Þjóðviljinn - 10.09.1954, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 10.09.1954, Blaðsíða 12
Stöðvast síldar söltunin vegna skarts á nægllegii rekstrarlé? Föstudagur 10. september 1954 — 19. árgangur — 204. tölublað' Salfendur viS Faxaflóa héldu fund I gœr til þess aS rœoa vandamálin Kyimtust dönskum skól- Síldarsaltendur við Faxaflóa efndu til fundar í gær til þess að ræða erfiðleika þá, sem saltendur á suðvestur landi eiga nú við að stríða sökum skorts á nægilegu rekstrarfé. Telja þeir viðbúið, að síldveiðarnar á þess- um slóðum stöðvist algerlega eða dragist saman að veru- legu leyti, ef ekki verða gerðar viðunandi ráðstafanir að því er snertir öflun fjár alveg á næstunni. Bátarnir, sem stunda reknetjaveiðarnar í Faxaflóa liafa aflað mjög vel að undanförnu og voru þó aflabrögð hvað bezt í gær. Fulltrúar síldarsaltendanna skýrðu fréttamönnum í gær- kvöld frá störfum fundarins og viðhorfunum í söltunarmál- unum. Á fundinum var samþykkt að stofna félag síldarsaltenda á suðvesturlandi, allt frá Breiða- firði til Vestmannaeyja. f und- irbúningsnefnd voru kosnir Ingimar Einarsson, forstjóri Sandgerði, Margeir Jónsson út- gerðarmaður Keflavík og Þórð- ur Guðmundsson útgerðarmað- ur Gerðum. Þá var og kosin nefnd fimm manna til að ræða við ríkisstjórnina og síldarút- vegsnefnd um starfsmöguleik- ana fyrir saltendurna. 1 nefnd- ina voru kjörnir Björn Péturs- son Keflavík, Guðsteinn Ein- arsson Keflavík, Jón Árnason Akranesi, Finnbogi Guðmunds- son Gerðum og Beinteinn Bjarnason Hafnárfirði. Slæm afkoma hjá reknetjabátum Afkoma fiskibáta, sem stund- að hafa reknetjaveiðar í Faxa- flóa hefur verið mjög erfið mörg undanfarin ár, venga þess hve dýrt er að veiða með rek- netjum. Verðlagsráð Landssam- bands íslenzkra útvegsmanna og Fiskifélagið hafa látið fara fram rannsókn á afkomu þess- ara báta og hefur sú rannsókn leitt í ljós, að á undanförn- um árum hefur meðaltap báts á úthaldi — þ.e. tímabilið ágúst—október — numið 51 þús,- kr. Öll þessi ár hefur síld- arverðið verið það sama 1 kr. pr. kg. vegið upp úr bát, en þorsk- verðið hinsvegar hækkað úr 85 aurum kg. í kr. 1.22 á sama tímabili. Þrátt fyrir þetta neyddist LÍÚ til þess að mæla með því við útvegsmenn að þeir fiskuðu enn eitt árið fyrir sama verð, kr. 1.00 á kg. Allmargir bát- ar hafa verið sendir á þessar veiðar eða um 80, en það munu vera um helmingi færri bátar en stundað hafa síldveiðarnar sl. 3 ár. Ástæðurnar fyrir því að bátarnir fara á þessar veið- ar eru margvíslegar, t.d. er ekki um aðrar veiðar að ræða á þessum árstíma og einnig er það mjög kostnaðarsamt að láta bátana liggja aðgerða- lausa. Þá er þess að geta að séu bátarnir ekki starfræktir Framhald á 8. siðu --------------------------. Mikil síBdveiði \ í gaer í gær var mjög góður síld- arafli í Grindavíkur- og Mið- nessjó. Bátar frá Grindavík fengu allt upp í 3—5 tunnur i net, en aflahæstur var Gunnar Hámundarson með 250 tunnur. Afli báta á Akranesi var einnig góður. Aflaliæsti bát- urinn var með um 240 tunn- ur, en alls munu hafa bor- izt þar á land í gær um 26C0 tunnur. Var öll síldin sölt- uð nema 300 tunnur. Sundmaðliir IStllBBBi af Hætt er leit að enska sund- manninum Edward May, sem ætlaði í fyrradag að reyna að synda yfir Ermarsund fylgd- laust. Var hann talinn af þeg- ar engar