Þjóðviljinn - 10.09.1954, Blaðsíða 11
Föstudagur l<h september 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (11
Frcsnskar bókmenntir
Framhald af 7. síðu.
höfundar hafa haft mikil á-
hrif á aðra rithöfunda með
því að hefja upp merki raun-
sæisstefnunnar í listinni.
Dæmi Sartres er sérkennandi.
Hann lét að .sér kveða í bar-
áttunni fyrir .laus.n, Henri
.Martins. Fyrst. ætlaði hann
sér að .birta. bréf qg' greinar
um Martin eftir ýmsa ' höf-
unda ásamt athugasemdum
sínum. En efnið hreif hann
svo, að framlag hans óx og
varð að stórri bók í stað lít-
ils bæklings. Hann varð sögu-
ritarinn sem afhjúpaði allar
lygar og missagnir um Henri
Martin og hin raunverulegu
þjóðfélagsöfl sem lágu að
baki þeirra.
Sambandið milli hinnar
raunsæju t.jáningar veruleik-
ans og viðleitninnar til að
breyta þessum veruleika er
náið, ekki eingöngu hjá Sar-
tre. Það er sérkennandi fyrir
þróun fjölda franskra rithöf-
unda. Einkum og sér í lagi
gildir þetta þó um rithöfund-
arferil Robert Merles,' sem
endurspeglar dyggilega þróun
seinni tíma franskra bók-
m.ennta.
Robert Merle yrkir um
vandamálið: Hefur maðurinn
rétt til að deyða aðra menn?
1 einni af fyrstu bókum sín-
um gefur hann hreint sál-
rænt svar við þessarri spurn-
ingu. Hann heldúr því fram
í þessari bók, „Flamineo," að
maðurinn verði afskræmi
vegna þess siðferðis sem
byggist á ótta, sér í la.gi þó
kaþólskunni með helvítisótta
hennar. í næstu bók sinni
„Weekend á Zuydeote“ lýsir
hann hinu.m hrikalegu hern-
aðarviðburðum við Dunquer-
que árið 1940. Hér ber hann
upp sömu spurninguna og
svarar henni á óhlutdrægan
og háspekilegan hátt. Hann
túlkar stríðið sem kéðju fá-
ránlegra atburða og lýsir
þeim með natúralistískum að-
ferðum.
En frá því hann gaf út
þessar bækur hefur hann tek-
ið hraðri þróun og síðasta
bók hans er gerólík þeim
fyrri. Hún kom út í lok fyrra
árs undir heitinu „La mort
est mon metiér“ (Dauðinn er
mín iðngrein). Hér hefur
rithöfundurinn skrifað minn-
ingar stríðsglæpamannsins
Rudolf Lang frá árunum 1923
til 1945. Lang ér sonur skó-
kauþmanns í Bæjaralandi.
Faðir hans vill að hann veroi
prestur. En þá er liann kall-
aður í herinn 1914 og gegnir
herþjónustu í f.yrri heims-
styrjöldinni í Tyrklandi. Er
styrjöldinni lýkur fær liann
hvergi atvinnu og gengur
þessvegna í Freikqrps, sjálf-
boðaliðssveitirnar sem grafa
undan V/eima rl ýðveldinu, Ár-
ið 1923 verður harm naz-
isti og skömmu síoar er hann
dæmdur í tíu ára fangelsi fyr-
ir pólitískt morð á. hernáms-
svæði Frákka í Ruhr. Eftir
að hann er látinn laus fékk
liann vinnu á stórbúi í Pomm-
ern. Síðan skipuleggur hann
árásir SS-sveita. Hann er
sendur til fangabúðanna í
Dachau en seinna flyzt hann
til Auschwitz. Hann verður
yfirmaður þessarra dáuðabúða
legt viðhorf. í augum margra.
þeirra er flótti frá veruleik-
anum nú ósamrýmanlegur
skapandi listastarfi þeirm.
Það væri áreiðanlega erfitt
fyrir sænsku akademíuna að
leita uppi rithöfund verðan
nóbelsverðíaúriá í Frákklandi
árið 1942 og er það til l:945. mm-.þessár mundir. Sú skoð-
Þar stendur hann fyrir til-
raunum með mugmörð og at-
hugar áhrif ýmissa morð-
tækja, rafmagns, gass og
fleiri. Hersveit úr Rauða
hernum tekur hann til fanga
í lok stríðsins og stefnir hon-
um fyrir rétt í Varsjá. Það-
an segir Lang frá eftirfarandi
atviki:
„Eitt sinn sagði ákærand- '
inn: ,,Þú hefur myrt 3,5
milljónir manna“. Eg tók
fram í fyrir honum og sagði:
„Fyrirgefið, ég hef einungis
myrt 2,5 milljónir manna.“
Það varð óró í salnum og
ákærandinn sagði að ég ætti
að skammast mín fyi’ir ó-
skammfeilnina. Hann rauk
upp á nef sér. Og samt hafði
ég ekki gert neitt annað en
leiðrétta ranga tölu.“
Merle segir hér ekki frá
neinum fjarstæðuatvikum eins
og í „Wéekend á Zuydcote".
og leggur ekki heldur út af
háspekilegum viðfangsefnum
eins og í „Flamineo". Hann
sýnir í þessari bók hvernig
afskræmið er afleiðing þjóðfé-
lagsins, stjórnarfarsins. Merle
finnur hér ábyrgð sína gagn-
vart framþróun sögunnar.
