Þjóðviljinn - 10.09.1954, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 10.09.1954, Blaðsíða 3
Föstudagur 10. september 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (3 ny eru Rceff v7S formann Reykjavskurdeildar umanna Hinn kunni töframaöur og huglesari Frisenette heldur nokkrar kvöldskemmtanir í Austurbæjarbíói í næstu viku til ágóða fyrir starfsemi Reykjavíkurdeildar AA — félags íyrrverandi ofdrykkjumanna. Fréttamaður Þjóðviljans kom að máli við Guöna Þór Ásgeirsson, formann félags- ins og forgöngumann um stofnun þess, og spuröist frétta af félagsstarfinu. Sundkeppnln Félagið var stofnað í apríl- mánuoi sl. og voru stofnendur 14, en nú eru félagsmenn orðn- ir á annað hundrað talsins. — Hvers vegna réðst þú í stofnun þessa félags hér? spyr fréttamaðurinn Guðna, og hann svarar: -— Ég hafði verið erlendis í 13 ár og þar komst ég að raun um að ég var áfengissjúkling- ur. Með styrk AA (Alcoholie Anonymous) í Bandaríkjunum tókst mér að yfirstíga þessa segilegu veiki cða hafa hömlur á henni, því að sá sem einu sinni hefur orðið alkóhólisti verður það alla sína ævi. Fg vann eitt ár á Keflavík- urflugvelli og jafnframt störf- nm mínum þar starfaði ég að öllu afli að því að hjálpa þeim, sem vildu hætta að drekka. Þegar ég svo hætti störfum á flugvellinum gaf ég mig eingöngu að björgunarvið- | leitni minni og fékk í lið með mér tvo fyrrverandi ofdrykkju- menn, þá Jónas Guðmundsson og Guðmund Jóhannsson. — Stofnuðum við, ásamt 11 öðr- um, síðan þennan félagsskap. Þegar ég kom hingað til lands fannst mér ofdrykkjan í Reykjavík ægileg. Ég hef ferð- azt því nær um allan heim en hvergi séð jafn illa drukkið og liér. Hinsvegar vissi ég, að hér var góður jarðvegur fyrir atarfsemi félagsskapar eins og AA í Bandaríkjunum og hóf því baráttuna ásamt félögum mínum. Ég hef starfrækt skrif- stofu og verið til viðtals á henni kl. 1-3 og 6-7 eh. alla virka daga. Þangað hafa kom- ið sorgbitnar mæður og eigin- konur og niðurbældir áfengis- sjúklingar, og hefur öllum ver- ið liðsinnt eftir beztu getu. Þó ber að geta þess, að ég tel því nær algerlega tilgangslaust að tala við þá áfengissjúklinga, sem ekki virðast hafa minnstu löngun til að hætta að drelcka. — Hvað heldurðu að margir hafi læknazt? — Það er erfitt að svara þessari spurningu, því að eins og áður er sagt er engin full- lcomin lækning við áfengis- nautninni til, en þegar viðkom- andi sjúklingur hefur ekki bragðað vín í lengri eða skemmri tíma og sér mismun- inn á líðan sinni og sinna nán- ustu, þá fer svo í langflestum tilfellum að hann hættir fyrr eða seinna alveg að drekka, þó að hann ,,detti“, eins og við köllum það, ef til vill í eitt eða tvö skipti. Ég get fullyrt að um 40 of- drykkjumenn, karlar og konur, Guðni Þór Ásgcirsson hafi ekki bragðað áfengi síðan þau töluðu fyrst við mig eða félaga mína. Aðrir eru á góð- um batavegi, en hafa farið á stutt ,,kennderí“ og þá liðið lengri tími á milli þeirra en áður. Enn eru nokkrir sem ekki virðast hafa skilið það, að manni ber að forðast sopann því það er hann, sem leiðir til ofdrykkjunnar. Reynsla okk- ar félaganna er sú, að auðveld- ast sé að taka fyrir einn sól- arhring í einu og setja sér að bragða ekki áfengi á þeim tíma. Við þekkjum öll, að eftir að við höfum fundið áhrif eins eða tveggja drykkja get- um við ekki neitað okkur um að halda áfram. — Hvaðan færðu fé til þess- arar starfsemi? — Fyrstu fimm mánuðina eftir að ég stundaði ekki aðra atvinnu fékk ég engan fjár- hagslegan stuðning, að und- anskildu því að Reykjavíkur- bær veitti 10 þús. og ríki 4 þús. króna styrk til starfsem- innar. Síðan var mér boðið að vera ráðunautur vinnuhælis á- fengissjúklinga í Gunnarsholti, og hef ég fengið greiddar 2500 krónur á mánuði fyrir það starf. Af þeim tekjum verð ég hinsvegar að greiða allan ben- zín- og viðhaldskostnað, sem ég hef af bíl mínum í sam- bandi við starfið, en það er allmikill peningur, td. rúmlcga 1100 krónur í júíímánuði ein- um. Ég hef aldrei hugsað mér að gera þetta starf að féþúfu, því að þetta er mitt hjartans- mál. Og