Þjóðviljinn - 10.09.1954, Blaðsíða 7
Bandaríski hershöfðinginn
P^idgway kom til Parísar hinn
28. maí 1952. Franska þjóð-
in tók á móti honum með
fjölmennum kröfugöngum og
lét í ljós reiði sína og óvild
í garð sýklahershöfðingjans
jafnframt kröfunni um þjóð-
ernislegt sjálfstæði og frið.
Stjórn sú sem þá sat að völd-
um í Frakklandi gerði allt
sem hún gat til að kúga nið-
■ ur þessar kröfugöngur.
Þessi dagur, 28. maí 1952,
sem er dagur niðurlægingar
og skammar í franskri sögu,
olli þáttaskilum í nútímabók-
menntum Frakka. Hann mark
ar upphaf nýs þróunartíma-
bils framfarasinnaðra bók-
mennta. Eins og hér heima
' hjá okkur höfðu fjölmargir
franskir rithöfundar talið sig
aðhyllast „hið þriðja sjónar-
mið“ og höfðu „hlutlausa" af-
stöðu gagnvart austri og
vestri. En eftir atburðina 28.
maí varð öllum það ljóst að
ekkert meðalhóf er til milli
stríðs og friðar, enginn þriðji
vegur milli föðurlandssvika
og ættjarðarástar. Þeir komu
auga á þann sannleik að
kommúnistahatursherferðin
var einungis helzta meðal
stríðsæsingamanna og fasista
til að hylja gerðir sínar og
fyrirætlanir.
Rithöfundarnir leituðu skýr-
ingar á stjórnmálaviðburðun-
um, á raunveruleikanum í
framþróun sögunnar. Það sem
áður hafði verið skilgreint
sem „vont“ í óhlutlægri merk-
ingu varð nú „vont“ í sögu-
legum skilningi og orsakanna
leitað í stéttarkúguninni. Þessa
stefnubreytingu má glögglega
sjá í bókum höfunda eins og
t. d. Robert Merle, Druon og
Gascar. Þeir kappkostuðu að
'EaulMmxA. *
leita innsta eðlis raunveru-
leikans og uppgötvuðu með
því áður óþekktar hliðar hans.
Þannig skapaði Jean-Paul
Sartre fyrstu jákvæðu sögu-
persónu sína í bókinni um
Henri Martin. Þeir aðhyllt-
ust að nýju raunsæisstefnu
byggða á arfleifðinni frá Bal-
zac, Stendahl og Zola.
Þessa stefnubreytingu, í
bókmenntunum marka tvær
greinar eftir Jean-Paul Sar-
tre í tímaritinu Temps Mod-
erne, önnur birtist í júlí 1952
undir fyrirsögninni „Komm-
únistarnir og friðurinn,“ hin
birtist í ágúst sama ár og
hét „Svar til Albert Camus“.
Ennfremur kom hún greini-
lega í ljós í opnu bréfi rit-
höfundarins Vercors til dóms-
málaráðherrans í marz 1953.
Það voru atburðirnir 28.
Föstudagur 10. september 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (7
maí sem réðu úrslitum um
stefnubreytingu þessara rlt-
höfunda. I augum mikils
hluta frönsku þjóðarinnar
voru þeir atburðir opinberun
nýrra sanninda. Aldrei fyrr
hafði almenningur fengið
skýrara dæmi um hið órjúf-
andi samband sem er milli
varnar, frelsis og sjálfstæðis
þjóðarinnar og varnar frið-
arins, milli styrjaldarstefn-
unnar og afnáms lýðræðis-
réttinda. Ofbeldisráðstafanir
frönsku stjórnarinnar vöktu
ættjarðartilfinningar þúsunda
Er ég frjáls samfélagsþegn ?
Það er að segja: vernda lög-
in frelsi mitt sem slíks? Eða
er ég álitinn grunsamlegur
og á- yfir mér vofandi hand-
tökutilskipun sem einungis
bíður undirritunar ? Nýt ég
fortakslauss frelsis eða er það
undir hælinn lagt?“
Sartre og Vercors létu í ljós
útbreidda skoðun meðal
frönsku þjóðarinnar. Sartre
fann sig tilneyddan að slíta
sambandi við sinn forna
bandamann Albert Camus,
sem frægur er m. a. fyrir
Jean-Paul Sartre
p|ooielagsraunsæi
Frakka og ósk þeirra um
frið og tryggingu lýðræðis-
legs stjórnarfars. Fólk komst
að raun um að andkommún-
isminn var einungis yfirskin
hinnar ríltjandi stéttar til að
troða í svaðið allt er iifir og
blómgast.
