Þjóðviljinn - 12.09.1954, Side 6

Þjóðviljinn - 12.09.1954, Side 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 12. september 1954 4 — IIÓOVIUINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson. ' Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraidsson. Ritstjórn, afgreiðsla, aug'ýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 10. — Simi 7500 ( 3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöiuverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. -<*> ,,Vér undirritaðir íslendingar skorum á ríkis- stjórnina að hlutast nú þegar til um uppsögn her- verndarsamningsins írá 5. maí 1951, og verði erlent setulið og herútbúnaður héðan á brott svo fljóti sem vér eigum kröfu á eítir þeim samningi og eigi gerð í landi voru fleiri styrjaldarmannvirki en þegar eru risin”. Næstu daga og vikur verður fjölda manns sýnd yfirlýs- ing sú sem hér er birt, og þeim gefinn kostur á aS skrifa undir hana, gera þá kröfu, sem í henni felst, a'ð sinni kröfu. Og miklu getur það varðað um framtíð Íslands, um framtíð komandi kynslóða á íslandi, hvernig hver og einn, hvernig ÞÚ verður við þeim tilmælum. Fjórir tugir manna úr ýmsum stjórnmálaflokkum birtu í gær ávarp til íslendinga, hófu nýja sókn til aö fá aflétt hernámi íslands. Heita þeir á íslendinga aö sameinast um uppsögn hernámssamningsins og tafarlausa brottför hersins. Jafnframt hefst nú um þessa helgi almenn undir- skriftasöfnun gegn hernáminu, eins og segir hér að fram- an. Ýmsir munu spyrja: Er þetta til nokkurs? Það eru menn sem tekizt hefur að hrella svo og hræða með staðreynd hernámsins, með staðreynd uppgjafar íslenzkra stjórn- málamanna gegn ásælni Bandaríkjanna, að þeir eru þeg- ar farnir að örvænta um framtíð íslendinga sem sjálf- stæðrar þjóðar, orðnir vonlitlir um eða vonlausir að ís- lenzka þjóðin hafi nokkru sinni þrek og manndóm til aö losna við byrði og smán erlends hers í landi sínu. Þeir hafa séð hvernig stórveldið sem á sótti hefur verið aö fá fram- gengt í áföngum kröfum sínum um herstöövar á íslandi, og það krafðist þegar 1945 herstöðva á íslandi í heila öld. Þeir hafa séð forystumenn sjórnmálaflokka, menn sem þeir hafa treyst bogna og láta undan hinum erlendu kröf- um og meira að segja gerast talsmenn hernámsins ogher- stöðvanna. Og einmitt þá hefði hin erlenda ásælni ná'ð tilgangi sínum ef þannig tækist að lama viðnámsþrótt og heilbrigðan þjóðarmetnað íslendinga, lama sjálfstæðis- þrá og baráttukjark þjóðarinnar, telja henni trú um að það sem gert hefði verið yrði ekki bætt, hernámiö og öll smán þess og vandræði hlyti aö verða ævarandi hlutskipti íslendinga. En íslandssagan mun leita annars. Hún mun halda á lofti nöfnum þeirra íslendinga sem ekki létu bugast af staðreynd hernárnsins, staðreynd uppgjafarinnar fyrir er- lendu ásælninni. Frá fyrstu dögum hernámsins hefur Sós- íalistaflokkurinn og'blöð hans boðað aö íslendingar gætu rekið erlenda herinn úr landi, ef þeir væru nógu sam- huga. Á mótmælafundinum mikla í Reykjavík 16. maí 1951 sagði Brynjólfur Bjarnason m.a.: „Hver einasti ís- lendingur þarf að skilja það, að þaö er undir okkur sjálf- um komið, hvort við fáir og smáir og vopnlausir vinnum sigur í baráttu við hið volduga Bandaríkjaauðvald grátt fyrir járnum“. Eftir því sem árin hafa liðiö og moldviðri bandaríska áróðursins um nauðsyn hernáms á íslandi feykist burt, hafa fleiri og fleiri raddir komið fram um nauðsyn þess að íslendingar hrintu hernáminu af höndum sér, og kom það skýrast fram á Alþingi s.l. vetur, að ábyrgðarmenn og verjendur hernámsins voru einangraðri en fyrr. Frá þremur stjórnmálaflokkum, Sósíalistaflokknum, Alþýðu- flokknum og Þjóðvarnarflokknum, komu fram tillögur um uppsögn eða endurskoöun liernámssamningsins, og varð fátt um varnir forsvarsmanna hernámsins, nema atkvæöamagn til að fella allar þær tillögur. Þaö er ný sókn í sjálfstæöisbaráttu þjóðarinnar er fjórir tugir manna úr ýmsum flokkum og utan flokka hefjast handa um almenna