ég bókstaflega trúi því, að hinn æðri máttur hafi látið mig sökkva jafn djúpt í volæði drykkjuskaparins og raun varð á til þess að ég yrði fær um að skilja og leið- beina þeim, sem villtust inn á sömu ógæfu brautir. Ég hef von um að okkur takist að vinna inn eitthvað fé með fyrstu skemmtuninni sem við efnum til í fjáröflun- arskyni, en eins og getið hefur verið í fréttum höfum við feng- ið hingað heimsfrægan, dansk- amerískan töframann og hugs- analesara, Frisenette að nafni, til þess að sýna bæjarbúum listir sínar nokkur kvöld. Verð- ur fyrsta skemmtun hans í Austurbæjarbíói nk. sunnudags- kvöld kl. 11:15. Væntum við þess, að Reykvíkingar sæki þessar skemmtanir vel, þar sem við höfum ekkert sparað til þeirra og fengið hingað þennan ágæta og dýra skemmtikraft. Ég vil svo að lokum benda bæjarbúum á a? sjá kvikmynd þá, sem nú er sýnd í Tjarn- arbíói og heitir Komdu aftur litla Sheba. Kvikmynd þessi er framúrskarandi vel leikin og fjallar um heimilislíf og starf læknis, sem varð ofdrykkju- maður. Ég vil sérstaklega benda konum á að sjá mynd- ina, því að eiginkonan í henni á óbeint og óafvitandi nokkra sök á ofdrykkju mannsins. Hún er kærulaus um öll heimilis- störf og heimilishagi og alls ekki uppörfandi, en það eru einmitt alltof fáir, sem gera sér fulla grein fyrir því, hve uppörfun annarra er mikill styrkur fyrir ofdrykkjumann- inn í baráttu hans gegn sjúk- dómi sínum. I myndinni sést einnig greinilega hið ósérhlífna starf AA-félaganna, sem eru reiðubúnir að hjálpa og aðstoða áfengissjúklinga á hvaða tím- um sólarhringsins sem er. Kennaraförin Framhald af 12. síðu Hinn 5. sept. var enn haldið til Hafnar og nú skyldi kynna kennurunum skólalíf þar. Þrir kennaranna höfðu þó ekki tíma til lengri dvalar í Kaupmanna- höfn og héldu heim eins og áður var sagt, en aðalhópurinn varð eftir og mun koma hing- að 12. eða 15. þm. Hróðmar Sigurðsson lét mjög vel af förinni allri. Skipulag allt hafi verið með ágætum og viðtökur framúrskarandi. Sér- staklega rómar hann gestrisni skólastjóra lýðháskólans á Borgundarhólmi, Aksels Laur- idsen, og konu hans, en Laurid- sen er maður mjög fjölhæfur og lýðháskólamaður áf lífi og sál. Framhald af 12. síðu. 40 Islendinga, sem synt hafa 200 metrana. Meðal keppend- anna er Bjarni ■ Ásgeirsson sendiherra. í bréfi, sem fylgdi, segir svo: „Flestir hafa synt hér í Osló, þó hefi ég orðið að fara hér um nágrennið og minn- ist ég skemmtilegra ferða, t.d- er ég fór út í Ásker, þar, hafði ég frétt af okkrum Islending- um, sem unnu að garðyrkju. Mér var tekið þar prýðilega og ekki sízt þegar erindi mitt varð kur.nugt, því að sam- norræna sundkeppnin hafði ein- mitt verið á dagskrá. Við brugðum okkur samstundis á næsta baðstað, sem var Hal- man-bað. Dálítil gola var inn fjörðinn og leiddi með sér öldu. Krakkarnir létu þetta ekki á sig fá og steyptu sér fram af klöppum og syntu — ekki að- eins 200 metra heldur 400 og 600 metra. Þetta var skemmti- legt. og, heilbrigt ungt fólk“. Fjórir í Qklahoma Þá hefur borizt yfirlýsing frá sundstað í Oklahoma City. um að þar hafi synt fjórir Reykvíkingar, sem nám stunda í borginni. Þeir segja í bréfi, sem fylgdi: „Við erum hreykn- ir af sundmennt Islendinga og notum hvert tækifæri að halda því á lofti“. Hafnarfjörður Unglingur eða roskinn maður óslcast til blaðburðar í Hafnarfirði þJÓÐVIUINN *---------------------------« Tilkynnlng frá Másmæðraskóla Beykjavíker Kvöldnámskeið í matreiðslu hefjast 1 .okt. — Kenn- ari vcrður frk. Aðalbjörg Hólmsteinsdóttir, húsmæðra- kennari. — Skrifstofa skólans er opin alla virka daga nema Iaugardaga frá kl. 1—2 síðd. — Sími 1578. Kalrm Helgadéitir <$>-------------------------:---------------------<3 Verkamannafélagið HLlF í Hafnarfirði vantar nú pegar starfsmann Nánari upplýsingar gefnar í skrifstofu fé- lasgins, sími 9987, kl. 6—7 e.h. Stjórnin Skrifsioíumar verða LðKJ&fiAS frá kl. 1—4 í dag vegna jarðafarar. Eagnar !>ór3arson h.f., heildverzlun, Mesi tveedkápur MARKAÐURINN Laugavegi 100

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.