Sartre afhjúpar andkomm-
únistaáróðurinn, sem hann
sjálfur hafði áður tekið þátt
í. Hann tekur fyrir hvert at-
riði fyrir sig. Ásökuninni um
að kommúnistar séu umboðs-
menn fyrir Moskvu svarar
hann með beizku háði: „Að
sjálfsögðu! Var það ekki til
dæmis Moskva sem æsti múg-
inn til að ráðast gegn Bast-
iliunni 1789? Var það ekki
Moskva sem stóð straum af
samsæri liðsforingjanna í
Rochelle á byltingarárinu
1848? Eða voru ekki hin ó-
útreiknaniegu verkföll í lok
18. aldar og uppreisnirnar
1917 gerð að undirlagi
Moskvu ?“
Þeirri ásölcun stríðsæsinga-
mannanna að komraúnistar
séu andstæðir friði svarar
Sartre: „Eg bíð eftir að fá
að sjá olífukvisti yðar, en ég
sé aðeins sprengjur .........
Bandaríkjamenn hafa hreiðr-
að um sig hér í Frakldandi,
en Rússarnir eru í Sovétríkj-
unum."
í marz 1953 skrifaði Ver-
cors opið bróf til dómsmála-
ráðherrans og segir m. a. á
þessa leið: „Eg lief þörf fyrir
að skilja það sem gerist fyr-
ir augum mér hér í Frakk-
landi. Ég mun lialda áfram að
setja fram spurningar um allt
sem varðar frelsi vort þar til
ég annaðhvort fæ svar eða
verð neyddur til að þagna.
Eg læt mér í léttu rúmi liggja
þá ásökun að ég sé áróðurs-
maður kommúnista. Hér í
Frakklandi verða kommúnist-
ar fyrstir fyrir barðinu á of-
sóknum yðar, þeir eru for-
ystulið þeirra ofsóttu ......
Eg ver mig sjálfur. Og ég
vil vita um mín eigin örlög.
skáldsöguna „La Peste“. Sar-
tre segir svo, cg nefnir sjálf-
an sig í þriðju persónu:
„Sartre sendir Camus inn á
eyðilendur hans og sýnir fram
á nauðsyn þess að mynda
samtök til að brjóta sundur
fangelsislásana.“
EFTIR SÆNSKA
BÓKMENNTA-
FRÆÐINGINN
ED¥?N
TRETTGNDAL
Existensíalistanum Sartre,
sem gefið hafði svo skakka
lýsingu á hinum franska
verkamanni og veruleik sovét-
skipulagsins, sem gengið hafði
framhjá hinni díalektísku
hugsunaraðferð til að kanna
umbreytingar heimsins, var
nú Ijóst hvað hann meinti
með myndun samtaka til að
brjóta sundur lása fangels-
anna. I augum hans þýddi það
að berjast við hlið verkalýðs
Frakklands og flokks hans til
að vernda fullveldi þjóðarinn-
ar, frið og lýðræðislegt frelsi.
Hann leit af sjiónarhól sög-
unnar á stefnu frönsku stjórn-
arinnar og leit á hana sem
stéttapólitík, sem einungis
var hægt að heyja árangurs-
ríka baráttu gegn í bandalagi
með liinni kúguðu stétt.
Annar rithöfundur sem tek-
ið hefur svipaða afstöðu er
Maurice Druon, höfundur
skáldsögu í þrem bindum:
„La Fin des Hommes", en
fyrir fyrsta bindið fékk hann
Goncourt-verðlaunin. Þriðja
bindið kom nýlega út og var
sala þess bönnuð í Vestur-
Þýzkalandi. Druon hefur skrif
að grein í tímaritið Lettre
Francais þar sem hann skýr-
ir frá þeim breytingum sem
bæði stjórnmálaskoðanir hans
og viðhorf gagnvart bók-
menntunum hafa tekið. Hann
kveðst aðhyllast arfleifð hins
franska realisma, þeirra Bal-
zac og Zola. Hann lýsir þjóð-
félaginu angist þess og dauða
stríði, og því hvernig menn-
irnir lifa í þessu samfélagi.
Rithöfundurinn lýsir ábyrgð
sinni gagnvart framþróun sög
unnar.
Roger Vailland gekk í
Kommúnistaflokkinn eftir at-
burðina 28. maí. í bók sinni
,,'Experience du Drama“ sýn-
ir hann hvernig leikritaskáld-
skapurinn er náinn ' hinu lif-
anda lífi og túlkar hin djúpu
lögmál þess og sérkenni.
