þeir tefldu í fyrsta sinni á skák- mótinu í Helsinki og stóðu sig ekki sérstaklega. Nú er nýr maður í hverju sæti, en þeirri spurningu er ósvarað, hvort þeir taka fyrirrennurum sínum fram eða eigi. ★ En hvar á þá að setja okkur sjálfa í röðina? Því verður framtíðin að skera úr. Sam- kvæmt frammistöðu okkar í Helsinki, sem var dálítið slysa- leg þrátt fyrir einstök góð af- rek, ættum við hiklaust heima ljós þótt hún komi ekki að gagni. En almenningur fyrirlít- ur svona blaðamennsku og svona augljósan undirlægjuhátt. R. H.“ ÞEGAR VEÐRIÐ er milt og hlýtt eins og það hefur verið und- anfarna daga freistast maður til að opna alla glugga upp á gátt. Tært og hressandi útiloft- ið berst inn til manns og það verður þolanlegra að sitja innan dyra við vinnu sína. En það eru fleiri en mannfólkið sem hress- ast við góðviðri haustsins. Maðkaflugurnar fá nýtt líf. Þær þeysast um geiminn eins og þrýstiloftsflugvélar og verði einn af þessum opnu glugg- um á vegi þeirra, fljúga þær fagnandi inn um hann til að kanna ókunna stigu. En inni er • oft skuggalegra en úti og sums staðar er skrúfað Trá ofnum snemma dags og í hlýju og rökkri færist værð yfir þessar farandflugur. Þær taka á sig við hlið Grikkjanna i neðri endanum. En Friðrik hefir harðnað og tekið framförum á þeim tveim árum sem síðan eru liðin, sveitinni hefur bætzt öruggur liðsauki í Guðm. S. og hinir Guðmundarnir tveir eru einnig öi’úggir og góðir skák- menn. Og loks er það Ingi R. úngur og efnilegur, líklega yngsti þáttakandi á mótinu. Hanri er óskrifað blað í eldraun eins og þetta mót er, en ég er vongóður um það að hann standi -fyrir sínu, og þá er ekki vonlaúst um að okkur takist að hækka. ★ Við áttum að glíma við Hol- lendinga í fyrstu umferð. Hún áti að hefjast þegar að lokinni setningarathöfninni, en rúm- lega klukkustundarbið varð vegna þess að ekki var allt til- búið. Hollendingarnir voru al- veg á síðustu stundu með und- irbúninginn eins og von var. Við áttum að tefla við Hollend- inga í fyrstu umferðinni og var svolítill glímuskjálfti í mönn- um sem jókst við biðina eins og eðlilegt er. Það er næstum eins æsandi að horfa á skák og tefla. Fyrstu tvær þrjár eða jafnvel fjórar stundirnar finnst manni ekkert gerast, ef ekki verða einhver slys, maður geng ur fram og aftur, ætlar að fara burt um stund en getur þó ekki slitið sig frá. En svo á fjórða og fimmta tímanum taka at- burðirnir að gerast með vax- andi hraða, og þá getur verið erfitt að fylgjast með, enda eru áhorfendur margir, skákáhugi er afar almennur hér í Hollandi. Þanriig gerðist lítið framan af í viðureign okkar við Hol- lendingana. Friðrik náði góðri stöðu gegn Donner, mikjl mannakaup urðu snemma hjá Guðm. S. og Cortlever og stóð Guðm. sízt lakar. Prins tefldi í Framhald á 8. síðu. náðir í myrku og hlýju skoti og þegar íbúar hússinfe fara að hátta verður ekki séð að neinir óboðnir gestir séu innandyra. En það getur farið svo að sólin skíni glaðlega inn um svefn- herbergisgluggann næsta morg- un, og um leið og fyrsti sólar- geislinn teygir sig inn í myrk- asta skúmaskotið í herberginu, vakna þessar svörtu skellinöðr- ur, endurnærðar eftir hvíldina og taka að sveima fagnandi um í gylltu morgunljósinu. Og ver- an í rúminu byltir sér á alla vegu, vill ekki vakna fyrr en í fulla hneíana, en eitthvert annarlegt suð í herberginu truflar ró hennar og svefnfrið. Og þar kemur að hún opnar svefndrukkin augun og sjá: Það fljúga átta maðkaflugur um í sólargeislanum suðandi af öllum lífs og sálarkröftum. Þær halda víst að þær séu tvö- faldur kvartett. En veran í rúm- inu er lítið gefin fyrir kvartett- söng klukkan hálfsjö á morgn- ana, jafnvel þótt um sé að ræða tvöfaldah kvartett, og með ■erfiðismunum hefur hún upp á handklæði, opnar gluggana eins og unnt er og nú upphefst mikil barátta sem lýkur með því að allar maðkaflugurnar eru komn- ar út fyrir gluggann. En auð- vitað er sigurvegarinn ekki lengur sj'fjaður. Þessi barátta við söngfélag maðkaflugna hef- ur rekið allan svefn á flótta. Augljós undirlægjuháttur aíturhaldsblaðanna — Skellinöðrur í sveínherberginu — Söng- félag maðkaflugna

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.