Bók hans er aðvörun gegn
endurlífgun hernaðarstefn-
unnar og nazismans í Vestur-
Þýzkalandi og gegn Evrópu-
hernum.
En Merle lét ekki þar við
sitja. Er Kommúnistaflokkur
Frakklands stóð fyrir hátíð
til minningar um 25 járniðn-
aðarmenn og járnbrautar-
starfsmenn sem nazistar
myrtu við La Matiére -nálægt
Rennes árið 1942, þá hélt
M.erle ' aðal-hátíðarræðuna.
Þar sagði hann m. a. að ,,ef
við ekki berjumst gegn því að
nazistar nái undir sig völdum
í Evrópu á ný, þá svíkjum
við það takmark sem þessir
menn börðust og létu líf sitt
fyrir. Við myndum með öðr-
um orðum myrða þá í annað
sinn.“
Að loknu friðarþinginu í
Vín skrifaði: Sartre: „Skoð-
anir manna höfðu orðið fyrir
áhrifum af þeim bókmennt-
um, sem heilsa mannkyninu,
sem gefa mönnum ekki ein-
göngu nýja von, heldur veita
mönnurn og vissu um það afl
sem þeir hafa yfir að ráða til
þess að koma takmarki sínu
í framkvæmd.“
Þessi orð sýna hve það
sjónarmið, sem þessir frönsku
ritliöfundar aðhyllast, er ríkt
af fyrirheitum, en um þá
márga var áður tæplega hægt
að segja að þeir hafi „heils-
að mannkyninu".
Hinir frönsku rithöfundai
sjá nú fram á nýtt þjóðfélags-
un natúralista að verk rithöf-
undanna skuli vera hlutlaus
spegilmynd af lífinu hefur
beðið algert skipbrot.
Rithöfundar í Frakkiandi
sjá nú brotalamirnar í hinni
gömlu raunsæisstefnu. Þeir
komast að raun um að það er
ókleift fýrir núlifandi rithöf-
und að taka sömu afstöðu til
lífsins og Balzac. Stjórnmála-
skoðanir hans höfðu ekkert
samband við raunsæisstefn-
una í list hans. En harka
stéttabaráttuvmar útilokar nú
allan tvískinnung. Sinnuleysi
um samtímaatburði er ekki
samrýmanlegt nútímalist.
Kenningin um að „finna til
í stormum sinna tíða“ er ekki
marklaus setning. Dæmi
þeirra frönsku rithöfunda
sem ég hef nefnt sýna greini-
lega að það er afstaða þeirra
til undirstöðuvandamála Þjóð
félagsins, sem veldur því að
þeir stefna fram til nýrrar
raunsæisstefnu, raunsæis-
stefnu sem er ekki enn að
vísu sósíalistísk, en má ein-
kenna sem gagnrýna raunsæ-
isstefnu; samsvarandi hinni
nýju da.gsbrún í þjóðernis-
baráttu Frakka.
Það er viðburður bæði í
bókmenntum og þjóðlífi
Frakka að rithöfundarnir
skuli geta lýst Frakklandi
„eins og það í rauninni er“ og
er þá lögð merking raunsanns
raunsæis í þessa setningu, ekki
líflausrar ljósmyndar af
hjóminu sem loðir við yfir-
borðið, heldur myndar af
landinu og þjóðinni, þjóðar-
sálinni, myndar af lireyfingu
þjóðfélagsins og framvindu,
myndar af öllu því sem vex
og þróast í Frakkandi.
fsimÍKgaítengs! Islands og Eáðstjómarnkjaima
ICyimÍEgarmáimgnr —- SepSemkez B54
sovéfiiistamaima
í Þjóðleikhúsinu í kvöld kl. 9
Mstiskv Eostsepovitsj:
emleiknr á selló
lakazov aðstoðar
Ótölusettir aögöngumiöar seldir í Bókabúö
Máls og menningar, Bókabúð Kron og í Bóka-
verzlun Sigfúsar Eymundssortar ,
Pantanir sækisfi íysis hádegi, aimass sddar öðnim
4
MÍR heldur
með sovézku sendinefndinni fyrir félagsmenn og gesti
að Hótel Borg sunnudaginn 12. p.m. kl. 14.00
Senáinelndaimeim eg ileisi filyfija sfiutfi á\?örp
%
meö aðstoð íslenzkra listamanna í Þjóöleikhúsinu
sunnudaginn 12. þ.m. kl. 21.00.
Aögöngumiðar seldir í Bókabúð Máls og menningar,
Skólavöröustíg 21, kl. 9 á laugardagsmorgun.
Engar pantanir
2 miðar á mann
AlíreÖ Cfiausen, gamanvísnasöngur
Fred Colting, búktal o. fl.
Dansað í báðum söium — Skemmtiatriði í báðum sölum.
TiI skemmtunar:
■■■■•■■■■•■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■«■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■!