undirskriftasöfnun gegn her- náminu. Undirtektir fólksins í landinu við þetta frum- kvæði geta orðið örlagaríkar. Hver íslendingur sem skrif- ar undir leggur fram lið sitt í sjálfstæðisbaráttu íslend- inga, leggur fram krafta sína til þess að leysa þjóðina undan byrði og smán hins bandaríska hernáms. Undrin í Fljótsdal Daginn sem steinþng Páls biskups Jónssonar fannst í Skálholti gerðist sá atburð- ur í Fljótsdalshéraði að ,,ó- kennilegur hlutur“ sást þjóta um loftið með sér- kennilegum gný skammt frá Hjarðarbóli en settist síðan á sandeyri í Lagarfljóti. Heimilisfólkið fylgdist af nokkurri undrun með þessu fyrirbæri en lét þó kyrrt liggja og hafðist ekki að. Þegar nágrannarnir spurðu tíðinda næstu daga var þeim sagt frá atburði þessum og barst sagan um sveitina smátt og smátt, þar til hún var Ioks komin til yfirvalds- ins á staðnum, Vigfúsar G. Þormars hreppstjóra. Og á samri stundu breyttist hún úr skemmtilegu sveitarabbi í heimssögulega staðreynd. B Hreppstjórinn var sem sé vel að sér í stjórnar- blöðunum og skildi þegar í stað, að hér hefðu verið að verki þau annarlegu öfl sem ógna vestrænu öryggi, menningu og frelsi, og hann lét ekki á sér standa að snúast til gagnsóknar. Þeg- ar er hann hafði heyrt mála- vexti tvíhenti hann símann og flutti sýslumanninum á Seyðisfirði nákvæma skýrslu, en hann brá jafn snarlega við og hraðsímaði til dr. Kristins Guðmundssonar heimálaráðherra. Var um- svifalaust kallaður saman ráðuneytisfundur undir for- sæti hans og þar talið ein- sætt' að varnarliðið tæki málið í sínar hendur án tafar. Þegar á eftir var haldinn herstjórnarfundur á Keflavíkurflugvelli, og mætti ráðherrann á honum, en þaðan var send nákvæm skýrsla til Washington svo að þarlendir menn gætu á- kveðið hvort hingað skyldi stefna öllum herafla vest- rænna þjóða. Jafnframt var samþykkt að senda þegar einvalalið á vettvang, og var herflugvél mönnuð hin- um harðsnúnustu görpum undir forustu James Dris- colls höfuðsmanns, en hann hefur mikla reynslu af tví- sýnum bardögum. Einnig var skipulögð loftbrú milli Keflavíkurflugvallar og Eg- ilsstaða og skyldu flutt austur hvers kyns styrjald- artól, „leitartæki og mæliá- höld til þess að kanna það hvað hafi hér verið um að vera, og hvers eðlis sending þessi hafi verið“ eins og Morgunblaðið komst að orði í frétt sinni. En á meðan allur þessi undirbúningur fór fram hélt Vigfús hrepp- stjóri vörJ við Lagarfljót og starði á sandeyrina þar sem „hluturinn ókennilegi" hafði setzt. Þótti það bera vott um mikið hugrekki, þótt hann árædd.i að vísu ekki að vaða út á eyrina enda mun liann hafa verið í lélegum vaðstígvélum. 0 * Morgunblaðið fékk auð- vitað fregnir af þe3sum stór- merkjum, og blaðamaður og ljósmyndari þutu þegar af stað og fóru dagfari og nátt- fari. Birtist frásögn þeirra í Morgunbl. s.l. þriðjudag undir mikilli fyrirsögn: „Ó- kennilegt himinflaug lendir á leirum Lagarins. — Sveit úr Varnarliðinu flýgur aust- ur til rannsókna." Birtir blaðið síían lýsingu Þórar- ins Bjarnasonar, bónda á Hjarðarbóli, og segir þar svo: „Heyrðum við þá skyndilega mikinn hvin og litum upp. Sáum við þá hvar svartan h!ut bar við himininn, er kom þjótandi úr norðvestri.“ Hér mun þegar ráð að staldra við og hugleiða hversu tilkomumik- ið það hlýtur að hafa verið að sjá himininn koma þjótandi úr norðvestri, þótt nokkur bót væri það í máli að hann lcom ekki beint úr austurátt. En af „hlutn- um“ er það að segja að hann „fór skáhallt niður á við í loftinu, allt niður á sandeyrarnar, sem eru í ósum Jökulsár, þar sem hún rennur í Löginn. Fylgdi „sendingu" þessari mikill hvinur, sagði Þórarinn, svo hár, að konur sem voru inni í bænum heyrðu hann greini- lega ........ Hann var grá- leitur eða svartur á lit, í- langur að sjá og væri hægt að gizka á, að hann hefði verið 50-80 sm að lengd, en annars er mjög erfitt að á- kveða um stærð hans. Virt- ist okkur sumuip. að hann væri dálítið frammjór .... Var að sjá eins og sandur-' inn þyrlaðist upp þegar hluturinn kom niður, og er þeir komu á bakkann, en bærinn stendur spölkorn uppi í hlíðinni, sáu þeir móta fyrir í sandinum, þar sem hann hafði komið, en hann sjálfur var horfinn. Tóku þeir þá mið á staðinn og gerðu sér ljósa grein fyrir, hvar sending þessi hefði snert jörðu.“ Þannig sagðist fréttamanni Morgunblaðsins frá, en árangur ljósmyndar- ans var öllu rýrari. Var honum harðbannað að taka nokkrar myndir á þeirri for- sendu að atburðirnir væru hernaðarleyndarmál, engu ó- merkari en gerð vetnis- sprengjunnar og reglurnar um samskipti íslendinga og hernámsliðsins. Það var rétt með harmkvælum að hann fékk að taka mynd af bónd- anum á bænum, og töldu sumir rétt að flokka einnig hann til hernaðarleyndar- mála. 3 Fréttamaður Morgunblaðs- ins sannar Ijóslega í grein sinni að „Mluturinn ókenni- legi“ geti hvorki verið loftsteinn né vígahnöttur, og niðurstaða hans er sú „að hér væri um hina alræmdu og alkunnu fljúgandi diska að ræða, og er lýsing þeirra Hjarðarbólsbænda ekki ó- svipuð útliti þeirra diska, sem menn hafa talið sig sjá utanlands á himni.“ TJtiitið innanlands á himni er þó enn nánar skilgreint í AÍ- þýðublaðinu sama dag. Seg- ir það undir stórum fyrir- sögnum að diskur þessi „lík- ist helzt í lögun kreppt- um mannshandlegg" — og kann nú ýmsum að virðast að Alþýðublaðsmenn muni eiga kynleg búsáhöld. Hins vegar minnir þéssi glögga lýsing á hina fornu kveðju kommúnista, svo að nú þurfti ekki lengur að vera í vafa um það hvaðan „ó- kennilegi hluturinn" væri kominn. Síðari hluta þessa sama dags skýrði svo Vís- ir frá því að undur þetta hefði verið „vígahnöttur, atómsprengja eða geimfar, en til cru þeir, sem álíta, að þetta hafi verið benzín- hylki af vængbroddi á þrýstiloftsflugvél.“ 0 Á meðan getgáturnar í blöðunum urðu alltaf stór- fengiegri og stórfenglegri gengu bandarískir sérfræð- ingar og liermenn að verki af fullri einurð austanlands. Hin furðulegustu tól hrönn- uðust upp á sandeyrinni og í kringum hana og lærðir menn lásu af mælum, reikn- uðu og hugsuðu svo að marraði í höfðuðskeljum. Allt í kringum þá stóðu al- vopnaðir hermenn, reiðubún- ir til sóknar, ef fjandmað- urinn geystist allt í einu upp úr sandinum. í lofti sveimaði mikill floti flug- véla, albúinn til þátttöku, en stöðugar fréttir um gang málanna voru sendar til stjórnarráðsins, Keflavíkur- flugvallar og Washington. Herma áhorfendur að þetta hafi einna helzt líkzt að- draganda að stórorustum í nútímastyrjöld. I En þegar allt stóð sem hæst gerðist atburður sem minnir einna helzt á söguna um nýju fötin keisarans. Einn bændanna sem á horfðu hóf allt í einu upp rödd sína og vakti athygli á því að þrátt fyrir allt væri fleira sem þyti í loftinu en vígahnettir, loftsteinar, disk- ar, krepptir mannshand- leggir, atómsprengjur, geim- för og benzínhylki. Það væru einnig til „hlutir“ sem nefnast fuglar. Og einn þeirra, lómurinn, væri sér- staklega kenndur við hrekki og ætti einmitt til að bregða sér nákvæmlega í þann ham sem bóndinn á Hjarðarbóli lýsti, þjóta. um loftið með ferlegum óhljóðum og steypa sér síðan leiftursnöggt til jarðar í námunda við vatn. Það kæmi einnig heim að lómurinn væri, eins og segir í lýsingu bóndans, gráleitur eða svart\ir á lit, ílangur, 50-80 sm á lengd, og ekki er laust við að hann sé . „dálítið frarámjór'1. Þegar bóndinn Kafði þetta mælt, litu menn hver á annan, en síðan kvað við hlátur sem bergmálaði um allt Hérað. Vísindamennirnir hrukku upp við mælingar sínar, her- mennirnir spenntu gikkina og flugvélarnar lækkuðu flugið. En þega,r búið var að túlka fyrir hinum erlendu stríðshetjum tilefni hláturs- ins var röðin komin að þeim að horfa hverir á aðra. Síðan tíndu þeir sam- an pjönkur sínar þegjandi og burðuðust með þær á brott. Nokkru síðar tók sig upp stór flugvélafloti og stefndi til Keflavíkur. En á eftir flögruðu nokkrir lómar, líkt og þeir væru að reka flótt- ann. A rrt^Uó

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.