spurnir höfðu bor- izt af ferðum hans 30 klukku- tímum eftir að hann lagðist til sunds. lorizS hala köIh 40 SslðKdisga, sem syní haia 200 melraita í Mosegi Þátttakan í samnorrænu sundkeppninni hefur aukizt verulega síðustu dagana, enda á keppni að ljúka 15. þessa mánaðar. í fyrradag syntu á sundstöðum í Reykjavík 368 menn, eða miklu fleiri en undanfarna daga. MHíil hrifuing á ísafirði Sovézki sellósnillingurinn Mstislav Rostropovitsj hélt tón- leika í Alþýðuhúsinu á Isafirði í fyrrakvöld og var efnisskráin sú sama og á tónleikum hans í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Að- sókn var góð og hrifning á- heyrenda ákafleg. Rosti’opovitsj varð að leika aukalög og hon- um bárust blóm. Hér fara á eftir nokkrar frétt- sr frá landsnefndinni um þátt- töku ^samnorrænu sundkeppn- inni a einstökum stöðum á landinu. Aukning í Árnes- og Bangár- vallasýslura Félagssvæði Héraðssambands- ins Skarphéðins nær yfir Ár- nes- og Rangárvaliasýslur, en þar eru 9 laugar. I þessum tveim sýslum syntu 1951 2407 manns, en nú hafa synt 2410, svo að töluverð aukning mun ‘verða á þátttöku í sýslunum, þar sem sundsókn hefúr örvazt undanfarna daga. 100% aukning í Bárðardal í Suður-Þingeyjarsýslu hef- ur þátttaka orðið betri en 1951 í öllum hrepoum nema tveim. 1 Bárðardal nemur aukningin um 100%. Nokkur fyrirtæki í Vest- mannaeyjum hafa lofað að gefa ísskáp, ef 1400 Vestmannaey- inga^ taka þátt í sundkeppn- inni. Verður dregið um ísskáp- inn meðal þeirra, sem syntu 200 metrana, að lokinni keppni. Ný sundlaug í Stykkishólmi. Þann 8. þ.m. tók til starfa í Stykkishólmi ný sundlaug, sem er 12Váx6 metrar að stærð. Þró og stéttar eru fullgerðar, en búið er að smíða helming laugarhússins og þar hefur búningsklefum og böðum ver- ið komið fyrir til bráðabirgða. Kælivatn frá vélum rafstöðvar- innar er leitt til laugarinnar. Ibúar Stykkishólms hafa geng- ið mjög vel fram við byggingu þessa mannvirkis, en strax og það var tekið í notkun hófst þátttaka í samnorrænu sund- keppninni og eru margir tekn- ir til við sundiðkanir. Á Hellissandi og Fiateyri hafa sundlaugarnar aftur verið tekn- ar í notkun en starfræksla þeirra hafði Iegið niðri um sinn. 40 landar synda í Noregi Frá Noregi hafa borizt nöfn Framhald á 3. síðu Bifreið ek’sð á HÍnnHpaila s Aust- urstræti Klukkan um hálfátta í gær- kvöld var fólksbifreið ekið á vinnupallana sem eru utan á Reykjavíkurapóteki við Aust- urstræti. — Braut bifreiðin nokkrar uppistöður áður en hún stöðvaðist en pallarnir féllu þó ekki niður. Bifreiðar- stjórinn slapp ómeiddur. Kl. 19:40 í gær varð dreng- ur á skellinöðru fyrir bifreið á gatnamótum Hverfisgötu og Vatnsstígs. Drengurinn hand- leggsbrotnaði en mun ekki hafa hlotið önnur alvarlegri meiðsl. um, kennurum og skólalífi Þrír. al íslenzku kesmustmusn kommr úc hslmsókn til Danznerkuc Snemma í fyrra mánuöi fóru 20 íslenzkir kennarar til Danmerkur í boði danskra stéttarbræðra. Flestir kennar- anna munu koma heim um miðjan þennan mánuð en. þrír eru þegar komnir. Þjóðviljinn náði snöggvast tali af einum þremenninganna, Hróðmari Sigurðssyni kennara, og spurðist frétta af förinni. Islenzku kennararnir fóru héðan með skipi hinn 7. ágúst og komu til Kaupmannahafnar hinn 12. Þar dvöldust þeir í 3 daga í góðu yíirlæti og var þeim sýnt það markverðasta í borginni og