í augum annars ungs rit-
höfundar, Pierre Gascar, var
krafan um raunveruleik mjög
eðlileg í bók hans ,,Le Temps
_ ^ AncMStfl ?
des Morts,“ skáldsögu um
líf fanga í stríðsfangabúðum í
Rawa Ruskas, en fyrir þá bók
fékk hann nýlega Goncourt-
verðlaunin.
Þannig marka atburðirnir
28. maí upphaf hins nýja
tímabils í frönskum bók-
menntum. Það var sem hress-
andi stormur feykti á brott
hinni háspekilegu þioku exí-
stensíalismans. Hinir fram-
farasinnuðu rithöfundar að-
hylltust í fyrstu raunsæis-
stefnu sem átti sér djúpar
rætur í frönskum bókmennt-
um. En sú þróun lét þar ekki
staðar numið. Ný raunsæis-
stefna myndaðist, en liöfuð-
einkenni hennar eru skoðun
hlutanna í ljósi sögunnar og
meðvitundin um ábyrgð rit-
höfundanna gagnvart sög-
unni.
Það sem er athyglisverð-
ast í nútíma frönskum bók-
menntum er val yrkisefn-
anna. Hinir kommúnistísku
rithöfundar, sem bera höfuð
og herðar yfir aðra starfs-
bræður sína, hafa í hinum
fjölmörgu bókum sínum sann-
að hinar heilsteyptu kenning-
ar sínar og beitt heilbrigðri
gagnrýni, túlkað veruleikann
eins og hann er nú og eins
og hann þróast án afláts. Það
er lífið sjálft sem er hreyfi-
aflið í listsköpun þeirra.
Þegar Eluard — eins og
hann sjálfur segir „hvarf frá
sjóndeildarhring einstaklings-
ins og tók upp sjónarmið
heildarinnar“ hóf hann rit-
störf að nýju með auknum
þrótti. En aftur á móti hefur
það komið í ljós að þeir rit-
höfundar sem staðnað hafa í
úreltum skoðunum hafa ekki
skapað neitt markvert á þess-
um tíma. Hin frægi Paul
Claudel hefur ekki skrifað
eina aukatekna línu frá því
að hann gerðist hirðfífl x
Vichy. André Malraux hefur
enga skáldsögu samið síðan
hann tók við forystu áróðurs-
málastofnunar de Gaulles.
Mauriac, nóbelsverðlaunahaf-
inn, hefur heldur ekki skrifað
skáldsögu frá því hann hóf
að skrifa hinar grátklökku
greinar sínar í Figaro. Og
þetta gerist samtímis því að
Frakkland stendur andspænis
nýjum veruleika og hinir rót-
tæku höfundar sem aðhyll-
ast hinn nýja veruleika fá
ríkulega uppskeru nýrra bóka
undir dagsbrún hins nýja
tíma.
Louis Aragon hefur rætt
um nýja hlið skáldsagnarit-
unarinnar í „Les Commun-
istes“. Það sem gerði Jean
Lafitte og Pierre Daix að
skáldsagnahöfundum var þátt
taka þeirra í andspyrnuhreyf-
ingunni og dvöl þeirra í
stríðsfangabúðum nazista.
Baráttan gegn styrjöldinni í
Indó Kína hefur auðgað
franskar bókmenntir með
þrem ágætum skáldsögum
eftir þau Jean-Pierre Chabrol,
Madeleine Riffaud og Pierre
Courtade. KóreuStyrjöldin
var yrkisefni Roger Vaillands
í stórbrotnu leikriti, og bar-
áttan gegn kjarnorkustyrjöld
er efnið í skáldsögu Elsa Trio-
lets „Le Cheval Roux“. André
Stil samdi þrjár frábærar
skáldsögur um andstöðuna
gegn hinu bandaríska her-
námi Frakklands, „Le prem-
ier choc,“ „Le coup de can-
on,“ og „Paris aves nous.“ Um
reiði almennings ■ gegn íhlut-
un Bandaiúkjanna í málefni
Frakklands skrifuðu þeir
Pozner og Pierre Courtade
hver sína skáldsögu, og Helen
Parmelin samdi eina beztu
bók franskra bókmennta um
baráttuna fyrir lausn Henri
Martins úr fangelsi. Að lok-
um verð ég að nefna hina
hvassyrtu bók Louis Aragons
„Le neveu de M. Duval“, á-
kærurit gegn stefnu ríkis-
stjórnarinnar.
Hinir kommúnistísku rit-
Framhald á 11. síðu.