nágrenni, m.a. mjög fullkomið barnaheimili á vesturströnd Sjálands, sem byggt hefur verið fyrir heilsu- veil börn. Eftir Kaupmannahafnardvöl- ina var hópnum skipt og fór helmingurinn til Sönderborg á Jótlandi til hálfs mánaðar dval- ar í Iþróttaháskólanum þar, en hinn helmingurinn fór til Borg- undarhólms og dvaldist á lýð- háskólanum þar. Var Hróðmar Sigurðsson í síðari hópnum. Á Borgundarhólmi kynntust íslenzku kennararnir merkilegri starfsemi, sem Hróðmar telur vel þess virði að reyna hér á landi, en það voru hálfs mán- aðar námskeið fyrir fólk í sum- arlevfum. Þátttakendur á námskeiðinu voru úr ýmsum starfsgreinum og víðsvegar að úr Danmörku. Námskeið þessi voru mjög frjálsleg, tveir fyrir- lestrar á dag um ýmiskonar efni, en auk þess var farið í skemmtiferðir um nágrennið og- | þrjár bílferðir um ej-juna, þar sem skoðað var allt hið mark- verðasta sem þar er að sjá. Þá fengu Islendingarnir tækifæri til þess að skoða tvo barna- og unglingaskóla þar á eynni. Að lokinni hálfs mánaðar dvöl á Borgundarhólmi var aft- ur haldið til Kaupmannahafnar. Þar dreifðist hópurinn og héldu: kennararnir nú út i sveitirnar,., dvöldust hjá einstökum kennur- um og kynntust skólalífinu. —— Framhald á 3. síðu Fyrsta bílaleyfin gefin út í gær STú er lokið við að úthluta leyfum fyrir vörubifreiðar, 3 tonn og stærri, og munu fyrstu leyfin hafa verið gefin út í gær. Alls verða vörubíla- leyfin 275. Innan skamms mun verða byrjað á úthlutun leyfa fyrir fólksbifreiðar, ‘ sendiferðabíla og litlar vörubifreiðar. Gert er ráð fyrir að þeirri úthlutun. ljúki um miðjan næsta mánuð. Sptdu „Tépaz" á 12 síöðwra eystsa Leikflokkurinn kominn frá Austurlandi Undanfariö hefur leikflokkur frá Þjóðleikhúsinu feröazfc um Austurland, og haft þar sýningar á sjónleiknum „Topaz“. Voru sýningar alls á 12 stööum við mjög mikla. aðsókn. I fyrradag kom leikflokkur frá Þjóðleikhúsinu til bæjar- ins úr þriggja vikna leikför um Austurland .Sýndu þeir sjón- leikinn „Tópaz“ á 12 stöðum austanlands. Var það á Horna- firði (2 sýningar), Seyðisfirði (2 sýningar), Neskaupstað (2 sýningar), Djúpavogi, Breið- dalsvík, Fáskrúðsfirði, Reyðar- firði, Eiðum, Vopnafirði, Þórs- höfn og Raufarhöfn. Haraldur Björnsson, sem var fararstjóri í ferðinn tjáði blað- inu í gær, að þessi leikför mundi vera ein sú erfiðasta, sem farin hefði verið hér á landi. Skilyrði eru víða mjög slæm til sýninga en aðsókn mjög mikil, svo að stundum urðu jafnmargir frá að liverfa og inn komust. En vonir standa til að skil- yrði til leiksýninga í þessum landshluta batni að mun á næstunni, þar eð nú eru alivíða að rísa ný, glæsileg félags- heimili í sveitum og þorpum. í leikför þessari voru samtals 18 menn frá Þjóðleikhúsinu, leikarar og aðstoðarmenn. Auk þess voru á hverjum stað fengnir 6 drengir til að koma fram í sýningunni. Leikstjóri var Indriði Waage. ,,Tópaz“ hefur nú verið sýndur í 91 skipti á vegum Þjóðleikhússins, þar af 45 sinnum úti á landi. Næsta sýn- ing verður væntanlega á Akra- nesi. ríaráfe- Sameiginlegur fundur ful!- trúaráðs og trúnaðarrnanna Sésíalistafélags ReyUjavíku r vérður í kvöld kl. 8.30 í Bað- stofu iðnaðarmanna. Þar sem injög áríðandi málefni verður lagt fyrir íundinn er þsss yænzt að fulltrúar og trúnaðarmenn fjöhnenni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.